Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Morgunblaðið/Árni Sæberg 13 luku pungaprófinu 13 MANNS luku prófi í 30 rúm- lesta réttindanámi við Stýri- mannaskólann í Reykjavík 21. desember sl. Kennd er siglinga- fræði, siglingareglur, siglinga- tækni, fjarskipti, vélfræði og skyndihjálp og allir fara í Slysa- varnaskóla sjómanna. Einnig er æfð sigling í siglingahermi Stýri- mannaskólans. í fremri röð á myndinni eru kennarar og skóla- meistari: F.v. Harald Holsvig, Hilmar Snorrason, Pálmi Hlöð- versson, Guðjón Ármann Eyjólfs- son skólameistari, Benedikt Blöndal, Þorvaldur Ingibergsson og Haukur Óskarsson. Aftari röð f.v.: Sigurður Sveinn Jónsson, Haraldur Sigurðsson, Úlfar Ey- steinsson, Magnús Jónsson, Kjartan Kjartansson, Tómas Guðmundsson, Sigurgeir Bjarna- son, Skúli Kristjánsson, Bjarni Eysteinsson, Jakob Kiistinsson, Torfi Húnfjörð Sigurðsson, Bjarni Bergmann og Þorgeir Guðmundsson. Um 10% auknmg’ á saltfisksölu SALTFISKSALA á árinu hefur verið með besta móti og segir Gunnar Öm Kristjánsson, forstjóri SIF, að salan og verðmæti hennar hafi aukist um 10%. Alls voru flutt út 29.300 tonn árið 1994 og er verðmæti þeirra um 7 milljarðar. Gunnar segir að áætlanir í upp- hafi árs 1994 hafí gert ráð fyrir því að salan yrði um 25 þúsund tonn. „Þetta er því meira en við bjuggumst við,“ segir hann. „Aðal- málið er magnið, en reksturinn kemur vel út líka.“ Talsverð verðhækkun hefur orð- ið á saltfiski undanfarna mánuði og segir Gunnar að það hafi skilað sér fyrst og fremst til framleiðand- anna. Hvað varði horfur á næsta ári þá segist Gunnar Örn vera tiltölu- lega bjartsýnn. „Markaðirnir virð- ast geta tekið við,“ segir hann. Ekki býst hann þó við frekari aukn- ingu á sölunni. „Ekki í minnkandi kvóta,“ segir hann. Utgerðarfélag Akureyringa hf. Vinna þorskbita fyrir markaðinn í Bandaríkjunum ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hóf fyrir skömmu framleiðslu á þorskbitum fyrir Big Boys í Banda- ríkjunum. Til framleiðslunnar er notaður sá hluti þorskflaksins, sem áður fór í blokkarframleiðslu og fæst um 27% hærra verð fyrir fisk- inn með þessu móti. Hin nýja fram- leiðsla er afrakstur þróunarstarfs sem hófst fyrir nokkrum árum í kjöl- far minnkandi sölu á hinni hefð- bundnu fimm punda pakkningu. Frá þessu er skýrt í nýútkomnum ÚA fréttum, en þar kemur fram að fimm punda pakkningin hafi verið framleidd í hálfa öld. Hún þótti mjög hagkvæm í framleiðslu, þar sem allt flakið nýttist í þessa pakkningu. Með minnkandi eftirspurn hefur fram- leiðsla í aðrar flakapakkningar auk- izt, en við það fellur mikið til að aukaafurðum við framleiðsluna. Þær hafa farið í blokkarvinnslu, en fyrir slíkar afurðir fæst mun lægra verð en flakabitana. Leitað leiða til að fá hærra verð „Við höfum í beztu tilfellum verr- ið að ná 40% af flakinu í hnakka- og sporðstykki, en hlutfallið er allt upp í 70% í fimm punda pakkning- unum. Þarna er um 30% mun að ræða; það er að segja 30% af vör- unni fer í lægri verðflokk, þega fimm punda pakkninganna nýtur ekki við,“ segir Gunnar Aspar, fram- leiðslustjóri ÚA. Gunnar segir að fyrirtækið hafi lengi, í nánu samráði við Coldwater, leitað leiða til að fá hærra verð fyr- ir þann hluta hráefnisins, sem ekki gengur í flakapakkningarnar. Gerð var tilraun með að skera þessi stykki niður í 35 til 55 gramma bita og senda prufu til fyrirtækisins Big Boys í Bandaríkjunum. Það fyrirtæki rekur fjölda skyndibitastaða og hef- ur lengi haft slíka bita á boðstólum. Prufan var samþykkt af þeirra hálfu og framleiðsla á bitunum hófst af fullum krafti í október. 15.000 pund framleidd á mánuði Framleiðslan nemur 15.000 pund: um á mánuði til að byija með. í marz er fyrirhugað að tvöfalda það magn og auka það enn meira síðar. Jafnframt hafa sölusamtökin kynnt hina nýju vöru fyrir öðrum kaupend- um og lofa viðtökurnar góðu. Að sögn Gunnars Aspar fást 2,35 doll- arar fyrir pundið af þorskbitunum en aðeins 1,85 dollarar fyrir pundið í blokkarpakkningunni. Mismunur- inn er 50 sent á pundið eða 27% og því mikil aukning á arðsemi vinnsl- unnar. < . i r I l I í l I í i l ; i \ i i i i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.