Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 56
56 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ -H AÐEINS ÞÚ rvMRI^TQÍvlEI RDBEFT DÖ\ KARATESTELPAN FORSÝNING KL. 9. BOÐSSÝNING KL. 7. Pat Morita Hilary Swank %Next Jíarate =ID Sýnd kl. 5 og 11. Kr. 800 fyrir fullorðna. Kr. 500 fyrir börn yngri en 12 ára. Sýnd kl. 7.30. HLlÐABLÓM á horni Lönguhlíðar og Miklubrautar lumar á aðgöngumiða fyrir tvo á forsýningu myndarinnar „Only you" ef þú aðeins kemur og kaupir eina rós. Hjá okkur kemur ýmislegt fleira á óvart. Hlíðablóm, Miklubraut 68. Þægileg verslun og þægileg þjónusta. Opið til kl. 22 alla daga. STJÖRNUBÍÓLÍNAN SÍMI 991065 Taktu þátt í spenn- andi kvikmynda- getraun. Verðlaun: Boðsmiðar á myndir í Stjömubíói. Verð kr. 39,90 mín. amammm t'aai.iHiaHlíIIMBIainUBilllllMIBIlIIISWIÍUlAjMB! l«ISH'iK«a[«III«c!o«iii.|K!lIii!ii:i[liauBIB«,rtHlllBlHi]i«,.««Ml • .—» mhIWB MiHMalSIUU mtmimm -. «¦¦!¦, Sýnd kl. 9 og 11. Bönnuð innan 12 ára. ¦ * FZ ¦ JSTANSLAUSAR SÝNINGAR í STJÖRNUBÍÓI! l*L"i« J * H * ¦ ¦ TVÆRMYNDIRÁ VERÐI EINNAR! ¦ klllB Stjörnubíó býður upp á þægilega nýjung í jólainnkaupunum. Foreldrar, sem gera innkaup á Laugaveginum, geta keypt einn bíómiða fyrir barn sitt og sá miði gildir á tvær sýningar frá kl. 16.35. til 19.30. Fólk getur komið og farið að vild. I boði eru myndirnar: Fleiri pottormar og Þrir ninjar snúa aftur. Tvær myndir á verði einnarl Kr. 350. Góð jólagjöf I JOLAMYND STJORNUBIOS „ONLY YOU" FRUMSYND 26. DESEMBER viJ STARFSFELAGARNIR á hárgreiðslustofunni Cleó í Garðabæ brugðu sér í jólahlaðborðið með systurnar Guðrúnu og Gauju. Timijola- samkvæma TÍMI jólasamkvæma stendur sem hæst hjá fyrirtækjum um miðjan desember. Flugleiðir efndu til sam- kvæmis fyrir fólk í ferðageiranum á Kaffí Reykjavík og var fullt út úr dyrum. HALFT í hvoru spilaði fyrir dansi Morgunblaðið/Halldór BJÖRK Baldursdóttir, Helgi M. Hermannsson, Eyþór Eðvaldsson og Rannveig Harðardóttir. Morgunblaðíð/Halldór HLJÓMSVEITIN Unun hefur fengið jákvæð viðbrögð við sínum fyrstu skrefum á tónlistarbrautinni. Góðlátlegur tregi TOMJST Gcisladiskur MANNAKORNSSAFN Spilaðu lagið með hljóms vcit i iini Mannakornum; Magnúsi Eiríkssyni og Pálma Gunnarssyni. Magnús leikur á gítar og Pálmi á bassa og báðir syngja, en aðrir sem koma við sögu eru Gunnlaugur Briem trommuleikari, Eyþór Gunnarsson píanó og hljómborðsleikari, Þórir Baldursson orgelleikari, Sigurður Flosason saxófónleikari og Ellen Kristjánsdóttir söngkona. Lög og texta samdi Magnús, utan að Steinn Steinarr á einn texta og Jón Sig- urðsson einn og Kay Sharpe á eitt lag. Japís gefur út. 75,25 mín., 1.999 kr. FÁAR hljómsveitir hafa sett ann- an eins svip á íslenska dægurtónlist síðustu ár eins og hljómsveit þeirra Magnúsar Eiríkssonar og Pálma Gunnarssonar Mannakorn, sem hefur á tveggja áratuga sögu sinni átt grúa laga á vinsældalistum í ótal myndum. Það er því vel til fundið að halda upp á afmæli sveit- arinnar með því að safna saman úrvali laga frá árunum tuttugu, útsetja upp á nýtt og flytja nánast órafmagnað, líkt og sveitin gerir á plötunni sem hér er gerð að umtals- efni, en þessi afmælisplaga er víst líka lokakveðja sveitarinnar. Það er léttur blær yfir þessari lokaplötu Mannakorna og hlust- andi fær á tilfinninguna að þeir félagar Magnús og Pálmi hafi skemmt sér hið besta við upptök- urnar. Þær hafa yfirleitt á sér blá- leitan blæ; draga fram góðlátlegan trega. Sumar úsetningarnar ganga ekki vel upp, til að mynda er Þorp- arinn þunglamalegur, miðað við léttleikann á plötunni almennt, en á móti eru lög eins og Gamli skól- inn, sem tekur skemmtilegum stakkaskiptum, og Garún, sem verður skemmtilega draugalegt, en þar fara þeir á kostum Magnús á gítarinn og Eyþór á píanóið. Aðstoðarmennirnir koma reyndar víða við sögu, til að mynda er org- elleikur Þóris Baldurssonar alltaf smekklegur og iðulega innblásinn, til að mynda í Gamli góði vinur, og trommuleikur Gunnlaugs Briem er skotheldur. Eftirminnilegastur er þó gítarleikur Magnúsar á plöt- unni; fjölbreyttur, tilfinningaríkur lipur og smekklegur. Umslag plötunnar er skemmti- legt að mörgu leyti, en gaman hefði verið að fá mynd af þeim Mannakornsliðum, fyrst þetta er síðasta plata þeirra félaga undir því nafni. Textablað hefði og mátt lesa próförk af og alltaf er leiðin- leg að sjá upphafsstafarugl upp á enskan máta, til að mynda í Góður Dagur, nema Dagur sé hér sér- nafn. Eins er kjánalegt klúður að hafa aðra röð á textum á blaði en á lögum á plötunni. Sigursöngvar TONLIST Gcisiadiskur ÞAU.BESTU Safn laga sem sigurvegarar í söngvarakeppni Æskunnar sl. sum- ar syngja: Erna Hrönn Ólafsdóttir, Lára Sóley Jóhannsdóttir, Birkir Már Benediktsson, Guðný Pála Rögnvaldsdóttir, Agnes Árnadótl- ir, Oddný Sævarsdóttir, Katrín Sif Arnadóttir, Margrét Helga Krist jánsdóttir, Særún Thelma Jensdótt- ir, Erla Vinsý Daðadóttir, Helga Margrét Marselíusardóttir, Dagný Hermannsdóttir, Jóna Björg Eð- varðsdóttir, Kristbjörg Li^a Jak- obsdóttir, Valgerður Sigurjóns- dóttir, Jóhannes Helgi Gíslason og Halla Vilhjáhnsdóttir. H\jóðfæra- leikarar eru fjölmargir, þeirra helstir Máni Svavarsson, Vilhjálm- ur Guðjónsson, Birgir Jóhann Birg- isson og Sigurgeir Sigmundsson. Paradís lujómplötur gefur út. 53,20 mín., 1.999 kr. ÞAÐ VERÐUR að teljast vel til fundið að gefa út á plast þau ung- menni sem sigruðu í söngvara- keppni Æskunnar í sumar, enda eiga sum þeirra eflaust að láta í sér heyra í framtíðinni. Ekki er vert að gera of miklar kröfur til ungmenna þeirra, margra vart af barnsaldri, sem syngja á Þau bestu, en flest kom- ast þau allvel frá sínu og sum sýna framúrskarandi takta, til að mynda Margrét Helga Kristjánsdóttir, sem ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í Að eilífu, en henni hjálpar eflasut að útsetningr in er sú besta á plötunni. Særún Thelma Jensdóttir syngur líka skemmtilega í laginu Hjá þér og Erla Vinsý Daðadóttir fer vel með Mamma mamma í bráðskemmti- legri útsetningu Mána Svavarsson- ar. Mána eru reyndar mislagðar hendur í útsetningum á plötunni, því útgáfa hans á Án þín er hreint afleit þó Erna Hrönn Ólafsdóttir syngi prýðilega, en til að mynda er Dimmar rósir aftur á móti ágæt- lega heppnuð nýrómantík. Vil- hjálmur Guðjónsson á einnig nokk- uð af útsetningum á plötunni og kemst almennt vel frá sínu, þó stundum hefði mátt spara tölvu- strengina. Árni Matthíasson Tónleikar Smekkleysu ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Smekk- leysu voru haldnir í Tunglinu fyrir skömmu. Fram komu hljómsveit- irnar Kolrassa krókríðandi, Maus, Bubbleflies, Curver, Olympia og Unun. SSSól voru sérstakir heið- ursgestir kvöldsins. Eins og gefur að skilja flykktust aðdáendur hljómsveitanna á tónleikana til að berja sitt fólk augum og ekki bar á öðru en að þeir væru ánægðir með útkomuna. Morgunblaðið/Halldór FRIÐA Rós Ragnarsdóttir, Elísabet Olafsdóttir og Kristbjörg Krístjánsdóttir. +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.