Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 54
54 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ HASKOLABIO SÍMI 22140 Háskólabíó STÆRSTA BIOIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. FRUMSÝNING A JÓLAMYNDINNI „JUNIOR Allra síöustu sýnmgar B.!.14.Sýnd kl. 9 og 11.15. PRIR LITIR: HVITUR TROIS COULEURS ssr# Ó.H T. Rás Allra síðustu sýningar Sýnd kl. 7.10. Hinirfrábæru leikarar, Arnold Schwarzenegger, Danny DeVito og Emma Thompson koma hér í frábærri nýrri grínmynd fyrir alla fjöl- skylduna. „Junior" er ný grínmynd frá leikstjóranum Ivan Reítman, sem gert hefur myndir eins og „Ghostbusters", „Twins" og „Dave". „Junior" er jólamynd í Reykjavík, Los Angeles, New York, London, Berlín... og, og... „Junior" er grínmyndin sem öll heimsbyggðin horfir á ÞESSIJÓLI! Njóttu „Junior" i Háskólabíói! Sýnd kl. 5.15, 6.45, 9 og 11.10. FRUMSYNING A JOLAMYNDINNI LASSIE DAENS ★★★ Ó.H.T. Rás 2 NÝ STÓRKOSTLEGA SPENNANDI ÆVINTÝRAMYND UM TÖFRATÍKINA, SEM SKEMMT HEFUR BÖRNUNUM í MEIRA EN HÁLFA ÖLD. LASSIE HJÁLPAR SYSTKINUNUM MATT OG JENNIFER I BARÁTTUNNI VIÐ ILLÞÝÐI SEM Á I DEILUM VIÐ FJÖLSKYLDU ÞEIRRA. SÝND KL. 5 og 7. DAINS Allra síðustu sýningar Sýnd kl. 4.50. FORREST GUNP 140 mín. Sýnd kl. 5 og 9. beiiu ocmuni HARRBONroRD Sýnd kl. 9 ÓSKARSVERÐLAUN: Besta erlenda myndin í ár! JÓLAMYNDIN: KONUNGUR í ÁLÖGUM Falleg og skemmtileg ævintýramynd um konung sem er fastur í líkama hvítabjörns. Sýnd kl. 5. Nú verða GLÆSTIR TÍMAR í Háskólabíói því við frumsýnum Óskarsverðlaunamyndina BELLE EPOQUE á annan í jólum. Leikbræður Sívinsælir gleðigjafar Morgunblaðið/RAX GUNNAR Einarsson, Astvaldur Magnússon og Friðjón Þórðar- son orna sér enn við minningar liðinna ára með Leikbræðrum. LEIKBRÆÐUR þegar þeir voru upp á sitt besta, frá vinstri: Gunnar Einarsson, Ástvaldur Magnús- son, Torfi Magnússon og Friðjón Þórðarson. SÖNGKVARTETTINN Leikbræð- ur var stofnaður árið 1945 og naut fádæma vinsælda fyrir vandaðan samsöng og skemmtilegt lagaval sitt. Kvartettinn var skipaður þeim Gunnari Einarssyni fyrsta tenór, Ástvaldi Magnússyni öðrum tenór, Torfa Magnússyni fyrsta bassa og Friðjóni Þórðarsyni öðrum bassa, en hann samdi líka marga af text- um kvartettsins. Árið 1977 safnaði Svavar Gests þeim upptökum sem til voru af lög- um kvartettsins og gaf út á hæg- gengri hljómplötu. Þeir annmarkar voru á útgáfunni að mörg laganna voru afrituð af illa föm- um hljóm- eða lakkplötum sem ekki var auð- velt að lagfæra og var því hljómur- inn ekki eins og best var á kosið. Platan var gefin út í tveimur upp- lögum sem eru fyrir margt löngu uppseld. Nú hefur Spor hf. dustað rykið af þessum gömlu upptökum, látið hreinsa og lagfæra þær með nýrri tækni og gefið þær út á snældu. Á næsta ári verða þær síðan gefnar út á geisladisk í tilefni af því að þá verða 50 ár liðin síðan Leik- bræður byrjuðu fyrst að syngja saman. „Við urðum til úr Breiðfirðinga- kórnum," segir Friðjón. „Reyndar pkkí pcr “ sptrir þá Gunnar frá Reykjavík." Varla er hægt að hugsa sér kjömari aðstæður til að stofna söngsveit. Ævintýrið hófst á því að Friðjón, Gunnar, Ástvaldur og Torfi, sem lést fyrir tveimur árum, byrjuðu að syngja saman á sólskinsbjartri Jónsmessunótt, er þeir voru á siglingu út t Flatey á Breiðafirði með Breiðfirðinga- kómum. Næstu tíu árin höfðu Leikbræður í nógu að snúast. Þeir sungu inn á tvær hljómplötur, voru ómissandi á fjöl- mörgum skemmt- unum í Reykjavík, þar á meðal Breiðfirðingafé- lagsins, og fóru í söngferðalög um landið. Ekki kom að sök þótt það væri án undirleik- ara, því Friðjón gaf þeim þá bara tóninn með tónkvísl. „Víð treystum honum fullkomlega til þess,“ segja Gunnar og Ástvaldur. Líklega náðu Leikbræður hátindi ferils síns með tónleikum í Gamla bíóiúrið 1952 sem enn eru í minn- um hafðir. Fyrir þá fengu Leik- bræður frábæra dóma. I einum þeirra sagði: „Söngur þeirra félaga er geðþekkur og þýður og ávann sér strax hylli áheyrenda." En kvartettinn varð aldrei eldri en tíu ára, því meðlimir hans höfðu öðrum hnöppum að hneppa. Æf- ingar og skemmtanir tóku einfald- lega of mikinn tíma. Ekki féllu þeir þó í gleymsku, því árið 1977 hóf Svavar Gests að safna upptök- um á hljómplötu eins og áður seg- ir. „Líklega hefði aldrei getað af henni orðið,“ segir Friðjón, „ef gamall vinur okkar, Helgi Einars- son húsgagnasmíðameistari, hefði ekki tekið upp æfingu með okkur á segulbandstæki sem hann hafði fengið sér. Þegar til hans var leitað átti hann spóluna ennþá og þannig fékk Svavar sex lög upp í hendurn- ar og var kominn með efni í hljóm- plötu." Árið 1990 gáfu þeir félagar úr Leikbræðrum út 40 laga bók með kvartettútsetningum og er hún lík- lega sú eina sinnar tegundar hér- lendis með nótum fyrir píanóundir- leik. Eins og allt annað sem frá Leikbræðrum kemur seldist bókin upp, utan fá eintök sem eru í vörslu Ástvalds. „Ég var einmitt að selja eina bók í morgun," segir hann. „Kaupandinn var íslendingur í Lúxemborg sem ætlar að stofna kvartett fyrir þorrablót sem verður haldið þar.“ En hver var galdurinn á bak við velgengnina? „Við gættum þess að syngja aldrei of mikið,“ segir Gunn- ar. „Jafnvel bestu söngvarar geta eyðilagt fyrir sér með því.“ Annars segja Leikbræður að þeir hafi aldrei gert þetta pening- anna vegna, heldur fyrst og fremst ánægjunnar. „Það hringdi í mig maður í morgum," segir Friðjón. „Hann sagði við mig að við værum miklir lánsmenn því við hefðum glatt svo marga með okkar söng,“ segir Friðjón. Leikbræður hans kinka kolli og ráða má af svip þeirra að þeir eru honum hjartan- lega sammála. Ef að líkum lætur á ævintýrið sem hófst á sólskinsbjartri Jóns- messunótt á siglingu á Breiðafirði eftir að veita enn fleirium ánægju í svartasta skammdeginu sem nú er í nánd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.