Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C wgunHiiMfe STOFNAÐ 1913 1. TBL. 83. ARG. ÞRIÐJUDAGUR 3. JANUAR 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Noregur SKcittíl" paradís NOREGUR er skattaparadís í sam- anburði við önnur Norðurlönd og mörg lönd á meginlandi Evrópu. Þetta er niðurstaða tveggja athug- ana, annars vegar á vegum OECD, Efnahags- og framfarastofnunar- innar, og hins vegar Samtaka sænskra skattgreiðenda. Norðurlönd þóttu lengi dæmigerð fyrir skattaáþján en nú hefur dæmið snúist við, að nokkru leyti að minnsta kosti. í Svíþjóð hefur skatt- byrðin lækkað og Noregur fær sæmdarheitið „paradís", bæði hvað varðar tekjuskatt einstaklinga og fyrirtækja. Ráðuneytisstjórinn í norska fjár- málaráðuneytinu er þó ekki alveg sáttur við nafngiftina og segir, að þótt skattar séu minni í Noregi en í mörgum nágrannalandanna, séu þeir miklu hærri en í þeim ríkjum, sem leggja lítið til velferðarmála. Gífurlegir bardagar og mikið mannfall í Grosníj Of stíf þjálf- un er óholl Sydney. Reuter. Á NÝJU ári vilja margir taka sér tak og bæta heilsuna með aukinni líkamsrækt, en ástr- alskir vísindamenn hafa komist að því, að of mikið megi af öllu gera. Of stíf þjálfun geti dregið úr hæfileika líkamans til að verjast sjúkdómum. í grein, sem birtist í ástr- alska læknablaðinu, segja vís- indamennirnir, að mjög hörð þjálfun getir dregið úr glútam- ínmagni í líkamanum, en það er mjög mikilvægt ónæmiskerf- inu. Segir örverufræðingurinn David Keast, að afleiðingin geti verið auknar sýkingar og hann og samstarfsmenn hans leggja til, að glútamín í líkama íþróttamanna verði mæit reglu- lega til að komast um raun um hvort þeir leggi of hart að sér. Rússar sagðir hafa beðið „herfi- legan ósigur" Moskvu. Reuter. HARÐIR bardagar milli rússneskra hermanna og tsjetsjenskra uppreisn- armanna geisuðu á götum Grosníj, höfuðborgar Tsjetsjníju, í gær og er mannfall sagt mjög mikið. Stjórnvöld í Moskvu sögðu í gær, að herinn væri að „endurskipuleggja" stöðuna og er litið á það sem viðurkenningu á því, að illa gangi. Samkvæmt frétt- um hafa Rússar hörfað frá miðborg- inni eftir að hafa misst tugi skrið- dreka og brynvarinna hervagna. Á Vesturlöndum gætir vaxandi gagn- rýni á hernað Rússa í Tsjetsjníju og í Rússlandi óttast margir, að hann boði endalok lýðræðis og efnahags- Iegra umbóta í landinu. „Hundruð manna hafa fallið og líkin liggja um allt," sagði Borís Agapov, varaforseti nágrannaríkis- ins Ingúshetíu, en Tsjetsjenar sjálfir segja, að þúsundir manna hafi fallið eftir að Rússar réðust inn í Grosníj á gamlársdag. Er mikill hluti mið- borgarinnar í rústum. Pavel Gratsjov, varnarmálaráðherra Rúss- lands, sagði á nýársdag, að rúss- neski herinn réði miðborginni en Víktor Sheinís, rússneskur þing- maður, sem er nýkominn frá Grosníj, ber það til baka. Segir hann og aðrir þingmenn, sem með honum voru, að Rússar hafi „beðið herfileg- an ósigur". „Hundruð rússneskra hermanna hafa fallið síðustu daga og þúsundir óbreyttra borgara," sagði hann. Mannfallinu likt við þjóðarmorð „Stjórnvöld segja ekki , rétt frá mannfallinu. Um er að ræða mann- fall, sem líkja má við þjóðarmorð, og hermennirnir hafa ekki hugmynd um fyrir hverju þeir eru að berjast," sagði Sheinsín. Gratsjov sagði fyrir þremur vik- um, að skriðdrekaárás á Grosníj væri út í hött og því kom það á óvart, að skriðdrekar skyldu vera í fararbroddi í árásinni á gamiársdag. Er haft eftir fréttamönnum, að á götum borgarinnar megi víða sjá brunna skriðdreka og lík rússneskra hermanna. Fáni Tsjetsjníju blaktir enn á forsetahöllinni og svo virðist sem illa vopnaðir Tsjetsjenar hafi unnið fyrstu orrustuna um Grosníj. Talið er hugsanlegt, að Dúdajev, forseti Tsjetsjníju, sé í neðanjarðar- byrgi undir forsetahöllinni en fréttir eru líka um, að hann sé í byrgi í öðrum borgarhluta. Hann hefur hót- að skæruhemaði gegn Rússum í Tsjetsjníju og víðar í Kákasusfjöllum. Robert Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í gær, að átökin í Tsjetsjníju gætu bundið enda á lýðræðisþróun- ina í Rússlandi og dregið úr líkum Reuter RÚSSNESKUR skriðdreki í ljósum logum í Grosníj. Talið er, að rússneski herinn hafi misst tugi skriðdreka og ann- arra hervagna og sagt er, að mikil ringulreið ríki innan hans. Á minni myndinni eru lík fimm rússneskra her- nianna úr brynvagni, sem Tsjetsjenar eyðilögðu. á fjárhagslegri aðtoð. Frakkar hafa lagt til, að komið verði á friði í land- inu fyrir milligöngu ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, og hafa Þjóðverjar tekið í sama streng og gagnrýnt Rússa fyrir mannrétt- indabrot. Mikill meirihluti Rússa sjálfra er andvígur hernaðinum og ekki líður svo dagur, að einhverjir stuðningsmanna Borís Jeltsíns for- seta snúi ekki við honum baki. ¦ Jeltsín einangraður/18 Fjórum núllum kastað Reuter Friðarumleitanirnar í Bosníu Eldflaugaárás ógnar vopnahléi HNETURNAR, sem þessi pólska verslunarkona hefur á boðstól- um, eru með tvenns konar verð- merkingu eins og annar varning- ur í búðinni. Nú um áramótin voru skorin fjögur núll aftan af zloty-inu og á að reyna að inn- kalla gómlu peningana á sem stystum tima. Gamli gjaldmiðill- inn verður í gildi áfram í tvö ár. Sarajevo. Reuter. ELDFLAUG var skotið á sjöundu hæð Holiday Inn-hótelsins í mið- borg Sarajevo í gær og er atburður- inn talinn geta stefnt í voða ótryggu vopnahléi sem komst á í Bosníustríðinu fyrir jól. Ekkert manntjón varð í árásinni. Óvist er hver skaut flauginni, sem einn maður getur borið og skotið, en talsmaður stjórnar múslima sagði hana hafa komið úr hverfi sem Serbar ráða. Bosníu-Serbar og múslimar sam- þykktu sl. laugardag að vopnahléið skyldi gilda næstu fjóra mánuði. Sögðu fulltrúar Sameinuðu þjóð- anna í gær að alls hefði verið skýrt frá 27 brotum af beggja hálfu í landinu um helgina, m.a. verið skot- ið á brynvagn úkraínskra gæsluliða í Sarajevo en enginn særst. Mikið starf er eftir óunnið við að semja um framkvæmd sam- komulagsins, að sögn SÞ. Vonir standa til að aftur verði hafnar við- ræður um friðaráætlun fimmveld- anna svonefndu, þ.e. Bandaríkj- anna, Rússlands, Bretlands, Frakk- lands og Þýskalands, um skiptingu Bosníu og frið. Fulltrúar bosnískra Króata undirrituðu vopnahléssam- komulagið í gær. Ekki fleiri í land- nemabyggð Jerúsalem. Reuter. YITZHAK Rabin, forsætis- ráðherra ísraels, sagði í gær að komið yrði í veg fyrir stækkun landnemabyggðar gyðinga á Vesturbakkanum. Hins vegar yrði leyft að byggja nálægt annarri byggð. Palestínumenn hafa sagt fjölgun í landnemabyggðinni ógna friði og vera brot á frið- arsamningi Israela og Palest- mumanna. Landnemabyggðin er í Gi- vat Tamav og sagði Rabin það ekki koma til greina að leyfa fleirum að setjast þar að. Híns vegar mættu þeir reisa byggð nær Efrat.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.