Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995 51 FRÉTTIR Ur dagbók lögreglunnar Færri atvik bókuð ’94 en ’93 AÐ ÞESSU sinni voru áramótin með skaplegri hætti en oft áður. Miðað við töluleg yfirlit var ára- mótahelgin lítið frábrugðin venju- legri helgi að undanskildum hinum mörgu rúðubrotum. í dagbókina eru 432 bókanir nú en þær voru 545 á sama tímabili fyrir árí. Á árinu er 53.106 tilvika getið í dag- bók lögreglunnar í Reykjavík. Árið 1993 voru þau 57.263 eða 4.157 fleiri. Um helgina bar mest á ölvunar- tilvikum eða 73 (voru 91 árið 1993). Tilkynnt umferðaróhöpp eru 27 en í þremur tilvikum var um slys á fólki að ræða. Tólf ökumenn eru grunaðir um ölvunarakstur (voru 11 1993). Þrír þeirra höfðu lent í umferðaróhöppum áður en til þeirra náðist. 22 rúðubrot Rúðubrot eru skráð 22 talsins en þau voru 23 árið 1993 svo ekki virðist um óvenjulegt ástand að ræða miðað við árstíma. í sumum tilvikum eru brotnar margar rúður. Sex sinnum var tilkynnt um lausan eld um helgina en 9 sinnum á sama tíma árið áður. Um hádegi á föstudag var til- kynnt um eld í húsi við Baldurs- götu. Þar hafði gleymst pottur á eldavél og hafði myndast talsverður reykur en enginn eldur. Slökkvilið- ið reyklosaði húsnæðið. Farþegi var fluttur á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja bif- reiða á gatnamótum Bergstaða- strætis og Spítalastígs skömmu eftir hádegi á föstudag. Hann mun Reykjavík 30. desember til 2. janúar hafa fengið höfuðhögg en meiðsli hans virtust minniháttar. Síðar þennan dag varð árekstur þriggja bifreiða á Sundlaugavegi með þeim afleiðingum að flytja varð ökumann og farþega á slysadeild. Auk þeirra fór þrennt sjálft á slysadeild. Vantar skotaðstöðu Kveikt var í brennum borgarinn- ar um og eftir kl. 20. Veður var ákjósanlegt og fjölmenni var við brennurnar. Allt gekk þó vel fyrir sig og ekki urðu óvæntar uppákom- ur svo orð sé á gerandi. Einni ábendingu er þó ástæða til að koma á framfæri. Margir þátttakenda báru með sér flugelda. Þeim gekk ekki allt of vel að stinga spýtuend- anum ofan í frosna jörðina og lítið var um snjó til að tylla honum í. Spurning er hvort ekki sé ástæða fyrir þá sem standa að brennum eða aðra að huga að því hvort hægt sé að hafa við þær aðstöðu, s.s. fasta skothólka, fyrir fólk svo draga megi úr líkum á að flugeld- arnir taki aðra stefnu en þeim er ætlað, t.d. inn í mannsöfnuðinn. 14 rúður brotnar í Hólmaseli Engir unglingar voru í miðborg- inni en á annað hundrað unglingar söfnuðust samn við Hraunbæ. Þijár rúður voru brotnar. Foreldravaktin, sem var á staðnum, hafði mjög jákvæð áhrif á unglingana í hverf- inu. Þeir hurfu fljótlega til síns heíma en unglingar sem komið höfðu úr öðrum hverfum voru þaul- sætnari. Einnig söfnuðust ungling- ar saman við Hólmasel. Nokkrir krakkar brutust inn í autt hús- næði, sem þar er, og brutu þar 14 rúður. Einnig náðu þeir í málningu og helltu henni út um allt. Krakk- arnir voru reknir út og gerðar voru ráðstafanir til að loka húsnæðinu. Einnig söfnuðust unglingar saman við Seljaskóla og brutu þar m.a. fjórar rúður. 46 í fangageymslum Aðfaranótt nýársdags var til- tölulega róleg framan af en þegar líða tók á nóttina varð talsverður erill. Tilkynnt var um rúðubrot, skemmdir voru unnar á þremur bifreiðum við Ármúla og kveikt var í á þremur stöðum. T.d. er talið að kviknaði hafi í gluggaskyggni verslunar við Skólavörðustíg út frá flugeldi. Undir morgun fór að bera á ósamkomulagi á meðal fólks, enda sumt orðið bæði ölvað og þreytt. Sem dæmi þurfti að flytja tvo á lögreglustöðina og síðan í fangageymslu eftir að slagsmál brutust út í samkvæmi í húsi í Vesturbænum. Allttímabilið, þ.m.t. gamlárskvöld, þurftu 46 einstakl- ingar að gista fangageymslur lög- reglunnar og nokkra þurfti að færa á slysadeild eftir að hafa orðið sárir. Eldur út frá kertaskreytingu Snemma á nýársdagsmorgun var tilkynnt um eld í húsi við skóiar/námskeið handavinna ■ Saumanámskeið 20% afsláttur Sparið og saumið fðtin sjálf. Mest 4 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Upplýsingar f sfma 17356. tungumái Túngötu 5. * Hin vinsælu 7 vikna og 12 vikna ensku- námskeið eru að hefjast. ★ Áhersla á talmál. ★ 10 nemendur hámark í bekk. ★ 10 kunnáttustig. Einnig er í boði: Viðskiptaenska, rituð enska, umræðu- hópar, tofel-undirbúningur, stuðnings- kennsla fyrir unglinga og enska fyrir börn 4-12 ára. ★ Enskir sérmenntaðir kennarar. ★ Markviss kennsla í vinalegu umhverfi. Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar í síma 25900. tónlist ■ Píanókennsla fyrir byijendur á öllum aldri. Hef masterpróf í píanókennslu og margra ára starfsreynslu. Upplýsingar síma 12034. Anna Guðmundsdóttir. ýmislegt ■ Námskeið um fjölskylduna og hjónabandið með hinum bráðskemmtilega Eyvind Fröen verður í safnaðarheimili Breið- holtskirkju í Mjódd 5., 6. og 7. janúar og í Kirkjulundi í Keflavík 8. 9. og 10 jan- úar kl. 20-23 öll kvöldin. Námskeiðs- gjald er kr. 2.000 (kr. 4.000 fyrir hjón). Hálft gjald fyrir þá sem koma í annað eða þriðja sinn. Skráning í Reykjavík í síma 91-27460 og 5522880. Skráning í Keflavík í síma 92-13985. MATREIÐSLUSKÓUNN UKKAR ■ Heilsufæði 16.-17. jan. Hollari matur - betri líðan - færri hita- einingar. Kennarar: Baldur Öxdal, mat- reiðslumeistari, Anna Elísabet Ólafsdóttir, næringarráðgjafi. Tími: KI. 18.00-23.00. ■ Indversk matargerð 19. jan. Tandorri kjúklingur, Naan brauð o.fl. Kennari: Walter Riedell, matreiðslu- meistari, Taj Mahal. Tími: Kl. 19-23. ■ Bökugerð 21. jan. Spennandi matarbökur og sætar bökur. Kennari: Ingibjörg Pétursdóttir, kaffi- húsinu Mensa. Tími: Kl. 13.00-18.00. ■ S-amerísk matarg. 23.-24. jan. Creola réttir frá Perú, smáréttir og aðal- réttir. Kennari: Coco Cillafuerte, Sólon Islandus. Tími: Kl. 19.00-22.30. ■ Japanskir smáréttir 30. jan. Sushi og aðrir smáréttir. Kennari: Mahoto Nagayama, veitingahúsinu Sam- urai, (Ragnar Baldursson, túlkur). Tími: KI. 19.00-23.00. ■ Matarbrauð sælkerans 31. jan. Fínni brauðbakstur og kaffimeðlæti. Kennari: Jón R. Arelíusson, bakara- meistari. Tími: KI. 18.00-23.00. Upplýsingar og skráning i' síma 653850. Morgunblaðið/Kristinn BRENNURNAR í borginni drógu að sér margt manna á gaml- árskvöld. Þessi mynd var tekin við áramótabrennuna sem Hag- kaup gekkst fyrir á Geirsnefi. Þar var mikill mannfjöldi saman- kominn og fór allt hið besta fram. Kambsveg. Mikill eldur var í húsinu en íbúar þess voru þegar komnir út. Líklegt er talið að kviknað hafi í út frá kertaskreytingu í stofunni. Slökkviliðinu gekk greiðlega að slökkva eldinn. Vonandi er að sem flestir hafi strengt áramótaheit og séu tilbúnir til að bæta um betur frá því sem verið hefur. Þannig gerir lögreglan sér vonir um að á nýju ári verði minna drukkið af áfengi, fíkniefni hverfi af markaðnum, slysum fækki og að fólk verði almennt betra hvert við annað. Gleðilegt nýtt ár! Kaupmenn - verslunarfólk Útsölu merkingar í glugga mikið urval - Skeifan 3c Sími 680020 UTSALAN HEFST A FIMMTUDAG LOKAÐ í DAG OG ( ] MIÐVIKUDAG LAUGAVEGI 97 SÍMI 5522555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.