Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 60
ffrgmiÞIafeito LOTT* alltaf á Miðvikudögum MORGUNBLAÐW, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRLHAFNARSTRÆTI 86 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER1994 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Hjúkrunarfræðingar þreyttir á að vinna undir miklu álagi í verkfalli sjúkraliða Hundruð aldraðra án hjúkrunar HUNDRUÐ aldraðra á höfuðborg- arsvæðinu eru nú án heimahjúkrun- ar vegna verkfalls sjúkraliða, mörg- um veitt lágmarks aðhlynning og engum nýjum skjólstæðingum bætt yið hjá heilsugæslustöðvunum sam- kvæmt upplýsingum frá heilsugæsl- unni í Reykjavík og heilsugæslu- stöðvum í Reykjavík og á Seltjarn- arnesi. Endalok Fjárfestingar- félag íslands hf. Hluthafar , fágreitt 25% nafn- verðs bréfa HLUTHAFAR í Fjárfestingarfélagi islands hf. fá að öllum líkindum greidd um 25% af nafnvirði hluta- bréfa sinna þegar íslandsbanki tekur við félaginu. Á aðalfundi Fjárfesting- arfélagsins fyrir skemmstu var sam- þykkt að sameina það dótturfyrirtæki sínu, Féfangi hf., undir nafni þess síðarnefnda og lauk þar með 23 ára sögu þess. Gert er ráð fyrir að íslandsbanki kaupi síðan hlut annarra hluthafa í Féfangi fyrir um 150 milljónir króna en bankinn á fyrir um þriðjung hluta- fjárins. Margvísleg áföll hafa dunið yfir Fjárfestingarfélagið á síðustu miss- erum. Verulegar fjárhæðir hafa tap- ast hjá dótturfélaginu Takmarki sem tók við 300 milljóna verðbréfaeign úr verðbréfasjóðum Fjárfestingarfé- lagsins fyrir fáum árum. Þá þurfti félagið að endurgreiða Skandia um 26,4 milljónir í sumar vegna sölu á Verðbréfamarkaði félagsins árið 1992. Loks ríkir óvissa um ábyrgð félagsins á láni hjá Framkvæmda- sjóði frá árinu 1987 vegna Vogalax hf. en það mál er nú rekið íyrir Hæstarétti. Uppreiknuð staða lánsins er 35 milljónir króna með vöxtum. ¦ Fáum25%afnafnverði/18 ? » ? Útlit fyrir hvítjól ÚTLIT er fyrir hvít jól að þessu sinni. Á Þorláksmessu er gert ráð fyrir suðvestanátt um allt land og kóln- ¦^ivii veðri fram á jóladag en lengra nær spáin ekki. Samkvæmt upplýsingum veður- fræðings er gert ráð fyrir rigningu í dag og skúraveðri á morgun. Á Þorláksmessu er gert ráð fyrir suð- vestanátt með éljagangi sunnanlands og vestan en björtu veðri á Norðaust- "uriandi. Vægt frost verður um allt land fram á jóladag. Hjúkrunarfræðingar eru orðnir þreyttir á því að vinna undir miklu álagi og vilja að verkfalli sjúkraliða Ijúki sem fyrst að sögn Ástu Möll- er, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Segir hún auk- ið h'kamlegt álag hafa leitt til veik- inda í stéttinni. Aðstandendur líka orðnir þreyttir Arnheiður Ingólfsdóttir, hjúkrun- arframkvæmdarstjóri á Skjóli, segir að ekki megi þola óbreytt ástand lengi til viðbótar. Leitað hefur verið til aðstandenda vistmanna með hjálp við aðhlynningu og segir Arn- heiður þá vera farna að þreytast líkt og starfsfólkið og tekur undir það að meira sé farið að bera á veikindum. Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélagsins, segir að tilboð það sem borið var fram í gær hafi verið ítrekun á gömlu tilboði og því hafi sjúkraliðar lagt til að viðræðum yrði slitið. Fyrir beiðni sáttasemjara hafi verið haldinn annar fundur síðdegis í gær en að sögn Kristínar kom ekkert nýtt fram á honum og hafi sáttasemjari því tekið af skarið og boðað til nýs fundar í dag. ¦ Hjúkrunarfræðingar/4 ¦ Þolum ástandið/30 GLUGGAGÆGIR J DAGAR TIL )OLA Morgunblaðið/Árni Sæberg FRIÐBJÖRG Pétursdóttir, sem hér gefur manni sínum, Sigurbirni Þórarinssyni, kvöldverð í gær, kemur þrisvar á dag, en Sigurbjörn er vistaður á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Oftast kemur Frið- björg með strætó og segist munu halda því áfram „á meðan hún stendur uppi" eins og haft var á orði. Stjórn Ríkisspítala fjallar um tillögu handlækningadeildar Vill láta kanna líf- færaflutninga hér „VIÐ VHJUM láta kanna hag- kvæmni þess og hvort tímabært sé að taka upp líffæraflutninga við Landspítalann. Ástæðan er sú, að mjög miklar framfarir hafa orðið í lyfjameðferð vegna höfn- unareinkenna, sem líkaminn sýnir við ígræddu líffæri. Þegar sá vandi leysist viljum við að þekkingin sé til staðar hér á landi," sagði Jónas Magnússon, prófessor, forstöðu- læknir handlækningadeildar Landspítalans. Bréf frá Jónasi þessa efnis var kynnt á stjórnarfundi Ríkisspítal- anna í gær. Þar leggur Jónas til að leitað verði álits íslensks sér- fræðings í líffæraflutningum, Jó- hanns Jónssonar, sem starfar í Washington í Bandaríkjunum. Nú er í gildi samningur milli Tryggingastofnunar ríkisins og Sahlgrenska sjúkrahússins í Sví- þjóð um líffæraflutninga og sagði Jónas þann samning góðra gjalda verðan. „Líffærafíutningarnir sjálfir eru ekki flóknar aðgerðir og við eigum fjölda lækna sem ráða við þær," sagði hann. „Hins vegar eru höfhunareinkenni lík- amans stærsti vandinn, en fram- farir í lyfjameðferð til að ráða þar bót á, virðast mjög miklar. Þegar þau lyf verða stórvirkari bendir allt til þess að hægt verði að nýta líffæri úr grísum." Byrjað yrði á nýrum Jónas sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin um líffæraflutn- inga hér á Iandi. „Við ætlum að leita til sérfræðinga og biðja þá að gera úttekt á hagkvæmni þessa. Ef af verður, myndum við sjálfsagt byrja á nýrnaígræðslum. Slíkar aðgerðir eru auðveldastar viðfangs og við höfum áratuga reynslu í að fjarlægja sýkt nýru. Það er hins vegar meiri spurning með hjarta- og lungnaígræðslur." Rannsóknum fleygir fram Jónas sagði aðspurður að mjög erfitt væri að spá um hvenær stór- virk lyf gegn höfnunaremkennum kæmu fram, enda yrðu byltingar ekki eftir pöntun. „Það er hins vegar mjög áberandi hve umræða um þessi mál er mikil og við viljum vera viðbúnir þegar breytingin skellur á. Rannsóknum í erfða- fræði og ónæmisfræði fleygir fram og það kemur að því að við ráðum við ónæmissvörun líkaman's. Þegar það gerist, verður sprenging í eft- irspurn eftir líffærum. Þar nægir að nefna ígræðslu á brisi í sykur- sjúka, sem yrði mikil blessun," sagði Jónas Magnússon. Áframhaldandi þróun ratsjárgagnakerfis Alþjóðlegu flugþjónustunnar á íslandi ÁKVEÐIÐ hefur verið að gera nýtt átak í þróun ratsjárgagna- kerfisins í Alþjóðlegu flugþjón- ustunni sem Flugmálastjórn rekur samkvæmt samningi við Alþjóða- flugmálastofnunina. Flugumferð- arstjórarnir munu fá upplýsingar frá mörgum ratsjám á einn skjá og tölvan mun gera viðvart ef flug- vélar nálgast um of. Fjárveiting til verkefnisins er 140 milljónir kr. og verður búnaðurinn tekinn í notkun í áföngum á 3-4 árum. 175 milljóna kr. fjárveiting Kerfisverkfræðistofa Háskólans hefur frá árinu 1986 unnið að þróun ratsjárgagnakerfisins fyrir Varar við hættu á árekstri véla Flugmálastjóm, í náinni samvinnu við starfsmenn stofnunarinnar, og var Þorgeir Pálsson prófessor við HÍ, nú flugmálastjóri, aðalstjórn- andi verksins. Fyrr á þessu ári samþykkti Al- þjóðaflugmálastofnunin hálfrar milljónar dollara fjárveitingu til vélbúnaðar nýs áfanga og nú hef- ur hún samþykkt að veita tvær milljónir dollara til þróunar hug- búnaðarins. Á þessu ári hafa því fengist 175 milljónir króna til að ráðast í þennan stóra áfanga. Að sögn Þorgeirs mun Flug- málastjórn taka þessa peninga að láni og fær þá endurgreidda hjá notendum flugumferðarþjónust- unnar á tíu árum. Hugbúnaðar- vinnan er talin samsvara 20 árs- verkum. Hagræði og aukið öryggi Flugumferðarstjórarnir hafa nú aðeins upplýsingar frá einni ratsjá á skjánum og þurfa að skipta á milli til að fylgjast með umferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Ætlunin er að sameina upplýs- ingar frá mörgum ratsjám á einn skjá í nýja kerfinu. Þá mun tölvan fylgjast með flugvélunum og vara við ef þær nálgast um of. Ymsar aðrar breytingar verða gerðar. Segir Þorgeir að þetta hafi í för með sér hagræði og aukið öryggi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.