Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 41 MINNINGAR HULDA ÞORBERGSDÓTTIR + Hulda Þor- bergsdóttir var fædd á Jaðri í Garði 28. febrúar 1914. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Eir hinn 13. desember síðastliðinn. For- eldrar hcnnar voru Ingibjörg Guð- mundsdóttir frá Hvammsvík í Kjós og Þorbergur Guð- mundsson frá Valdastöðum • í Kjós. Hulda var þriðja af sjö systkinum. Af þeim lifa tvö, en fimm eru látin. Hinn 5. júní 1943 giftist Hulda Sigurði Kristinssyni, bílstjóra úr Reykjavík. Hann lést 27. júlí 1992. Börn þeirra eru: 1. Berg- þóra, f. 144. Hún er gift Róbert Róbertssyni og eiga þau þrjú börn. 2. Guðrún Kristin, f. 1947. Hún er gift George D. Golden í Virginiu í Bandaríkjunum og eiga þau tvö börn. 3. Jórunn Hulda, f. 1953. Hún er gift Eyjólfi Magnússyni og eiga þau eitt barn. Barnabarnabörnin eru orðin þrjú. Utför Iluldu fer fram frá Seltjarnarneskirkju í dag. KOMIÐ er að kveðjustund. Farsælu lífshlaupi er lokið. Lífshlaupi, sem öðru fremur einkenndist af því að vera fremur veitandi en þiggjandi. Ótal minningar flögra gegnum hug- ann. Upp úr stendur minning um konu, sem alla tíð bar fremur fyrir brjósti velferð annarra en sína eig- in. Konu, sem alltaf var gott að vera nálægt. Konu, sem ávallt sýndi styrk og festu á erfiðum stundum og brotnaði ekki, þótt á móti blési. Eitthvað á þessa leið reikaði hug- urinn við lát minnar ágætu móður- systur, Huldu Þorbergsdóttur. Hún hafði átt við langvarandi heilsuleysi að stríða og var vissulega södd líf- daga, þegar kallið kom. Eftir situr minning, sem ég hygg að hlýi flest- um um hjartarætur, sem til þekkja. Hulda ólst upp í stórum systkina- hópi þar sem sjálfsagt var að allir legðu sitt af mörkum til lífsbarátt- unnar, sem var hörð á þessum árum. Suður í Garði var sjórinn hinn harði húsbóndi, sem bæði gaf og tók, en afi stundaði sjóróðra samhliða fiskverkun og búskap. Því varð það fremur hlutverk ömmu og barnanna að sinna landverkum og lærði Hulda eins og hin systkinin fljótt að taka til hendinni við hin ýmsu störf, sem til féllu. Aðeins 18 ára gömul varð hún fyrir því áfalli að vekjast af berklum og náði sér reyndar aldrei að fullu. Alltaf stóð hún þó upp aftur og aftur og neitaði alfarið að láta bugast af þessum veikindum, sem svo oft herjuðu á hana. Eftir að hún kynntist Sigga og þáu hófu búskap, tók við hið hefð- bundna húsmóðurhlutverk þeirra tíma. Siggi stundaði leigubílaakstur og síðar verkstjórn, en starfsvett- vangur Huldu var heimilið öðru fremur. Eftir að um hægðist heima fyrir vann hún í nokkur ár hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur, en vann að öðru leyti ekki utan heimilis. Þau áttu þess kost að ferðast nokkrum sinnum til Bandaríkjanna til Unnu dóttur sinnar og hennar fjölskyldu, sem þar býr. Þessar ferðir veittu þeim mikla ánægju og aukna víð- sýni og var virkilega gaman að heyra þau segja frá. Eftir að Siggi hætti störfum veiktist hann af illvígum sjúkdómi og var aðdáunarvert að sjá þá nær- gætni og þolinmæði sem Hulda sýndi í þeirri baráttu, allt þar til yfir lauk. Naut hún þar reyndar ómældrar aðstoðar dætranna Berg- þóru og Jórunnar í þeim erfiðleik- um. Eftir lát Sigga tók fljótlega að halla undan fæti hjá Huldu. Hún flutti í þægilega öldrunaríbúð á Skólabraut 5, en haut þess ekki lengi þar sem heilsunni hrakaði ört. Dvaldi hún eftir það á Grensásdeild og síðan á Hjúkrunarheimilinu Eir, þar sem hún naut frábærrar aðhlynning- ar fram á síðustu stund. Dætumar Berg- þóra og Jórunn hafa sinnt henni af einstakri alúð og þolinmæði svo eftir hefur verið tekið enda var öllum sem til þekktu ljóst hversu mjög Hulda mat þeirra umhyggju. Hulda og Siggi urðu snemma fastur þáttur í tilveru undirritaðs. Á heimili þeirra dvaldi ég langdvöl- um í æsku, bæði til gamans og af heilsufarslegum ástæðum. Ævin- lega var manni jafn vel tekið, hvem- ig sem á stóð. Það var bara ein- hvern veginn þannig, þegar Hulda og Siggi voru annars vegar, þá var allt slíkt sjálfsagt. Það eru forrétt- indi að hafa fengið að kynnast slíku fólki hvað þá að vera undir verndar- hendi þess í æsku. Slíka skuld verð- ur erfitt að endurgjalda. Við Anna komum til Huldu skömmu áður en hún kvaddi og var okkur ljóst að stutt væri eftir. Enn- þá var þó brosið hlýja til staðar og stutt í glettnina. Tæpum tveimur dögum síðar var hún öll. Við emm þakklát fýrir að hafa fengið að kveðja hana svo skömmu fýrir brott- för hennar og óskum henni Guðs blessunar á nýju tilverustigi um leið og við þökkum innilega fyrir þá hlýju og velvild sem hún ævinlega sýndi okkur og dætmm okkar. Guð blessi minningu Huldu Þor- bergsdóttur. Guðmundur Jóelsson. I dag kveðjum við í hinsta sinn ömmu okkar sem hefur kvatt þenn- an heim eftir erfið veikindi. Það er erfítt fyrir okkur að kveðja með fáum orðum ömmu okkar sem við vomm svo lánsöm að eiga. Ótal minningar sækja á og allar svo ljúf- ar og góðar eins og hún amma var. Hún var alltaf svo blíð, prúð og með svo fallegt bros. Hugurinn leitar sérstaklega til æskunnar, því að amma og afi voru svo hamingjuríkur hluti af henni, og það er og verður okkur ómetan- legt. Við vorum alltaf viss um að við ættum bestu ömmu og afa í heiminum, og nú þegar þau eru bæði farin, þá sjáum við það enn betur að það var svo sannarlega satt, að svo var. Það var allt svo rétt sem hún amma sagði og allt svo gott sem hún gerði, við vissum ekkert skemmtilegra en að fá að vera hjá ömmu og afa og þá sér- staklega yfir nótt og aldrei var neitt því til fyrirstöðu. Nú verða fyrstu jólin í lífi okkar án ömmu og söknum við hennar sárt, en í söknuðinum getum við glaðst yfir því að þjáningum hennar er lokið og að henni líður betur. Elskulegri ömmu okkar sendum við alla okkar ást og óskum henni góðrar ferðar. Guð blessi minningu þína. Hulda María, Sigurður Arnar og Erna Bryndís. Mig langar í nokkrum orðum að minnast hennar ömmu minnar sem var mér alltaf svo góð. Ég á svo bágt með að trúa því að hún sé farin. Það eina sem maður getur huggað sig við er að hún er nú laus við allar þjáningarnar og er komin til _afa sem lést 26. júní 1992. Ég man m.a. eftir því hve oft við vorum saman þegar ég var lít- ill. Það var ekkert sem hún vildi ekki fyrir mann gera. Þær voru ófáar næturnar sem ég gisti á Nes- inu. Oft þegar ég var þar, fór ég með afa í vinnuna og svo beið okk- ar heitur og góður matur hjá ömmu í hádeginu. Einu skiptin sem við amma urð- um ósátt var þegar ég vildi ekki borða matinn minn. En það komst enginn upp með að leifa matnum. Þó að þú sért farin, amma mín, veit ég að þú verður alltaf hjá mér. Guð blessi minningu ykkar afa. Nú legg ég augun aftur, 6, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Ingi Þór Eyjólfsson. Orð fá ekki lýst þeim harmi sem við vorum slegin er við fréttum að Hulda væri látin. Allir höfðu ást á Huldu og báru fyrir henni mikla virðingu. Sem móðir og tengdamóð- ir sýndi hún hveiju og einu okkar mikla ástúð og við munum sakna hennar mjög. Yið Kris vorum svo heppin að Hulda og Siggi komu og bjuggu hjá okkur nokkrum sinnum í Georgíu, Florída og Virginíu. Við vorum svo heppin að fá að njóta nærveru hennar í sex mánuði í fyrra þegar hún kom og bjó hjá okkur og gaf okkur svo ríkulega af kær- leika sínum og umhyggju. Sama umhyggjan og rausnar- skapurinn einkenndi hana í þau fjöl- mörgu skipti sem við heimsóttum hana á íslandi. Við vitum að við höfum ekki aðeins misst móður. Kærleikur hennar, umhyggja og mildi munu hins vegar dvelja með okkur að eilífu. Minningu hennar sýnum við rækt með því að auðsýna sama kærleikann og fylgdu vönd- uðu lífemi hennar. Við sendum öðrum í fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Við vit- um að Hulda verður með okkur í anda og að hún hefur nú fundið hamingjuna með Sigga í himnaríki. Við elskum hana öll. George „Goldie“ Golden, tengdasonur. Ég var djúpt snortinn er ég frétti að amma mín, Hulda Þorbergsdótt- ir, væri látin. Þótt ég hafi ekki átt þess kost að vera eins mikið með henni og ég hefði viljað, þótti mér eins og öllum öðrum mjög vænt um hana. Og ég veit að henni þótti ekki síður vænt um mig. Ég var hins vegar svo heppinn að hún kom og dvaldist hjá okkur hérna í Virg- iníu í heilt sumar. Það var frábært að hafa hana hjá sér á hvetjum degi því þetta sumar var ég meira með henni en nokkru sinni fyrr. Mér er einkum minnisstætt að í hvert skipti sem ég kom til hennar brosti hún eða sagði eitthvað fallegt þótt oft væri hún mjög veik. Hún brosti í hvert skipti sem hún sá mig og því mun ég aldrei gleyma. Þótt ég sé nú mjög hryggur er mér einnig nokkuð létt því ég veit að ömmu líður nú betur og hún er með afa. Ég mun sakna ömmu mjög mikið en minningin um hana mun ætíð fylgja mér. Bless, amma mín, ég mun sakna þín mjög. Robert. Það var alltaf gaman að vera með ömmu. Mig langaði alltaf að fljúga til íslands til að fá að vera með henni. Þótt ég hafi ekki hitt hana mjög oft voru þessi fáu skipti hápunktur lífs míns. Þegar hún kom í sex mánaða heimsókn til okkar hérna í Bandaríkjunum vissi ég að nú var komið að okkur að hjálpa henni. Áður hafði hún alltaf hugsað um okkur og gert allt sem hún gat til að vera okkur góð. Hún var allt- af að hugsa um hvernig hún gæti verið öðru fólki góð og ég hugsa að það sé þess vegna sem okkur þótti svo vænt um hana. Ég mun aldrei gleyma stundunum með henni og afa og ég mun aldrei gleyma því hvað hún reyndist öðr- um vel. Hvíli hún í friði. FALLEQIR LISTMUNIR Hnotubrjóturinn -i -lönn. Björn Wiinblad Einstakír lístmunír, Qjafavara - borðbúnaður - listmunir Verslunin Laugavegi 52 • Sími 5624244 MgMff Einar MmK \ Farestvett&Co.lif. _________Borgartúni 28 7? 622901 og 622900 Glæsileg buxnapressa Jólagöfin fyrir bondann! Litir: Hvítur, svartur og mahogny. Geymsla fyrir skyrtuhnappa, úr o.fl. Hengi fyrir jakka. Lítil straumnotkun. Eigum einnig ódýrari gerð á kr.11.305 stgr. Farið vel með buxurnar, pressið reglulega. Theresa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.