Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 39, Mig langar með örfáum orðum að kveðja Elsu ömmu, eða ömmu á Lambó eins og við krakkarnir köll- uðum hana oftast vegna þess að hún og afi bjuggu við Lambastekk. Reyndar var hún ekki amma á Lambó fyrir mig alla tíð, vegna þess að fyrstu árin mín átti ég heima við Sunnuveg í sama húsi og hún og afi og ég var víst ekki gamall þegar ég var tíður gestur uppi á lofti að fá eitthvað í svang- inn hjá henni. Og hún var óspör á að stinga að mér einhverju góðu. Síðustu 13 árin átti ég heima langt frá henni og afa, en að heim- sækja þau á Lambó, sem var ailtof sjaidan, var alltaf jafn gott. Amma var góð. Hún vildi alltaf vera að gera eitthvað fyrir mig þegar ég hitti hana og ég fann svo vel hvað henni þótti vænt um mig. Það þótti líka öllum vænt um hana og þegar hún sá nýfæddan son okkar Óldu í fyrsta og eina skiptið í haust leið okkur öllum vel. Okkur Öidu og Björn Auðun langar til að þakka ömmu fyrir allt. Og -Aida gleymir því ekki hvernig hún tók á móti henni þegar þær hittust fyrst, Alda þá að koma úr aðgerð og ekki sem best útlítandi, en amma tók henni opnum örmum og byrjaði strax að hughreysta hana og styrkja. Við söknum bæði ömmu en ég veit að það var gott fyrir hana að fá að deyja vegna þess hvernig sjúk- dómurinn sótti að henni undir lokin. Elsku afí minn. Ég veit að þú átt erfitt núna og saknar ömmu eins og við öll, en ég vona að þú verðir sterkur og duglegur í sorg- inni vegna þess að við eigum svo góðar minningar um hana ömmu. Ólafur Auðunn Gylfason og Alda Stefánsdóttir. Mér finnst svo fallegt þegar það er sagt um látna manneskju, að hún hafi „fengið friðinn". Þá sé ég allt- af fyrir mér vegferð mannsins í gegnum lífið eins og ferðalag, sem hefst í lítilli lækjarsprænu, sem hoppar og skoppar þar til hún sam- einast stærra fljóti, þar sem eru fagrir lygnir hyljir, en straumurinn er þyngri og hættur leynast í fiúðum og fossum. Þegar ferðinni lýkur sameinast fljótið svo úthafinu, ómælisdjúpinu, þar sem hvíld er að fá og svör fást við öllum spurning- um. Nú hefur hún Elsa mín fengið friðinn. Mér fannst alltaf að við værum tengdar sterkum böndum, vegna þess að hún var móðir bestu vinkonu minnar, hennar Gerðar. Við þekktumst kannski ekki mjög náið og við hittumst ekki oft á seinni árum, en þau Kristján voru samt fastur punktur í tilverunni og hjá þeim vissi ég að ég var velkomin. Áin hennar Elsu var ekki alltaf lygn og friðsæl, þau Kristján misstu dreng á þriðja aldursári og heilsan var ekki alltaf góð, en hún átti yndislegt heimili, góðan man og þijú myndarleg börn, barnabömin voru orðin níu og barnabarnabörnin fimm. Þeirra naut Elsa í ríkum mæli og þau sakna ömmu sinnar og langömmu sárlega, en minningin um hana mun sefa sorgina og lýsa þeim fram á veginn. Erfídrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 22322 FLUGLEIDIR llðTEL LOmeiDIR MINNINGAR Um leið og ég kveð Elsu Stefáns- dóttur með virðingu, flyt ég Krist- jáni, Gylfa, Gerði minni, Stefáni og tengda-, barna- og barnabörnunum öllum innilegustu samúðarkveðjur frá foreldrum mínum, manni og bömum. Guð geymi og styrki ykkur öll og gefi ykkur friðsæla jólahátíð. Ragnheiður Steindórsdóttir. Þessa skammdegisdaga dregst dapurleiki yfir mannlífið og menn sakna þeirra stunda er sólskinið umvafði þá. Söknuður okkar sem þekktum Sólrúnu Elsa Stefánsdótt- ur, sem við 'nefndum að jafnaði aðeins Elsu, verður því dýpri sem ljúfara er að minnast margra og góðra samverustunda með hjónun- um, henni og Kristjáni Gíslasyni fyrrv. verðlagsstjóra. Vegna heil- steyptrar vináttu og kærleiksþels þeirra við samferðafólk voru sam- fundir með þeim sífellt gleðiefni. Ung að árum, eftir skólanám, giftu Elsa og Kristján sig og stofn- uðu heimili í Reykjavík. Bæði voru þau ung að ámm, en voru bæði þeim gáfum gædd að geta valið sér störf á fjölbreyttu atvinnusviði og sótt fram til hans mesta frama. Elsa var af húnvetnsku og skaft- fellsku bergi brotin, var fædd og alin upp í sumarsælum Laxárdal í A-Húnavatnssýslu. Henni var því í blóð borin ást á fögm landi og undi hag sínum einkar vel í návist þess. Kristján, eiginmaður hennar, er landsþekktur fýrir þekkingu sína og störf í þágu laxveiða í ám, svo og á flestum sviðum víðast hvar á land- inu varðandi vöxt og viðgang hins göfuga físks. Tvær bækur sem hann hefur ritað af mikilli leikni og gefn- ar hafa verið út um veiðiskap eru jafnframt fagurt orðaðar lýsingar á íslensku landi og náttúm þess. Með hugarfari náttúruunnand- ans ferðaðist og dvaldi Elsa með manni sínum að sumri til víða á landinu. Hugur þeirra stefndi þó helst að Vesturlandinu, enda er Kristján af vestfirsku kyni kominn. Á seinni ámm vom þau, ásamt börnum sínum, að reisa sumarhús í Reykhólahreppi. Það var jafnt áhugamál Elsu og allrar fjölskyld- unnar að eiga þar vinafundi er fram liðu stundir. Kunningjar Elsu og fjölskyldunn- ar sakna og kveðja nú góðan vin, sem af miklu æðruleysi barðist all- langan tíma við erfiðan sjúkdóm án þess að- harma hlutskipti sitt. Börnum hennar, öllu venslafólki og eiginmanni vottum við innileg- ustu samúð okkar og þökkum af alhug ljúfa samferð á liðnum árum. Guðlaug Einarsdóttir, Sigurjón Davíðsson. Jólagiöf ár$in$ fyrir matreibsíuunnendur s Römerpottarnir loksins komnir aftur! Þú færð steikinguna heilnæmari og betri í þessum heimsþekktu leirpottum. Verö frá kr. 1.800 Einar Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28 g 622901 og 622900 og Kttu á verðin BEVER NYLON GALLAlý: kr.: 3.990,- *mK BOLTAMAÐUR NN Laugavegi 23 Sími 15599
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.