Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995 29 borð við hina íslensku, getur aldrei sett stórveldi stólinn fyrir dyrnar, en sú staðreynd þarf ekki að dæma okkur úr leik. Hin íslenska rödd þarf að heyrast og Íslendingar mega ekki hliðra sér hjá að leggja þeim lið, sem búa við kúgun og undirokun. Það lýðfrelsi, sem við búum við, leggur okkur skyldur á herðar, sem við víkjumst ekki und- an. Góðir íslendingar. Við hefjum senn för okkar á vit nýs árs. Þótt árið 1995 sé enn að mestu hulið mistri hins óþekkta, vekur koma þess hvorki ugg né ótta. Okkar veganesti inn í framtíðina, er ekk- ert síðra en þeirra, sem á undan okkur voru og ruddu brautir og byggðu ból, börðust fyrir sjálfstæði og stofnuðu lýðveldi. Við höfum þeirra fordæmi að fylgja. Við lítum landið sömu augum og það fólk sem á undan fór. Við gerum ekki upp á milli þess hvort við lítum þetta land fannbarið um vetur eða í sólríkum sumarskrúða. Okkur fínnst það fag- urt hvenær og hvar sem á það er litið. Ef ekki er hægt að hafa bæri- lega tilveru á íslandi í framtíðinni, er ekki við landið að sakast. Þá höfum við brugðist ættjörðinni og þar með okkur sjálfum. Það látum við aldrei gerast. „Þetta land var sál vorri fengið til fylgdar“. Með þetta veganesti eftir forskrift for- eldranna og forfeðranna, tökum við vonglöð og hress á móti nýju ári, staðráðin í því, að láta ekki berast af leið og bjartsýn á að vel muni úr rætast. Ég óska löndum mínum, nær og fjær, gjöfuls og gleðilegs árs. Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, simi 671800 Gleðilegt nýtt ár Vantar góða biía á skrá og á staðinn. Ekkert innigjald. Nissan Sunny SLX Sedan '93, steingrár, sjálfsk., ek. 32 þ. km., rafm. í rúðum, hiti í sœtum o.fl. V. 1.080 þús. MMC Pajero Mondeo V-6 (U.S.A. týpa ’89), svartur, sjálfsk., ek. 160 þ. km. Fall- egur jeppi. V. 1.490 þ. Suzuki Geo Metro '92, hvítur, 5 dyra, 5 g., ek. 50 þ.km. V. 620 þús. Renault Cllo RN '92, 5 g., ek. 100 þ. km. Gott ástand. V. 590 þús. Subaru Legacy 2.0 station '92, steingrár, sjálfsk., ek. 52 þ. km. V. 1.800 þús. Volvo 460 GLE '94, sjálfsk., ek. aðeins 5 þ. km. V. 1.600 þús. MMC Colt GLX ’89, sjálfsk., ek 65 þ. km. V. 690 þús. Nissan Sunny LX '94, blár, 5 g., ek. að- eins 1 þ. km. V. 990 þús. MMC Colt GL '91, 5 g., ek. 58 þ. km. V. 730 þús. Einnig MMC Colt GLX ’90, sjálfsk., ek. 45 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 780 þús. Subaru Justy J-2 '91, rauður, 5 g., ek. 60 þ. km. V. 680 þús. Nissan Terrano V-6 '93, grænn, sjálfsk., ek. 46 þ. km., sóllúga, rafm. í rúðum o.fl. V. 2,9 millj. Sk. ód. Toyota Corolla Twin Cam 16v, GTi '88, 5 g., ek. 90 þ. km. V. 620 þús. Mazda 323 1600 GLX st. 4 x 4 '91, grár, 5 g., ek. aðeins 35 þ. km., álfelgur o.fl. V. 980 þús. Sk. ód. eða nýjum station bíl. VW Transporter diesel '92, hvítur, 5 g., ek. 120 þ. km. V. 1.090 þús. Bílar á tilboðsverði Peugeot 309 '87, 4ra dyra, hvítur, 5 g., ek. 44 þ. km. á vél. V. 280 þús. stgr. Citroen AX 11 TRS '88, 5 dyra, 5 g., ek. 88 þ. km. V. 250 þús. Citroen BX 16 TRS ’85, 5 g., ek. 130 þ. km. V. 195 þús. Nissan Sunny '85, 5 dyra, 5 g., ek. 107 þ. km. V. 170 þús. stgr. Honda Accord '82, 4ra dyra, blár, 5 g., ek. 190 þ. km. Gott eintak. V. 70 þús. Mazda 323 '83, 4ra dyra, 5 g., ek. 155 þ. km. V. 130 þús. stgr. FRÉTTIR Almannatryggingar í nýjum búningi ALMANNATRYGGINGAR, tímarit Tryggingastofnunar ríkisins um vel- ferðarmál, er komið út í fyrsta sinn í nýjum búningi og nýrri ritstjórn. I þessu tölublaði er fjallað um sparnað í almannatryggingakerfinu og nýja fjárlagafrumvarpið skoðað. Pétur Blöndal tryggingastærðfræð- ingur skrifar grein um samspil al- mannatrygginga og lífeyrissjóða, sem hann telur of flókið. Ingibjörg Stefánsdóttir skrifar um hugmyndir um lengingu á fæðingar'- orlofí og áhrif þess á starfsframa kvenna. I greininni kemur fram að íslenskir feður taka mun sjaldnar fæðingarorlof en kynbræður þeirra annars staðar á Norðurlöndum. Ábyrgðarmaður Almannatrygg- inga er Karl Steinar Guðnason en ritstjóri er Svala Jónsdóttir. Tímarit- ið Almannatryggingar hefur komið út frá árinu 1986 en árið 1990 var blaðið sameinað talnariti Trygginga- stofnunar, sem bar heitið Félags- mál. Nú hafa blöðin verið aðskilin aftur og efnistökum Almannatrygg- inga breytt talsvert. Almannatrygg- ingum er dreift ókeypis í 2.000 ein- tökum til einstaklinga og fyrirtækja sem starfa að heilbrigðis- og félags- málum. Agætu vinir! Hjartans þakkir fcerum viÖ öllum þeim, sem glöddu okkur meÖ heimsóknum og gjöfum á afmœlisdegi okkar 29. desember sl. Sérstakar þakkir til kórfélaga i Hvalsnes- og Útskálasókn. GuÖ gefi ykkur öllum gleÖilegt nýtt ár. Einar Júlíusson og Björgvin Pálsson. Eitt blab fyrir alla! - kjarni málsins! Komdu og vertu meö á þessu frábæra námskeiði. Arangurinn á fyrri námskeiöum hefur veriö frábær. Flestar ná aö missa 5-10 aukakíló og læra aö halda þeim árangri varanlega! frtáík&i lojH aðseguS Nýtt og enn fullkomnara 7-vikna fitubrennslunámskeið Hefst 9. jan úar. Þjálfun 3-5x í viku Fitumælingar og viktun Matardagbók Uppskriftabæklingur aö fitulitlu fæöi Mappa m. fróðleik og upplýsingum Mjög mikiö aðhald Vinningar dregnir út í hverri viku Frítt 3ja mán. kort fyrir þær 5 samviskusömustu! AGUSTU OG HRAFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVÍK S. 689868 Framhaldshópur - fyrir allar þær sem hafa veriö áöur á námskeiöunum okkar. Nýtt fræösiuefni. Mikiö aöhald. Morgunhópur ► Daghópur - ► Kvöldhópar Barnagæsla Skráning í síma 68-98-68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.