Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 49 _______BRÉF TIL BLAÐSINS_ Samhengið og kjarninn Frá Þorsteini Guðjónssyni: í GREIN Örnólfs Thorlacius rekt- ors 13. desember gerir hann misrit- un mína, sem skipti litlu máli, á orðunum „Kjarni sögunnar“ í stað „Samhengi sögunnar“ að frum- uppistöðu svars síns. - Ö.Th. hafði í fyrstu grein (19. október) og síð- an í hluta hennar endurprentuðum fléttað saman 1) sögur af nasistum og 2) erfðafræði-hugleiðingar. Þetta gagnrýndi ég. Yfir endur- prentaða textanum stóð þessi und- irfyrirsögn: „Kjarni máls míns“ (18. nóvember). Vissulega var þessi samtenging kjarni máls hans frá byrjun, en ekki erfðafræðin ein, eins og hann vill vera láta, og ber ég af mér að hafa sagt nokkuð ósatt um það mál. Ö.Th. segir: „í svari Þorsteins finn ég raunar ekki sannfærandi rök gegn neinu í grein minni.“ Hvað aðrir finna í skrifum mínum er vissulega ekki á mínu valdi, en það mætti vera góðum 'erfðafræð- ingi ljóst, að húsið er meira en steinarnir sem það er byggt úr; mannslíkaminn meira en frumur hans samanlagðar; eintak mann- flokksins meira en samsafn erfða- stofna. Tiltölulega fáir erfðastofn- ar geta gefið heildinni sérstakan svip. Samstillingin er eðli lífsins, eins og segja má að örlað hafi á í bók þeirri um Uppruna lífsins, eftir Öparín, sem Örnólfur þýddi um 1960. - Síðan endurtekur Ö.Th. fjórar spurningar, en segir svo að hann muni ekki skrifa oftar. Ég ætla þá ekki heldur að eyða rúmi blaðs- ins í að endurtaka svörin. En hitt vil ég þakka Örnólfi, að hann hef- ur tekið skýrt fram, að þeir sem eyddu Dresden og Hiróshima, voru stríðsglæpamenn, þótt ekki hafi þeir verið dæmdir. Þar er vissulega komið að kjarna málsins, þegar um slíka hluti er rætt. Önnur efnisatriði hafa nægjan- lega komið fram í fyrri greinum mínum. Um skrif Vilhjálms Ö. Vil- hjálmssonar sem birt voru daginn eftir grein Örnólfs (14. desember) tel ég óþarft að ræða, eða önnur áþekk, ef fram kæmu. Ég vil taka fram, að gefnu til- efni, að það er ógerningur að bendla mig við einræðisstefnur, því ég hef alla ævi verið lýðræðis- sinni, eins og t.d. kemur fram í bók minni Þingvellir og Goðaveldið (1985). Áhugamál mín eru þess eðlis, að þau gætu naumast átt framgangs von, nema þar sem lýð- ræði er. Lýðræðið á nú víða, því miður, undir högg að sækja, og sumir heimta jafnvel ritskoðun, og var það upphaf þessara umræðna, sem nú hafa gengið um hríð. Ég tók að mér að mótmæla ritskoðunar- sinnum. Einhver varð að leggja það á sig. ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON, Rauðalæk 14, Reykjavík. • • Ommur og afar Frá Friðarömmum: JÓLIN nálgast nú óðum, hátíð ljóss og friðar. Hjá flestum okkar er það þáttur í hátíðarhöldunum að gefa þeim sem okkur þykir vænt um jólagjafir. Ofbeldi í heiminum fer sívax- andi. Þess verðum við sannarlega vör á íslandi líka. í fréttum út- varps og sjónvarps, myndbönd- um, tölvuleikjum, sjónvarps- og kvikmyndum heyrum við og sjáum að ofbeldi með vopnum og án þeirra virðist sjálfsagt hvort heldur sem er á börnum eða fullorðnum. Samt sem áður eru allir sam- mála um að ofbeldi og stríð er hörmulegt. Að baki stríðshörm- ungum liggur vopnavald. Vitað er að leikföng hafa mikil áhrif í uppeldi og mótun barna og börn nota leikföng til að líkja eftir heimi fullorðinna. Það er því dapurlegt að sjá börn leika með stríðs- eða ofbeldisleikföng. Ömmur og afar! Við getum vegið á móti áhrifum ofbeldis með því m.a. að kaupa ekki leik- föng sem gera ofbeldi og stríð að leik og skemmtun. Veljum heldur leikföng sem horfa til frið- ar og þroska. Ömmur og afar! Tökum hönd- um saman og sýnum í verki þá væntumþykju og ábyrgðartil- finningu sem við berum til barn- anna okkar. Gefum þeim ekki stríðs- eða önnur ofbeldisleik- föng í jólagjöf. Með jóla- og friðarkveðjum, FRIÐARÖMMUR. Heildarverðmæti viiminga 16.472.000, m.a. Mitsubishi Galant GLSi, Y-6, árg. '95, að verðmæti 2.670.000, sjónvarpstæki og videotökuvél írá Japis, ferðavinningar, skíðapakkar o.m.íl. Endurskinsborði er einlalt öryggistælei - hjálpið okkur að láta ljós bamanna skína. Míðaverð kr. 789 JAPISS 789 vinningar PÓSTUR OG SÍMI Agæti bifreiðareigandi! Við höfiim sent þér happdrættismiða þar sem fram kemur bílnúmer þitt og hvert bílnúmer hefúr sitt ákveðna lukkunúmer. I boði eru 789 vinningar. Þátttaka og stuðningur þinn getur leitt til fækkunar slysa á börnum í umferðinni. Það er vinningurinn sem við sækjumst öll eftir. Landsátak um SPARISJOÐUR REYKJAVÍKUR OG NÁCRENNIS velferð barna BANDALAG ÍSLENSKRA SKÁTA í umíeröinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.