Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 43 BRAGI EINARSSON + Bragi Einarsson fæddist í Reykja- vík 11. júní 1930. Hann varð bráð- kvaddur 9. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Nína Sveinsdóttir leikkona og Einar Jónsson prentari, þau eru bæði látin. Bróðir hans er Guð- jón Einarsson ljós- myndari og prent- ari, kvæntur Þórdísi Guðmundsdóttur. Hinn 2. desember árið 1950 giftist Bragi eftirlif- andi eiginkonu sinni Margréti Bettý Jónsdóttur. Foreldrar hennar voru Jón og Gréta Björnsson málarar. Þau eru bæði látin. Bragi og Bettý eign- uðust fjóra syni sem eru: 1) Sturla, fæddur 16. apríl 1950, kvæntur Hrafnhildi Guðna- dóttur, þau eiga tvo syni, Snorra og Guðna. 2) Þór, fæddur 18. septem- ber 1951, kvæntur Hafdísi Guðjóns- dóttur, þau eiga þrjú börn, Helgu Sigríði, Nínu Björk og Jón Grétar. 3) Jón, fæddur 23. september 1952, ókvæntur, en á eina dóttur, Margréti Bettý. 4) Einar Bragi, fæddur 11. ágúst 1965, í sambúð með Ásu Kristínu Árnadóttur og eiga þau einn son, Elmar Braga, og barn á leiðinni. Útför Braga fer fram frá Garðakirkju í dag. KYNSLÓÐIR koma, kynslóðir fara. Kynslóð Braga Einarsonar, stríðs- og eftirstríðskynslóðin hefur í raun lifað margar kynslóðir hljóðfæraleik- ara, svo ör hefur þróunin verið þessa hálfu öld. Þegar iðnaðarmenn á öld- inni sem leið, þeir bræður Jónas og Helgi Helgasynir, gerðust brautryðj- endur á sviði tónlistar með stofnun hljóðfæraflokks og söngkóra, þá hófst sá ferill, sem blómstraði eftir seinni heimsstyijöld. Áhugasamir iðnaðarmenn hafa alltaf staðið fram- arlega í að lyfta tónlistarmenningu Islendinga á hærra plan. Sagan seg- ir að iðnaðarmenn og fleiri, meðlimir Lúðrasveitarinnar Hörpu sem síðar sameinuðust lúðrasveitinni Gígju, hafi gengið á fund bæjarstjóra og beðið um lóð undir hljómskálahús. Þeir höfðu með sér teikningu eftir danskan arkitekt. Ekki báðu þeir um styrk eða peninga en bæjarstjóri hafði bent út um gluggann hjá sér, út yfir Tjörnina, og sagt eitthvað á þá leið að þeir mættu byggja þarna hinum meginn við Tjörnina, þ.e.a.s. á öskuhaugunum. Einar Jónsson prentari og tónlist- armaður, faðir Braga Einarssonar, var einn af þeim sem hrærðu steypu í það merka hús. Hann var einnig einn af stofnendum Lúðrasveitar Reykjavíkur þegar Harpa og Gígja sameinuðust árið 1922, en lúðra- sveitarmenn ásamt meðlimum Hljómsveitar Reykjavíkur, stofnuðu Tónlistarskóla Reykjavíkur og var hann til húsa í Hljómskálanum frá stofnun skólans 1930 og allt fram yfir seinni heimsstyijöld. Bragi Einarson hefur setið í þessu húsi áratugum saman við æfingar í góðum félagsskap margra kynslóða klarinettleikara. Bragi Einarsson var ávallt reiðubúinn að spila það sem hann var beðinn um, oft hlaupandi í skarðið fyrir aðra; sem sagt ávallt reiðubúinn. Móðir Braga var Nína Sveinsdótt- ir leikkona og söngkona, svo ekki átti Bragi langt að sækja listræn áhrif í uppvextinum. Leiðir okkar Braga lágu saman þegar við vorum við nám hjá meist- ara okkar, Vilhjálmi Guðjónssyni klarinett- og saxafónleikara. Ég minnist hópsins sem kom stundum saman á Bergstaðastræti 66 til sam- æfinga. Auk okkar Braga var Gunn- ar Egilsson sem síðar gerðist lærifað- ir ijölda góðra klarinettleikara, ásamt störfum sínum hjá Sinfóníu- hljómsveit Islands; Ingibjörg Þor- bergs, söngkona, tónskáld og út- varpsmaður, Kristján Kristjánsson, sem fór til Ameriku til náms, og stofnaði þann fræga hóp, K.K. sext- ettinn, þegar heim kom, Kristján Hjálmars, lést á besta aldri, Óli P. o.fl. Þetta var dásamlegur tími fullur mikilla væntinga. Hópurinn átti eitt sameiginlegt auk hljóðfæraleiksins þ.e. áhuga á dægurtónlist og jazz sem í raun átti ekki upp á pallborðið hjá alvarlega þenkjandi tónlistar- mönnum á þessum tíma. , Bragi var prentiðnaðarmeistari og starfaði að iðn sinni alla tíð auk þess sem hann spilaði í lúðrasveitum og danshljómsveitum. Bragi lék m.a. með Hljómsveit Bjama Böðvarsonar, Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar, Hljómsveit Þórarins Óskarssonar, Hljómsveit Áma ísleifs, Músik kaba- rett prentara sem var stórsveit undir stjóm Magnúsar Ingimundarsonar. Einnig lék Bragi með gömludansa- hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar svo og fjölmörgum smá „kombóum" og að síðustu Sveiflusextettinum. Bragi Einarsson var sæmdur heið- ursmerki Lúðrasveitarinnar Svans fyrir 10 ára óeigingjarnt starf en lengst hefur hann verið félagi í Lúð- rasveit Reykjavíkur. Öll þau ár sem Bragi spilaði í lúðrasveitum íslands voru starfskraftar hans launalaust áhugastarf. Með lúðrasveitinni höf- um við félagarnir átt margar gleði- stundir; ferðalög um landið, utan- landsferðir að ógleymdum félagss- kemtunum í Skálanum, þar sem Bragi var ávallt hrókur alls fagnað- ar, ávallt tilbúinn að spila og glens- ast með okkur félögunum. Þegar stofnaður var tónlistarskóli í Garðahreppi vom Bragi og Bettí kona hans meðal bestu stuðnings- manna þegar stofnuð var barna- hljómsveit við skólann. Þau hjónin áttu góðan nemanda í hópnum, Einar Braga, núverandi skólastjóra Tónlist- arskóla Seyðisfjarðar. Einar Bragi er þekktur sem einn af okkar bestu saxafónleikurum. Ég minnist þess þegar Bragi Einarsson prentari þrammaði með barnahljómsveitinni um torg og stræti ásamt syninum unga og lýsir það Braga vel því hann þekkti ekkert kynslóðabil. Við í Lúðrasveit Reykjavíkur vor- um harmi slegnir þegar við fréttum lát Braga. Bragi Einarsson lék síðast á hljómleikum með Lúðrasveit Reykjavíkur hinn 4. desember í Ráð- húsi Reykjavíkur. Þar sat hann við hlið sonar síns Þórs, sem er starf- andi meðlimur í Lúðrasveitinni. Við í Lúðrasveit Reykjavíkur send- um þér, Bettý, sonunum fjórum: Sturlu, Þóri, Jóni og Einari Braga, Guðjóni bróður og öðrum ættingjum innilegustu samúðarkveðjur og von- umst eftir að sjá þig Bettý, með hin- um tóna-konunum í Skálanum við fyrsta tækifæri. Áfram verður blásið í lúðrana. Nýjar kynslóðir koma og halda uppi merkinu. Guðmundur Norðdahl. Það skein sól í Laugardalnum þetta sumar og hálfkassabíllinn stóð ferðbúinn á hlaðinu og beið þess að flytja okkur austur á Selfoss, þar sem heimamenn slógust í hópinn og mynduðu hljómsveitina. Bragi var búinn að vera í prentsmiðjunni alla vikuna og hafði samt náð á lúðra- sveitaræfingar. Fyrir austan var rennt yfir lagavalið áður en skemmt- anir hófust. Þetta var sumarið 1953 og það skein alltaf sól í lífí Braga og Bettý- ar, hvemig svo sem heimurinn hag- aði sér. Þrekið, æðruleysið og góða skapið var ótakmarkað. Bettý sá um heimilið og synina, Sturlu, Þór, Jón og Einar litla Braga, þegar hann kom um síðir í heiminn. Hjá þeim hjónum var auðvitað gestkvæmt enda alltaf gott að vera í návist þeirra. Þá þótti ekki miður hið fagra umhverfi í dalnum, sem myndaði svo fallegan og viðeigandi ramma utan um fjölskylduna. Fram- tíðin var björt. Einhvern veginn stóðum við í þeirri trú, að nægur tími myndi gef- ast til samveru, þegar aldurinn færð- ist yfir okkur og hljóðfærin yrðu ef til vill dregin fram, dustað af þeim rykið og það gamla og góða rifjað upp. Reyndar hafði slíkt gerst stöku sinnum í þessi rösku 40 ár en því miður allt of sjaldan. Nú er ljóst að tímanum hefði mátt veija betur svo samverustund- irnar yrðu fleiri, en þakklátur má sá samt vera, sem fékk að vera með Braga lengur eða skemur. Hann var mikill hæfileikamaður, sem sótti prentlistina til föður síns, Einars, en þau móðir hans, Nína, áttu það sam- merkt að koma opinberlega fram á kvöldin, þó leiksviðin væru ólík. Það, sem gerir Braga svo eftir- minnilegan, var þessi græskulausa, viðverandi kímni hans og nærfærn- islega aðgát í nærveru sálna. Þolin- mæði var honum eðlislæg og hann þótti besti maður til að gleðjast með í góðu hófi. Hnjóðsyrði lágu ekki á hans vörum og það var ijarri honum að stunda sleggjudóma um aðra. Skap sitt hamdi hann vel og lét það ekki bitna á öðrum væri honum þungt í sinni. Hann var hreinskiptinn og vand- aður félagi, sem við hljómlistarmenn sem og aðrir munu sárt sakna. Við þökkum fyrir að hafa mátt eiga sam- leið með slíkum dreng. Fjölskyldu hans eru færðar hér innilegar samúð- arkveðjur starfssystkinanna í Félagi íslenskra hljómlistarmanna. Hrafn Pálsson. í dag kveð ég vin minn og fyrrum vinnufélaga Braga Einarsson, sem kvatt hefur þennan heim alltof fljótt. t Systir mín, MARÍA HALLGRÍMSDÓTTIR læknir, lést á hjúkrunarheimilinu Eyr föstudaginn 16. desember. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 29. desember kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Anna Hallgrímsdóttir. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, ÞÓREY HANNESDÓTTIR, Álftamýri 54, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 22. desember kl. 15.00. Hannes Már Sigurðsson, Brynja Jónsdóttir og barnabörn. Hugurinn reikar aftur til ársins 1976 er ég hóf störf í Blaðaprenti og kynni okkar hófust. Það var mik- ili uppgangur í blaðaútgáfu á þess- um árum og feikimikil vinna, en það sem einkenndi þennan vinnustað var mjög svo góður starfs- og félags- andi. Þessi tími var Braga afskaplega hugleikinn og við ræddum oft um hann. Fagmennskan var honum í blóð borin, snyrtimennska og næmt auga, og hreinn tónn, en hann var mikill músikant, en umfram allt góð- ur félagi með sinn húmor. í minningunni um góðan vin bið ég Guð um styrk til handa eiginkonu hans Bettý, og fjölskyldu, á þeirra erfiðu stundum. Kæri Bragi, hafðu þökk fyrir allt. Sveinbjörn Kr. Stefánsson. Hann Bragi er dáinn, bara allt í einu við vinnu sína. Þeir hafa ekki verið margir veikindadagarnir hans yfir árin. Þess vegna er svo erfitt að trúa því að sjá hann ekki allt í einu og heyra glaðlega kveðju hans, sjá ekki Bettý og Braga saman úti í garði á góðviðrisdögum og um helg- ar að huga að gróðri og snyrta. Þá var Bragi oft vanur að gefa sér tíma til að ganga á milli nágranna sinna í götunni og spjalla enda allsstaðar aufúsugestur, lagði öllum gott til og ólatur að rétta hjálparhönd ef með þurfti. Bettý og Bragi fluttu á Melásinn í Garðabæ í febrúar 1969 og voru þá aðeins sex hús í götunni, en eru nú 12. Þau eignuðust fjóra syni og barna- börnin eru sjö, en það áttunda er á leiðinni, rétt ófætt þegar þetta er skrifað. Bragi unni góðri tónlist og andlit hans ljómaði er hann talaði um mús- ík, eða lék á klarinettið sitt, sem honum þótti afar vænt um og lék mikið á alla tíð við alls konar tæki- færi. Það var eins og hann hefði músíkina í öllum kroppnum og geisl- aði henni frá sér. Hann lék Iíka á fleiri hljóðfæri, en aðrir vita meira um hans hljómlistarferil, en músík- maður var hann af lífi og sál. Það var oft notalegt á hlaðinu á milli húsanna okkar. Bragi opnaði gjarnan glugga og leyfði okkur að njóta góðrar tónlistar og talaði dótt- ir okkar oft um hugulsemina í Braga, það væri skemmtilegra að vera úti við þegar Bragi væri heima og lífg- aði upp á tilveruna. Það er gæfa hveijum og einum að kynnast manni eins og Braga, sem skilur eftir aðeins góðar minningar. Það er oft sagt að maðurinn uppsker eins og hann sáir, en það þarf líka að vanda sáðkornið til að uppskeran verði góð. Þannig var Bragi, hann uppskar vel því sáðkomið var gott. Það glaðnaði yfir öllum þegar Bragi birtist með sitt kankvíslega bros og glettni í svip. Já, Bragi minn, þín verður sárt saknað hér í götunni okkar jafnt af stórum sem smáum og allt verður tómlegra eftir. Við gætum skrifað heilmikið um samveru okkar við Bettý og Braga, því varla er hægt að muna annað án hins, svo sam- stillt vom þau. Elsku Bettý, við vottum þér, son- um þínum og fjölskyldum þeirra inni- lega samúð, vertu áfram sterk og dugleg. Nágrannar þínir, Unnur og Sævar og kær kveðja frá Guðrúnu Arnbjörgu. Bragi Einarsson var einn hinna fáu sem hélt ávallt tryggð við klarin- ettið - stundum blés hann þó í ten- órsaxofón en það var bara saklaust framhjáhald. Okkur yngri djass- geggjumm þótti Bragi fulltrúi hinna gömlu djassgilda. Hann hafði leikið með hljómsveit Bjama Bö og helstu lærimeistarar hans og goð vom Svenni Ólafs og Villi Guðjóns - frum- heijar íslandsdjassins. Hann lék með frægum dixílandhljómsveitum Árna ísleifs og Þórarins Óskarssonar og frá nýrri tíð munum við hann helst úr Sveiflusextettnum þarsem Guðjón bróðri hans blés í básúnuna eða með gömludansahljómsveit Ásgeirs Sverrissonar. Hæfilega mddalegur tónninn var ólíkur þeim er kom úr klarinettum akademískra tónlistaramanna, skyldari þeim er viðhafður var í djasssveitum . New Orleans og Chicago á fyrri hluta aldarinnar. Sveiflan var Braga innborin og ekki sakaði þegar hann lagði áherslu á spunann með nettri fótasveiflunni. Því miður gekk það ekki eftir sem Bragi minntist oft á á góðri stund: Að stofna svíngkvartett með dixí- ívafi, ekki ólíkan þeim er Jörgen Svarre stofnaði er hann yfirgaf Paba Bue. Spila svo með trakki á RúRek. Bræðurnir Bragi og Guðjón voru svoað segja aldir upp í Lúðrasveit Reykjavíkur þarsem faðir þeirra var einn af máttarstólpunum og þar heyrði ég hann síðast blása blúsinn á tónleikum í Ráðhúsinu. Hafðu þökk fyrir þann blástur - þarsem fyrr var tilfinningin ósvikin. Við, félagarnir í Jazzvakningu, sendum Bettý og sonunum svo og vinum og vandamönnum innilegar samúðarkveðjur. Vernharður Linnet. Örfá kveðjuorð til gamals félaga og vinar, sem óvænt var kvaddur á brott langt um aldur fram. Bragi Einarsson var einn besti dixieland og jazz-clarinettleikari sem við ís- lendingar höfum átt og verður hans lengi minnst sem slíks. Bragi var félagi í Lúðrasveit Reykjavíkur og þar hófust okkar kynni fyrir nær hálfri öld. Síðan áttum við ánægju- legt samstarf í dixieland- og dans- músík um árabil á okkar yngri ámm og mun ég ætíð minnast þeirra með þakklæti, svo og annarra þeirra ánægjustunda sem við áttum saman við hljóðfæraleik í gegnum tíðina. Við Sjöfn sendum Bettý eiginkonu Braga, sonum þeirra og öðmm að- standendum hugheilar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Braga Einars- sonar. Þórarinn Óskarsson. t Hjartanlegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNESAR K. BJÖRNSSONAR frá Hjalteyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki dvalarheimilisins Skjaldar- víkur. Björn Jóhannesson, Lilja Guðmundsdóttir, Jón Jóhannesson, Ingibjörg M. Þórhallsdóttir, Henning Jóhannesson, Guðrún Gísladóttir, Ævar Jóhannesson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Vegna jarðarfarar verða skrifstofur vorar, sölu- og þjónustudeild, lokaðar í dag, miðvikudaginn 21. desember, frá kl. 13.00. Opnum aftur kl. 9.00 fimmtudaginn 22. desember. BOÐEIND, Austurströnd 12, Seltjarnarnesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.