Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLEINIT * Oveður á Norðursjó Norskt skip sökk við Holland Amsterdam. Reuter. NORSKT fragtskip, Linito, sökk á Norðursjónum í gær undan strönd Hollands en áhöfnin yfirgaf skipið á sunnudagskvöld. Farmurinn, sem var marmari, hafði losnað og valdið mikilli slagsíðu. Sænskt skip bjarg- aði mönnunum sem voru fimm tals- ins. Forthbank, breskt fragtskip, lenti einnig í erfiðleikum af sömu ástæðum en þar eru 46 um borð og tókst þeim að rétta skipið af. Tyrkneskt skip, lestað rússnesku áli á leið til Italíu, var dregið til hafnar í borginni Delzijl vegna vél- arbilunar. Skipveiji á björgunar- báti, sem veitti skipinu aðstoð, féll útbyrðis en flotaþyrla bjargaði hon- um eftir tveggja og hálfs tíma leit. Vindhraðinn var allt að tíu stig og ölduhæð við ströndina fór upp í 15 metra. Tveggja Þjóðverja, sem tóku þátt í annarri björgun, var enn leit- að í gær en ólíklegt talið að þeir fyndust. Flytja varð 79 starfsmenn á breskum olíuborpalli yfír á annan pall með þyrlum seint á sunnudags- kvöld vegna þess að sjávarföll grófu undan einum fæti pallsins svo að hann seig um 35 sentimetra og halli kom þvl á pallinn. Reuter Cardoso tekur við í Brasilíu FERNANDO Henrique Cardoso sór á sunnudag embættiseið for- seta Brasilíu. I ræðu við embætti- stökuna kvaðst Cardoso reyna með öllum ráðum að útrýma hungri og fátækt í landi sínu en Brasilíumenn eru fjölmennasta þjóð Suður- og Mið-Ameríku. Cardoso, sem er 63 ára, er einn af virtustu menntamönnum þjóð- arinnar. Hann er miðjumaður og var fjármálaráðherra í sljórn It- amar Franco. I ráðherratíð sinni hrinti Cardoso úr vör efnahagsá- ætlun, „raunverulegu áætlun- inni“ svokölluðu, og tókst honum draga mjög úr verðbólguhraða. Nú þarf hann m.a. að takast á við spillingu og fjárlagahalla upp á 10 milljarða dala á árinu en Cardoso segir þörf á víðtækri uppstokkun í ríkisgeiranum. ---------------- * Hótelbruni kostar * sex manns lífið Á fimmta hundr- að manns var að fagna nýju ári Antwerpen. Reuter. SEX manns fórust og óttast er að enn fleiri látist af sárum sem þeir hlutu er hótel í Antwerpen brann til kaldra kola á nýársnótt. Á annað hundrað manns slösuð- ust, tæplega fjörtíu þeirra alvar- lega, í brunanum. Eldurinn braust út um klukku- stund fyrir miðnætti á gamlárs- kvöld en um 450 manns voru á hótelinu til að fagna nýju ári. Ekki hefur verið staðfest hver eldsupptökin voru en slökkviliðs- menn telja að kviknað hafi í jóla- tré og eldurinn borist þaðan í jóla- skreytingar og blöðrur sem fylltar voru með helíumi. Kosningum aflýst? Myndaðist gífurlegt eldhaf sem átti upptök sín í anddyri hótelsins en barst svo inn í danssalinn þar sem flestir voru. Um 140 manns slösuðust, 56 manns voru fluttir á gjörgæslu og eru 38 þeirra í lífshættu. Flytja varð fólkið á þrettán sjúkrahús og kalla fjölda lækna inn úr fríi en þetta er versta slys sem orðið hef- ur í Belgíu í fimmtán ár. Reuter LÖGREGLUMAÐUR rann- sakar verksummerki á Switel hótelinu í Antwerpen á nýárs- dag eftir mikinn bruna sem kostaði sex hótelgesti lífið. Gífurlegt óvissuástand í rússneskum stjórnmálum vegna Tsj etsj níj u-deilunnar Jeltsín einangraður og búist við hallarbyltingu Moskvu. Reuter. # Reuter. BORIS Jeltsin Rússlandsforseti skálar við rússnesku þjóðina við flutning áramótaræðu sinnar í beinni sjónvarpsútsendingu. PÓLITÍSK einangrun blasir við Borís Jeltsín Rússlandsforseta vegna Tsjetsjníju-deilunnar og vax- andi efasemda gætir í Rússlandi jafnt sem á Vesturlöndum um það hvort hann vilji í raun beijast fyrir lýðræðislegum umbótum. „Meiri- háttar stjórnmálakreppa blasir við Rússlandi og mun ná til yfirvalda, almenningsálitsins og fjölmiðla," sagði Mark Urnov, yfirmaður póli- tískrar greiningarmiðstöðvar Jelts- íns, í þætti á sjónvarpsstöðinni NTV á sunnudag. Annar náinn samstarfsmaður Jeltsíns, Andraník Migranjan, sagð- ist búast við að árið 1995 yrði póli- tískt erfiðasta árið fyrir Rússa frá því að Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrum Sovétforseti, hóf umbætur sínar í nafni perestrojku og glasnost árið 1985. Frjálslynd öfl óánægð Flest þau fijálslyndu öfl er studdu Jeltsín til valda árið 1991 hafa látið af stuðningi við hann og lýst yfír megnri andúð á stefnu forsetans. Stuðningur hans meðal almennings er einnig í lágmarki. Jeltsín virðist í æ ríkara mæli treysta á „valdaráðuneytin" svo- kölluðu, ráðuneyti lögreglu-, her- og öryggismála, til að halda völdum og íhaldssamir ráðamenn í hernum eru sagðir eiga greiða leið að forset- anum. Á sama tíma tekst pólitískum andstæðingum og vestrænum stjórnarerindrekum ekki að ná tali af forsetanum. Georgí A. Satarov, einn frjálslyndari ráðgjafa forset- ans, hefur miklar áhyggjur af því að Jeltsín sé ekki í sambandi við venjulega stjórnmálamenn og al- menning. Hann segist telja að for- setinn hafi síðast hitt þingmenn, er voru honum verulega ósammála, á ráðstefnu á vegum Bændaflokks- ins síðastliðið sumar. „Ég myndi ekki segja að þetta séu mistök hjá honum. Þetta er spurning um póli- tíska menningu. Persónulega fínnst mér að hann ætti að gera þetta oftar en hugmyndir hans um for- setaembættið samrýmast ekki endi- lega minum,“ sagði Satarov. Forsetinn virðist þó þrátt fyrir náið samneyti ekki geta gengið að stuðningi valdaráðuneytanna vísum og hafa til dæmis þrír aðstoðarráð- herrar í varnarmálaráðuneytinu lýst yfir andstöðu við að hemum sé beitt f innanríkisdeilum líkt og í Tsjetsjníju. Ber þar hæst nafn Bor- is Gromov, er var yfirmaður sov- éska hersins í Afganistan-stríðinu. Óvissa um vestræna aðstoð Vaxandi gagnrýni gætir einnig á Vesturlöndum en öll efnahagsleg áform Rússlandsstjórnar á nýju ári byggja að miklu leyti á vestrænum stuðningi. „Jeltsín er búinn að mála sig út í horn og það bendir til að lýðræðið kunni að standa völtum fótum,“ sagði Bob Dole, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Banda- ríkjaþings, á sunnudag. Fjárlög ársins 1995 í Rússlandi gera ráð fyrir að hallinn (sem er verulegur) verði brúaður með er- lendum lánum en mikil óvissa ríkir nú um hvort að þau muni fást. Þá gætu hinar kostnaðarsömu hernað- araðgerðir í Tsjetsjníju stefnt verð- bólguáætlunum stjórnarinnar í hættu. Jegor Gajdar, fyrrum forsætis- ráðherra og höfundur markaðsvæð- ingaráforma stjórnarinnar árið 1992, lét í Ijós áhyggjur af ástand- inu um helgina. „Ef núverandi stefnu verður fylgt áfrám gæti það tortímt þeim stofnunum markaðs- kerfisins, er nú eru að þróast fram,“ sagði hann. Flokkur Gajdars er öflugasti flokkur fijálslyndra afla í Rúss- landi. Hann hefur ásamt hagfræð- ingnum Grígoríj A. Javlinskí látið í ljós ótta um að hömlur verði sett- ar á fjölmiðla og að reynt verði að þagga niður í pólitískum andstæð- ingum stjórnarinnar. Rússneskur almenningur virðist einnig fullur efasemda. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun, fram- kvæmdri af áreiðanlegustu stofnun Rússlands í þeim efnum, eru 63% Rússa andvíg aðgerðunum í Tsjetsjniju. Þá sögðust einungis 13% treysta Jeltsín sem forseta en 65% ekki. Kosningum aflýst? Flestir rússneskir stjórnmálaský- rendur segja að þeir Pavel Grachev varnarmálaráðherra og Alexander Korzhakov, yfirmaður forsetalíf- varðarins, hafi æ meiri áhrif á Jelts- ín. Sumir fréttaskýrendur spá því að Jeltsín muni hrökklast frá völd- um löngu áður en fyrirhugaðar for- setakosningar árið 1996 verða haldnar. Aðrir telja að forsetinn eða öfl náin honum muni aflýsa kosn- ingunum og koma á einræði -af ein- hveiju tagi undir yfirskyni Tsjetsjníju-deilunnar. „Pólitísk öfl í Rússlandi búast hreinlega við hallarbyltingu og það kæmi mjög á óvart ef af henni yrði ekki,“ sagði Vitalí Tréjakov, rit- stjóri Nezavisímaja Gazeta í grein sl. laugardag. ár! Við óskum viðskiptavinum okkar gleðiiegs árs og farsældar á nýju ári. Þökkum samskiptin á liðnum árum. ili ALÞJÓÐA LÍFTRYGGINGARFÉLAGIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.