Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Jólasveinar ársins.... Forystumenn félaga atvinnubílstjóra sæmilega sáttir við frumvörp samgönguráðherra „Innra eftirlit má ekki hverfa“ EKKI er tekið á höfuðatriði í frum- varpi um akstur leigubifreiða sem samgönguráðherra hefur lagt fram á Alþingi að sögn Sigfúsar Bjama- sonar, formanns Bifreiðastjórafé- lagsins Frama, sehi skipað er 550 félagsmönnum. „Tryggja þarf innra eftirlit með leigubílaakstri og Alþingi þarf að laga þetta í umfjöllun sinni um frumvörp ráð- herra, þannig að ekki sé hægt að brjóta lögin. Ef frumvarpið verður sam- þykkt óbreytt, er einfalt mál að bfjóta lögin. Menn eiga að nýta atvinnuleyf- ið fyrir eigin akstur, en geta fengið undanþágur fyrir aðra til að aka fyrir sig, og þannig er hægt að misnota atvinnuleyfið á mjög grófan hátt, eins og hefur t.d. gerst í Sví- þjóð. Þetta er skilið eftir opið í frumvörpunum, en við viljum að ef bílstjóri tilkynni sig veikan og vilji fá einhvern til að aka fyrir sig verði hann að sýna fram á og fylgst sé með að hann sé raunverulega veikur. Mikilvægast gagnvart okkar við- skiptavinum er síðan að hver sem er fái ekki að aka í forföllum ann- arra, og þá er ég sérstaklega að taia um menn sem hafa komist í kast við lögin. Það er vandalaust að loka leiðum á borð við þessar, en frumvörpin taka ekki á þessum smugum, sem þarf þó að gera. Innra eftirlitið er fyrir hendi í dag, en hverfi það mun starfsemin leggj- ast af eins og hún er í dag,“ segir Sigfús. Aldurstakmörk í lagi Frumvörp samgönguráðherra um aks'tur í atvinnuskyni eru þijú talsins, og taka á akstri leigubif- reiða, vöru- og sendibifreiða og fólksflutningabifreiða. Árið 1989 var aldurstakmark sett á leigubíl- stjóra með þriggja ára aðlögunar- tíma, en samkvæmt frumvörpum ráðherra verða allir atvinnubílstjór- ar að hætta á 71. aldursári hér eftir. Sigfús segir að menn séu al- mennt ekki mótfallnir slíkum tak- mörkunum, en fara verði þær leiðir sem tryggi öryggi i akstri. „Eftir aðlögunartímann árið 1989 fengu sumir undanþágur til að halda at- vinnuleyfi sínu en aðrir ekki. Sumir leigubílsyprar eiga vissulega erfitt með að sætta sig við að hætta, en flestir vilja eyða óvissunni sem hef- ur fylgt lögum um akstur leigubif- reiða og eru sáttir við að lögin taka af öll tvímæli í þessu sambandi, þannig að allir hætti á sama tíma,“ segir Sigfús. Munu óska eftir undanþágum Guðlaugur B. Gíslason, formaður Trausta, félags sendibílstjöra, sem í eru á fimmta hundrað manns, segir að félagsmenn séu sæmilega sáttir við frumvörp ráðherra. Af- nám félagsskyldu sem þau feli í sér bjóði vissulega upp á að félagið veikist, verði flótti frá því, en hann hafi samt þá trú að menn reyni að standa saman í einu félagi til að styrkur þess fari ekki forgörðum. Aldurstakmörkin breyti ekki miklu, þar sem aðeins örfáir innan greinar- innar séu yfir sjötugu, enda vinnan erfið og menn reyna að hætta í henni áður en heilsan bilar. Helgi Stefánsson, formaður Landssam- bands vörubílstjóra, sem í eru um 380 manns, segir að í heild sinni leggist frumvörpin þokkalega í félags- menn. Helst hnýti menn í ströng aldursmörk, þar sem stærsti hluti vöru- bifreiðstjóra sé á milli fimmtugs og sjötugs, og mönnum sé óljúft að hætta á sjötugu. „Margir sem vinna hjá fyrirtækj- um þurfa að hætta á þeim aldri, en aðrir sem eru með eigin rekstur vilja gjarnan halda áfram ef kraftar leyfa. Ég reikna með að við ræðum við ráðherra til að reyna að fá und- anþágur fyrir þá sem vilja, ef þess er nokkur kostur. Persónulega er ég þeirrar skoðunar að veita ætti undanþágur að undangengnu ein- hvers konar heilsu- og þrekprófi, því að menn eru misjafnlega í stakk búnir til aksturs þegar þeir reskj- ast,“ segir Helgi. Hann segir bílstjóra verða að beygja sig undir ákvæði um afnám stéttarfélagsskyldu, enda ómögu- legt að deila við dóm Mannréttinda- dómstóls Evrópu sem féll vegna máls íslensks leigubílstjóra er vildi ekki vera í stéttarfélagi sínu. ATVINNUBÍLSTJÓRAR hafa staðið fyrir mótmælum við Alþingishúsið og vakið athygli á málstað sínum. % Nýr doktor í verkfræði Framsýni að fjárfesta í þróun Helgi Þór Ingason HELGI Þór Ingason verkfræðingur varði 15. desember síð- astliðinn doktorsritgerð sína í Þrándheimi. Doktors- verkefni hans var að rann- saka notkun á holum raf- skautum við framleiðsiu kísiljárns og var verkefnið kostað af Járnblendiverk- smiðjunni á Grundartanga, þar sem tilraunir fóru fram, Norræna iðnaðarsjóðnum og Elkem í Noregi. - Um hvað snerust rann- sóknirnar? „Ég var að gera tilraunir sem miðuðust að því að endurbæta framleiðsluferl- ið fyrir kísiljárn. Kísiljárn er framleitt í stórum ofnum og ofan í hvern þeirra ganga þijú rafskaut sem eru 11 metrar á lengd og \'h metri í þvermál. Skautin leiða raf- straum niður í hráefnin í ofninum, en þau eru sett í ofninn í gegnum mötunarrör á yfirborði hans. Rafskautin leiða rafmagn niður í ofnsgiginn þar sem mikilvæg efnahvörf gerast. í tilraununum var gert tíu sentímetra miðjugat í gegnum eitt rafskautið frá toppi og niður á botn. Nokkuð dýran vélbúnað þarf til að fæða efnin úr geymslusílói að toppi rafskauts- ins. Efnin falla niður í þetta mikil- væga svæði ofnsins í staðinn fyrir að vera sett efst og þurfa að fara í gegnum hráefnisfylluna sem tek- ur um átta tíma. Tilgangurinn er að geta komið þessum efnum niður, því oft er ekki hægt að setja þau í ofninn á annan hátt. Þetta á einkum við um fínkoma efni. Gatið nýttist aðallega við endurbræðslu á kísil- jáms-fínefni, en einnig hefur hrá- efnum verið matað í ofninn í gegn- um gatið. Hráefnin sem um ræðir em kvars (Si02) og kolefni (C).“ Þegar kísiljám kemur fljótandi úr ofninum er það kælt og síðan malað eftir óskum viðskiptavin- anna. Helgi Þór segir að við möl- unina falli til verðminna fínefni. Nú væri hins vegar komin Ieið til að nýta fínefnið, en alls framleiðir einn ofn um 100 tonn á dag, og þar af falla til allt að 5 tonn af fínefni. - Hvað þýða þessar tilraunir fyrir framleiðsluna? „Hvað varðar endurbræðsluna þá hafa tilraunirnar sýnt að þessi aðferð er mjög góð. Við erum búnir að leysa erfiðustu vandamál- in og búið er að sýna fram á það fræðilega að þetta er í lagi. Ég er ekki í nokkrum vafa um að aðferðin verður notuð í endur- bræðslu á fínefni, ekki bara á ís- landi, því Elkem-verksmiðjur í Noregi eru að byija með tilraunir á þessu sviði.“ - Er tilraunin alveg búin? „Við eigum eftir mjög mikil- væga hluti, eins og að geta sett hráefni niður um gatið. Það hefur ekki tekist sem skyldi, en við erum ekkert búnir að gefast upp. Ef það tekst gæti það orðið enn meiri framför." - / hverju er sú framför fólgin? „Þá getur maður notað fínkorn- uð og ódýrari hráefni í framleiðsl- una og munar þá mest um kvars- ið. Kvarssandur er bæði hreinna og ódýrara hráefni en malað efni. Þetta opnar einnig nýja mögu- leika í stýringu á framleiðsluferl- inu. Framleiðslustýringin gengur út á það að halda réttu efnajafn- vægi svo að sem minnst tapist af kvarsi. Með betri stýringu á nýt- ingin að aukast." - Munu þessar tilraunir leiða ►Helgi Þór Ingason er fæddur árið 1965. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1985, prófi í véla- verkfræði frá Háskóla Islands árið 1989 og meistaragráðu frá sama skóla árið 1991. Undan- farin ár hefur hann lagt stund á doktorsnám í verkfræði við Norske Tekniske Ilogskole í Þrándheimi. Helgi er í sambúð með Bylgju Scheving, nema við HI, og eiga þau einn son, Andra Snæ, tveggja ára. til sparnaðar á öðrum sviðum? „Niðurstöður útreikninga benda til þess. Ég hef notað og hannað hermilíkön sem svara spurningum sem ekki er hægt að gera í beinum athugunum. Þeir útreikningar hafa leitt í ljós að hol rafskaut auka rekstraröryggi ofnsins með því að draga úr skaut- brotum. Stundum þarf að slökkva á ofnunum og þá kólna skautin skyndilega, spenna myndast og þau vilja brotna. Það er dýrt, en útreikningar sýna að minni hætta er á að skaut springi þegar það er holt og efnum er matað í gegn- um það.“ - Hvernig kom samstarf þitt við Járnblendiverksmiðjuna til? „Þegar ég útskrifaðist úr verk- fræði frá Háskóla íslands var ég boðaður á fund með dr. Jóni Hálf- danarsyni frá Járnblendinu, Þor- steini Sigfússyni prófessor og Valdimar K. Jónssyni prófessor. Þeir buðu mér að fara í styrkt doktorsnám í Norska tæknihá- skólanum í Þrándheimi. Þegar ég var búinn með meistaranámið sló ég til.“ Námið var kostað af þremur aðilum. Norræni iðnaðarsjóðurinn og íslenska járnblendifélagið greiddu laun og ferðir Helga til helminga og það síðarnefnda greiddi einnig vélbúnað ásamt Elkem. Einnig hefur hann notið aðstoðar Þorsteins og haft aðstöðu í Raunvísindastofnun Háskólans. Er Helgi þriðji íslendingurinn sem er styrktur af Norræna iðnaðar- sjóðnum til doktorsnáms á þennan hátt. - Hvað finnst þér um að íslensk fyrirtæki kostinám ogrannsóknir á þennan h&tt. „Það er alveg frábært að ís- lenskt fyrirtæki eins og Járn- blendifélagið skuli hafa framsýni til að setja svona mikið í rannsókn- ir og þróun eins og þeir gera. Þetta er dýrt og fyrirtæki verða að hafa framsýni og bolmagn til að gera svona hluti. Fyrirtækin geta þurft að bíða eftir ávinningi af svona rannsóknum í nokkur ár, en einhvern tímann skilar hann sér ríflega til baka.“ Framleiðslu- ferli kísiljárns endurbætt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.