Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Hugleiðing um Island og framtíðina Fríðun - Leið að bættum hag? unnin tillaga. (SSS/HAE). í upphafi árs Á undanförnum áratugum hef- ur íslendingum tekist að vinna sig upp úr því að vera ein fátækasta þjóð Evrópu í það að komast í hóp hinna auðugustu. Á síðustu árum hefur hinsvegar slegið nokkuð í bakseglin, og ljóst virðist að kom- ið sé nálægt mörkum sem auðlind- ir sjávar geta gefið af sér. Það er þvl mikilvægt að reyna að finna ný sóknarfæri svo að unnt verði að halda hér uppi sömu góðu lífs- kjörunum fyrir núverandi og kom- andi kynslóðir. í byijun nýs árs er tækifærið oft notað til að horfa fram á við. Í þessari grein og tveimur til viðbótar er ætlunin að varpa fram hugmyndum varðandi þessi mál, sem höfundur hefur verið að bræða með sér undan- gengin þrjú ár. í hinni fyrstu verð- ur grunnhugmyndin kynnt, í þeirri næstu verður hugleitt hvaða möguleikar gætu hugsanlega opn- ast Isiendingum og einnig sagt frá athyglisverðum viðbrögðum er- lendis frá, og í þeirri þriðju verður fj'allað um hvort togstreita kunni að vera milli þeirra hugmynda sem hér verða kynntar og stórvirkjana- hugmynda á hálendinu austan- verðu. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu Pignrgimhlabib -kjarni málsins! Auðæfi íslands Margir eru réttilega þeirrar skoðunar, að í sérstæðri og lítt snortinni náttúru Islands geti ver- ið fólgin umþalsverð auðæfi. Þeir vonast til að Islending- ar muni geta byggt upp ýmis tækifæri á sviði ferðaþjónustu og matvælaiðnaðar sem muni verða byggð á þeirri jákvæðu ímynd sem landið nýtur eða muni njóta í framtíð- inni. En því miður virðist staðan vera sú í dag að ísland hefur enga sérstaka ímynd meðal íbúa Evrópu og Bandaríkjanna, hvorki jákvæða né neikvæða. Það er skoðun þeirra er til þessara mála þekkja að ísland sé fólki almennt ekki ofarlega í huga og þekking á land- inu sé fremur takmörkuð meðal almennings, þó þetta sé að breyt- ast hægt og bítandi vegna stöð- ugrar viðleitni til kynningar. Helst sé að fínna jákvæða afstöðu til íslands meðal menntaðri íbúa í Þýskalandi. Þar sem að sterk og jákvæð ímynd landsins myndi væntanlega bæta mjög möguleik- ana á að nýta tækifæri af því tagi sem minnst var á hér að ofan er mikilvægt að fínna leiðir sem gæti gert Islendingum auðveldara að byggja upp slíka ímynd. „Hornsteinn“ Hér verður varpað fram þeirri hugmynd að eftirsóknarvert gæti verið fyrir ísland að eignast það sem undirritaður hefur kosið að nefna „hornstein" í ímynd lands- ins. „Hornsteinn“ skilgreinist sem eitthvert það auðskilgreinanlegt fyrirbæri sem er vel þekkt meðal almennings á alþjóðavettvangi og gerir það að verkum að viðkom- andi land hefur „sterkan persónu- leika“ meðal annarra þjóða, ef svo má að orði komast. Sem dæmi um homsteina einstakra landa má nefna Eiffelturninn og Sigurbog- ann í Frakklandi, (áður var það konungshöllin Versalir), Frelsis- styttuna (Bandaríkjunum), Alpana (Sviss) og Pýramídana í Giza (Egyptalandi). Ekki geta öll lönd státað af „hornsteini“. Lönd eins og Belgía, Noregur og Kanada, vissulega merkileg lönd með margt frambærilegra staða, hafa ekki sterka og afger- andi ímynd á alþjóða- vettvangi svipað og Frakkland hefur. I þessum hópi verður einnig að telja ísland, en það er ekki hægt að benda á neitt það fyrirbæri á íslandi sem er jafnt augljós- lega þekkt á alþjóða- vetvangi og til að mynda Kínamúrinn og hofín á Akrópólis- hæð. Gullfoss, Geysir og húsið Höfði ná því ekki, þrátt fyrir góðan vilja Islendinga. Ef íslendingum tækist að byggja upp slíkan „homstein“ væri betra ef hann væri ekki aðeins þekktur heldur væri einnig táknrænn fyrir eitthvert gildi sem væri almenn- ingi hjartnæmt, svipað og Eiffelt- urninn er tákn glæsileika og stíls, sem tengist ímynd Frakklands og tískuiðnaðar Parísarborgar sér- staklega. Þegar litið er yfir hver þróunin hefur verið varðandi lífs- gildi á síðustu árum sést að al- menningur hefur látið sig • um- hverfismál æ meira varða,(l) sem hefur leitt til aukins áhuga á verndun ósnortinnar náttúra. Á því sviði teljum við íslendingar okkur einmitt eiga gott sóknar- færi. Það er hinsvegar ekki sjálf- gefíð mál fyrir heila þjóð að öðlast ímynd hreinleika og ósnortinnar náttúru, jafnvel þó hún hafi yfir að ráða gnótt af þeim gæðum. Á tímum sífellt aukinnar fjölmiðlasí- bylju og auglýsinga er ekki nóg, að mati undirritaðs, að láta heyr- ast fullyrðingar I bæklingum og öðru um hreinleika íslands, því nóg er af aðilum sem reyna að selja sína vöru með tilvísun til slíks, og hverjum á almenningur í Evrópu og Bandaríkjunum að trúa? Það myndi hjálpa mjög ef íslendingar gætu teflt fram ein- földu og skýru fyrirbæri, hvers sérstaða og trúverðugleiki væru jafnframt ómótmælanleg, sem íbú- ar erlendis gætu tengt við hugök- in „hreinleiki og ónsortin náttúra". Og þá komum við að hugmyndinni um „hornsteininn". Tillaga að „hornsteini" íslands Hugmynd undirritaðs er að ís- lendingar taki ákvörðun um að þeir ætli að sjá til þess að hin sérstæða náttúra landsins muni ekki spillast heldur verði haldið í Á íslandi er að fínna stærstu svæði í Vestur- Evrópu sem enn eru lítt eða ekki snortin af manna völdum, segir Sverrir Sv. Sigurðar- son, og leggur til að við varðveitum þessa nátt- úruauðlind sem horn- stein að ímynd landsins. uppranalegu ástandi, svo núlifandi íslendingar og aðrir íbúar jarðar, sem og ókomnar kynslóðir í fram- tíðinni, geti notið hennar. Þetta má einnig rökstyðja með því að á íslandi sé að finna stærstu svæði í Vestur-Evrópu sem séu enn lítt snortin af manna höndum, og því megi líta á það sem einskonar sið- ferðisskyldu að Islendingar sjái til þess að þau spillist ekki. í því augnamiði verði friðað svæði sem sýnt er á meðfylgjandi mynd, og það lýst sem friðland (e. „nature reserve“). Innan þessa friðaða svæðis myndi vera að finna nokkr- ar af helstu náttúruperlum íslands og má meðal þeirra nefna Heklu, Þórsmörk, Landmannalaugar, Lakagíga, Vatnajökul (stærsta jökul landsins og Evrópu), Öskju og Ódáðahraun, auk þess sem að því myndu liggja þjóðgarðarnir Skaftafell og Jökulsárgljúfur. Röksemd fyrir friðun svo stórs svæðis gæti verið sú að íslensk náttúra sem heild sé merkileg og þess virði að tryggja upprunaleika hennar, en ekki aðeins einstakir afmarkaðir bútar hennar. Þetta svæði myndi hafa þá athyglisverðu sérstöðu að vera lang stærsta frið- aða svæði í Vestur-Evrópu, u.þ.b. 30.000 ferkílómetrar að stærð. Það svæði sem kæmist næst því, skv. eftirgrennslan, era þrír sam- liggjandi þjóðgarðar auk eins frið- lands í Norður-Svíþjóð, samtals 8.082 ferkílómetrar(2). Undirrit- uðum hefur sýnst að önnur lönd hafí ekki möguleika á að tefla fram stærri svæðum en því sem hér er lagt til að verði friðað. Getur það skipt töluverðu máli vegna þess að þau fyrirbæri sem eru stærst og mest vekja oft meiri athygli en önnur, og hugtakið „stærð“ verður aldrei vefengt, meðan að hugtök á borð við „fagurt“, „sér- stætt“ og „stórbrotið" eru meira háð huglægu mati. Hér að ofan sagði að ef til vill mætti líta á það sem einskonar siðferðisskyldu ís- lendinga að þeir sjái til þess að við því litla sem eftir er af ósnort- inni náttúru í Vestur-Evrópu verði ekki hróflað af manna völdum. Það er þó síður en svo hugmynd undir- ritaðs að slík viðleitni yrði íþyngj- andi fyrir íslendinga, heldur þvert á móti. Um það fjallar önnur grein. Heimildir: 1. Sbr. t.d. kynnningu Margrétar Guð- mundsdóttur, frkv.stj. hjá Q8 Petroleum, á s.k. RlSC-lífsstílsrannsóknum á morg- unverðarfundi hjá FVH, 21. október 1994. 2. Uppiýsingar úr: „Skyddad natur“, útg. Naturvárdsverket 1992 (Svíþjóð), „Norways national parks“, útg. Ministry of Environment o.fl. 1989, svar frá Ministry of the Environment í Finnlandi, nóv. 1992, við fyrirspurn. Höfundur nemur viðskiptafræði við Háskóla Islands. Sverrir Sv. Sigurðarson LOKAÐ I DAG ÞRIÐJUDAG UT£ALAN HEFST A MQRGUN Oáumv. Seltiarnarnesi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.