Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens mmi^ U.)t4(W~\ 11-11 61994 TritaieMediaSeivices,lnc] Grettir HER ER Bö FASTOR I ÖAKNHNVKLI 3 (ÉG 5Á ALlTÚVMTTllé'A H7A SE/W LEIFTUK. OG þAPVARA AP LlT/1 EJN4 06 HA/W30K6AKflAUöLVS ING 5" »in/i\w?rt6e-z Tommi og Jenni '/om£i&i/i Gomux, .\Jcu*m,cn,þeu- BREF m IIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Helförín endur- skoðuð - eða ekki Hvar er loðhúfan mín? Hefur einhver séð stóru loðhúfuna mína? Frá Snörra G. Bergssyni: UNDANFAR|N misseri hefur Þor- steinn Guðjórísson farið hamförum í árásum sínum á viðurkenndar skoðanir fræðimanna um helför gyðinga í síðari heimsstyrjöld. Hef- ur hann farið með slíkar rangfærsl- ur að keyrt hefur um þverbak. Þorsteinn hefur haldið fram að áætluð tala fórnarlamba nasista hafi verið ofmetin, jafnvel um margar milljónir. Hefur hann fylgt kenningum David Irvings, sem hann taldi frægan og virtan sagn- fræðing á þessu sviði. Hið sanna er, að Irving hefur verið helsta að- hlátursefni evrópskra sagnfræðinga síðustu árin og ekki að ósekju. Hann er einn foringja nýnasista í Evrópu og helsti hugmyndafræð- ingur þeirra. Þær kenningar sem Þorsteinn fylgir hér, eru eitt helsta vopn hans í baráttunni fyrir nýnas- isma í Þýskalandi. Þegar ránnsóknir Irvings voru birtar var þeim hafnað af nær öllum sagnfræðingum sem þær lásu. Þor- steinn telur að enginn sagnfræðing- ur trúi enn 6 milljóna tölunni, sem er rangt. Flestir sagnfræðingar hallast enn að hinni viðurkenndu tölu og sumir hafa jafnvel talið hana of lága, því inn í þær tölur vantar þær þúsundír gyðinga sem létust í þrælkunarbúðum Þjóðverja í Alsír, Túnis og öðrum löndum Norður-Afríku. í mars 1993 sótti ég fyrirlestur um helförina hjá dr. Martin Gil- bert, sem er einn virtasti sagnfræð- ingurinn á þessu sviði. Hann var spurður um kenningar Irvings og hló við. Hann bætti við: „Enginn með lágmarks skynsemi trúir því sem hr. Irving segir." Hann vitnaði til frásagna þúsunda manna, m.a. þýskra hermanna, sem staðfestu tilvist gasklefanna. Þær nýlegu bækur um helförina sem ég hef undir höndum, sem eru margar, halda sig enn við dánartöl- ur í kringum 6 milljónir. Skýrslur Þjóðverja sjálfra frá árinu 1944, áður en svæsnustu aðfarirnar hóf- ust, töluðu um 5 milljónir. Adolf Eichmann nefndi sömu tölu í leyni- legu bréfi frá því um sumaríð 1944. Vottarheimildir, skjöl og aðrar heimildir eru svo óyggjandi, að sögufölsun sú sem Irving beitti og Þorsteinn trúir, er hreinasta fá- sinna. Heimildarmenn Þorsteins eru aðallega tveir, annar er bandarískur lygalaupur, sem Örnólfur Thorlac- ius hefur sýnt fram á, og hinn er breskur nýnasisti. Ekki er það sér- staklega traustvekjandi. Minnugur orða dr. Gilberts, tel ég að Þor- steinn Guðjónsson ætti að snúa sér að öðrum málum, þeim sem hann hefur vit á. SNORRIG. BERGSSON, Bergþórugötu 35, Reykjavík. Er hagfræðingxir Al- þýðusambands Islands óvinur eftirlaunaþega? Frá Kristni Björnssyni: ÉG VIL þakka fjármálaráðherra, Friðriki Sophussyni, fyrir réttsýni hans að leiðrétta nú tvísköttun launa úr lífeyrissjóðum. Það kom mér þó mjög á óvart að heyra hagfræðing Alþýðusam- bands íslands og fleiri samverka- menn hans láta sér fátt um finnast og segja í fréttum að afnám tví- sköttunar lífeyris bættu ekki hag lágt launaðra svo neinu nemi, en bentu á hagnað fyrrverandi ráð- herra af þessu. Þetta er byggt á miklum misskilningi, ef það er ekki tilraun til fölsunar. Flestir lífeyrisþegar sem njóta eftirlauna eru raunverulegur lág- launahópur þótt fáeihir geti haft hærri tekjur. Þeir tekjulágu skipta hundruðum eða þúsundum. AHa tíð voru opinberir starfs- menn frekar lágt launaðir, og þeir fá lífeyri aðeins sem hlutfall af föstum launum, en ekki eftirvinnu eða aukastörfum, svo eftirlaunin verða ekki há, algengast eru 60-80% af föstum launum, og fer eftjr starfsaldri. í þessum hópi eru fjölmennar lágt launaðar stéttir, skrifstofu- fólk, hjúkrunarstéttir, kennarar, ófaglært aðstoðarfólk við margar stofnanir o.m.fl. Þetta fólk var síst hærra launað en þeir sem hjá einkafyrirtækjum unnu, og gefur því augaleið að eftirlaun eru ekki há. Þeir sem greiddu í lífeyrissjóð og fá nú eftirlaun, eru í raun að taka við peningum sem þeir sjálfir lögðu til hliðar á starfsárunum til að tryggja afkomu sína á efri árum. Þetta er ekki tekið af fé skattborgaranna eins og tekju- trygging almannatrygginga er. Það er því sérlega óréttlátt að skattleggja greiðslur úr lífeyris- sjóðum tvívegis. Mér finnst því langt frá vera sæmandi fyrir __ forustumenn Al- þýðusambands íslands að vilja nú halda áfram óréttlátri skattheimtu, sem bitnar fyrst og fremst á fjölda lágt launaðra eldri borgara sem ekki hafa aðstöðu til að afla sér annarra tekna en fastra eftirlauna eða lífeyris. Vona ég að þeir breyti þessum hug3unarhætti og leiðrétti mistök sín. KRISTINN BJÖRNSSON, formaður öldungaráðs Bandalags há- skólamanna. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt ! upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.