Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Alúöarþakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför BIRGIS EINARSONAR fyrrverandi apótekara, og heiðruðu minningu hans. Anna Einarson, Magnús B. Einarson, Dóra Þórhallsdóttir, Unnur Einarson Kawadry, Eric Kawadry, Ingibjörg Ásta Hafstein, Pétur Kr. Hafstein og barnabörn. INGIBJORG KRIST- INSDÓTTIR + Ingibjörg K. Kristinsdóttir fæddist á Skarði á Skarðs- strönd 7. desember 1924. Hún lést á heimili sínu á Skarði 29. október síðastliðinn og fór út- för hennar fram frá Skarðs- kirkju 5. nóvember. + Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýju, samúð og vinarhug vegna fráfalls okkar heittelskaða GUÐMUNDAR TÓMASAR ÁRNASONAR. Fyrir hönd annarra ættingja og aðstandenda, Selma Guðmundsdóttir, Árni Tómas Ragnarsson, Ólöf SigríAur Valsdóttir, Ragnar Tómas Árnason, Sigríður Freyja Ingimarsdóttir, Kristján Tómas Arnason, Selma Lára Árnadóttir, Guðmundur Árnason, Salóme Gunnlaugsdóttir, Jónína Vigdís Schram, Sign'ður Ólafsdóttir. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur vinarhug við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, GUÐRÚNAR JÓNÍNU ÞORFINNSDÓTTUR frá Hnjúkum við Blönduós. Jón K. Björnsson, Geir A. Björnsson, Garðar Björnsson, Helga Svana Björnsdóttir, Ari B. Björnsson, Ingólfur G. Björnsson, Hjördís H. Björnsdóttir, Guðrún V. Gísladóttir, Arnheiður L. Guðmundsdóttir, Elín Björnsdóttir, Vagn Kristjánsson, Hildigard Bjömsson, Ingibjörg Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ÉG MINNIST vinkonu minnar Ingi- bjargar Kristinsdóttur. Fyrstu kynni okkar Ingu urðu fyrir um 40 árum er ég kom til að vinna við hárgreiðslu í Stykkis- hólmi. Þávoru ekki hárgreiðslustof- ur á stöðunum úti á landi. Inga var ein af þeim sem komu til mín á stofuna. Hún sá að mikið var að gera og bauðst því til að aðstoða mig. Ég þáði það og frá þeim tíma hefur alltaf verið mikil vinátta á milli okkar, því Inga var trölltrygg. Foreldrár Ingu, Kristinn Indriða- son og Elínborg Mogensen, voru merk hjón sem áttu fáa sína líka. Gaman var að sjá hvað þau gömlu hjón voru alltaf hamingjusöm og hjartahlý, enda var alltaf margt fólk í kringum þau. Þeir sem ekki áttu sér samastað fengu bara að dvelja hjá þeim til æviloka. í svona anda ólst Inga upp. Ég átti margar samverustundir með Ingu og Jóni þegar þau skruppu í kaupstaðinn til að sinna ýmsum málum fyrir búskapinn. Hugur hennar var þó alltaf heima á Skarði hvar sem hún var stödd. Þegar Inga kom heim úr kaupstað- arferðunum tók Boga systir hennar ævinlega á móti henni og Jóni með opnum örmum og sagði: „Elsku hjartans Inga mín, mikið er ég glöð að þú sért komin heim aftur." Það var svo mikill hjartans kærleikur á milli fjölskyldunnar. Inga var stórbrotin kona. Hún fékk í vöggugjöf hagleikshendur. Það var sama hvað hún tók sér fyrir hendur, málaði, saumaði, prjónaði, spilaði á píanó eða harm- oniku, allt var gert af mikilli list. Inga hafði líka mikla söngrödd sem hljómaði víða um land á dansleikj- um ásamt harmonikunni. Inga lærði á orgel hjá Páli ísólfssyni þegar hún var ung. Inga fylgdist vel með þjóðmálum og oft mátti heyra rödd hennar í þjóðarsálinni og víðar þar sem hún ræddi sín mál og var þá ávallt hressilega tekið til orða. Þegar frúin frá ættaróðalinu + Innilegar þakkir til þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför GEORGS FELIX GÍSLASONAR, Gnoðarvogi 52, Reykjavík. Ingibjörg Eirfksdóttir, Anna María Georgsdóttir, Óli Pétur Olsen, Ingibergur Jón Georgsson, Sigríður Kr. Gunnarsdóttir, Eirfkur Oddur Georgsson, Ragnhildur Sveinsdóttir, Georg Kristjánsson, Dóróthea Gunnarsdóttir og barnabörn. skrapp í kaupstaðinn var það föst hefð að fara á Hressingarskálann og fá sér kaffi og rjómatertu. Það var nú svo að Inga yar svo hrædd við drukkna menn. í bæjarferðum okkar í miðbænum þurftu endilega að verða á vegi okkar menn sem hölluðu á hlið. Þá sagði Inga: „Sjáðu karlinn þarna, hann er fullur, við skulum flýta okkur burt." Hún reyndi að fela sig á bak við mig sem reyndist ekki mjög vel því Inga var stór kona en ég lítil. Það var um haust að við sátum við stofugluggann og drukkum kaffi. Veðrið var fagurt og sólin var að síga bak við fjöllin. Eg segi við Ingu: „Finnst þér ekki útsýnið og fjöllin falleg?" Þá segir vinan: „Uss, uss, kallarðu þetta fjöll?" Þetta voru ekki háu fjöllin hennar vinu minnar. Inga og Jón voru mjög samhent og miklir vinir. Þau voru alltaf tilbú- in að liðsinna hvort öðru, enda átti hún mjög góðan og duglegan mann. Sonur minn var hjá Ingu og Jóni á Skarði í mörg sumur og á hann mjög góðar æskuminningar þaðan. Þá voru Elínborg og Kristinn á lífi og margt fólk í heimili. Það er ekki mjög langt síðan frú- in á Skarði kom í bæinn með svo mikla handavinnu sem hún var búin að prjóna, sauma og mála. Hún dreif sig með þetta í kolaportið og seldi. Svona var Inga, hún afkast- aði svo miklu að ég skildi aldrei hvernig hún fór að því að vinna þetta allt saman. Inga átti ótal vini enda var hún vinur vina sinna. Fyrir ofan Skarð var hvammur. Þar átti vinan hvílustað þar sem hún fór með teppi og sofnaði. Þeg- ar hún vaknaði eldhress reis hún upp á hólnum og horfði yfír Breiða- fjörðinn í fersku fjallaloftinu. Nú er Inga okkar horfin, svip- mikil kona með mikla reisn frá ættaróðalinu á Skarði, en eftir eru ótal minningar sem ekki mega gleymast. Jón minn og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur mína innilegustu samúð. Guð blessi Ingu og ykkur öll. Hólmfríður Bjarnadóttir. w WUbÆÞAUGL YSINGAR ATVINNAIBOÐI LANDSPITALINN .../' þágu mannúðar og vísinda... ENDURHÆFINGAR-OG HÆFINGARDEILD LANDSPÍTALANS í KÓPAVOGI Þroskaþjálfar - hjúkrunarfræðingar Við óskum eftir að ráða þroskaþjálfa eða hjúkrunarfræðing í 70% starf sem yfirnætur- vakt við deildir stofnunarinnar frá 1. janúar 1995. Um er að ræða 12 tíma vaktir og er vinnutími frá 20.00 til 8.00, fimm daga í senn, með tíu daga fríi á milli vakta. Starfið felur í sér faglegan stuðning við starfsfólk og eftirlit með starfseminni. Góð aðlögun er í þoði. Nánari upplýsingar veita Hulda Harðardóttir, yfirþroskaþjálfi, og Ásta B. Þorsteinsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 602700 daglega. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Hörgshlío12 Bænastund í kvöld kl. 20.00. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Bibliulestur fellur niður í kvöld. BA TAR - SKIP Skiptilsölu Til sölu er mþ. Erling KE 140, sem er 278 þrúttólestir að stærð með 839 kw Caterpillar aðalvél frá 1985. Skipið hefur ekki veiðileyfi í íslenskri fiskveiðilögsögu. Upplýsingar í síma 92-68090. Fiskiskip Vantar 20-30 metra stálskip, ekki eldri en 1980, til útflutnings. Vantar 30-60 tonna eikar- eða stálþáta fyrir góða kaupendur. Vantar þorskkvóta, bæði leigu og varanlegt. Skipasalan Bátarog búnaður, sími 622554, bréfsími 91-26726. Tll SÖI.U Söluturn - biðskýli Til sölu er söluturn í þiðskýli SVR. Góð tæki og búnaður. Gott tæki- færi til að skapa sér sjálfstæðan ^atvinnurekstur. Upplýsingar aðeins á skrifstofu, ekki í síma. KENNSLA FJDlBRAUTRStóUMH EREIÐHOLTI Frá Fjölbrautaskólanum íBreiðholti Upphaf vorannar 1995 4. og 5. janúar, miðvikudagur og fimmtudagur: Innritun í kvöldskóla kl. 16.30-19.30. 5. janúar, fimmtudagur: Töfluafhending og nýnemakynning kl. 9.00. Töflur eldri nemenda afhentar kl. 10.00-12.00. 7. janúar, laugardagur: Innritun í kvöldskóla kl. 10.30-13.30. 9. janúar, mánudagur: Kennarafundur kl. 9.00. Deildafundir. Kennsla hefst kl. 13.15 skv. stundaskrám. Skólameistari. VEIÐI WMMHHHHHHHHHnHHHHHHBH))>wMmMMnK£ >'^HHHHJHHHHHHHw Veiðileyfi sumarið 1995 Urriðasvæðið í Laxá í Þing. Allar pantanir séu skriflegar og sendist fyrir 15. jan. '95 til: Áskels Jónassonar, Þverá, Laxárdal, 641 Húsavík og Hólmfríðar Jónsdóttur, Arnarvatni 1, Mývatnssveit, 660 Reykjahlíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.