Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 38
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ H MINIMINGAR SOLRUNELSA STEFÁNSDÓTTIR + Sólrún Elsa Stefánsdóttir fæddist á Illuga- stöðum í Laxárdal í Engihlíðarhreppi í A-Húnavatnssýslu 7. mars 1924. Hún lést á Landspítalan- um 16. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Æsgerður Þorláks- dóttir og Stefán Bjarnason bóndi. Systkini Sólrúnar Elsu eru: Magnús Líndal, lést ungur, Garðar, búsettur á Blönduósi, Höskuldur, búsettur í Reykja- vík, Kristín Ingibjörg, búsett á Akureyri, og Stefán Norðmann, sem er látinn. Sólrún Elsa gift- ist 26. október 1946, Krisijáni Gíslasyni eftirlifandi eigin- manni sínum. Þau eignuðust fjögur börn: Hilmi Stefán, f. 18. ágúst 1948, d. 1951; Gylfa tví- burabróður hans, giftur Birnu Blöndal; Gerði Jónu, f. 22. októ- ber 1952, gift Jens Magnús- syni; og Stefán, f. 24. jjúní 1958, giftur Sólveigu Jónu Ogmunds- dóttur. Barnabörn Sólrúnar Elsu og K ristjáns eru níu talsins og barnabarnabörnin fimm. Sólrún Elsa og Kristján bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík. Útför Elsu fer fram frá Foss- vogskirlgu í dag. Drottinn er minn.hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast. , Þar sem ég mun næðis njóta. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt því þú ert hjá mér. Sproti þinn og stafur hugga mig. (Úr 23. Davíðssálmi.) Elsa Stefánsdóttir, tengdamóðir mín, er látin. Harðri baráttu við vágestinn mikla, krabbameinið, er nú lokið. Hún var vön áföllum í lífinu. Ung missti hún föður sinn og síðar son sinn á þriðja ári. Því kunni hún manna best að taka mótlæti og erfiðleikum. Hún brotnaði því ekki við þá fregn að hún gengi með ill- kynja sjúkdóm, heldur var hún ávallt öðrum styrkur í þeirra smá- vægilegu erfiðleikum. Bðrnin mín fundu þetta þegar eitthvað á móti blés. Þá var gott að fara til ömmu, sem með ástúð og hlýju leysti allan þeirra vanda. Það var líka gott að koma til henn- ar þótt allt léki í lyndi, læra hjá henni ljóð, enda veit ég engan sem kunni þvílík kynstur af kveð- skap sem hún. Henni tókst að vekja áhuga þeirra á ljóðum á sinn kyrrláta og áreynslu- lausa hátt. Að leiðarlokum er ljúft að orna sér við minningarnar um heil- steypta konu, sem allt- af hafði eitthvað að gefa öðrum og af henn- ar fundi komu allir rík- ari. Gott er til þess að vita, að nú ert þú, Elsa mín, laus við þrautirnar og á græn- um grundum lætur hann þig hvíl- ast, þar sem þú munt næðis njóta. Jens Magnússon. Þú Drottinn, gang minn greiddir, ég geld þér hjartans þökk; þú, Drottinn, líf mitt leiddir, þig lofar sál mín klökk. Ó, Guð, fyrir gæsku þína ég glaður kem úr för og lít á lífstíð mína við lán og heilsukjör. Ó, kenn mér, Guð, að geta þá gæsku skilið rétt, og vil minn feril feta, hvort færð er þung eða létt; en þegar linnir þokum og þrautaskeiðið dvín, þá leið þú mig að lokum í ljósið heim tit þín. (Matt. Jochumsson) Elskuleg mágkona mín, Sólrún Elsa Stefánsdóttir, eða Elsa eins og hún var alltaf kölluð, er látin eftir erfið veikindi sem hún bar með mikilli reisn og ótrúlegum kjarki. Við hjónin viljum þakka henni og bróður mínum Kristjáni fyrir allar samverustundirnar sem aldrei hefur borið skugga á. Elsa átti allt- af kaffi á könnunni og meðlæti með. Hún var ein af þessum hús- mæðrum sem lét litið á sér bera, en var góð eiginkona og móðir. Hún helgaði heimilinu alla sína krafta. Ommubörnin sín elskaði hún og dáði og bar mikla um- hyggju fyrir þeim eins og öllum sem hún umgekkst. Hún átti líka langömmubörn sem hún elskaði úr fjarlægð. Elsa og Kristján eru búin að vera gift 1 nær 50 ár. Þau hafa verið hamingjusöm hjón og stutt hvort annað alla tíð. Ég veit að hún hefði viljað þakka honum fyrir alla hans umhyggju í hennar veikinda- stríði. Hann hefur ekki sjálfur gengið heill til skógar. Við og fjölskylda okkar öll þökk- um Elsu fyrir allar góðu samveru- stundirnar. Elsku Kristján, börn, tengdabörn, ömmubörn og langömmubörn. Við vottum ykkur okkar innilegustu samúð. Guð gefí ykkur trú og styrk í ykkar miklu sorg. Þórey og Stefán. Mig langar til að minnast Elsu ömmu minnar með örfáum orðum. Amma var yndisleg, róleg og góð kona og allt vildi hún fyrir okkur krakkana gera til þess að okkur liði sem best og hefðum sem mest við að vera hjá henni og afa. Ekki var ég svo heppin að geta heimsótt hana ömmu og hann afa þegar ég vildi því ég bý úti á landi, en ég dvaldist yfirleitt hjá þeim í nokkra daga á sumrin og þá stjan- aði amma við mig á allan hátt. Þegar við frænka mín vorum litl- ar var hún vön að sauma á okkur báðar yndislega náttkjóla fyrir hver jól og alltaf beið ég spennt eftir náttkjólnum frá ömmu á Lambó. Þetta sýndi mér ásamt mörgu öðru að hún vildi allt fyrir mig gera. Síðar sagði hún mér sögur frá því hún var lítil stelpa í sveitinni sinni og hún sagði mér líka söguna af því þegar ég var lítil og bankaði á eldhúshurðina hjá henni á Sunnu- vegi og sagði í fyrsta skipti: „amma". Þá sögu þótti okkur báð- um vænt um. Ég er hrædd um að það verði skrýtin tilfinning að koma á Lambó og sjá ekki ömmu við hliðina á afa í dyragættinni. Ég þakka þér fyrir allt, elsku amma mín. Ég bið Guð að vernda hana ömmu mína sem nú er búin að hitta son sinn sem hún missti svo ungan og saknaði svo mikið. Ég bið Guð líka að styrkja elsku afa minn sem hefur misst svo mikið. Berglind Gylfadóttir. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, - augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma - hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? (Jóhannes úr Kötlum) Þegar við hugsum um ömmu, sem nú er farin frá okkur, kemur þetta fallega erindi upp í hugann. Margar stundir kúrðum við hjá ömmu og lásum með henni ljóð. Nú skiljum við litla drenginn í ljóð- inu enn betur, litla drenginn sem saknar ömmu svo sárt. Elsku amma, þó þú sért farin frá okkur verður alltaf stórt pláss fyrir þig í hjarta okkar. Góði guð, viltu hjálpa afa í þessari miklu sorg og styrkja hann með nærveru þinni. Elsa Hrund Jensdóttir, Hilmir Jensson. týn mfeð drifi íá öllum WJ0R***®. Jeppar Di ^ttV-nOTSon Ailt um jeppa í íslenskri náttúru, hvernig á aö bera sig að, hvað á að varast. í bókinni er geysi- mikill fróðleikur iamankominn fyrir -illa þá sem halda á fjöll, sumar sem /etur. Omissandi hnndbók fyrir alla jeppaeigendur. n(ni I! 11 II I' Sveinn Einarsson tvinnar hér 20. öldina meistaralega saman við þjóðsögur og ævintýri í sögunni af drengnum Tryggva, sem liggur á sjúkra- húsi. Sagan vakti mikla athygli þegar hún var lesin í útvarpinu síðast- lióið sumar. laánemadótt enskar Einn þekktasti rithöfundur Kanada á þessari öld, Laura Goodman Salverson, var dóttir íslenskra innflytjenda í Manitoba. Einstök innsýn í kjör og aðbúnað landa okkar í Vesturheimi og óvenjuleg þroska- og reynslusaga konn. _. ORMSTUNGA Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnes Sfmi: 561 0055 Fax: 561 0025 ¦ •• ¦ ¦ ¦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.