Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ OTTÓ J. ÓLAFSSON + Ottó J. son, andi fulltrúi Innflytjendasam- bandinu, fæddist í Kaupmannahöfn 7. mars 1902. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík á jóla- dag, 92ja ára að aldri. Foreldrar hans voru __ hjónin Jón A. Olafsson húsgagnasmíða- meistari og Guðrún Jónsdóttir húsmóð- ir. Hinn 28. maí j932 kvæntist Ottó Borghildi Ólafsdóttur, f. 16. október 1905, d. 11. október árið 1989. Þeim varð þriggja dætra auðið en þær heita Heba, Guðrún Sigríður og Helga Kristín. Ottó fluttist barn að aldri til íslands og starfaði ungur sem loftskeytamaður, meðal annars hjá Landhelgisgæslunni. Einn- ig starfaði hann hjá fyrirtæki föður síns, Jón Halldórsson og kompaní, en varð síðar fulltrúi hjá Innflytjendasambandinu og var þar til starfsloka um 85 ára aldur. Ottó var gerður að heið- ursfélaga hjá Verslunarmanna- félagi Reykjavíkur fyrir störf að félagsmálum árið 1981 og hjá styrktar- og sjúkrasjóði fé- lagsins árið 1992. Hann starfaði einnig í Sjálfstæðisflokknum og átti meðal annars sæti í full- trúaráði flokksins um langt skeið. Útför Ottós fer fram frá Dómkirkjunni í dag. „ÞVí að enginn af oss lifir sjálfum sér og enginn deyr sjálfum sér, því að hvort sem vér lifum, lifum vér drottni, hvort sem vér þess vegna lfium eða deyjum, þá erum vér drottins." (Rómverjabréfið 14.7 8) Síminn í Sörlaskjóli 12 hafði ver- ið óvenju mikið á tali á jóladags- kvöldið. Ég hafði verið að bíða eft- ir að hlusta á „Óðinn til gleðinnar" þegar síminn hringdi og mér var tilkynnt um lát vinar míns Óttós. Það var sérstakt, á jóladags- kvöld, við óminn af „Óðnum til gleð- innar“ sveif andi vinar míns á braut „meira að starfa Guðs um geim“. Við Ottó vorum búnir að þekkj- ast lengi. Hann var einn af fyrstu loftskeytamönnum og var loft- skeytamaður á fyrsta varðskipinu, Óðni, sem byggt var í Kaupmanna- höfn 1926. Hinn 15. mars 1928 kom ég 15 ára gamall sem dekksdrengur á það ágæta skip. Síðan höfum við Ottó þekkst og síðustu 30 árin eða svo höfum við verið nánir vinir. Ottó var mikill og traustur vin- ur vina sinna. Eftir að ég hætti að sigla, hið síðara sinnið, en það var 1966, jókst sam- gangur okkar mikið. Við hittumst oft í viku. Við fórum saman á fundi í Frímúrararegl- unni, sjálfstæðisfélög- unum og hittumst nærfellt hvern helgan dag í Neskirkju. Gunnar bróðir minn og ég vorum nágrann- ar Ottós, hann í Sörlaskjóli en við bræður á Ægisíðu 90. Ottó vann í áratugi við skrifstofu- störf hjá „Impuni“ í Hafnarhúsinu. Þaðan voru tveir km vestur í Sörla- skjól. Ottó gekk fram og til baka í vinnuna og heim í hádeginu. Við bræðurnir „kepptumst" um að taka Ottó upp í á leiðinni Tryggva- götu/Ægisíðu.'Okkur þótti báðum þægilegt að vera í nálægð hans. ■ Ottó var maður gleðinnar og lífs- þróttarins. Ég minnist þess að hann gekk hraðgöngu á bátaþilfarinu á gamla Óðni, ég held að hann hafi farið í tvær hálftíma göngur á dag, þegar veður var skaplegt. Hann gekk mikið alla tíð, og hratt, svo nálgaðist hlaup. Sund stundaði hann af nautn og lét sig ekki muna um að ganga út á Seltjarnarnes til þess að njóta laugarinnar þar, en sú laug líkaði honum best. Nú er langri lífsgöngu lokið. Ottó J. Ólafsson hefur þjónað út sinn tíma, með reisn. Kristín dóttir Ottós á heiður skil- inn fyrir að annast föður sinn af kostgæfni frá því hann veiktist síðastliðið sumar og í mjög erfiðum veikindum síðustu vikurnar. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll bömin þín, svo blundi rótt (M.Joch.) Við Brynhildur og fölskylda okk- ar sendum fjölskyldu Ottós innileg- ar samúðarkveðjur. Ingólfur Möller. Vinur minn Ottó J. Ólafsson er látinn. Það eru aðeins tvær eða þijár vikur síðan ég sá hann á gangi niðri í Austurstræti. Ég var að flýta mér og hugsaði: Ég tala bara við hann næst þegar ég sé hann. En það verður aldrei úr því. Ég kynntist Ottó fyrir um þijátíu og fimm árum, en við vorum báðir + Útför RANNVEIGAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Skörðum, Laugarnesvegi 90, sem lést á hjúkrunarheimilinu ‘Sunnuhlíð 24. desember, verður gerð frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 4. janúar kl. 13.30. Vandamenn. t SIGURJÓN ODDGEIR GUÐJÓNSSON, sem andaðist 24. desember verður jarðsunginn frá Bræðratungu- kirkju, Biskupstungum, miðvikudaginn 4. janúar kl. 14.00. Systkininfrá Holtakotum. MINNIIMGAR áhugamenn, bæði í Verzlunar- mannafélagi Reykjavíkur og Frí- múrarareglunni, og þar hittumst við oft í gegnum. tíðina, en ef til vill kynntist ég honum bezt í Lands- bankanum. Þar hittumst við dag- lega í fjölda mörg ár, er við vorum að sinna störfum okkar, sem gjald- kerar hjá þeim fyrirtækjum, sem við unnum hjá hér áður fyrr. Þrátt fyrir um þijátíu ára aldurs- mun hjá okkur fannst mér við allt- af vera á svipuðum aldri og allar sögurnar sem hann sagði mér frá sinni löngu ævi, þær voru bæði fróð- legar og alveg ógleymanlegar. Ég þakka þessum heiðursmanni allar samverustundirnar á liðnum árum og bið Guð að fylgja honum á þeim leiðum, sem hann nú hefur lagt út á. Guðmundur R. Karlsson. í dag er kvaddur hinstu kveðju heiðursmaðurinn og vinur minn, Ottó J. Ólafsson, fyrrverandi full- trúi. Með honum er horfinn enn einn Reykvíkingur hinnar gömlu, góðu kynslóðar aldamótaáranna, sem átti hvað ríkastan þátt í að byggja upp og móta íslenskt þjóðfé- lag á fyrstu áratugum þessarar ald- ar. Ottó fæddist árið 1902 í Kaup- mannahöfn en fluttist barn að aldri til íslands. Á þeim tíma voru íbúar Reykjavíkur innan við 10.000 manns. Þá ortu stórskáldin eldheit ættjarðarkvæði og ungir fullhugar hösluðu sér völl í togaraútgerð eða lögðust í víking erlendis og öfluðu íslendingum viðskiptasambanda sem voru upphaf fijálsrar verslunar í höndum Islendinga sjálfra. Á langri ævi, en Ottó féll frá 92 ára að aldri og starfaði á vettvangi viðskiptalífsins til 85 ára aldurs, var starfsvið hans einkum tengt þessum tveimur meginþáttum þjóð- lífsins, sjósókn og verslun. Ungur að aldri varð hann loftskeytamaður og má líta á Ottó sem einn af frum- heijum þeirrar mikilvægu þjónustu fyrir íslenskan siglingaflota. Á þeim tíma réði það oft örlögum hvað varðaði líf og farsæld áhafnar að hafa vökulan loftskeytamann um borð. Ottó J. Ólafsson var einn þess- ara manna og þessi eðliskostur fylgdi öllu lífi hans og starfi, sam- ferðarmönnum til heilla. Gaman var að hlusta á þá vinina Ottó J. og Hilmar heitinn Norðfjörð rifja upp minningar frá sjósókn og ævintýr- um upphafsára íslenskrar loft- skeytastéttar. Það var hluti af skóla lífsins sem styrkti betur tengslin við íslenskt umhverfi og raunveru- leika daglegs lífs í þessu ágæta landi. Þótt allverulegur aldursmunur væri á milli mín og Ottó J. vinar míns, lágu leiðir okkar víða saman, bæði í beinni og óbeinni merkingu þess orðs. Ottó tilheyrði ungu kyn- slóðinni, þeirri framsæknu, á fyrstu áratugum aldarinnar. Þá voru Reykvíkingar ekki fleiri en svo að þeir hefðu allflestir getað talið sér það til ágætis að vera Vesturbæing- ar og KR-ingar. Faðir minn, bræður hans og síðar tengdafólk mitt var einnig hluti þessarar kynslóðar Reykvíkinga. í þessu litla samfélagi þekktust flestir og leiðir þessa fólks lágu víða mjög náið saman í lífi og starfi. Þetta fólk þekktist vel og fann ég það oft, þegar samstarf okkar Ottós varð nánara í Verslun- armannafélagi Reykjavíkur og Sjálfstæðisflokknum. Naut ég þess í mörgu sem seint verður fullþakk- að. Sá sem átti Ottó J. Ólafsson að vini og trúnaðarmanni gekk ekki einn. Tiltölulega ungur að aldri tók undirritaður við forustu í félagi verslunar- og skrifstofumanna, VR, árið 1957. Þá var flest í mótun á Islandi eftir kreppuárin 1930-1940 og seinni heimsstyijöldina. íslend- ingar voru enn í viðjum hafta og skömmtunarkerfis og kommúnistar og róttækir vinstri menn börðust hatrammri baráttu gegn aðild ís- lands að Atlantshafsbandalaginu. Oft var samtakamáttur verkalýðs- hreyfingarinnar misnotaður í póli- tískri baráttu. Það var m.a. í þessu umhverfi sem verslunarmenn hófu skipulagða sókn fyrir rétti sínum til samninga um betri kjör og að- stöðu í íslensku samfélagi. Ottó J. Ólafsson var einn af hinum eldri sem myndaði þessa sóknarsveit. Lífsreynsla hans, yfirvegun og skilningur á mannlegum samskipt- um var okkur yngri fullhugum ómetanleg. Ottó skipaði sæti í stjórn VR og var gjaldkeri stjórnar í nokkur ár í formannstíð undirritaðs. Var það sæti vel skipað og fjárhagur félags- ins traustur undir handleiðslu hans og skrifstofustjóra félagsisns. Ottó J. Ólafsson var mikill sjálf- stæðismaður í orðsins fyllstu merk- ingu. Hann skipaði sæti í fulltrúa- ráði Sjálfstæðisflokksins á áratugi og lét sig aldrei vanta í baráttunni. Ottó J. var mikill aðdáandi Bjarna heitins Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og Birgis heit- ins Kjarans, hagfræðings og alþing- ismanns. Fylgdi hann þeim fast að málum innan flokks sem utan. Sem fyrrverandi formaður Fulltrúaráðs- ins leyfi ég mér að þakka Ottó J. fyrir mikið og gott starf í þágu Sjálfstæðisflokksins í Reykajvík í áratugi. Ottó J. fyllti þann hóp stuðningsmanna sem átti hvað drýgstan þátt í kosningasigrum flokksins á liðnum árum. Þeir þekktu rætur Sjálfstæðisflokksins og nutu trausts og trúnaðar Reyk- víkinga. Ottó J. Ólafsson var einstakt ljúf- menni, orðvar og umtalsgóður. Umhverfi sínu mætti hann með bros á vör og glettni í augum, en alvörúþunga þegar nauðsyn krafði. í vissum skilningi var hann fagur- keri og naut þess að vera í góðum félagsskap. Ottó J. kunni frá mörgu að segja, var oft gamansamur og glettinn. Hann varð þeirrar ham- ingju aðnjótandi að vera ungur í anda allt til hins síðasta. Ottó J. fylgdist vel með gangi mála og lét sig ekki vanta þar sem skyldan kallaði. Honum var mjög umhugað um ijölskyldu sína og vini. Með Ottó J. Ólafssyni er genginn góður maður sem var þjóð sinni og samferðamönnum til heilla. Hann var gæfumaður. Við Ragnheiður þökkum einlæga vináttu og minnumst Ottós J. Ólafs- sonar með söknuði. Dætrum og öðrum vandamönnum eru sendar innilegar samúðarkveðjur. Guðmundur H. Garðarsson. Einn af elstu félagsmönnum og heiðursfélagi Verzlunarmannafé- lags Reykjavíkur, Ottó J. Ólafsson, andaðist á heimili sínu á jóladag. Ottó var fæddur 7. mars 1902 og var því kominn hátt á nítugasta og þriðja aldursár þegar hann lést. Ottó var einn af traustustu og virkustu félagsmönnum VR allt frá því að vinnuveitendur gengu úr fé- laginu 1955 og það varð einungis skipað launþegum. Ottó var kjörinn í stjórn félagsins 1957 og sat í stjóm þess til 1964. Hann var gjald- keri stjómarinnar frá 1960 til 1964. Hann átti sæti í trúnaðarmannaráði félagsins frá 1957 allt til dauða- dags. Eg naut þeirrar gæfu, að eiga samleið með Ottó í nærri 35 ár. Þeir sem nutu vináttu og tryggðar Ottós voru ekki einir. Tryggð hans við stéttarfélag sitt var einstök. Hann mætti á alla fundi, sem félag- ið hélt nema óviðráðanlegar ástæð- ur hömluðu. Þrátt fyrir háan aldur lét hann sig ekki vanta á fundi hjá félaginu. í þau fáu skipti, sem Ottó gat ekki komið á fundi hjá VR, veittu menn því athygli; það vant- aði mikið ef Ottó var ekki mættur. Slíkan sess hafði hann skapað sér í félaginu. Hann sat flest öll þing Landssam- bands ísl. verzlunarmanna frá stofnun þess 1957, það síðasta fyr- ir tæpum tveimur ámm, þá níutíu og eins árs að aldri. Hann sat einn- ig flest öll ASÍ-þing frá því verslun- armenn fengu aðild að ASÍ-1964. Ótrúlega miklar breytingar hafa orðið á öllum sviðum á þeim tæp- lega fjörutíu árum, sem liðin eru frá því að Ottó kom til forustu í VR. Þegar ég kom til starfa hjá VR 1960, var Ottó gjaldkeri félags- ins. Þá var félagið og umfang þess mjög lítið miðað við í dag. Starfs- menn voru þá einn allan daginn og einn hálfan daginn, en í dag eru þeir tuttugu og tveir. Félagsmenn voru á þessum tíma um 1.000 en nú eru um 16.000 manns á félaga- skrá. Ég minnist þess, að þegar reikningar félagsins voru gerðir við hver áramót, fór Ottó, sem félags- legur gjaldkeri, yfir hvern einasta reikning og kynnti sér efni þeirra áður en þeir voru sendir endurskoð- anda félagsins. Nú skipta fylgiskjöl- in þúsundum og allt er tölvuvætt og yfirfarið af löggiltum endurskoð- anda. Með starfi sínu í VR hefur Ottó séð miklar breytingar verða á starf- semi félagsins. Hann sá VR verða stærsta og öflugasta stéttarfélag landsins. A þessum árum hafa mikl- ar breytingar orðið á kjörum fólks, þó Ottó, eins og aðrir, hefði auðvit- að viljað að oft hefði meira náðst fram. Með hinni einlægu þátttöku sinni í starfi félagsins átti Óttó þátt í að móta og fylgja eftir þeirri stefnu, sem fylgt hefur verið í sókn til bættra Iífskjara. Af breytingum, sem orðið hafa á kjörum fólks á þeim tíma sem Ottó hefur verið í forustusveit félagsins og hann hef- ur átt þátt í að móta og fylgja eft- ir til sigurs, má sem dæmi nefna styttingu dagvinnutímans úr 48 stundum í 38 stundir, lengingu or- lofs úr tveimur vikum í rúmar fimm, stofnun Lífeyrissjóðs verzlunar- nianna, sem nú er einn stærsti og traustasti lífeyrissjóður landsins, aðild að Atvinnuleysistrygginga- sjóði, sem nú greiðir mánaðarlega um 30 milljónir króna til átta hund- ruð atvinnulausra félagsmanna VR, stofnun orlofssjóðs, sem á orðið 40 orlofshús, sem stuðlar að því að félagsmenn geti notið hvíldar í sum- arfríum sínum, stofnun sjúkrasjóðs, sem hefur gert mögulegt að stór- auka tryggingavernd félagsmanna, sérstaklega þeirra sem um lengri tíma eru frá vinnu vegna veikinda eða slysa. Sjúkrasjóðurinn hefur einnig staðið að byggingu umönn- unar- og hjúkrunarheimilisins Eir- ar, þar sem aldraðir félagsmenn VR njóta aðhlynningar og umönn- unar, þegar heilsunni hefur hrakað. Þessi upptalning, sem ekki er tæm- andi, gefur nokkra mynd af þeim miklu breytingum, sem orðið hafa á kjörum fólks á þeim tíma sem Ottós naut við og hann átti þátt í að móta og fylgja eftir til sigurs. Ottó var sæmdur gullmerki VR á 70 ára afmæli hans og hann var gerður að heiðursfélaga VR á 90 ára afmæli félagsins 1981, fyrir mikil og góð störf í þágu félagsins á liðnum áratugum. Ég hygg að öllum sem kynntust Ottó hafi þótt vænt um hann. Hann var einstakt ljúfmenni í öllum sam- skiptum. Hann var ævinlega glaður í bragði og mér fannst alltaf, þegar ég sá hann, að það ljómaði af hon- um. Nærvera Ottós hafi góð áhrif á umhverfið. Ottó var lengst af við góða heilsu og bar aldurinn mjög vel. Sjónin var þó orðin döpur síðustu árin, en hann lét það ekki aftra sér frá að mæta á fundi hjá VR eða fara í gönguferðir og stunda sitt reglu- lega sund. Hann var mikill fjöl- skyldumaður. Hann kvæntist Borg- hildi Ólafsdóttur 1932, en hún lést 1989. Þau áttu þrjár dætur; Hebu, Guðrúnu Sigríði og Helgu Kristínu. Síðustu árin bjó Helga Kristín heima hjá föður sínum og annaðist hann af mikilli umhyggju. Nú þegar kemur að kveðjustund vinar míns Ottós J. Ólafssonar, færi ég honum einlægar þakkir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur fyrir mikil og góð störf í þágu fé- lagsins og sérstaklega þá vináttu og ræktarsemi, sem hann sýndi félaginu í allri sinni göngu. Ég sendi einnig kveðjur og þakklæti frá Landssambandi fsl. verzlunar- manna, en Ottós mun verða saknað á næsta þingi sambandsins, sem haldið verður í maí nk. Ég sendi dætrum hans og fyöl- skyldum þeirra einlægar samúðar- kveðjur. Magnús L. Sveinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.