Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ NÁTTÚRUSÝN Hvaða myndir tekur náttúran á sig í huga okkar og menningu? Náttúrusýn geymir á þriðja tug greina eftir jafn marga höfunda þar sem horft er til náttúrunnar frá sjónarhóli trúar, siðfræði, samfélags, lista og vísinda. í bókinni er einnig að finna fjölda íslenskra náttúruljóða og eftirprentanir af landslagsmálverkum. Ritstjórar greinasafnsins eru Róbert H. Haraldsson, heimspekingur og Þorvarður Ámason, líffræðingur. Bókin er 356 bls. Utgefandi Rannsóknarstofnun í siðfræði við Háskóla íslands. » „Grennri fyrir kvöldið" Instructor's Choice sokkabuxurnar sem gera fæturna svo fallega. Stæroir S—M—L—XL—XXL Helstu útsölustaðir: Plexiglas, Borgarkringlunni Mondó, Laugavegi Sendum í póstkröfu Koaa, Kerlavík Heildsala — smásala Nina, Akranesi Toppmenn og sport, Akureyri Flamingo, Vestmannaeyjum Topphár, ísafirði Sirrý, Grindavík ÆFINGASTUDEO viðarsbúð, Fóskrúðsfirði Sími 92-14828. jóíagjöf FULL BUÐ Af FALLEGUM | NÁTTFATNAÐf:j|| OG NÆRFATNAÐI Á SCHISSER llvmpsiaL. Laugavegi 26, Kringlunni 8-12, slmi 13300. sirni 33600. ; MIIMNINGAR SIGURÐUR BJARNASON + Sigurður Bjamason fæddist i Hrútsholti, Eyjahreppi, Snæ- fellsnesi, 9. desem- ber 1930. Hann lést á Landspítalanum 14. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Bjami Guðjón Guðmunds- son, húsasmíða- meistari í Keflavík, f. 1897, d. 1988, og kona hans Sigríður Kristin Magnúsdótt- ir, húsmóðir, f. 1906, d. 1974. Albróðir Sigurðar er Guðmundur ÓIi og þrjú hálf- systkin hans, samfeðra, eru: Margrét, Arni og Hrafnhildur. Hinn 21. desember 1951 kvænt- ist Sigurður Aðalheiði Ólafs- dóttur, f. 15.10. 1931. Foreldrar hennar voru Ólafur Benedikts- son, sjómaður og Guðrún A. Jónsdóttir, húsmóðir. Böm Sig- urðar og Aðalheiðar em: 1) Gunnar, f. 26. júní 1953. 2) Bjarni, f. 11. apríl 1956, kvænt- ur Helgu Amþórsdóttur, f. 12. september 1952. Böm þeirra í DAG verður til moldar borinn Sigurður Bjarnason, fyrrum kenn- ari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Sigurður starfaði lengst af sem kennari og um skeið sem skólastjóri í Hlíðardalsskóla. Hann var fjölmenntaður maður, með kennarapróf, cand.mag.-próf í ís- lenskum fræðum og guðfræðipróf frá Englandi. Hin víðtæka mennt- un, samviskusemi í starfi og mikil sjálfsögun gerðu Sigurð að af- bragðsgóðum kennara. Sigurður kom til starfa í Garða- skóla í Garðabæ árið 1980 og hóf- ust kynni okkar þá. Hann réðst síðan sem kennari við Fjölbrauta- skólann í Garðabæ við stofnum hans 1984 og gegndi því starfi til ársins 1987 er hann tók alvarlega að kenna sér þess sjúkdóms er að lokum bar hann ofurliði. Hann sinnti síðasta árið störfum á bóka- safni skólans af mikilli alúð og skyldurækni. Þá leyndi sér ekki hvílíku sálarþreki og kjarki Sigurð- ur var gæddur á erfíðum tímum. í minningunni lifir góður dreng- ur sem ævinlega bar hlýjan hug til samstarfsmanna og velvilja í garð nemenda. Hann var gæddur þeim eiginleika að skynja hve hug- ur ungs fólks er margslunginn og hversu misjafnt er eðli einstakling- anna, aðstæður og öll kjör. Hann gladdist yfir velgengni greindar og atorkusamra nemenda en hinir sem minna máttu sín áttu vísa velvild hans og leituðu gjarnan til hans. Sú lífsspeki nær sjaldan eyrum Qöldans að vammlaust líf manna, „integer vitae“, er kjarni hamingj- unnar og grundvöllur siðmenning- arinnar. I hugum okkar starfs- manna skólans var Sigurður ekki einungis fjölmenntaður gáfumaður heldur einstakt ljúfmenni sem ævinlega sýndi lipurð og vinarþel. Að leiðarlokum votta ég eigin- konu Sigurðar, Aðalheiði Olafdótt- ur, börnum þeirra og öðrum ástvin- um innilega samúð og þær kveðjur flyt ég frá nemendum, kennurum og öðru starfsfólki Fjölbrautaskól- ans í Garðabæ. Blessuð sé minning Sigurðar Bjarnasonar. Þorsteinn Þorsteinsson. Ég þokaðist varfærnum skref- um í átt til hópsins. Hlátrasköll, hávært tal: Ertu ekki búinn að hafa það gott í sumar? Ég tvísteig. Hefði ég kannski átt að fara í rauða jakkann? Áður en mér gæfist ráð- rúm til frekari vangavelta gekk hávaxinn maður til mín, grannur eru: Rakel Ýr, f. 1979, og Rebekka, f. 1987. 3) Sigríður Kristín, f. 7. október 1957, d. 18. ágúst 1991, gift Ian E. Graham, f. 4. júní 1957. Börn þeirra eru: Hilda Kristin, f. 1982, og Mark Edward, f. 1985. Sigurður lauk landsprófi frá Reykhoitsskóla í Borgarfirði 1948, kennaraprófi frá Kennaraskóla ís- lands 1951, BA-prófi í guðfræði frá Newbold College, Englandi, 1961, BA-prófi í íslensku frá HI 1969 og cand. mag. prófi í íslenskum bókmenntum frá HÍ 1981. Sigurður var kennari við Hlíðardalsskóla, Ölfusi, 1951- 1969, þar af skólastjóri við sama skóla 1960-1964, starfsmaður samtaka S.D. aðventista 1969- 1980 og kennari við Garða- og Fjölbrautaskólann í Garðabæ 1980-1987. Útför Sigurðar fer fram frá Aðventkirkjunni í Reykjavík í dag. og spengilegur með fallegt bros sem yljaði. Traust handtak Sigurð- ar Bjarnasonar, íslenskukennara, bauð nýjan kennara innilega vol- kominn. Undir eins við þessi fyrstu kynni fyrir tólf árum geislaði frá honum góðvild og hógværð hins ríka og lítilláta. í nálægð hans ríkti ætíð friður hins æðrulausa. Hann lýsti; hann var ljós rétt eins og sá sem hann trúði fyrir lífi sínu og gat ætíð sagt við: Verði þinn vilji. Leið- ir skildu um stund eftir að Sigurð- ur hætti kennslu. Með ljósker sitt leitaði hann mig síðar uppi með ærinni fyrirhöfn þar sem ég dvaldi í skuggadal. Af vilja frekar en mætti þess sem er haldinn illkynja hrörnunarsjúkdómi heimsótti hann mig, upp marga stiga, með fangið fullt af blómum, bros í augum og bréf í stað talaðra orða. Drifhvítar arkir, sneisafullar af hlýjum orðum og byijuðu allar eins: Kæra vin- kona. Og vinkonan kynntist hans betri helmingi, eins og hann orðaði það, Aðalheiði Ólafsdóttur. Ástfangnari og samhentari hjón hef ég ekki þekkt. Á samverustundum okkar leið mér oft sem ástkærri dóttur sem þau vildu veg bestan. Bréfin eru orðin mörg frá honum Sigurði, vini mínum. í þeim endur- speglast einlægt trúnaðarsam- band, fölskvalaus vinátta og um- hyggja sem hann alla tíð bar fyrir mér og börnum mínum. Sameigin- leg ást okkar á hinni heilögu þrenningu skáldsins: tungu, landi og þjóð, knýtti okkur líka nánari vináttuböndum. Hann gjörþekkti sérhvert fjall sem ég prílaði upp á og átti þær fallegustu myndir frá náttúruperlum okkar sem ég hef augum litið. Hann leyfði mér að skyggnast inn í heim sinn og njóta: í öldudölum tóna og ijóða í litlu heimilislegu sjúkrastofunni eða á fallegu heimili þeirra hjóna. Oft var erfitt að trúa því hversu sár- þjáður vinur minn var í raun. Ætíð brá fyrir glettni í augnkrók- um og brosi í margra mánaða rúm- legu. Stíll hans var alla tíð ívafinn gamansemi þegar hann öðlast kraft á ný að setjast við tölvuna sína og spjalla við vini. í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ starfaði samstilltur hópur og nýir kennarar boðnir velkomnir í hann. Nú á aðventu á milli prófa og próf- úrlausna sitjum við gjarnan i skini kertaljósa og ræðum galdur lifsins. Það er langt síðan Sigurður Bjarnason hefur setið meðal okkar ef talið er samkvæmt almanaki. Samt hefur hann aldrei farið langt. Og ljós hans mun halda áfram að lifa. Stijál eru laufín í loftsölum tijánna, ' blika, hrapa í haustkaldri ró. Virðist þó skammt síðan við mér skein græn angan af opnu brumi. (Snorri Hjartarson) Hallfríður Ingimundardóttir. STEFAN SIGURÐUR SIGURJÓNSSON + Stefán Sigurð- ur Sigurjónsson fæddist á Krókvöll- um í Garði 4. maí 1922. Hann lést á Landspitalanum 8. desember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Foss- vogskirkju 19. des- ember. STEFÁN Sigurður Siguijónsson er látinn eftir erfíð veikindi. Ég kynntist Sigurði fyrst fyrir rúmum tveimur áratugum. Þá var ég barn að aldri og hann bjó með fjölskyldu sinni vestur á Seltjarnarnesi. Þar voru alltaf margir bílar á vegum Sigurð- ar og ekki er laust við að það hafi vakið aðdáun margra þeirra sem yngri voru. Vélar og ýmis tæki voru ævistarf Sigurðar og lagni hans við hverskyns viðgerðir var alþekkt. Eflaust er mörgum sem nú kveðja hann ofarlega í huga sú sérstaka greiðvikni og hjálpsemi sem hann ávallt sýndi mönnum sem áttu í erfiðleikum með bilaðan bíl eða önnur tæki. Sigurður var alla tíð athafnasamur. Honum leiddist leti og rolugangur og var sjáifur sérlega ósérhlífinn, ekki síst við að hjálpa öðrum. Hann starfaði jafnan eftir því sem heilsa leyfði, og stund- um umfram það. Ekki var Sigurði mikið um logn gefið. Hann var stundum orðhvass, jafnvel svo að við- kvæmu fólki þótti nóg um. Það raskaði þó ekki ró þeirra sem bet- ur þekktu Sigurð. Þeir vissu að hann vildi öll- um vel. Sigurður var mjög sjálfstæður og hafði sterka réttlætis- kennd. í umræðum tók hann iðulega málstað þess sem minna mátti sín. Hann var líka ætíð ófeiminn við að segja mönnum til syndanna ef tilefni gaf. Þótti hon- um um of hallað réttu máli átti hann þó til að gerast málsvari manna eða skoðana sem hann að öðru jöfnu ekki studdi. Sigurður fór víða og kynntist mörgum á lífsleiðinni. Hann hafði alltaf frá einhveiju að segja, ýmist mönnum eða merkilegum atvikum. Minningin um Sigurð mun ekki síst tengjast því sem hann upplifði við aðstæður sem nú eru horfnar, til dæmis á stríðsárunum, og hann miðlaði með frásögnum sínum. Á yngri árum var Sigurður at- gervismaður og því hefur það verið honum þungbærara en ella er lík- aminn setti honum sífellt þrengri skorður. Þótt hann bæri sig vel var ljóst að versnandi heilsa var honum erfið frelsisskerðing. Aðstandendum Sigurðar sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Haraldur Ólafsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.