Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995 SKRIFSTOFUNA? Ljósritunarpappír, tölvupappír, faxpappír, bréfabindi, plastmöppur, skrifblokkir, stílabækur, gatarar, heftarar, pennar o.m.fl. Hagstætt verS. Líttu við og skoðaðu úrvalið! Með allt á hreinu ! REKSTRARVÖRUR Ry RÉTTARHÁLSI 2*110 REYKJAVÍK • SÍMI: 587 5554 — Almanak Háskólans Nýtt ár - nýtt almanak Almanak Háskólans er ómissandi handbók á hverju heimili. Fæst í öllum bókabúðum MORGUNBLAÐIÐ + Páll Guðjóns- son fæddist í Nefsholti í Holt- um í Rangárvalla- sýslu 26. mars 1910. Hann lést í Landspítalanum 23. desember síð- astliðinn. Foreldr- ar hans voru Guð- jón Jónsson bóndi og kona hans Sól- veig Magnúsdótt- ir. Þeim varð átta barna auðið og komust sjö til full- orðinsára. Páll var þeirra yngst- ur og eftirlifandi eru þijár syst- ur, Júlía, Halldóra og Eyfriður. Páll kvæntist eftirlifandi eigin- konu sinni, Jónínu Guðjónsdótt- ur, f. 7. september 1907, hinn 28. október 1933 og bjuggu þau alla tið í Reykjavík. Eignuðust þau þijú börn, Guðjón skip- í DAG kveðjum við kæran tengda- föður okkar, Pál Guðjónsson, sem er látinn eftir stutt en erfið veik- indi. Horfinn er mjög sérstakur maður þar sem Páll var. Minning hans er vafin hlýju og einlægri gleði, það var alltaf gott að vera í návist hans. Lífsþróttur hans var einstakur og alltaf stutt í glitrandi glettni hjá honum. Hann miðlaði svo mörgum af lífsgleði sinni og vermandi vinarhlýju þess sem alltaf átti uppörvandi orð og brosið bjart öllum þeim, sem áttu með honum samleið. Um ævina kynnist maður mörgu fólki sem hefur mismikil og misjöfn áhrif á mann. Sömuleiðis verða sumir samferðamenn eftirminni- legri en aðrir. Páll var einn þeirra manna sem setja svip sinn á umhverfið og verða ætíð hugstæðir. Páll var húsasmið- ur að atvinnu, hagleiksmaður mik- ill og bera verk hans þess merki. Hann hafði yndi af bókum og kunni ógrynni af ljóðum og sögum og hafði hann góða frásagnarhæfileika og var fróður um margt frá fyrri tíma. Mesta gæfuspor hans í lífinu var er hann kvæntist eftirlifandi eigin- konu sinni, Jónínu Guðjónsdóttur, og hafði hjónaband þeirra varað í rúm sextíu ár. Voru þau einstaklega samhent, enda áttu þau fallegt og gott heimili, sem öllum stóð opið. Börnum sínum og tengdabörnum var hann góður faðir og barnabörn- in áttu traustan og góðan vin þar sem afi og langafi var. Að leiðarlokum þökkum við Páli áralanga vináttu og tryggð og biðj- um honum blessunar Guðs í nýjum heimkynnum. Það gleymist víst engum, sem gengur sinn veg hve gott er að mæta þar vini og finna samúð á langri leið í lífsins hverfula skini. stjóra í Vest- mannaeyjum, en hann er nú látinn, eiginkona hans var Elínborg Jóns- dóttir; Helga kennari í Hafnar- firði, gift Erling Þ. Ólafssyni prent- ara, og Sólveig sem starfar við verslunarstörf í Reykjavík, gift Birgi G. Ottóssyni bifreiðarstjóra. Barnabörnin eru átta og barna- barnabörnin sex. Páll lauk námi í húsasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík á fimmta áratugnum. Stundaði hann það starf alla sína starfs- ævi allt til ársins 1990, þá orð- inn rúmlega áttræður. Útför Páls fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag. Þú deildir á milli í dagsins önn þínum drengskap sem heilu réði. Að rétta fómandi heita hönd var hamingja þín og gleði. En nú hefír hverfleikinn kvatt á dyr og kul er í dagsins svömm. En minningin lifir svo ljúf og hlý með ljóð sinna draum á vömm. Svo fögur og hlý er sú ferða bæn, sem flutt er í drottins nafni, meðan siglir þú, vinur, yfir sumarblátt haf með sólroðið land fyrir stafni. (Valdimar Hólm Hallstað.) Hugheilar samúðarkveðjur send- um við tengdamóður okkar og allri fjölskyldunni og biðjum góðan Guð að styrkja þau á sorgarstundu. Birgir G. Ottósson, Elínborg Jónsdóttir, Erling Þ. Ólafsson. í dag kveðjum við elskulegan afa okkar. Enginn veit hve erfitt er að sjá á eftir eins sterkum persónu- leika og hann var. Tómleikinn er mikill. Hann gaf okkur með gleði sinni og umhyggju svo óendanlega margt. Alltaf bar hann velferð okk- ar fyrir brjósti. Afi Páll átti góða og farsæla ævi. Árið 1933 giftist hann Jónu ömmu. Þau lifðu og störfuðu saman sem einn hugur í 61 ár. Hagleiks- smiður var hann og eftirsóttur til vinnu. Ekki munum við Palla afa öðruvísi en úti í skúrnum sínum, í götóttu peysunni sinni, nostrandi við spýtúrnar sínar. Umhyggjan sem hann lagði í þær var engu minni en hann sýndi okkur. Afi var mjög félagslyndur og vildi alltaf hafa fólk í kringum sig. Aldr- ei komum við á Laugateiginn öðru- vísi en hann tæki á móti okkur með vísunum sínum og ekki máttum við fara án þess að fá eitthvað í munn- inn. Hann var glaðlyndur og alltaf var stutt í glettnina. Öll munum við jólaboðin hjá ömmu og afa þar sem setið var og spilað fram eftir degi og afí lék á als oddi. Palli afi var alltaf boðinn og bú- inn að hjálpa okkur og þeim sem minna máttu sín. Hjá honum voru jólin ekki gengin í garð fyrr en hann hafði rétt bágstöddum hjálp- arhönd. Afi var víðlesinn og mikill visku- brunnur. Aldrei komum við að tóm- um kofunum hjá honum sama hvaða málefni bar á góma. Oft rak hann okkur á gat og svaraði okkur þá með einhverri af vísunum sínum. Sá brunnur var óþijótandi. Alltaf komu fram nýjar vísur,stökur eða hendingar. Elsku afi. Takk fyrir allar yndis- legu samverustundirnar og allt það sem þú gerðir fyrir okkur. Eitt er víst að þær stundir hafa gert okkur að betri mönnum. Þín verður sárt saknað. Elsku amma. Sorg þín er mikil en huggun harmi gegn eru allar góðu minningamar þínar um afa. Guð styrki þig og varðveiti. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Barnabörn. Örfá orð í minningu Páls Guð- jónssonar vinar okkar. Á Þorláksmessu um þrjúleytið kom Hreggviður til mín og sagði: „Ég ætla að skreppa til hans Palla. Ég vil ekki bíða til kvölds.“ Rúm- lega stundarfjórðungi síðar hringdi hann og sagði: „Veistu, hann Palli er að skilja við. Ég sæki þig eftir vinnutíma, ég treysti mér ekki að koma beint í vinnuna." Ég fann hvað honum leið. Andlát vinar okkar Páls Guðjóns- sonar kom okkur ekki á óvart. Æviár hans voru orðin 83. Hann hafði veikst snögglega um þremur vikum áður og þá gengist undir alvarlegar skurðaðgerðir í fram- haldi af því. Óskhyggjan og eigin- girnin er stundum sú, að hið ómögu- lega gerist. í þessu tilfelli, að Páll og Jónína mættu vera hluti af lífi okkar örlítið lengur. Jafnvel þó að við vissum mætavel, að árin voru farin að nálgast það að vera eins mörg og okkur er ætlað að dvelja hér á jörð og njóta samvista við vini og ættingja. En allt hefir sinn tíma. Og stund Páls var að kvöldi komin og eins og segir í sálmi Stef- áns Thorarensen: Ég dey og ég veit, nær dauðann að ber, ég dey, þegar komin er stundin ég dey, þegar ábati dauðinn er mér ég dey, þegar lausnin mér hentust er og eiiífs lífs uppspretta er fundin. Það var á árinu 1963, sem Palli kom inn í líf okkar fjölskyldu og reyndist okkur það mikið happ. Við __________MINNINGAR PÁLL GUÐJÓNSSON fimmtudaginn 5.janúar, kl. 20.00 Hljómsveitarstjóri: Einleikari: Osmo Vánská Kolbeinn Bjarnason Efnisskrá Edgard Varése: Atli Heimir Sveinsson: Hector Berlioz: Arcan Flautukonsert Symphonie Fantastique I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.