Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Stungið á kýlum með skipuleg- um hætti Simbi verður kóngur KVIKMYNPIR Bíóborgln, Bfóhöllin, Nýja Bíó í Keflavík, Borgarbíó á Akureyri KONUNGUR LJÓNANNA („THE LION KING“) ★ ★ ★ íslensk talsetning Leiksljórar Roger Allen, Rob Mink- off. Tónlist og textar Elton John og Tim Rice. Raddir Felix Bergsson, Pétur Einarsson, Edda Heiðrún Backman, Jóhann Signrðarson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Karl Ágúst Úlfsson o.fl. Bandarísk. Walt Disney 1994. HÉR ER á ferðinni hvorki meira né minna en vinsælasta teiknimynd allra tíma og nýtur Konungur Ijón- anna þess tvímælalaust að koma í kjölfar þriggja afburðamynda á þessu sviði, Litlu hafmeyjarinnar, Fríðu og dýrsins og Aladdíns. Að þessu sinni segir frá ljónsunganum Simba, arftaka krúnunnar í landinu Ljósufjöllum, sem á fótum sínum fjör að launa er faðir hans er drep- inn og hinn slóttugi Óskar tekur völdin. Lifir nú Simbi hálfgerðu hippalífi um sinn og reynir að gleyma raunum sínum uns að því kemur að hann verður að horfast í augu við ábyrgðina, hrekja Óskar hinn undir- förla í útlegð og heimta krúnuna. Ekki ýkja merkileg saga og lögin hans Eltons Johns (þó góð séu) síðri en melódíumar hans Alans heitins Menkens, sem sett hafa töfrablæ á teiknimyndir Disneys á umliðnum áram. Hins vegar hefur grafíkin sennilega aldrei verið betri en nú, og erfitt orðið að greina á milli hand- verks teiknaranna og vélavinnu töl- vanna, sem með hveiju árinu skila æ ótrúlegri árangri. Konungur Ijón- anna er þó engu að síður fyrsta flokks stólpaskemmtun fyrir alla aldurshópa þó hún höfði vitaskuld fyrst og fremst til barnanna. Disney- veldið stendur sem fyrr á því fastari fótunum að iáta vondu kallana ekki komast upp með neinn moðreyk svo boðskapurinn er í ósviknum jóla- anda. Þeir Disneymenn era kröfuharðir hvað snertir raddsetningu sem er hér svo gott sem óaðfinnanleg. Tæknimenn og leikarar starfa hér á heimsmælikvarða. Að öðrum ólöst- uðum þó engin betri en Jóhann Sig- urðarson, sem gerir ódáminn Óskar að langeftirminnilegustu persónu ævintýrsins. BÆKUR Fræöi rit EMBÆTTISMENN OG STJÓRNMÁLAMENN: SKIPULAG OG VINNU- BRÖGÐ í ÍSLENZKRI STJÓRNSÝSLU eftir Gunnar Helga Kristinsson. Heimskringla, háskólaforlag Máls og menningar, 1994. Prentun G. Ben. — 196 síður, 3.480 krónur. ALLIR vita að pottur er víða brotinn í ís- lenzkum stjórnmálum og stjórnsýslu hvað varðar siðferði, aga og vinnubrögð. Þær upp- lýsingar, sem almenn- ingur hefur haft um það, sem aflaga fer, hafa hins vegar verið brotakenndar og oft í formi misáreiðanlegrar fjölmiðlaumfjöllunar. Meira máli skiptir kannski að skýr viðmið og reglur hefur skort; hvað er spilling og hvað ekki, hvað leyfist stjómmálamönnum og embættismönnum í starfi, hvernig er eðlilegt að skipulagi stjómsýsl- unnar sé háttað; þetta hefur allt verið meira og minna á reiki hjá íslendingum. Bókin, sem hér er til umfjöllunar er metnaðarfull tilraun til að greina með fræðilegum, áreiðanlegum og skipulegum hætti hvar fiskur liggur undir steini í íslenzkri stjómsýslu og hvað betur mætti fara. Aðferð höfundarins, Gunnars Helga Krist- inssonar dósents í stjórnmálafræði, byggist annars vegar á lýsingu á íslenzkri stjórnsýslu, sem grundvöll- uð er á tveggja ára langri rannsókn á fjöldamörgum heimildum, og hins vegar á samanburði við önnur lönd og þær reglur, sem þar gilda. Höf- undurinn var við rannsóknir í Árós- um í Danmörku í eitt ár og er sam- anburður við dönsku stjórnsýsluna áberandi. Slíkt er eðlilegt, enda liggja rætur íslenzkrar stjómsýslu að miklu leyti í þeirri dönsku. Einn- ig er ijallað um fræðilegar skilgrein- ingar, til dæmis á spillingu í opin- beru lífí, sem miðaðar eru við það, sem almennt gerist í þróuðuðum stjómkerfum. Gunnar Helgi kemst að þeirri nið- urstöðu að dregið hafí úr spillingu í íslenzkum stjómmálum síðastliðna þijá til fjóra áratugi, en hún sé þó enn útbreiddari á Islandi en í þeim nágrannalöndum í Norður-Evrópu, sem við miðum okkur gjarnan við. Spilling sé hins vegar minni hér en t.d. í Bandaríkjunum og Suður-Evr- ópu. Hann bendir á að sá vísir að póli- tískri spillingu, sem hér er að finna — til dæmis í svokallaðri fyrir- greiðslupólitík sem margir líta á sem sjálfsagðan hlut — virðist ekki í samræmi við siðferðismat þjóðar- innar, eins og það kemur t.d. fram í viðhorfskönnunum. Þetta ósam- ræmi’sé hins vegar ekki vegna þess að stjórnmálamenn hafi veikari sið- ferðisgrunn en annað fólk, heldur sé skýringanna að leita i uppbygg- ingu og þróun íslenzka stjórnkerfis- ins: „Að öllum líkindum er losara- bragur og jafnvel spilling í íslenzkri stjórnsýslu ekki fyrst og fremst merki um að stjórnmálamenn og embættismenn bijóti iög og reglur, heldur miklu frekar að reglumar sjálfar vanti, þær séu óljósar, eða uppbygging sjálfs stjórnkerfisins geri því ókleift að veita stjórnmála- mönnum og embættismönnum eðli- legt aðhald.“ Gunnar Helgi segir skiptingu valdsins — sem er hin klassíska aðferð til að koma í veg fyrir að því sé misbeitt — veikari hér á landi en víða annars staðar. Forysta fram- kvæmdavaldsins sé veik og illa skipulögð. Hætta sé á að ráðuneyti sinni fremur hagsmunagæzlu fyrir tiltekna sérhagsmuni, sem undir þau heyra, en að þau stuðli að heild- stæðri stefnumótun. Af lestri bókarinnar verður ljóst að íslenzka stjórnsýslan er að mörgu leyti veik og illa í stakk búin til að sinna verkefnum sín- um. Gunnar Helgi bendir til dæmis á að sveitarfélög eru hér fráleitlega mörg og smá. Sveitarfélög á ís- landi vora fyrr á þessu ári 171, en í Dan- mörku, sem er tuttugu sinnum fjölmennari en ísland, eru þau 275! Ríkisstofnanir era jafn- framt margar og smá- ar. Alls eru þær 379 talsins, sem gerir gott betur en að jafngilda einni stofnun á hvern starfsmann stjórnar- ráðsins (þeir eru 366). Fast starfslið stjórn- sýslunnar virðist heldur ekki hafa yfir nægilegri sérþekkingu að ráða til að fást við þau verkefni, sem stjórnsýslunni eru ætluð, og stjórn- sýslunefndir, með þátttöku utanað- komandi sérfræðinga, sem oft era tilnefndir af hagsmunaaðilum, eru því mýmargar. Gunnar Helgi kemst að þeirri nið- urstöðu að stjórnsýslan lúti heldur ekki því taumhaidi og eftirliti, sem hún þyrfti að gera. „Þetta er baga- legt vegna þess hve skipulag, hefðir og reglur stjórnsýslunnar eru los- aralegar. Engin lög era til um al- mannaaðgang, eftirlitshlutverk þingsins er eitt sér ófullnægjandi og engir stjórnsýsludómstólar starfa í landinu. Skortur á skipulagi ásamt litlu aðhaldi er vond blanda í stjórn- sýslu,“ segir hann. Höfundur telur grundvallarvanda íslenzka stjórnkerfisins liggja í fyr- irgreiðslustjórnmálunum. Sú langa hefð, sem sé fyrir þeim, hafí tamið stjómmálamönnum, embættis- mönnum og almenningi að hugsa um opinbera stefnumótun og stjóm- sýslu sem skiptanlegan feng, sem úthluta megi á grundvelli pólitískrar greiðasemi og atkvæðahagsmuna fremur en að hafa í huga hagsmuni allra, á jafnréttisgrundvelli. Skipu- lagsleysið í opinberri stjórnsýslu og stefnumótun sé afleiðing fyrir- greiðslustjórnmálanna fremur en orsök. Gunnar Helgi bendir á að þingið hafi orðið sterkt á íslandi áður en stuðningsgrandvöllur við sjálfstæða stjómsýslu náði að mynd- ast innanlands. Tillögur Gunnars Helga til um- bóta eru allmargar og snerta m.a. skýrari skiptingu ríkisvalds, umbæt- ur á stjórnmálaflokkum og kosn- ingakerfi, skýrari lagasetningu um stjómsýsluna og einkavæðingu. I þessari bók er stungið á ýmsum kýlum með kerfisbundnum og skipulegum hætti og hvergi slakað á fræðilegum kröfum. Þess vegna er þessi bók mun athyglisverðari og áhrifameiri en misvandaðar „bankabækur“ og blaðagreinar, þar sem íslenzka „kerfið" er gagnrýnt, og hún á heima á náttborði sér- hvers alþingismanns. Uppsetning og útlit bókarinnar er með ágætum. Málfar er ágætt, en jaðrar þó við að vera helzt til fræðilegt á köflum. Prófarkalestur er hins vegar afleitur, og verður það að skrifast á reikning útgefanda. Ólafur Þ. Stephensen Sæbjörn Valdimarsson Viðskiptavinir athugið m m Oll bankakort eru fallin úr gildi Við bjóðum þeim sem sækja um Debetkort og Vaxtalínukort í janúar upp á ókeypis myndatöku 301 Aðalbanki 5. og 10. jan. kl. 12-16 303 Austurbæjarútibú 9. jan. kl. 12-16 311 Melaútibú 12. jan. kl. 12-16 313 Háaleitisútibú 4., 5. ogó.jan. kl. 9.15-16 315 Mosfellsbær 12. jan. kl. 12-16 318 Garðabær 27. jan. kl. 12-16 319 Seljaútibú 4. jan. kl. 12-16 322 Kópavogur 6. og9.jan. kl. 12-16 323 Kringluútibú 6., 13., 20. og27.jan. kl. 13-17 324 Höfðaútibú 10. jan. kl. 12-16 327 Hafnaríjörður janúar kl. 9.15-16 BUNAÐARBANKINN - Traustur banki Gunnar Helgi Kristinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.