Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 45 Héðinn sigraði á helgarmóti TR SKAK Hclgarmót TR 16.—18. dcscmbcr BikarmótTR Skólaskákmót Breiðholts Héðinn Steingrímsson HÉÐINN Steingrímsson, al- þjóðlegur skákmeistari, sigraði á helgarmóti Taflfélags Reykjavíkur sem fram fór um síð- ustu helgi. Þetta var þriðja helgarmót TR á árinu og njóta þessi mót vinsælda skák- manna. Þarna er greinilega um vel heppnaða nýjung að ræða. Það hefur löngu sýnt sig að TR þarf að brjóta upp staðlað mótafram- boð sitt, en núver- andi kerfi festist í sessi fyrir mörgum áratugum þegar samkeppni um af- þreyingu var lítil. Héðinn gerði að- eins eitt jafntefli, við Gunnar Gunnarsson, fyrrum íslandsmeist- ara í annarri umferð. Hann vann svo Sævar Bjarnason í sjöttu um- ferð og tók af honum forystuna. í síðustu umferð lagði Héðinn svo Jón Garðar Viðarsson að velli í spennandi úrslitaskák. Úrslit mótsins: 1. Héðinn Steingrímsson 6V2 v. af 7 2. Sævar Bjarnason 5'A v. 3. Arnar E. Gunnarsson 5 lh v. 4. Jón G. Viðarsson 5 v. 5. Bragi Þorfinnsson 5 v. 6. Magnús Örn Úlfarsson 5 v. 7. Kristján Eðvarðsson 5 v. 8. Torfi Leósson 4'A v. 9. Halldór Pálsson 4'/2 v. 10. Bergsteinn Einarsson 4 v. 11. Þórir Hrafnkelsson 4 v. 12. Gunnar Gunnarsson 4 v. 13. Bjarni Magnússon 4 v. 14. Pétur Gíslason 4 v. 15. Einar Hjalti Jensson 4 v. o.s.frv. Við skulum líta á úrslitaskákina á helgarmóti TR. Eftir byrjunina koma upp afar skemmtilegar flækjur þar sem Héðinn hefur bet- ur. I 21.. leik missir hvítur svo mann. Hvítt: Jón G. Viðarsson Svart: Héðinn Steingrímsson Sikileyjarvörn 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - a6 6. f4 í þessu afbrigði hrókar hvítur yfírleitt fljótlega stutt en Jón Garðar hefur annan hátt á. 6. - Dc7 7. Df3 - g6 8. Be3 - b5 9. Bd3 - Rbd7 10. g4 - Rc5 11. g5 - Rfd7 12. Rd5 - Db7 13. Rb3 - Rxb3 14. axb3 - Bg7 SJA STOÐUMYND 15. Bxb5? Þetta er freistandi peðsrán. Svartur má augljóslega ekki taka biskupinn, en nær samt að snúa flækjunum sér í vil. Mun sterkara var 15. e5! og svartur á í erfiðleikum, því 15. — dxe5 er svarað með 16. Be4! 15. - e6! 16. Bxd7+ Eftir 16. Rb6 - axb5! 17. Rxa8 — Dc6! leikur svartur næst 18. — Bb7 og riddarinn á a8 fellur. 16. - Bxd7 17. Rb6 - Bc6! 18. Rxa8 — Bxe4 19. Rc7+ — Ke7 20. Ddl - Bxhl 21. Hxa6? - Dxc7 22. Ha7 - Bb7 23. Bd4 - e5 24. fxe5 - Bxe5 25. Bxe5 - dxe5 26. De2 - Ha8 27. Ha4 - Dc5 28. Hxa8 - Bxa8 29. h4 - Db4+ 30. Kdl - Df4 31. Da6 - Bf3+ 32. Kel - Dxh4+ 33. Kfl - Dxg5 34. Da3+ - Kf6 og hvít- ur gafst upp. Bikarmót TR Árlegt bikarmót TR fór fram á tímabilinu 20. nóvember til 11. desember. Tefldar voru 30 mín- útna skákir og var mótið með út- sláttarfyrirkomulagi á þá leið að þegar keppendur höfðu misst niður samtals fimm töp (jafntefli þýddi hálft tap) voru þeir úr leik. Ungu skákmennirnir Jón Viktor Gunnarsson og Bragi Þorfinnsson urðu þrautseigastir og stóðu uppi tveir einir og tefldu hreina úrslitaskák. Henni lauk með því að Jón Viktor sigraði og varð þar með bikarmeistari TR 1994. Skákstjórar voru Ólafur Hraunberg Ólafsson, Valgarð Ingibergsson og Þorfinnur Björnsson. Skólaskákmót Breiðholts Mótið var haldið á vegum Taflfélagsins Hellis í Menningar- miðstöðinni Gerðubergi. Úrslit urðu þessi: Yngri flokkur: 1. Breiðholtsskóli 25 v. af 30. 2. Hólabrekkuskóli 19 v. 3. Ölduselsskóli 13 v. 4. Fellaskóli 3 v. Breiðholtsskóli batt þar með enda á margra ára sigurgöngu Hólabrekkuskóla í yngra flokki. I sigursveitinni voru Atli Jóhann Leósson, Hallgrímur H. Gunnars- son, Gunnar Ö. Heimisson, Atli Rúnar Kristjánsson, Einar B. Ing- varsson, Eyþór Kristjánsson, Magnús M. Mikaelsson, Gunnar Ö. Jóhannsson, ívar H. Ingason óg Arnar Magnússon. Eldri flokkur: 1. Hólabrekkuskóli 21 Vi v. 2. Ölduselsskóli 18 v. 3. Seljaskóli 9 v. 4. Fellaskóli 8'/2 v. í sigursveitinni voru þeir Davíð Guðnason, Sindri Bjarnason, Ingi- björn Ingibjörnsson, Ingvar Örn Birgisson, Egill Guðmundsson, Ólafur Sindri Helgason, Bergþór Reynisson, Agúst Ivar Vilhjálms- son, Einar Ágústsson og Jóhannes Grétarsson. Skákstjórar voru þeir Davíð Olafsson, Gunnar Björnsson og Jósep Vilhjálmsson. Margeir Pétursson. FRETTIR Morgunblaðið/Ingibjörg SYSTURNAR Fanney Vala og Jenný Lára Arnórsdætur draga út nöfn vinningshafanna. Dregið í litaleiknum um Konung ljónanna FJÖLDI litaðra mynda barst í lita- leiknum um Konung ljónanna. Á næstu dögum fá 300 krakkar senda boðsmiða á jólaball Sam-bíóanna og útvarpstöðvarinnar FM 957, sem haldið verður á Hótel íslandi, þriðju- daginn 27. desember nk. Hver miði gildir fyrir þrjá og getur því hver vinningshafi boðið tveimur með sér. Nöfn fimm krakka af þessum 300 verða lesin upp á jólaballinu og fá þau eftirfarandi verðlaun: 1. Sega Megadrive tölvu og Kon- ung ljónanna tölvuleik frá Tölvu- landi. 2. Konung ljónanna rúskinnsjakka frá Sam-bíóunum. 3.-5. Boli merkta Konungi ljón- anna og Konung ljónanna leik- föng frá Vedes leikföngum. Einnig fá þessir fímm krakkar íþróttatösku merkta Morgunblaðinu og miða fyrir alla fjölskylduna á teiknimyndina Konung ljónanna sem Sam-bíóin sýna um jólin. Á jólaballinu verður margt til skemmtunar, meðal annars verður dansað í kringum jólatréð, jóla- sveinar líta inn, krakkar fá sælgæt- ispoka, Snædís og Snæfinnur koma í heimsókn ásamt fleiri óvæntum uppákomum. Morgunblaðið og Sam-bíóin þakka öllum þeim fjölmörgu krökk- um sem tóku þátt í litaleiknum og óska þeim gleðilegra jóla. Stjórnendur fýrirtækja athugið! Lœsingsímtœkja, númer íminnifaxtœkja ogvaltilútlanda 1. janúar 1995 verður 00 fyrír val til útlanda tekið í notkun. Samhliða verður áfram hægt að nota 90 fyrir val til útlanda til 1. apríl 1995. Fyrirtæki og aðrir notendur með eigin búnað til að læsa fyrir dýrari símtöl, þurfa að láta gera nauðsynlegar breytingar vegna nýju númeranna. Fyrirtæki með læs- ingu á vali til útlanda þurfa að láta gera breytingar vegna 00. Bent er á þjónustuaðila símakerfa og innan- hússtöðva til að láta framkvæma þessar breytingar. Sjö stafa símanúmerin voru tekin í notkun á höfuð- borgarsvæðinu 1. desember síðastliðinn. Hinsvegar verður hægt að nota gömlu númerin samhliða þeim nýju fram til 3. júní 1995. Símnotendur eru hvattir til að nota nýju númerin. Einnig er sérstaklega bent á að breyta númerum í minni faxtækja áður en eldri núm- erum verður vísað til símsvara. Fyrirtæki á höfuðborgar- svæði geta nú auglýst ný sjö stafa símanúmer í stað þess að auglýsa eldri númer ásamt svæðisnúmeri (91). Þegar hringt er frá útlöndum til höfuðborgarsvæðisins á að velja sjö stafa númerið strax á eftir landsnúmerinu 354. Vinsamlegast athugið að sjö stafa númer utan hófuðborgarsvæðis hafa ekki verið tekin í notkun. Það verður gert 3. júni 1995 og breytast þá einnig númer fyrir farsíma, boðtæki og Símatorg. Á símstöðvum er hægt að fá bækling með upplýs ingum um númerabreytingamar. mundu! ¦vs,\^^$%ðíca simanúmer PÓSTUROGSÍNH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.