Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forseti íslands í áramótaávarpi sínu á nýársdag Ensk tunga verði ekki alltof áhrifamikil FORSETI íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, sagði í áramótaávaipi sínu á nýársdag að mikilvægt væri að gæta þess hverja stund að ensk tunga verði ekki alltof áhrifamikil í íslenskri hugsun og tjáningu. „í því ljósi sýnist brýnt að fyrsta er- lenda málið sem kennt er í íslensk- um skólum sé einhver önnur tunga, svo sem mál einhverrar bræðraþjóð- ar okkar á Norðurlöndum, sem ætíð verður mikilvægt að halda sem nánustu tengslum við,“ sagði for- setinn í ávarpi sínu. Frú Vigdís gerði möguleika á sviði þekkingarmiðlunar að umtals- efni og sagði þá tækni sem væri að halda innreið sína vera svo ævin- týralega að henni yrði naumast lýst í orðum. Þannig gæti geisladiskur fyrir tölvu geymt allt að 200 þús- und blaðsíður af texta, sem líklega jafngilti því að ævistarf Halldórs Laxness kæmist tíu sinnum á einn Brýnt að fyrsta erlenda málið sé mál bræðraþjóðar disk. Hún gat þess að í útlöndum væri þegar búið að gefa út mikið námsefni og fróðleiksefni á slíkum geisladiskum þar sem blandað væri saman texta hljóði, kyrrum og lif- andi myndum, ásamt línuritum og skýringarefni. „Enn sem komið er eigum við engan íslenskan upplýsingadisk. Þar er verk að vinna, því varla unum við því að ungir íslendingar þurfi að leita sér allra nýjustu upp- lýsinganna á erlendum málum þeg- ar fram líða stundir," sagði hún. Menntamál verði sett í öndvegi í ávarpi sínu gat frú Vigdís þess að erlendir forystumenn á ýmsum sviðum hefðu á undanfömum mán- uðum fullyrt að það sem ráða muni úrslitum varðandi velgengni ein- stakra þjóða í harðnandi samkeppni á komandi árum verði menntun þeirra og þekking. Þannig hefði Mitterrand, forseti Frakklands, skorað nú á haustdögum á alla stjórnmálaflokka landsins að setja menntamál í öndvegi þegar stefnan yrði mörkuð fyrir næstu kosningar. „Hliðstæða áskorun ber ég nú fram gagnvart íslenskum stjórn- málamönnum og bið þá að bera menntunina sérstaklega fyrir brjósti, svo kunnátta okkar um haf og land, um vernd og nýtingu sjáv- ar, um uppgræðslu lands og ræktun bústofna, og um margbrotið völund- arhús tækninnar, megi verða kunn um allan heim svo til verði vitnað,“ sagði frú Vigdís Finnbogadóttir. ■ Af mannauð vex allur/26 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Æ fleiri hundar fá róandi um áramót SÍFELLT færist í vöxt að hunda- eigendur gefi hundum sínum ró- andi lyf fyrir miðnætti á gaml- árskvöld. Lyfið hefur þau áhrif að hundarnir verða kærulausir og óttast síður flugeldana. Helgi Sigurðsson dýralæknir sagði misjafnt hvort hundar fæld- ust af völdum flugeldaspreng- inga. Sumir væru rólegir en hann vissi dæmi um að hundar hefðu orðið verulega hræddir og nefndi sem dæmi að hundur í Mosfells- sveit hefði ærst og hiaupið alla leið upp á Sandskeið af ótta við flugelda. Algengt væri að hundar sýndu viðbrögð eins og að hlaupa í skjól undir rúm. Lyfin gefin fyrirfram Hann sagði að fyrir um fimmt- án árum hefði verið afar óal- gengt að hundum væru gefin róandi lyf á gamlárskvöld. Nú væri slíkt hins vegar sífellt að færast í vöxt. Mikilvægt væri að gefa lyfin fyrirfram og áður en hundurinn fyndi fyrir ótta. Lyfin væri yfirleitt einn til tvo tíma að virka og hefðu sljóvgandi áhrif. Dýralæknar ávísa á lyfin og eru þau hættulaus að sögn Helga. Tyrkneska forræðismálið Loforð dregið til baka SOPHIA Hansen fékk ekki að hitta dætur sínar á nýársdag eins og hún hafði gert sér vonir um. Umgengn- isréttur hennar og dætra hennar hef- ur samtals verið brotinn 45 sinnum. Sigurður Pétur Harðarson, stuðn- ingsmaður Sophiu, sagði að Halim Al, fyrrum eiginmaður hennar, hefði lofað að hún fengi að hitta dætur sínar á nýársdag klukkan 14. Þegar öllum opinberum skrifstofum hefði verði lokað hefðu hins vegar borist þau skilaboð frá Halim að hann treysti sér ekki til að standa við lof- orð sitt. Hann treysti Sophiu ekki og óttaðist að hún færi með dætur þeirra úr landi. Málaflutningi í forræðismáli Sop- hiu Hansen og fyrrum eiginmanns hennar hefur verið frestað fram til 2. febrúar næstkomandi. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, fagnaði 40 ára af- mæli sínu á gamlársdag. Fjöldi gesta samgladdist borgarstjór- anum í hófi í Norræna húsinu. Á Afmæli borgarstjóra ^ Morgunblaðið/Kristinn myndinni lyfta Ingibjörg Sólrún og eiginmaður hennar, Hjörleif- ur Sveinbjörnsson, glösum í til- efni dagsins. Beðið álits umboðsmanns Alþingis um lögmæti hundaskatts Hundaeigendur hvattir til að bíða með greiðslu HUNDARÆKTARFÉLAG íslands hefur beint þeim tilmælum til hundaeigenda í Reykjavík að þeir bíði með að greiða gjald vegna hunda- halds þar til niðurstaða umboðsmanns Alþing- is um lögmæti gjaldsins liggur fyrir, en hann hefur haft málið til skoðunar frá því í febrúar í fyrra. Að sögn Jónasar Fr. Jónssonar héraðsdóms- lögmanns, sem haft hefur með málið að gera fyrir hönd Hundaræktarfélagsins, telur félag- ið sig hafa rökstuddan grun um að tekjur af gjaldinu, sem nú er 9.600 kr. og hefur hækk- að talsvert undanfarin ár, séu orðnar mun meiri en nemur kostnaði við eðlilega starfsemi við hundaeftirlit. „Það er ekki nóg að setja á einhverja gjald- tökuheimild og auka síðan sífellt kostnaðinn og ætla svo að auka tekjurnar á móti með skattheimtu. Kostnaðurinn þarf að byggja á einhveiju málefnalegu mati út frá svokallaðri meðalhófsreglu stjórnsýslulaganna, en við telj- um að þau gögn sem fram hafa komið í mál- inu af hálfu borgaryfirvalda sýni að tekjur borgarinnar séu meiri en gjöldin," sagði Jónas í samtali við Morgunblaðið. Óskað eftir frestun Jónas sagði að óskað hefði verið eftir því við borgarstjóra að gjaldtöku vegna hunda- halds yrði frestað þar til álit umboðsmanns Alþingis hefði borist en ekki hefði verið orðið við þvi og ákveðið að gjaldið i ár yrði hið sama og í fyrra. Meðan beðið væri eftir álit- inu hefði hundaeigendum verið bent á að þarna ríkti réttaróvissa og þar sem ekki hefði verið skorið úr málinu væri vænlegt fyrir fólk að bíða með að greiða gjaldið og það hvatt til að bíða fram til eindaga, sem er 1. mars. Vonast væri til þess að niðurstaða umboðs- manns Alþingis lægi þá fyrir, en ef ekki þá væri fólk hvatt til að greiða gjaldið með fyrir- vara. Prófsteinn „Þetta mál þó lítið sé er prófsteinn á það hversu langt má ganga í innheimtu á svoköll- uðum þjónustugjöldum. Það er ákveðin gjald- tökuheimild, en spurningin snýst númer eitt um það hvenær farið er út fyrir þessa gjald- tökuheimild og farið að skattleggja, en fyrir beinum skatti verður auðvitað að vera laga- stoð. Númer tvö snýst svo spurningin um hversu mikið stjórnvöld geta breikkað þjón- ustugjaldastofn með því að auka umsvif sín og kostnað, og þá hvaða kröfur eru gerðar um málefnalegt mat á slíkum kostnaði og meðalhóf," sagði Jónas. Aðstoð vegna lækna- mistaka SAMTÖK fólks sem lent hefur í læknamistökum verða stofnuð 25. janúar næstkomandi og munu þau heita Lífsvog. Að sögn Ásdísar Frímannsdóttur, eins forsprakka samtakanna, verður markmið þeirra að opna leið fyrir fólk, sem lent hefur í læknamistökum, til að leita réttar síns. Á stofnfundinum verða haldnar ræður og segir Ásdís að einn ræðu- manna verði Jóhannes Gunnars- son, formaður Neytendasamtak- anna, en einnig hafa aðstandendur stofnunarinnar leitað til Öryrkja- bandalagsins og Helga Seljan, fyrrverandi alþingismanns, um stuðning. Samtökin munu hafa símatíma tvisvar í viku og einnig ráða lög- fræðing, sem mun sjá um að vísa fólki á lögfræðinga. Ásdís segir að einnig sé stefnt að því að halda fundi einu sinni í mánuði. ----» ♦ ♦--- Alþýðuflokkur Sjö fram á Reykjanesi SJÖ alþýðuflokksmenn bjóða sig fram í prófkjöri flokksins í Reykja- neskjördæmi sem haldið verður 21.-22. janúar. Þar á meðal eru núverandi þingmenn flokksins. Framboðsfrestur rann út um áramót. Þingmennirnir Rannyeig Guðmundsdóttir, Guðmundur Árni Stefánsson og Petrína Baldurs- dóttir gefa kost á sér áfram. Aðr- ir frambjóðendur eru Elín Harðar- dóttir matreiðslumaður í Hafnar- firði, Garðar Smári Gunnarsson fisktæknir í Hafnarfirði, Gissur Gottskálksson læknir í Garðabæ og Hrafnkell Óskarsson læknir í Keflavík. Vitað er að Rannveig og Guðmundur Árni gefa bæði kost á sér í 1. sæti listans og að Gissur stefnir að 3.-4. sæti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.