Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995 23 LISTIR Framúrskarandi árangur Guðni A. Emilsson hljómsveitarstjóri sem starfar í Þýskalandi hlaut nýverið heiðurs- verðlaun og styrk frá Herbert von Karajan- stofnuninni í Berlín. í UMSÖGN stjómar Herbert von Karajan-stofnunarinnar segir að viðurkenningu þessa hafi Guðni A. Emilsson fengið fyrir fram- úrskarandi árangur í alþjóðlegum keppnum og fyrir tónleikahald sitt. Hann var í haust ráðinn hljóm- sveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar æskunnar í tónlistarbænum Túbingen í útjaðri Stuttgart. Guðni lauk framhaldsnámi í píanó- leik frá tónlistarháskólanum í Trossingen í Þýskalandi árið 1992 og hljómsveitarstjórn ári síðar. Samhliða náminu sótti hann fjölda námskeiða hjá kunnum hljóm- sveitarstjórum víða um lönd. Guðni hefur verið mjög virkur sem gestastjórnandi hljómsveita síð- ustu ár; hefur meðal annars stjórn- að hljómsveitum í Sviss, Grikk- landi, Ítalíu, Frakklandi, Búlgaríu og Tékklandi og hlotið fjölda við- urkenninga fyrir störf sín. Fyrir þessi afköst er honum nú umbun- að. Guðni átti reyndar góðu gengi að fagna á nýliðnu ári því hann hlaut jafnframt önnur verðlaun í alþjóðlegri keppni ungra hljóm- sveitarstjóra sem haldin var í Lug- Nýjar bækur Hvít ský Eyþórs Rafns ÚT ER komin bókin Hvítu ský eftir Eyþór Rafn Gissurarson. Einkunnarorð bókarinnar eru fengin að láni hjá Sigurlínu Ing- varsdóttur: „Líf- ið er kerti, kerti brenna út.“ Höfundur, sem er kennari, hefur ekki sent frá sér bók áður. Ljóð samnefnt bókinni er birt á kápu. Það hljóðar svona : Hvítu ský hvert eruð þið að fara út að kvöldroðans ystu rönd Dúnmjúku ský dreymir ykkur um stað þar sem engin angist finnst Sjáið þið eldinn 1 eirrauðan sveipast um himin og stingast í hafið með heillandi tálbros Útgefandi er höfundur. Hvítu ský er 44 blaðsíður. Bókin fæst í bókabúðinni Borg, Lækjargötu 2, Bókaverslun ísa- foldar í Austurstræti og í kaupfé- laginu á Kirkjubæjarklaustri. hlutina í víbara samhengi! - kjarni málsins! Eyþór Rafn Gissurarson ano í Sviss og styrk úr rninningarsjóði Lindar, sem stofnað- ur var til minningar um hljómsveitarstjór- ann Jean Pierre Jacquillat. Mikil lyftistöng Heiðursverðlaun og styrkur frá Herbert von Karajan-stofnun- inni eru veitt ár hvert efnilegum hljómsveit- arstjórum. í stjórn stofnunarinnar er meðal annarra dr. Wolfgang Strese- mann fyrrverandi framkvæmdastjóri Fílharmóníu- hljómsveitar Berlínar og meðal áhrifamikilla meðlima hennar má nefna hina þekktu tónlistarmenn Georg Solti, Yehudi Menuhin, Placido Domingo og stjórnmálamennina Edward Heath og Helmut Schmidt auk ekkju Karajans. Með- al þekktra hljómsveit- arstjóra sem hafa hlotið viðurkenning- una eru Marís Janson stjórnandi Fílharm- óníhljómsveitarinnar í Osló og Dmitríj Kítaj- enko sem stjórnar þremur hljómsveitum í jafn mörgum lönd- um. Guðni A. Að sögn Guðna er Emilsson stungið upp á hugsan- legum styrkhöfum og berst fjöldi ábendinga ár hvert. Dómnefndin fær síðan ýmiss gögn í hendur; meðal annars meðmæli og upptökur frá tónleikum. Það er síðan dr. Stresemann sem hefur umsjón með yfirferð þeirra. Guðni var því valinn úr hópi mikils fjölda efnilegra hljómsveitarstjóra. Hann segir að viðurkenningin sé mikil lyftistöng fyrir sig en hún vekur jafnan mikla athygli í tónlistar- heiminum. Það taki unga hljóm- sveitarstjóra jafnan nokkurn tíma að ná fótfestu að loknu námi og viðurkenningin létti honum því róðurinn til muna. „Það tekur tíma að vinna sig upp í tónlistarheimin- um og ég er ekki kominn almenni- lega inn á markaðinn ennþá; er að minnsta kosti ekki með 200 tónleika á ári. Viðurkenningin hef- ur því mikla þýðingu fyrir mig ekki síst ef hún vekur athygli sterkra umboðsmanna." I nógu að snúast Guðni hefur í nógu að snúast um þessar mundir. Hann verður gestastjórnandi hjá hljómsveit í Stuttgart á næstunni og standa æfingar nú yfir. Síðan liggur leið- in til Núrnberg og Sófíu þar sem hann mun jafnframt stíga á stokk sem gestastjórnandi. Þá verður honum að líkindum boðið að taka þátt í einhveijum keppnum hljóm- sveitarstjóra í maí og ýmislegt fleira er á döfinni. Öllum þessum verkefnum sinnir hljómsveitar- stjórinn samhliða starfi sínu í Túbingen. Atvinnumöguleikar fyrir unga hljómsveitarstjóra eru ekki miklir á íslandi. Það er því ljóst að ung- ir íslendingar sem mennta sig til slíkra starfa verða að leita hófanna á öðrum vettvangi. Guðni hefur búið í Þýskalandi síðan 1986 og segir að þar þurfi hljómsveitar- stjórar ekki að svelta. Um 120 atvinnuhljómsveitir séu í landinu og því séu möguleikarnir vissulega fyrir hendi. Islendingar gætu þó átt eftir að njóta krafta hans á næstu misserum því Guðni á gér þann draum að koma heim sem gestur og „fá Sinfóníuhljómsveit Islands undir puttana." Hefurþií ákveðið að hœtta að reyhja? Ntína er rétú úminn! Reykingavenjur eru einstaklings- bundnar. Þess vegna er gott að geta valið á milli mismunandi Nicorette lyfjaforma og styrkleika sem sjá líkamanum fyrir nikótíni. Möguleikar þínir á að standast reykbindindið aukast ef þú velur það lyfjaform sem best fellur að þínum þörfurn. Ef þú ákveður að hætta að reykja og nota þess í stað Nicorette til að hjálpa þér yfir erfiðasta hjallann fyrstu mánuðina /IMIOORETTÉ.Í |4mg w* I T"T*£2*? Nicorettc tyggigúmmí inniheldur nikótín sem losnar smám saman úr tyggigúmmíinu þegar tuggið er og dregur úr fráhvarfscinkennum eftir að reykingum er hætt. Æskilegur dagskammtur er 8-16 stk. Nikótínið í tyggigúmmíinu getur valdið aukaverkunum eins og ertingu í munni, koki, vélinda og mcltingaróþægindum ef tuggið er of liratt. Ráðlagt cr því að sjúga tyggigúmmíið meira cn tyggja eða tyggja hægt. Nicorette nikótíntyggigúmmí er til í 2 og 4 mg styrkleika rríeð eða án mintubragðs. Styrkleiki og meðferðarlengd er einsaklingsbundin.Nikótín getur valdið bráðum eitrunum hjá börnum. Gæta skal varúðar hjá þeim sem hafa hjarta og æðasjúkdóma. Ófrískar konur og konur með bam á brjósti eiga ekki að nota nikótínlyf. Nicorette forðaplásturinn inniheldur nikótín er losnar úr plástrinum. Tilgangurinn er að draga úr fráhvarfseinkennum eftir að reykingum er hætt. Forðaplásturinn er settur á að rnorgni og tekinn af fyrir svefn þar með er minni hætta á aukavcrkunum eins og svefntruflunum og áhrifum á drauma. Einnig dregur úr líkum á þolmyndun. Nikótínið úr plástrinum getur valdið kláða og útbrotum. Meðferðarlcngd er einstakl- ingsbundin en æskilcgt er að nota einn plástur á dag. Nicorette forðaplástur er til í 3 styrkleikum 5, 10 og 15 mg/ló klst. og er mælt nteð notkun sterkasta plástursins í upphafi meðferðar. Síðan er styrkleikinn minnkaður smám santan og fcr það eftir nikótínjiörf viðkomandi á hverjum tírna . getur þú losnað við óþægilega líðan sem er oft einkennandi þegar líkamann vantar nikótín eftir að reykingum er hætt. Nikótínlyf auðvelda þér að yfir- stíga ávanann. Nicorette sér líkama þínum fyrir nikótíni en á sama tíma ert þú laus við tjöru, kolsýrling og aðrar skaðlegar lofttegundir sem fylgja reykingum. nicorette Hjálpar þér yfir eifiðasta hjallann Lcsið leiðbeiningar í fylgiseðli sem fylgir hverri pakkningu lyfsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.