Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Tommi og Jenni ■ BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Hvers á Bryndís Schram að gjalda? Frá Hallgrími Sveinssyni: EIGINKONUR ráð- herra verða stundum að taka á sig skyldur sem ekki er öllum lag- ið að leysa af hendi, svo landinu sé sómi að og á það við al- mennt um eiginkonur svokallaðra frammá- manna. Þessi „skyldustörf" eru oft á tíðum vanmetin. Ekki er alltaf einfalt mál að standa fyrir móttöku eða veislu fyrir erlenda gesti, svo dæmi sé tekið, sem oft á tíðum er þýðingarmikið að gera til hæfis og margt fleira mætti nefna. Ekki verður annað séð en eigin- kona núverandi utanríkisráðherra hljóti að teljast glæsilegur fulltrúi íslensku þjóðarinnar, hvort heldur er utan lands eða innan og á það reyndar við um þau hjón bæði, burtséð frá málefnum. En það er særð og reið kona sem skrifar bréf til Morgunblaðsins á aðfangadag, í tilefni fréttar Sjónvarps um dag- peningagreiðslur til hennar. Þama var eins og oft áður aðeins sögð hálf sagan. Það er ekki nóg að birta fréttir um einhveijar dagpeninga- greiðslur sýknt og heilagt, án þess nokkum tíma að geta þess fyrir hvað verið er að greiða. Greiðsla dagpeninga til eiginkvenna forystu- manna fer fyrir brjóstið á mörgum. Aðfangadagsskýrsla Bryndísar Schram tek- ur af allan vafa um að skilgreina þarf þá hluti upp á nýtt. Það er enginn au- kvisi sem hleypur í skarð ráðherra til að stýra mannfagnaði, kannski með litlum sem engum fyrirvara og þarf ef til vill að flytja frumsamda ræðu á erlendu tungu- máli. Þannig hlutir gera sig ekki sjálfir. Það er kominn tími til að eiginkonur ráð- herra og annarra slíkra fái upp- reisn æra. Það er löngu kominn tími til að endurskoða dagpeninga- greiðslur til þessara ágætu kvenna og greiða vinnuframlag þeirra á mannsæmandi hátt, ef um slíkt er að ræða á annað borð. En það þarf að skilgreina þetta vinnufram- lag og fækka veislum og móttökum á vegum opinberra aðila eins og hægt er. Gera vel og sómasamlega þar sem brýn nauðsyn krefur. Leggja hitt algjörlega niður. Og meðal annarra orða; skuldar ekki Sjónvarpið og fleiri fjölmiðiar Bryndísi Schram og öðrum ágæt- um fulltrúum Fjallkonunnar al- mennilega umfjöllun um vinnu- framlag þeirra við hlið eiginmann- anna á opinberam vettvangi? HALLGRÍMUR SVEINSSON, Hrafnseyri. Bryndís Schram Athugasemdir til Olínu Þorvarðardóttur Frá Valgerði Gunnarsdóttur: O.Þ. sendir mér nokkr- ar línur í Mbl. 7. des. sl. vegna greinar minnar um trúverðug- leika Jóhönnu Sigurð- ardóttur sem leiðtoga. Þar sem Ólína vænir mig um óheiðarleika og ósannindi get ég ekki látið hjá líða að benda á eftirfarandi atriði þar sem Ólína fer rangt með. í fyrsta lagi studdi Jóhanna Sigurðardóttir ekki Rannveigu Guð- mundsdóttur í embætti varaformanns Alþýðu- flokksins sumarið 1993. Jóhanna lýsti ekki yfir stuðningi við hana fyrr en hún mátti til, á flokksstjórn- arfundinum þegar ljóst var að Rann- veig yrði kjörin. Jóhanna lagðist gegn því að Rannveig yrði valin í embættið með því að standa að og styðja tillögu um að konur skyldu sitja hjá við varaformannskjörið. 1 öðru lagi sat ég enga „lokaða fundi með stuðningsmönnum for- mannsins" um þetta mál. Það er rangt hjá Ólínu. í þriðja lagi sat Rannveig Guðmunds- dóttir í eitt ár sem vara- formaður Alþýðuflokks- ins en ekki í sex mánuði eins og Ólína fullyrðir. Rannveig gegndi þessu embætti við góðan orðstír og hefur það sannarlega orðið bæði henni og flokknum til framdráttar. Hún nýtur trausts og virðingar sem stjómmálamaður, innan Alþýðuflokksins sem utan, og á flokksþinginu í sumar var lagt hart að henni að sitja áfram sem varaformaður. í fjórða lagi er sam- staðan í kvennahreyfmgu Alþýðu- flokksins með mestum ágætum. Besta dæmið um það er nýafstaðið landsþing Sambands alþýðuflokks- kvenna sem var bæði fjölsótt og stórglæsilegt. Vel undirbúin mál- efnavinna, samstaða, baráttugleði ,og þróttur einkenndu þetta þing og þar var hvorki sundrungu né upp- gjöf að finna. VALGERÐUR GUNNARSDÓTTIR, varaþingmaður Alþýðuflokksins í Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.