Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 44
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA MORGUNBLAÐIÐ 44 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995 MIIMIMIIMGAR s/ V 'A £ FOSSVOGI ^ / vgar anmcnx ^wr að 'könclum Útfararstofa Kirhjugarðanna Fossvogi Sími SSl 1266 EGLA bréfabihdi KJÖLFESTA ÍGÓÐU SKIPULAGI Við sendum þér bækling óskir þú þess með myndum af fjölbreyttu úrvali okkar af þessum vinsælu bréfabindum okkar. Síðan getur þú pantað það sem hentar fyrirtæki þínu og færð sendinguna. Haíðu samband við sölumenn okkar í síma 68 84 76 eða 68 84 59. + Björn Krist- mundsson fæddist á Kolbeinsá í Bæjarhreppi 18. september 1909. Hann lést á Reykja- lundi 25. desember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sigríður Ólafsdótt- ir og Kristmundur Jónsson, bóndi á Litlu-Hvalsá í Bæjarhreppi í Strandasýslu. Björn átti sex systk- ini. Fjögur þeirra eru látin: Ólafur, f. 1912, d. 1968; Marta, f. 1917, d. 1983; Skúli, f. 1926, d. 1976; Sigrún, sem dó nokkurra mánaða göm- ul 1920. Lifandi eru Stefán, f. 1920, og Þorvaldur, f. 1922. Björn ólst upp á Kolbeinsá og síðar Borðeyri og hóf eftir KÆR vinur og náinn samstarfs- maður okkar, Björn Kristmundsson, lést hér á Reykjalundi að morgni jóladags eftir stutta dvöl hjá okkur, sem aðeins skyldi ná yfir hátíðarn- ar. I upphafi nýs árs var hann reiðu- búinn að halda heim á nýjan leik, enda þótt heilsu hans hafi farið hrakandi undanfarið, enda vildi h^nn búa við sitt og var ekkert fyrir það að vera upp á aðra kom- inn, enda þótt hann vissi að á Rey- kjalundi gæti hann ávallt átt skjól. Björn, eða Bjössi gjald, eins og hann var kallaður hér heima til aðgreiningar frá undirrituðum, hringdi í mig liðlega viku fyrir jól og þáði boð um að dvelja á Reykja- lundi í nokkra daga. Hann var lagð- ur inn og kom síðan glaður og reif- ur upp á skrifstofu rétt fyrir jólin til að spjalla, fór um staðinn og hitti sitt fólk. Hann náði að kveðja fyrrum samstarfsmenn á skrifstof- unni áður en þeir héldu heim í jóla- leyfið, en þegar ég heimsótti hann að loknum vinnudegi á Þorláks- messu var hann lagstur fyrir með hitavott en vel málhress. Hann spurði hvort við myndum mæta til vinnu milli jóla og nýárs og kvaðst þá ætla að koma í heimsókn á skrif- stofuna, því þetta væri aðeins smá flensa og hann hefði séð hann svart- ari. Honum elnaði sóttin og undir morgun á jóladag ákvað læknir að kalla í sjúkrabíl ef stærri sjúkrahús í Reykjavík gætu hjálpað honum. Um það leyti sem sjúkrabíllinn renndi í hlað á Reykjalundi andað- ist Björn á þeim stað, sem ég veit að hann hefði sjálfur helst kosið, hjá sínu fólki. Þegar við kveðjum 85 ára gamlan vin og starfsmann, sem skilaði dtjúgum hluta starfs- ævinnar í þágu þessarar stofnunar, eða 26 árum, hljótum við að gleðj- ast í söknuði okkar yfír því að hann skyldi fá að deyja „heima“. Blómastofa Friöfinns Suöurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tílefni. Gjafavörur. m það útgerð vörubif- reiðar í Stranda- sýslu, þeirrar fyrstu þar um slóð- ir, ST 1. Árin 1947 til 1961 starfaði Björn í Prentsmiðju Þjóðviljans. Eftir það gerðist hann gjaldkeri á Reykjalundi og gegndi því starfi til ársins 1979, þegar hann varð sjötugur. Eftir það vann hann önnur störf á Reykjalundi í tíu ár til viðbótar eða þar til hann varð áttræður. Björn var í framboði fyrir Kommúnista- flokkinn til Alþingis 1934 og fyrir Sameiningarflokk alþýðu — Sósíalistaflokkinn árið 1942. Utför Björns fer fram frá Fossvogskirkju í dag. Mín fyrstu kynni af Bjössa gjald í desember 1973 voru dálítið stutt- araleg, þegar ég snaraði mér fram hjá honum inn fyrir gjaldkeraborðið á gömlu skrifstofunni á Reykjalundi og stefndi inn ganginn til að leita eftir vinnuráðningu hjá Árna Ein- arssyni forstjóra. „Heyrðu góði,“ kvað við og gjaldkerinn í stúkunni kom á eftir mér og spurði erindis. „Bíddu hérna framan við, góði.“ Og ég hlaut að hlýða svo vingjarn- legum en einörðum tilmælum. Viðtalið við Árna fékk ég og átti að heita yfirmaður nafna míns upp frá því. Það varð þó aldrei yfir- mennska heldur einstakt samstarf markað trúmennsku hans í 15 ár. Björn kom til starfa sem gjald- keri á Reykjalundi í janúar 1963. Hann hafði dvalist á Vífilsstöðum vegna berklaveiki um nokkurt skeið og átti ekki afturkvæmt til fyrri vinnu í prentsmiðju Þjóðviljans þar sem hann hafði starfað frá 1947 til 1961. Upp úr áramótum 1963 hitti hann fyrrum forstjóra á Reykjalundi, Árna Einarsson, á götu, en þeir þekktust vel úr fyrra starfi beggja á Þjóðviljanum. Árna var kunnugt um hagi Björns og vist á Vífílsstöðum og bauð honum umsvifalaust starf gjaldkera á Reykjalundi, enda for- veri hans forfallaður vegna barn- eignar. Þetta var Áma líkt, enda sam- heldni berklasjúklinga og stuðning- ur til sjálfsbjargar rómaður. Bera fyrirtæki SÍBS á Reykjalundi og Múlalundi starfí þessara sjúklinga- samtaka fagurt vitni. Björn starfaði á Reykjalundi til ágústloka 1989, hafði skömmu áður komið inn á kontór til mín og sagt: „Heyrðu góði, er ekki best að ég fari að hætta?“ Hann varð 80 ára 18. september það ár og hélt þá vinum og vandamönnum stórkost- lega veislu. Ekkert fyrirtæki getur hafa átt slíkan starfsmann sem Bjössi gjald var til að líta eftir stækkandi sjóðum Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 22322 og vaxandi umsvifum. Þar var ekki kastað til höndum og alltaf stemmdi kassinn hjá mínum manni. Ég minnist morgnanna þegar hann kom með litla miða inn til mín með einni tölu á, stöðu sjóðs og banka- rejkninga þann dag. Þrátt fyrir að sú staða væri ekki alltaf glæsileg æðraðist nafni aldrei, heldur svar- aði kröfuhöfum og öðrum sem til gjaldkera í stóru fyrirtæki leita af slíkri hógværð að allir hlutu að hverfa sáttir frá gjaldkeralúgunni hans Bjössa gjald. Hafðu kærar þakkir fyrir vináttu þína og einstaka trúmennsku. Guð blessi þig. Björn Ástmundsson, Reykjalundl. Það var að kvöldi jóladags að síminn hringdi hjá okkur í Iowa City í Bandaríkjunum og okkur færðar þær fréttir að Björn móður- bróðir minn hefði dáið á Reykja- lundi þá um morguninn. Ekki grun- aði mig er ég kvaddi hann vikunni áður vegna vesturfarar minnar að það yrðu okkar síðustu fundir. Þó vissum við báðir að hveiju stefndi hvað heilsu hans varðaði. Sagði hann mér þá að sér hefði verið boðið að eyða jólunum og áramót- unum á Reykjalundi sem var hans gamli vinnustaður og var Björn glaður í sinni. Hann bað fyrir kveðju til Döggu frænku sinnar og hennar íjölskyldu en þar ætlaði ég að eyða jólunum að þessu sinni. Björn var Strandamaður að ætt og uppruna og þar ól hann manninn allt til þess tíma að fjölskyldan flutti suður og settist að í Reykjavík. Fljótlega eftir að suður kom var ráðist í að byggja hús í Norðurmýr- inni, nánar tiltekið á Bollagötu 10. Bjuggum við, ég og foreldrar mín- ir, í kjallaranum en móðurbræður mínir og afi á efri hæðinni. Var því eðlilega mikill samgangur okkar í milli og ólst ég upp í faðmi stórfjöl- skyldu eins og títt var í þá daga. Að því uppeldi hef ég búið síðan. Björn frændi var mjög framsýnn og félagslega sinnaður og var hann t.d. fyrsti maðurinn í Strandasýslu til að taka bílpróf og átti fyrsta bílinn er þangað kom. Þá var hann einn af stofnendum verkalýðsfélags Hrútfirðinga og talsmaður fyrir bættum kjörum hins vinnandi manns. Hann gekk ungur í Komm- únistaflokkinn og síðar Sósíalista- flokkinn, bauð sig fram til alþingis í Strandasýslu og fékk mun fleiri atkvæði en bjartsýnustu menn þorðu að vona sem sýnir þær vin- sældir sem Björn hafði alla tíð. Sem ungur maður starfaði hann við ýmiskonar verkamannavinnu og bifreiðaakstur. Hann tók þátt í byggingu síldarverksmiðja bæði á Hjalteyri og Ingólfsfirði og sagði með stolti að það væru byggingar sem stæðu fyrir sínu enn þann dag í dag og væru ekki að grotna niður af alkalískemmdum og annarri óár- an sem hrjáir byggingar í dag. „Þá var steypa steypa," sagði Björn. Bifreiðaakstur stundaði hann bæði hjá Kaupfélagi Hrútfirðinga, en þar var faðir hans og afí minn kaupfé- lagsstjóri og síðar hjá Steindóri eft- ir að flutt var suður. Gat hann sagt margar skemmtilegar sögur frá þeim árum. Þá starfaði Björn í mörg ár sem gjaldkeri hjá Þjóðvilj- anum og býður mér í grun að oft hafi verið lítið um peninga í kassan- um og hann sjálfur alltaf síðastur í röðinni þegar borgað var út. En það var kannski einmitt vegna manna eins og Björns að vinstri menn gátu haldið úti blaði í þá daga. Ekki er' hægt að enda þessa sund- urlausu upptalningu á störfum Björns án þess að minnast á þann vinnustað sem hann bar ákaflega hlýjar tilfinningar til og hann starf- aði á síðustu árin, en það er Vinnu- heimilið á Reykjalundi. Það mun hafa verið Árni vinur hans Einars- ERFIDRYKKJUR PERLAN sími 620200 BJÖRN KRISTMUNDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.