Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995 17 FRÉTTIR: EVRÓPA Ný aðildarríki ESB Þýðir fjölgun í 15 meiri ráðdeild? SVÍAR, Finnar og Austur- ríkismenn urðu um ára- mótin formlega aðilar að Evrópusambandinu og telja aðildarríkin nú því fimmtán. í upphafi Evr- ópusamvinnunnar, árið 1957, voru aðildarríkin sex en talið er að eftir rúman áratug kunni ESB-ríkin að verða vel á þriðja tug. Ein helsta breytingin, sem aðild EFTA-ríkjanna þriggja hefur í för með sér, er að þau' munu öll greiða meir í sameiginlega sjóði ESB en þau fá til baka, til dæmis í gegnum landbúnaðarniðurgreiðslur eða_ byggðastyrki. Arið 1993 voru einungis fímm aðildarríki af tólf nettógreiðendur, Bretar, Þjóðvetjar, Frakkar, Italir og Hollendingar. Af þeim fimm ríkjum voru það aðeins Bretar, Frakkar og Þjóðverjar, sem greiddu verulegar upphæðir um- fram styrki. Það er mat breska utanríkis- ráðuneytisins að sú staðreynd ýti undir eyðslu og óhagkvæmni, þar sem fæst ríkjanna eru að taka ákvarðanir um notkun eigin fjár- muna. Með aðild EFTA-ríkjanna eru nettógreiðendur komnir í meiri- hluta þar sem átta aðildarríki af fimmtán munu leggja meira af mörkum en þau fá. Vonast núver- andi nettógreiðendur til að það muni styrkja raddir ráðdeildar í peningamálum þegar fjárhagsleg- ar ákvarðanir verða teknar. Mun það ekki síst verða mikilvægt síðar r á áratugnum er núverandi byggða- styrkjaáætlun til Suður-Evrópu lýkur. Er talið mjög ólíklegt að stuðningurinn við Grikki, Portúg- ala og Spánveija verði jafn rausn- arlegur og nú er raunin. Óbreyttur fáni Stjörnunum á ESB-fánanum mun ekki fjölga þó að ný aðildar- ríki bætist við. Framkvæmda- stjórnin hefur komist að þeirri nið- urstöðu að stjömurnar tólf séu ekki tákn fyrir aðildarríkin heldur eigi þau að tjá einingu, samstöðu og jafnvægi. Er vísað til fornrar táknfræði þar sem talan tólf hefur sérstöðu. Ef þessi ákvörðun hefði ekki verið tekin er ljóst að á næsta ára- tug hefðu stjörnurnar orðið að mynda tvo hringi eða þyrpingu líkt og á bandaríska fánanum, er ríki Austur-Evrópu fá aðild. Fjármálaráðherra Þýskalands Vill fækka í framkvæmda- stjórninni Frankfurt. Reuter. THEO Waigel, fjármálaráðherra Þýskalands, lýsti því yfír í gær að hann teldi enga þörf á að endur- skoða ákvæði Maastricht-sáttmál- ans um peningalegan samruna ESB-ríkjanna á ríkjaráðstefnu sambandsins, sem hefst árið 1996. í grein í viðskiptadagblaðinu Börsen-Zeitung sagði að á ríkja- ráðstefnunni yrði að keyra í gegn óhjákvæmilegar umbætur á skipu- lagi ESB. „Stækkað Evrópusam- band - Evrópa 15 eða jafnvel 25 aðildarríkja - verður að vera fært um að taka ákvarðanir og grípa til aðgerða," segir Waigel í grein- inni. Hann segir einnig að í framtíð- inni eigi fjöldi manna í fram- kvæmdastjóm ESB ekki að ráðast af fjölda aðildarríkja. „í raun mun það þýða fækkun í framkvæmda- stjórninni,“ segir Waigel. 011 ríki geti ekki gengið að fulltrúa í fram- kvæmdastjórninni vísum. Bætir hann við að aðildarríki eigi að fá að taka mishratt þátt í samrunaferlinu. „Fortíðin og nútíðin sýnir okkur að aðildarríkin vilja og geta haldið mishratt í átt að hinum evrópska samruna. Það má ekki útiloka þann möguleika að ríki eigi kost á mis- munandi hraðri þróun í framtíð- inni. Þeir sem vilja halda hraðar eiga að fá að gera það,“ segir Waigel. Lamont hafnar sameiginlegum gjaldmiðli Norman Lamont, fyrrum fjár- málaráðherra Bretlands, hvatti bresku stjórnina, í viðtali við BBC í gær, til að hafna áformum um sameiginlegan gjaldmiðil ESB- ríkjanna. „Við höfum haft nægan tíma til að íhuga kosti og galla sameiginlegs gjaldmiðils. Ég tel tímabært að segja nei,“ sagði Lam- ont. Lamont sagði það rangt, sem stjómin hefði haldið fram, að nær engin ríki stæðust skilyrði Maas- tricht fyrir sameiginlegan gjaldmiðil. Frakkland, Þýskaland, Holland, Lúxemborg, Bretland og Austurríki stæðust nú þegar skil- yrðin. „Forsætisráðherrann hefur reynt að skjóta ákvörðuninni á frest með þeim rökum að næsta þing eigi að taka afstöðu til máls- ins. John Major veit vel að ríkis- stjórn hans er klofin í afstöðu sinni,“ sagði Lamont, sem telur að jafnvel verði tekin ákvörðun um sameiginlegan gjaldmiðil árið 1997. ■ Frystiskápur CCV-250 Hraðfrystirofi. Mál 143x60x60 VERÐ ÁDUR 69.900__________________ Kæliskápur CDP-280 K. 216 Itr. fr. 64 Itr. Mál 143x60x60 VERÐ ÁÐUR 59.900 Kæliskápur CCB-3210 K. 216ltr.fr. 64 Itr. 163x60x60 VERÐ ÁÐUR 78.400 pressur Þvottavól C-836 XT 14 þv. kerfi, 800 og 400 sn. vinda VERÐ ÁÐUR 59.900 Þvottavél C-825X 14 þv. kerfi, 800 sn. vinda VERÐ ÁÐUR 53.700 BORGARTUNI20 SfMI 626788 Upplýsingar um umboösaöila hjá Gulu línunni PFAFF EKKIBARA SAUMAVELAR c~r |j£ T'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.