Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Bílslys í Svíþjóð Tveir biskupar fórust BISKUPINN í Váxjö í Svíþjóð, Jan Arvid Hellström, og fyrirrennari hans í embætti, Sven Lindegárd, fórust í bílslysi aðfaranótt fímmtu- dags. Biskuparnir voru ásamt blaða- manni, er einnig týndi lífí, á leið í bíl til Váxjö er bíllinn rann til hliðar og lenti á öðrum bíl sem kom á móti þeim. Rann í hálku Biskuparnir voru á leið frá Kalmar þar sem þeir höfðu sótt frímúrarafund. Hálka var á veginum, að sögn Svenska Dagbladet. Efnt var til minningarguðsþjón- ustu strax á fímmtudagskvöld í dómkirkjunni í Váxjö. Hellström þótti vera alþýðlegur í embættisstörfum sínum og naut mikilla vinsælda. Reuter * Aramótum fagnað í Köln BORGARBÚAR í Köln fögnuðu áramótunum með mikilli flugeldasýningu á nýársnótt. Var flugeldun- um skotið frá einni af mörgum brúm yfir Rín, nærri Kölnardómkirkju. Fjöldamorðingi fannst hengdur Gloucester, London. Daily Telegraph. Reuter. LÖGREGLA útilokar ekki að samfangar Frederieks Wests, hins illræmda fjöldamorð- ingja í Gloucester, hafí ráðið honum bana. West fannst hangandi í klefa sínum klukkan 12:55 á nýjársdag. Ákafar lífgunartil- raunir fangavarða báru ekki árangur og var hann úrskurðaður látinn hálftíma síðar. West er grunaður um að hafa myrt 12 konur, þar á meðal fyrrver- andi eiginkonu sína og tvær dætur. Jarðneskar leifar níu fómarlamba hans fundust í fyrra í garði eða grunni húss hans í Glouc- ester og leifar þriggja á opnum svæðum svæðum skammt frá æsku- heimili hans fyrir utan borgina. West hékk í snöm sem útbúin hafði verið úr skyrtunni hans fest við rimla í klefaglugganum. „Við reyndum ákaft að biása aftur í hann lífi,“ sagði Terry O’Dwyer fanga- vörður í Winson Green fangelsinu í Birgmingham, þar sem West var í varðhaldi. Yfirskoðunarmaður fangelsa, Stephen Tumim dómari, sagði að það hefðu verið mistök að fylgjast ekki stöðugt með West. Fangaverðir kváðust hafa kíkt í klefa hans á 15 mínútna fresti og héldu því fram að úti- lokað væri að stöðva mann sem ákveðinn væri í að stytta sér ald- ur. Tumim gagnrýndi aðbúnað í Winson Gre- en fangelsinu í úttekt á því árið 1992. Það var reist fyrir 555 fanga á síðustu öld en þar eru nú vistuð rúm- lega 1.000 delinkventi. Tony Miles, lögmað- ur Wests, sagði það óskiljanlegt að varðhaldsfangi á borð við hinn meinta fjöldamorðingja, gæti hengt sig á hádegisverðartíma í fangadeild . sem sögð væri undir sérstöku eftir- liti, en West var vistaður á sjúkra- deild fangelsins. Fantar biðu færis Menn, sem fróðir eru um fangels- ismál, telja að West kunni að hafa fært sér í nyt, að þá eigi sér stað vaktaskipti og fangaverðir upptekn- ir við að skiptast á upplýsingum. Sömuleiðis kunni Qöldi varða að hafa verið í lágmarki vegna áramót- anna. Stephen Palmer, sem nýlega lauk afplánun sex mánaða refsingar fyr- ir innbrot og þjófnað, sagði að West hefði verið hataður af samföngum og margur fanturinn í þeim hópi hefði beðið óþreyjufullur færis á að gera út af við hann. West hefði hins vegar jafnan verið í fylgd tveggja varða og því erfitt að komast í tæri við hann. Annar fangi, Hammam Shemsin, hélt því reyndar fram, að samfangar Wests hefðu ráðið hon- um bana. „Ég held að einhver varð- anna hafí ákveðið að láta sem hann tæki ekki eftir neinu óeðlilegu," sagði hann. Eina góðverkið Aðstandendur fórnarlamba Wests gloddust flestir er þeim barst fregn- in um dauða hans. Joan Owen, móðir 17 ára stúlku sem West myrti og gróf ásamt sex öðrum fórn- arlömbum undir gólfi húss síns við Cromwellstræti 25, sagðist ganga út frá því að West hefði framið sjálfsmorð. „Það er þá eina góða verkið sem hann hefur unnið um ævina,“ sagði hún. „Hann mun rotna í helvíti," sagði Chris Davis sem kvæntur er Anna- Marie, dóttur Wests af fyrra hjóna- bandi. Joan Owen er þó efins um að West fái inngöngu neðra. „Ég efast um að hann komist þangað því til þess verða menn að hafa svolítið af sál. Maður sem fremur verknaði af því tagi sem hann hefur gert og gengur síðan um eins og ekkert hafi í skorist er djöfullegur,“ sagði hún. Hús Wests við Cromwellstræti 25 hlaut fljótt viðurnefnið „Hryll- ingshúsið" í fjölmiðlum. Nú er það ásetningur bæjarráðsins í Gloucest- er að rífa húsið og breyta lóðinni í minningarreit um fórnarlömb Wests. Konunni sleppt? Kona hans Rosemary er talin meðsek í níu morðanna en hún er í varðhaldsvist í Pucklechurch við Bristol. Hún hefur neitað allri aðild að morðunum og við lögregluyfír- heyrslur hélt West því fram að hún hefði hvergi komið nærri. Hvatti lögmaður hennar til þess í gær, að mál á hendur henni yrði fellt niður það sem það stæði á veikum grunni. Til stóð að réttarhöld yfir West hjónunum hæfíst í byijun febrúar. Með dauðanum fara leyndardómar Wests með honum í gröfína og kringumstæður fjöldamorðanna verða því tæpast leiddar í ljós. Fregnir fóru af því að hann hafí unnið að ritun ævisögu sinnar í fangelsinu. Frederick West Kaupmannahöfn Einkaskólar verða stöðugt vinsælli Æ fleiri Kaupmannahafnarbúar senda nú börn sín í einkaskóla fremur en ríkisskólana, að sögn dagblaðsins Det Fri Aktuelt. Á þessu ári eru rúmlega 22% grunnskólanemenda borgarinn- ar í einkaskólum. Alls eru 44 einkaskólarnir, þar af 10 sem ætlaðir eru bömum innflytj- enda. I hverfínu Frederiksberg, sem er sjálfstætt sveitarfélag í Kaupmannahöfn, ganga 42,5% nemenda í 8.-10. bekk í einka- skóla, að sögn dönsku hagstof- unnar; samsvarandi hlutfall fyr- ir allt landið er 13.3%. Lítill agi Hlutfall einkaskólanemenda er einnig hátt meðal innflytj- enda sem eru fjölmennir í sum- um hverfum borgarinnar. Foreldrum úr röðum innflytj- enda finnst mörgum að agi sé of lítill í dönskum grunnskólum og jafnframt að þar safnist nemendur sem komi úr fátæk- um fjölskyldum. Rcutcr Stokkið í Tíber ÍTALSKI sundmaðurinn Gius- eppe Palmulli, 42 ára, stingur sér til sunds í Tíberfljót af Cavora- brúnni í Róm. Fjöldi manna sýn- ir hreysti sína á nýársdag á ári hveiju með því að stökkva í ískalt fljótið af brúnni en það er um tuttugu metra fa.ll. Hartbarist í Sómalíu VOPNAÐAR sveitir börðust í gær á götum Mogadishu í Sómalíu þriðja daginn í röð. Reyna þær að ná aðgangi að höfninni, áður en friðargæslu- lið Sameinuðu þjóðanna held- ur á brott í mars. Ekki er tal- ið að sveitirnar ætli að ráðast á hermenn SÞ. í gær lést Siad Barre, fyrrum forseti Sómalíu, af völdum hjartaáfalls. Hann hafði verið í útlegð í Nígeríu frá árinu 1992. Herferð gegn reyknum STJÓRNVÖLD í Króatíu hafa hrint úr vör herferð fyrir „heil- brigðara líferni" á árinu sem er nýhafíð. Munu þau fyrst beina spjótum sínum að reyk- ingum, sem þeir segja algeng- ustu dánarorsökina þar í landi. Búist er við harðri andstöðu við reykingabann á ýmsum stöðum enda reykingamenn víðast hvar í meirihluta. Eitrað fyrir Rússa KAMPAVÍN, sem líkast til var eitrað með blásýru, varð tíu manns að aldurtila í Tadjíkist- an um áramótin. Hinir látnu voru sex rússneskir hermenn, eiginkona starfsmanns rúss- neska sendiráðsins og þrír Tadjíkar. Kampavínið var keypt í sölubúðum við rúss- neskar herbúðir og er fullyrt í frétt Tass að um hryðjuverk gegn Rússum hafí verið að ræða. Stjórnin flækt í flugrán? ALSIRSKI stjórnmálamaður- inn Hocine Ait Ahmed hefur látið í Ijós grunsemdir um að mennirnir sem rændu franskri farþegaþotu um jólin, hafi notið aðstoðar alsírskra stjórnvalda. Telur hann að ætlun stjórnarinnar með þessu hafí verið að þrýsta á frönsk stjórnvöld um að auka aðstoð til að berjast gegn bókstafs- trúarmönnum. Gullfundur í Balmoral JARÐFRÆÐINGAR hafa fundið gull á landareign Elísa- betar Bretadrottningar í Skot- landi, Balmoral. Tekur Karl prins nú þátt í leitinni að gull- inu sem fundist hefur í gran- íti og í árfarvegum. Þá hafa fundist merki um silfur, plat- ínum, blý og wolfram. Ekki eru nema nokkrir mánuðir síð- an olía fannst nærri Windsor- kastala. Þingsalur brennur ÞINGSALUR á þingi Norður- Irlands eyðilagðist í eldsvoða í gær. Þingsalurinn hefur um langt skeið verið talinn tákn um yfirráð mótmælenda á N-írlandi en þingið var leyst upp 1972. Salurinn hefur að undanförnu verið vettvangur friðarviðræðna kaþólikka og mótmælenda. Lögregla segir ekkert benda til þess að um íkveikju hafi verið að ræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.