Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 37 MIIVININGAR + Jón Óskar Guð- laugsson fædd- ist í Gerðum í Garði 14. september 1915. Hann lést á Borgar- spítalanum í Reylqa- vík 16. desember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðlaugur Gíslason, sjómaður, Garði, f. 1881, d. 1953, og kona hans, Guðfinna Jónsdóttir, f. 1878, d. 1958. Fyrri kona Jóns Óskars var Guðrún Ragnheiður Rögnvaldsdóttir Líndal, f. 1915, og eignuðust þau einn son, Grétar Hrein Óskars- son, flugvélaverkfræðing, f. 1938. Þau skildu. Árið 1951 kvæntist Jón Óskar aftur Guðrúnu Sveinsdóttur, f. 1928, d. 1991. Synir þeirra eru Steinþór Órn, sjómaður á Fá- skrúðsfirði, f. 1952, Bergþór Smári, starfar í Noregi, f. 1954, Harald Ragnar, byggingaverkfræð- ingur, Reykjavík, f. 1957, og IQörtur Amar, rafvii-ki í Reykjavík, f. 1961. Þau skildu. Jón Ósk- ar var vélsmiður að mennt og starfaði meðal annars hjá Vélsmiðju Hafnarfjarðar um árabil, á Norð- firði og á togurum, en lengst af starfaði hann sem yfirverksljóri hjá Síldar- og fiskimjölsverksmiðj- unni Kletti í Reykjavík. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju í dag, en jarðsett verður í Útskálakirkju- garði, Garði. ÓSKAR afi er dáinn. Fyrir okkur öllum á eftir að liggja sú lokaferð yfir móðuna miklu. Eftir standa margar hugljúfar minningar um traustan og góðan afa, sem hugurinn ætíð tengir sæluríkum æskudögum norður í Skagafirði. Þeir voru margir sumardagarnir sem við áttum með afa á Fossi og hugann fylla minningar um ógleym- anlegar veiðiferðir í heiðavötn að ógleymdum laxveiðum í Fossá, þar sem við öll fengum okkar Maríulaxa. Þessir unaðsdágar í einhveiju feg- ursta héraði landsins eru órjúfanlega tengdir minningunni um afa og þá daga sem við áttum með honum. Vertu sæll, hafðu þökk fyrir allt. Blessuð sé minning þín. Eiríkur Álmar, Ragnheiður Yr og Haraldur Eyjar Grétarsbörn. JÓN ÓSKAR GUÐLA UGSSON t munum til tækjakaupa á árunum eft- ir stríð og því nauðsynlegt að nýta það sem til var. Ef tækjabúnaðurinn var ekki til staðar var hann smíðað- ur. M.a. hannaði Guðni malbikunarvél vegna viðhalds á flugbrautunum. Ég á margar ánægjulegar minn- ingar um Guðna Jónsson, sem reynd- ist mér ákaflega vel. Guðni frændi skipaði sérstakan sess í hugum okk- ar systkinanna enda var samband okkar mjög náið. Ég minnist hláturs Guðna þegar ég fímm ára gamall sagðist hafa fundið peningahreiður úti í móa þegar unnið var að bygg- ingu íbúðarhúss Guðna í Kópavogin- um og einhver hafði tapað smápen- ingum inni á milli þúfnanna. Guðni hafði mörg áhugamál fyrir utan smíðar og má þar nefna mikinn áhuga á ferðalögum. Eitt sinn smíð- aði hann ásamt nokkrum öðrum jeppa, sem hægt var að aka jafnt á sjó sem á landi. Eins hafði hann mikinn áhuga á skógrækt og kom upp fallegum tijálundi við heimili sitt í Kópavogi. Guðni las mikið og hafði mikinn áhuga á þjóðlegum fróðleik og íslendingasögunum enda hafði hann lifað mestu umskipti í veraldarsögunni þar sem þjóðfélagið breyttist úr bændaþjóðfélagi í tækni- og upplýsingaþjóðfélag, og lagt fram sinn skerf til þeirra breytinga. Ég sendi Guðrúnu og Bergljótu dóttur hennar mínar innilegustu sam- úðarkveðjur og vona að minningin um góðan föður og afa sefí sorg þeirra. Sigurður Gils Björgvinsson. Þeir sem kaupa uppþvottavél eða ryksugu með Euro eða Visa raðgreiðslum fá endurgreidda alla vexti og kostnað við undirritun samnings. Miele gerir gæfumuninn. GUÐNIJÓNSSON Mi Vaxtalaust lán i 12 mánud' EIRVÍK heimilistæki hf. Suöurlandsbraut 22, 108 Reykjavík, sími 91 -880200. + Guðni Jónsson, yfirverksljóri á Reykjavikurflug- velli, fæddist á Hóla- landi í Borgarfirði eystri hinn 22. apríl 1904. Hann lést í Reykjavík þriðju- daginn 13. desember síðastliðinn. For- eldrar Guðna voru hjónin Guðný Jóns- dóttir og Jón Jóns- son, bóndi á Hóla- landi. Guðni var tí- undi í röð sextán systkina, sem öll eru dáin, en þau voru Ragnheiður, sem drukknaði ung, Ingibjörg, var gift Algot Ring, Guðni, sem dó fjögurra mánaða gamall, Jarþrúður, var gift Ás- mundi Sigmundssyni, Þórarinn, ókvæntur, Geirlaugur, ókvænt- ur, Margrét, ógift, Hólmfríður giftist Ole Bjelland, Sesselja gift- ist Þorleifi Jóhannssyni, Guðni, sem nú er borinn til grafar, Guðrún, maki Þorsteinn Sig- urðsson, Vörðufelli, Árni, ókvæntur, Björgvin, maki Sess- elja Sigvaldadóttir, og Sigfríð, ógift. Guðný eignaðist tvö börn með seinni manni sínum, Jónasi Stefánssyni frá Vopnafirði, Björg Pálinu og Stefán Sigurbjöm, sem dóu bæði ung. Þijár al- systur Guðna dóu ungar af berklum. Guðni starfaði sem jámsmiður og kaf- ari þjá Hamri. Árin 1937 til 1946 var hann lögreglu- maður í Reykjavík og eftir það var hann yfirverkstjóri á Reykja- víkurflugvelli. Hinn 12. desember 1952 kvæntist hann Bergljótu Guðmundsdóttur og eignuðust þau eina dóttur, Guðrúnu, kenn- ara við Olduselsskóla. Guðrún á eina dóttur, Bergljótu Steinsdótt- iu-. Guðni verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju í dag. ÞAÐ ER erfitt fyrir okkur, sem alin erum upp eftir seinna stríð, að skilja þau kjör, sem afar okkar og ömmur bjuggu við. Saga Guðna og systkina hans er um margt dæmigerð fyrir þær aðstæður og óöryggi sem al- menningur bjó við um síðustu alda- mót. Þegar Guðni var sex ára gam- all andaðist faðir hans frá 13 bömum og var heimilið þá leyst upp gegn vilja móðurinnar. Flestum bömunum var komið í fóstur og ólst Guðni upp á Strönd á Fljótsdal til 17 ára ald- urs, en þá gerðist hann vinnumaður í Vallarnesi til tvítugs. Guðni hafði snemma mikinn áhuga á að afla sér menntunar. Á þeim ámm var ekki sjálfgefið að stunda nám og ljóst er að fyrir föðurlausan ungan mann var það mikið átak. Fyrir atbeina vinveittra manna fékk hann inngöngu í bændaskólann á Hvanneyri og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur eftir tveggja ára nám. Síðan fór hann aftur austur í Valla- nes og vann þar að jarðarbótum en fékk síðan vinnu I smiðju á Seyðis- fírði. Þaðn fór Guðni til Reykjavíkur og lærði jámsmíðar í Hamri. Jafn- framt því að stunda járnsmíðar vann hann við köfun. Árið 1937 lá leiðin í lögregluna, en þar ávann hann sér virðingu og traust allra þeirra, sem samskipti áttu við hann. Kristján Vattnes, lögreglumaður, var sam- starfsmaður hans í lögreglunni og sagði hann mér að Guðni hefði verið einstaklega laginn við að róa menn og ef Guðni var með í för þá urðu aldrei nein vandræði. Þegar yfirmaður Guðna, Agnar Kofoed Hansen lögreglustjóri, varð fiugmálastjóri, árið 1946, fékk hann Guðna til að hætta í lögreglunni og gerast yfirverkstjóri hjá honum á Reykjavíkurflugvelli. Því starfi gegndi Guðni þar til hann hætti störf- um fyrir aldurs sakir. Guðni giftist góðri konu, Bergljótu Guðmundsdóttur og voru hjónin mjög samhent. Það var mikið áfall fyrir Guðna þegar Bergljót lést fyrr á þessu ári. Guðni var góður smiður og einstak- lega hugmyndaríkur eins og tækja- kosturinn á Reykjavíkurflugvelli bar vitni. Ekki var ráðstafað miklum ijár- „Óskars saga Halldórssonar er geysilega fróðleg og fjörleg bók, skrifuð á safaríku og kjarnyrtu máli....og höfundinum til mikils sóma. Óskar Halldórsson var ævin- týrapersóna og ráðgáta - lestur bókar- innar eykur ævintýraljómann og gerir ráðgátuna óleysanlegri. Það eru góð meðmæli.“ Hrafn Jökulsson í Alþýðublaðinu ...stórfróðleg og skemmtileg.... gegn- heil fræðimennska.... Ásgeir Jakobsson er hér að lýsa því sem hann þekkir best. Hann man söguhetjuna. Og hann man tímana fyrir stríð, vinnubrögðin, lífshætt- ina, að ógleymdri stemmningunni. ....Hér hefur Óskars Halldórssonar verið minnst með verðugum hætti.“ Erlendur Jónsson í Morgunblaðinu I „Óskar Halldórsson er ein af þjóðsagna- persónum þessarar aldar.... Ásgeir Jakobs- son fjallar í þessari bók um manninn o,g athafnir hans í íslensku athafnalífi af yfir- gripsmikilli þekkingu.... Óskars saga er fróðleg frásögn af ógleymanlegum manni sem vann mikla sigra, tapaði oft stórt en lét aldrei bugast við mótlætið." Elías Snæland Jónsson í DV „Ásgeir Jakobsson hefur gert það sem átti að vera búið að gera fyrir löngu. Óskars saga hans er í senn fróðleikur, ævintýri og skemmtan.... Ég hálföfunda þá sem eiga að fá hana í jólagjöf." Magnús Óskarsson hrl. í Mbl. SETBERG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.