Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995 49 ATVINNUAUGl YSINGAR Skrifstofustarf Fyrirtækið er innflutnings- og þjónustufyrir- tæki með starfsemi í Reykjavík. Starfið felst í bókhalds-, tolla- og almennum skrifstofu- störfum. Æskilegt er að umsækjandi hafi eigin bíl til umráða. Svör sendist á afgreiðslu Mbl. merkt: „F - 17707“. Kennsla í efnafræði Flensborgarskólann vantar forfallakennara í efnafræði um óákveðinn tíma. Allar nánari upplýsingar veitir skólameistari í síma 650400 eða 50560. Skólameistari. Ráðsmaður óskast í sveit á Vestfjörðum í vetur. Fjölskyldufólk gengur fyrir. Um gæti verið að ræða áframhaldandi starf ef um semst. Áhugasamir leggi inn svör á afgreiðslu Mbl. fyrir 9. janúar, merkt: „Ráðsmaður - 15739“. Skoðunarstofa Innan skamms munum við opna nýja skoðun- arstofu fyrir allar gerðir af ökutækjum. Þess vegna leitum við að fólki sem er tilbúið til samstarfs við uppbyggingu á nýju fyrirtæki og mikla vinnu. Við leitum að bifvélavirkjum og starfsfólki í móttöku Áhugasamir leggi inn umsóknir fyrir 10. janúar 1995. Bifreiða- og tækjaskoðun hf., Klettagörðum 11, 104 Reykjavík. „Au pair“ óskast Óska eftir stúlku, 18 ára eða eldri, til að gæta 1 árs gamals drengs á reyklausú heim- ili í Svíþjóð. Verður að hafa bíipróf. Allar upplýsingar í símum 98-12057 eða 98-12984. Ræsting - afleysingar Ræstingadeild Securitas vantar afleysinga- fólk til fastrar vinnu. Um er að ræða hluta- störf, eitt starf á morgnana og tvö síðdegis við ræstingar víðsvegar um borgina. Viðkom- andi þarf að hafa eigin bifreið. Einnig vantar okkur einn starfsmann búsettan í Hafnarfirði til vinnu þar í bæ milli kl. 08 og 12 virka daga. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslunni, Síðumúla 23, 1. hæð. rm SECURITAS RAÐAL/GÍ YSINGAR Hákarl - hákarl Fyrirliggjandi úrvals vestfirskur hákarl. Einn sá besti á markaðnum. Sama verð og síðastliðin þrjú ár. Vegna mikillar eftirspurnar þurfa fastir við- skiptamenn að senda pantanir sínar sem allra fyrst. Óskar Friðbjarnarson, Hnífsdal, símar 94-4531 og 94-3631. ÓSKASTKEYPT Álgluggaframleiðsla - vélar og tæki Óskum eftir að kaupa vélar og tæki fyrir ál- hurða- og álgluggaframleiðslu, prófílssagir, fræsara o.fl. Viljum einnig komast í samband við starfs- krafta sem hafa reynslu af álgluggafram- leiðslu og smiði vana uppsetningu. Viðkomandi leggi inn nafn og símanúmer á afgreiðslu Mbl., merkt: „Á - 17710“. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Hafnarbraut 25, Hólmavík, sem hér segir á eftirtöldum eignum: 1. Miðtún 7, Hólmavík, þinglýst eign Þórunnar Einarsdóttur, eftir kröfu Byggingarsjóðs ríkisins, miðvikudaginn 11. janúar 1995, kl. 14.00. 2. Mb. Sæbjörg ST-7, þinglýst eign Höfðavíkur hf., eftir kröfu fram- kvæmdasjóðs (slands, miðvikudaginn 11. janúar 1995, kl. 14.00. Sýslumaðurinn é Hólmavik, 2. janúar 1995. Ábending til hundeigenda Hundaræktarfélag Islands vill hvetja hund- eigendur til þess að greiða ekki hundagjald ársins 1995 fyrr en á eindaga og þá með fyrirvara um endurkröfu, meðan beðið er niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis í kæru- máli félagsins. Námsstyrkir í Bretlandi Breska sendiráðið býður námsmönnum, sem uppfylla eftirfarandi skilyrði, að sækja um nokkra styrki til náms við breska háskóla skólaárið 1995-1996. Umsækjendur þurfa að hafa tryggt sér skóla- vist við breska háskóla og þeir einir koma venjulega til greina sem eru í framhalds- námi. Styrkirnir eru til greiðslu á skólagjöld- um, annar kostnaður er ekki innifalinn í þeim. Umsóknareyðublöð fást aðeins í Breska sendiráðinu, Laufásvegi 49, 101 Reykjavík (sími 15883), alla virka daga frá kl. 9-12. Einnig er hægt að fá þau send. Umsóknum ber að skila fyrir 31. janúar 1995, fullfrágengnum. Umsóknir, sem berast eftir það, koma ekki til greina. Þjóðhátíðarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðn- um á árinu 1995. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 361 30. september 1977 er tilgangur sjóðsins „að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menning- ar, sem núverandi kynslóð hefurtekið í arf. a) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðs- ins skal renna til Friðlýsingarsjóðs til nátt- úruverndar á vegum Náttúruverndarráðs. b) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðs- ins skal renna til varðveislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningar- verðmæta á vegum Þjóðminjasafns. Að öðru leyti úthlutar stjórn sjóðsins ráðstöf- unarfé hverju sinni í samræmi við megintilgang hans, og komi þar einnig til álita viðbótarstyrk- ir til þarfa, sem getið er í liðum a) og b). Við það skal miða, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlag til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau.“ Stefnt er að úthlutun á fyrri hluta komandi árs. Umsóknarfrestur er tii og með 28. febrúar 1995. Eldri umsóknir ber að end- urnýja. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofsvegi 1, Reykjavík. Nánari upplýsingar gefur ritari sjóðsstjórnar, Sveinbjörn Hafliðason, í síma 5699600. Reykjavík, 29. desember 1994. Þjóðhátíðarsjóður. íslandsmeistarakeppni í kökuskreytingum Ákveðið hefur verið að halda íslandsmeist- arákeppni í kökuskreytingum dagana 17. og 18. febrúar nk. á Hótel Islandi. Rétt til þátttöku eiga allir sem hafa sveins- bréf í bakaraiðn og/eða kökugerð. Þátttökutilkynningar berist til Landssam- bands bakarameistara, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík, fyrir 20. janúar nk., en allar nán- ari upplýsingar veitir formaður undirbúnings- nefndar, Halldór Eiríksson, í síma 68 11 20 eða hs. 4 67 29. FUNDIR - MANNFAGNAÐUR | Kynningarfundur á vegum Rannsóknarráðs íslands 4. Rammaáætlun Evrópusambandsins. Kynning á undiráætiun um orkurannsóknir 4. janúar kl. 13.30-17.15 í Borgartúni 6. Dagskrá: Inngangsorð. - Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri RANNÍS. Kynning á orkurannsóknaráætlun Evrópu- sambandsins. - Jón Ingimarsson, iðnðar- og viðskiptaráðu- neyti. - Ólafur Flovenz, Orkustofnun. Reynsla af þátttöku í umsókn og verkefni innan 3. rammaáætlunar Evrópusam- bandsins. - Ingvar Kristinsson, Iðntæknistofnun. Verkefnaútflutningur - þáttur erlendrar fjármögnunar. Reynsla frá EBRD. - Halldór Kristjánsson, iðnaðar- og viðskipta- ráðuneyti. Kynning á gagnabanka Evrópusambands- ins, CORDIS. 7 Þorvaldur Finnbjörnsson, Rannsóknarráð íslands. Kaffihlé. Vinnuhópar - þar sem fjallað verður um möguleika íslands á þátttöku í verkefnum á eftirfarandi sviðum: Hópur 1 - orkusparnaður í byggingum og iðnaði. Hópur 2 - 'jarðhiti. Hópur 3 - samþætting orkugjafa og stýribún- aður (hugbúnaður). Hópar kynna niðurstöður. Almennar umræður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.