Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995 11 FRÉTTIR ASI tekur að sér for- mennsku í Ráðgjafar- nefnd EFTA Á FUNDI Ráðgjafarnefndar EFTA í Genf þann 14. desem- ber sl. var Ari Skúlason, fram- kvæmdastjóri ASÍ, kosinn for- maður nefndarinnar til næstu tveggja ára. í Ráð- gjafarnefnd EFTA sitja fulltrúar samtaka launafólks og atvinnu- rekenda í EFTA-ríkj- unum. Megin- nefndarinnar á verður að samskipti Ari Skúlason hlutverk næstu mánuðum endurskipuleggja við Efnahags- og félagsmála- nefnd Evrópusambandsins en í henni sitja samsvarandi aðil- ar frá ESB-ríkjunum. Sam- skipti við ESB fara fram á grundvelli EES-samningsins og því má ganga út frá því að þessi samskipti breytist ekki formlega séð, en leitast verði við að einfalda allt skipu- lag á samskiptunum eftir að 3 EFTA-ríkjanna hafa gengið í ESB. Af íslands þálfu eiga Al- þýðusamband íslands, Banda- lag starfsmanna ríkis og bæja, Vinnuveitendasamband Is- lands, Samtök iðnaðarins og Verslunarráð íslands aðild áð Ráðgjafarnefnd EFTA. Lánum upp á tvo milljarða vegna flugstöðvar Leifs Eiríkssonar skuldbreytt Rekstrartekjur standa ekki undir afborgunum LANUM upp á 1.980 milljónir króna vegna flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar verður skuldbreytt á þessu ári og er stefnt að því að lengja greiðslur til 25 ára, að sögn Þrastar Ólafssonar, aðstoðarmanns utanríkisráðherra. Þröstur segir að auka þyrfti tekj- ur flugstöðvarinnar af rekstri innan hennar og umferð um Keflavíkur- flugvöll um 350-500 milljónir króna á ári, til að þær standi undir rekstri flugstöðvarinnar og afborg- unum af lánum vegna byggingar flugstöðvarinnar, jafnframt því að lengja lánstíma, þó ekki í jafn lang- an tíma og nú er fyrirhugað. Framreiknaður kostnaður við byggingu flugstöðvarinnar án að- flutningsgjalda, miðað við bygging- arvísitölu, nemur tæpum sex milij- örðum króna. Á byggingartíma var ákveðið að tekjur af verslunar- rekstri í flugstöðinni, aðallega af fríhöfninni, rynnu beint í ríkissjóð og tekjur af farþegagjaldi og öðrum gjöldum, fyrir utan lendingargjöld, yrðu notaðar til að byggja upp flug- stöðvar og flugvelli á landsbyggð- inni. Ekki viðunandi ástand „Árlegar tekjur af Keflavíkur- flugvelli og flugstöðinni nema á annan milljarð, eða 1,3-1,4 millj- örðum króna. Um 70% af þessum tekjum eru tekin fram hjá, og flug- Morgunblaðið/Halldór stöðin sjálf fær ekki nema lítið brot af þessu til að standa undir afborg- unum af lánum,“ segir Þröstur. „Utanríkisráðherra hefur fjórum sinnum haft frumkvæði að tillögum að mismunandi leiðum til að bæta úr fjárhagsvanda flugstöðvarinnar í tíð þessarar ríkisstjórnar. Hann hefur stungið upp á að breyta nú- verandi fyrirkomulagi þannig að hærra hlutfall tekna renni til af- borgana af lánum og lægri upphæð beint í ríkissjóð gegnum fríhöfnina, og minna færi til uppbyggingar flugvalla uppi á landi, enda búið að ganga frá þeim flestum og þar að auki á að fækka þeim. Jafnframt að auka tekjumyndun í flugstöðinni með því að fá meira úr því plássi sem er í fiugstöðinni undir verslan- ir og annan rekstur. Utanríkisráð- Lúterskur prestur tal- aði í ka- þólskri útför SÉRA Gísli Kolbeins, fyrrum sóknarprestur í Stykkishólmi, flutti minningarorð þegar séra Jan Habets, prestur við sjúkra- hús St. Franciskussystra í Stykkishóhni, var jarðsunginn síðastliðinn föstudag frá Krists- kirkju í Landakoti. Að sögn Torfa Olafssonar, formanns Félags kaþólskra leikinanna, mun það vera fátítt að prestar í lúterskum sið geri slíkt við kaþólskar jarðarfarir, en Jan Habets var fyrsti kaþólski presturinn sem predikaði í lút- erskri kirkju hér á landi. Það var i Stykkishólmskirkju 1. mars 1978. Á myndinni sést séra Gísli flytja minningarorðin í Kiástskirkju. Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra Auglýsingaherferð vegna lyfja- kostnaðar árangurslaus í VIÐTALI við Sighvat Björgvins- son heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra í Almannatryggingum, tímariti um heilbrigðismál, kemur frám að milljóna króna auglýsinga- herferð ráðuneytisins í ráðherratíð Guðmundar Árna Stefánssonar fyr- ir aukinni notkun ódýrra samheita- lyíja hafi ekki borið árangur. í við- talinu segir heilbrigðisráðherra að útgjöld til lyija stefni í að verða hærri á síðasta ári en áætlað var, en ástæða þess sé sú að Alþingi hafi ekki fallist á gildistöku nýrra lyfjalaga á árinu og því ekki tekist að ná fyrirhuguðum árangri. í máli Sighvats kemur fram að hlutur sjúklinga í lyijakostnaði hafí árið 1991 verið kominn niður fyrir 18%, en ríkið greitt 82% sem hafi verið algjört einsdæmi. Hlutdeild sjúklinga hafi nú hækkað úr 18% í 32% og væri þar með kominn í Evrópumeðaltal, en hærra yrði ekki farið. Sighvatur vísar til þess í viðtal- herra hefur einnig stungið upp á að flugstöðin myndi heyra undir samgöngumálaráðuneytið, í sam- ræmi við gagnrýni samgönguyfir- valda vegna þess að stærsta flug- höfn landsins og eini utanlandsflug- völlurinn heyrir ekki undir það ráðuneyti En ekkert af þessum til- iögum hefur hlotið náð fyrir augum samráðherra utanríkisráðherra, einkum og sérílagi samgönguráð- herra. Samgönguráðherra hefur núna látið í ljós áhuga á að nota tekjur af flugvallargjöldum til að reka fiugvelli úti á landi, en ekki til að byggja þá upp því það er búið annars staðar en í Reykjavík, og á meðan sveltur Keflavíkurflug- völlur. Nú er ekkert eftir nema að bjarga því sem bjargað verður með því að framlengja lán og létta þann- ig á árlegum afborgunum þótt þessi aðferð auki hvorki tekjur né getuna til að standa undir lánum.“ Þröstur kveðst telja að málinu sé þó ekki lokið, og að hugsanlega komi forsætisráðherra að því. Nú- verandi ástand sé ekki viðunandi. Einkavæðingu frestað Fyrir skömmu stofnuðu Flugleið- ir, íslenskur markaður og fleiri aðil- ar, hlutafélag sem er m.a. ætlað að undirbúa sig undir að taka við þeim reksti sem fram fer í flugstöð Leifs Eiríkissonar, þegar og ef að því kemur að einkavæðing hans færi fram. Utanríkisráðherra hefur lýst því yfir að einkaaðilar muni ekki taka við rekstrinum í tíð núver- andi ríkisstjórnar, en Þröstur segir það eina þeirra leiða sem borið hafa á góma seinustu fjögur ár í þeim tilgangi að leysa ljárhagsvandann. RYMINGAR SALA BÚTA SALA inu að samkvæmt upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun hafi heildarút- gjöld þjóðarinnar til heilbrigðis- þjónustu á árunum 1991 til 1993 lækkað um átta þúsun.d krónur á mann. Þessum sparnaði hefði verið náð með því að lækka lyfjakostnað mikið, en ástæða þess hefði m.a. verið sú að Islendingar hefðu í flestum tilfellum neytt dýrustu lyfja, alveg án tillits til þess hvort þau gerðu meira gagn en ódýrari lyf með sömu efnum. Bútar og gluggatjaldaefni í metratali - allt að 50% afsláttur i SjLUGGATJOED œ □
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.