Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SIGURLAUG HELGADÓTTIR + Sigurlaug Helga- dóttir fæddist í Þykkvabæ í Landbroti 4. ágúst 1902. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 10. desember. For- eldrar hennar voru Helgi Þórarinsson, bóndi, í Þykkvabæ, og kona hans Halla Einars- dóttir frá Heiði á Síðu. Eldri systkini Sigur- laugar voru Elín, Val- gerður, Rannveig og Þórarinn, en yngri bróð- ir hét Einar. Þau systk- inin eru nú öll látin. Hinn 13. águst 1925 giftist Sig- urlaug Helga Lárussyni, forstjóora, frá Kirkjubæjar- klaustri, f. 27. febrúar 1901, d. 22. september 1992. Sigurlaug og Helgi slitu samvistum. Börn þeirra eru Auður, f. 14. mai 1930, Elín Frigg, f. 25. nóvem- ber 1934, og Lárus, f. 30. októ- ber 1938. Útför Sigurlaugar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag. DAUÐI. Við dokum við, hugsum, minnumst. Myndir hrannast upp, sumar djúpt greyptar í hugann. 3. september 1976. Við vorum að koma úr Jökulsárgljúfrum tvær vinkonur og Freyr, sonur minn, á rauðum Willisjeppa, drekkhlöðnum, eftir sumarkvöld fyrir norðan. Aðal- bláberin voru á toppgrindinni, þar yrði kaldara en inni í bílnunv héldum við. Sáum ekki fyrir að-hiti færi yfír tuttugu stig dagana sem við vorum á ferð. Við höfðum hossast yfir Öxarfjarðarheiði, sofíð í hlöðu í Vopnafírði, klöngrast yfír Hellis- heiði eystri og gengið kófsveittar í mollunni um Hallormstaðarskóg, skrölt yfir Breiðdalsheiði og misst þar hljóðkútinn undan bílnum, sofið í svefnpokaplássi í Berufirði og vor- um nú komin að Kirkjubæjar- klaustri um kvöldmatarleytið á föstudegi, bensínlitlar. Bíllinn hljóðkútslaus og aðalbláberin voru að breytast í sultu og fjólubláir taumar runnu frá þeim niður eftir bflblæjunum sem einu sinni höfðu verið hvítar. Ég var að koma í þriðja skipti að Klaustri, æskuheimili föður mins. Ég hafði aldrei dvalið þar neitt en fannst þó að ég þekkti þennan stað. Svo mikið mundi ég af því sem pabbi hafði sagt mér þegar ég var litil stelpa, frá fjallinu, Stapanum, gamla kirkju- garðinum, eld- klerkinum, Skaftá, hundinum sem hann hafði unnið á hlutaveltu, orgel- inu sem hann hafði fengið í afmælisg- jöf, briminu niðri við Skaftárós. Ég kíkti forvitin í kring um mig. Hér átti ég trúlega frændfólk í öðru hverju húsi og í vor hafði ég frétt það af tilviljun að Elín Frigg, hálfsystir mín, dveldi í gamla bænum með börnin sín á hverju sumri. Ætli hún sé hérna nú? Spurn- ingin hrökk upp úr mér við bensínaf- greiðslumanninn. Já, líklega, hann var nýbúinn að sjá hana. Nú ferð þú og heilsar upp á hana, Adda vinkona mín var ákveðin. Nei, ég færðist undan, enda alin upp við það að engin ástæða sé til að þekkja alla ættingja sína. Hvers vegna var oft ekki ljóst. Einhver hafði gert einhverjum eitthvað, reitt til reiði, misboðið, vanvirt, sært - engin ástæða til að gleyma heldur sýna stolt. Ný kynslóð erfir óvildina sem dafnar og breytist í tortryggni sem enginn veit lengur með vissu af hvaða fræi hefur vaxið. Hún bara er þarna og kemur í veg fyrir að fólk sjáist, heilsist, kynnist. Elín hafði reyndar tvisvar komið til mín að gefnu tilefni þegar ég var barn og gefið mér gjafir en mér hafði verið ráðið frá að hafa samband við hana. Ég gæti alls ekki farið að rjuka á hana núna, skítug upp fyrir haus, keyrandi um á berjabláum og hljóð- kútslausum bíl, í haustkyrrðinni. Á endanum bankaði ég upp á í gamla bænum. Kvíðin og með hjart- slátt en gat ekki annað. Hver seiddi mig? Kannski fossinn? Elín kom til dyra, brosandi og með opinn faðm- inn. En á hæla henni kom eldri kona. Hver var hún?_ Mamma henn- ar - Sigurlaug. Ég hrökk við. Hvernig tæki hún mér? Barninu sem maður hennar hafði eignast með skrifstofustúlkunni sinni í löngu, innilegu og umtöluðu ástarsam- bandi þeirra sem lauk ekki fyrr en hún lést. Ótti minn var ástæðulaus. Bros og hlýleiki Sigurlaugar var fölskvalaus. Hún skellihló að undar- legu farartækinu og sagðist ýmsu vön í þeim efnum og leiddi skítuga t Elskuleg eiginkona min, móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÖLRÚN ELSA STEFÁNSDÖTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag íslands. Kristján Gfslason, Gylfi Kristjánsson, Birna Blöndal, Gerður Jóna Krlstjánsdóttír, Jens Magnússon, Stefán Krlstjánsson, Sólveig Ogmundsdóttir og ömmubörn. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Nökkvavogi 48, Reykjavík, lést í Landspítalanum 10. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Einar K. Sumarliðason, Jóhanna Einarsdóttir, Hilmar Saemundsson, Hákon Ólafsson, Sunneva Gissurardóttir, Sveinbjörn Einarsson, Sumarliði Gísli Einarsson, Bjarni Einarsson, Sigríður Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabamabörn. ferðalanga til stofu og tók á móti þeim sem höfðingjum. Nú yrði að veiða lax. Og Sigurlaug hentist af stað létt á fæti. Hún kom innan skamms með vænan fisk sem hún hafði gómað úr Skaftá rétt eins og hendi væri veifað. Seinna komst ég að því að það virtist hún geta þegar hún þurfti á að halda. í garðinum var sótt salatefni og þar á meðal dágóður slatti af túnsúrum og skarf- akáli. Eftir veislumat kom ekki ann- að til greina en að gista og i litla húsinu sannaðist það fornkveðna að þar sem er hjartarými er húsrými því að okkur þremur var hæglega komið fyrir í litla húsinu þótt þær mæðgur væru þar með tvö yngstu börn Elínar og fjögur börn Lárusar bróður hennar. Síðan hef ég og fjöl- skylda mín átt athvarf á Klaustri. Það hefur orðið okkur til ómældrar ánægju að geta komið þangað og nært ræturnar, skynjað fortíð og slóðir forfeðra og mæðra. Foreldrar mínir deildu stundum um hvor sveit- in væri fallegri Síðan eða Öxarfjörð- ur. Þau áttu bara aðra hvora, ég á báðar og þær mig. Það á ég Sigur- laugu að þakka. Innan fárra daga hljómar boð- skapur jólanna yfír frosna jörð. „ ... friður á jörðu með þeim mönn- um sem hann hefur velþóknun á." Á þeim árum sem ég vildi trúa bók- staflega því sem í kristnifræðinni stóð velti ég því fyrir mér hvað það væru fáir sem Guð hefur velþóknun á. Hvergi er friður. Utan úr heimi berast fréttir um blóðug, tilgangs- laus stríð, oft vegna einhverra at- burða sem gerðust fyrir ævalöngu og fáir skilja nú. Það þarf ekki að fara til útlanda. Alls staðar er fólk í baráttu, verður fyrir árásum og óvild, afbrýðisemi eða öfund, oft vegna eiginleika eða tilfinninga sem erfítt er að ráða við. Upp úr þeim grýtta jarðvegi vex harðneskjulegt fólk sem heldur áfram að strá um sig grjóti. Þannig verður vítahringur sem stækkar þangað til einhver ein- staklingur er nógu sterkur til að rífa sig út úr honum, geymir það gamla fyrir sig en lætur það ekki bitna á nýju fólki sem engu réð um atburði fyrri tíma. Eitt af því fyrsta sem Sigurlaug sagði við mig var að ég þyrfti að heimsækja hana í Reykjavík. Hún væri með dót sem hún þyrfti að láta mig fá. í ljós kom að dótið var poki sem í var kvik- mynd sem foreldrar mínir höfðu tekið hvort af öðru og mér á Þing- völlum þegar ég var um tveggja ára gömul. Einnig gömul bréf, annað frá henni til hans, hitt frá honum til hennar, ástúðleg bréf. Kona sem rekst á slík gögn í fórum manns síns hlýtur að henda þeim í reiði. Ekki Sigurlaug. Hún sagðist strax hafa áttað sig á að þessir hlutir væru mér dýrmætir. Hún geymdi þá árum saman til að láta mig fá þá ef hún einhvem tíma kæmist í færi við mig. Og sannarlega eru þeir mér mikils virði en þó ekki síst vegna þess hvernig ég fékk þá. Þeir eru mér tákn um að það er hægt að fyrirgefa. Einhvern tíma gætu allir haldið jól. Nú er Sigurlaug dáin. Það var líkt henni að sofna í dimmasta skammdeginurétt eins og hin lif- andi náttúra. Á Klaustri standa trén sem hún gróðursetti og hlúði að, bæði í garðinum við gamla bæinn og í brekkunni við fossinn. Með hækkandi sól munu þau enn á ný grænka, blómstra og bera fræ. Megi þau fræ sem Sigurlaug dreifði berast sem víðast. Síðast þegar ég hitti Sigurlaugu var mjög af henni dregið. Ég átti mjög erfitt með að skilja hana þótt hugur hennar væri skýr og viljinn sterkur sem fyrr. Gæti ég reynt að sætta? Láta fólk tala saman, skilja, virða, fyrirgefa? Get ég það? Ég veit það ekki enn, fyrir hana vil ég reyna. Sigrún Helgadóttir. Elskuleg vinkona, Sigurlaug Helgadóttrr", er horfín okkur. Komin heim, eins og hún orðaði það upp á síðkastið. Hún var búin að þjást mikið og lengi, eiginlega allt frá því hún slasaðist á leið austur að Kirkju- bæjarklaustri eftir jólafrí 1981 þeg- ar rútan sem hún var í fauk í hálku í ofsaroki og valt. Árin síðan gekkst hún undir margar liðamótaaðgerðir og augnaðgerðir einnig. Síðustu árin var hún fðst við hjólastól. Það má nærri geta að fyrir manneskju sem var sístarfandi/þjónandi, var erfítt að vera upp á aðra komin — þurfa nú allt í einu að þiggja/biðja um hjálp, síðast við svo að segja allt. Lengst af var hún hjá Elínu Frigg dóttur sinni, en af og til á sjúkrahúsum. Síðustu árin var hún á Elli- og hjúkrunarheimilinu Eir. Þar fór vel um hana þó henni liði oft illa. Erfíðast hefur nú líklega verið að vera með fullum sönsum. Alveg fram undir það síðasta fylgdist hún með þjóðmálum og hafði á þeim ákveðnar skoðanir. Við vorum oft að ræða eitt og annað t.d. „Evrópumálin" sem ég var hel- tekin af um tíma. Hún sagði um þau: „Ég hugsa að óþarft sé að hafa miklar áhyggjur af þeim, þeir verða búnir að klúðra þvi áður en allt er löggilt. Þessi stærri ríki koma sér aldrei saman. En við þurfum nýja og vitrari stjórn til að koma okkur á réttan kjöl! Konurnar verða + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN BJÖRN JÓNASSON frá Álfgeirsvóllum, sem lést á dvalarheimilinu Hlíð fimmtudaginn 15. desember, verð- ur jarðsunginn miövikudaginn 28. desember kl. 13.30. Þeir, sem vilja minnast hans, láti dvalarheimilið Hlíð njóta þess. Ingileif Guðmundsdóttir, Sigrún Jóhannsdóttir, Ævar Karl Ólaf sson, Jónas Jóhannsson, Guðrún Þorsteinsdóttir, Guðmundur S. Jóhannsson, Inglbjörg Þórarinsdóttir, Kristfn Jóhannsdóttir, Páll Reynisson, Jón Jóhannsson, Áslaug Ásgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, STEINUNN JÓNSDÓTTIR, Asparfolli 10, lést á heimili sínu þann 19. desember. Bragi Agnarsson, Viggó E. Bragason, Hulda Lilliendahl, Brynjar Ö. Bragason, Heiðar Þ. Bragason, Hilmar J. Bragason, íris H. Bragadóttir, Agnes Bragadóttir, Jóhanna Kjartansdóttir, Jóna Maja Jónsdóttir, Gunnar Bernburg, barnabörn og barnabarnabarn. að halda áfram að berjast!" Hún sá annars ekki mikinn mun á stjórn- málamönnunum eftir að þeir voru á annað borð komnir í valdastöður. Sigurlaugu var gefið sjötta skiln- ingarvitið, þó hún léti lítið á því bera. Hún var dulræn, fann margt á sér. Gat jafnvel „ferðast" til fjar- lægra staða og greint aðstæður. Hún „sá" með tilfínningu og hafði oftast rétt fyrir sér. Margt sagði hún mér til vitnis um það. Hún var ráðagóð og gott að leita til hennar þegar eitthvað bjátaði á. Heilbrigð í lífsháttum og samskipt- um við aðra. Gerði miklar kröfur til sjálfrar sín. Trygg og trú. Virtist alltaf vita hvað klukkan sló og stappaði í þá stálinu sem á uppörv- un þurftu að halda. Sigurlaug var tengdamóðir bróð- ur míns Friðriks, giftur Auði, og eignuðust þau sonin Njörð. Þau fluttu búferlum til New York 1956. Þá var sonurinn fjögurra ára. Hún fór oft til þeirra á sumrin, aðallega til að halda við íslenskunni hjá Nirði. Henni tókst vel til með það því enn í dag talar hann ágæta íslensku, hefur þó alltaf búið þar úti, er nú 43 ára og á konu og tvö börn, Reyni og Brynju. Fyrstu kynni mín af Sigurlaugu voru 1952 þegar ég var 12 ára og var að koma til Reykjavíkur í fyrsta sinn, svona til að forframast svolítið og læra að synda. í mánuð dvaldi ég á heimili hennar. Hún lofaði mér að sofa í herberginu hjá sér. Dvölin öll var eitt ævintýri. Garðurinn hennar, góði maturinn sem hún bjó til, viðmót allra og velvilji. Þarna strax byrjaði hún að sýna mér þann trúnað sem hún átti svo eftir að sýna mér allt lífíð. Það er góð tilfmning að vera treyst. Ég skildi strax, krakkinn, að mér hafði hlotnast dýrmæt gjöf. Þá gjöf hef ég svo lært að meta meira og betur með aldrinum. Hún var vinur vina sinna og tröll- trygg. Hún var fyrsti íslenski gestur okkar Toms þegar við bjuggum í Chicago og stansaði hjá okkur í viku. Hún hafði með sér efni sem hún saumaði úr dýrindis flíkur handa okkur Margréti dóttur minni. Við brugðum okkur eínnig í mold- ina. Skriðum saman í garðinum okkar og útbjuggum m.a. fallegt blómabeð, sem eftir það var kallað „Laugubeð". Þetta var árið 1969. Þangað heimsótti hún okkur mynd- arlega tvisvar eftir það. Þetta var á árunum seinni sem hún dvaldi í New York hjá dóttur sinni Auði og seinni manni hennar, Gray Winnan. Þau Friðrik skildu og hann flutti hingað heim. Sigurlaug tókst á við lífið eins og það kom fyrir. Æðraðist ekki en notaði kraftana þar sem hún mat þörfina mesta. Aðalstarfstíma ævinnar var hún hraust og áorkaði miklu. Vandvirk var hún og listræn. T.d. sneið hún og saumaði „módel"- föt eftir mynd/skissu. Föt þessi voru svo seld í betri tískuverslunum New York borgar. Hún ræktaði garðinn sinn í víð- asta skilningi þeirra orða. Bar lotn- ingu fyrir öllu lífi. Um það bera vott lystigarðar hennar á Skeggja- götu 4 og á Klaustri, en ekki síður afkomendúr hennar og þá á ég t.d. við gildismat. Sigurlaug var stórbrotin fyrir- mynd, postuli, sem vitna ber um. Hún var trúuð kona og efaðist ekki um framhaldslíf. Hún var heil og velviljuð, hófsöm — og hallaði aldrei orði á neinn. Kirkjubæjarklaustur var hennar staður. Þar leið henni best. Ég er eilíflega þakklát Sigur- laugu og fjolskyldu hennar fyrir allt sem þau hafa fært mér. Undir þetta taka fjölskylda mín, faðir, systur. Við erum öll þakklát fyrir gönguna með henni, hvert með sínum hætti. Með foreldrum mínum og henni ríkti gagnkvæmt traust og vinátta. Við sendum fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur. Hún skilur eftir hjá okkur ljós, sem aldrei slokknar, kærleika án skilyrða, skilning og fyrirgefningu. Blessuð sé minning hennar. Guðrún ÞórhaUsdóttir Ludwig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.