Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Sjópróf vegna Hendrik B liggur nú i Sunda- höfn og þar hafa tjónaskoðun- armenn kannað ástandið um borð og metið skemmdir. Skip- sljórinn ákvað að áhöfnin skyidi Morgunblaðið/Stefán V. Halldórsson í KÁETIJ á aðaldekki um borð í Hendrik B er allt á tjá og tundri eftir ágjöfina sem skipið hlaut út af Vestmannaeyjum á fimmtudag. Sjór var á göngum og víða höfðu orðið skemmdir. Hendriks B í dag SJÓPRÓF verða haldin í Reykjavík í dag vegna brotsjó- anna sem riðu yfir hollenska flutningaskipið Hendrik B um 100 milur út af Vestmannaeyj- um sl. fimmtudag. Hendrik B kom til hafnar í Reykjavík á nýársdagsmorgun undir sljórn varðskipsmanna af Tý, sem fóru um borð i mannlaust skipið úti á rúmsjó þann 30. desember. I gær var unnið að undirbún- ingi sjóprófanna og voru teknar lögregluskýrslur af skipveijum en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru skipsljór- inn og vélsljórinn jafnframt eig- endur skipsins. I ljós kom að skemmdir á skip- inu höfðu ekki orðið jafnmiklar og óttast var þegar áhöfn skips- ins var bjargað um borð í þyrlur Landhelgisgæslu og varnarliðs. Varðskipsmennirnir fjórir, sem fóru um borð úr léttabáti, sigldu skipinu inn tU Reykjavíkur og tók ferðin rúmlega hálfan annan sólarhring. Hendrik B hafði bor- ist mannlaus fyrir eigin vélar- afli 55 mílur á þeim tæpa sólar- hring sem leið frá því skipið var yfirgefið þar tilvarðskipsmenn fundu skipið og fóru um borð. Ástandið kannað yfirgefa það eftir að brotsjóir höfðu riðið yfir og valdið spjöll- um í brú og vistarverum auk þess sem sjór hafði komið í lest- ir skipsins nærri fullar af mjöli og sett á skipið slagsíðu. Sjópróf hefjast í dag í Héraðs- dómi Reykjavíkur. Fæðingarheimili Reykjavíkur tilbúið Fé vantar til að veita fæðingar- þjónustu TÍU til ellefu milljónir vantar upp á að hægt verði að veita fæðingar- þjónustu á Fæðingarheimili Reykja- víkur við Eiríksgötu út árið. Davið Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkis- spítalanna, segir að húsnæðið sé tilbúið til notkunar. Ríkisspitalamir fengu Fæðingar- heimilið afhent á síðasta ári og fengu þeir jafnframt 10 milljóna króna fjárveitingu til að gera nauð- synlegar breytingar á húsinu vegna fæðingarþjónustu og sængur- kvennagangs. Davíð segir að við fjárlagagerð hefði hins vegar ekki verið gert ráð fyrir 10 til 11 millj- óna króna fjárframlagi vegna fæð- ingarþjónustu. Landspítala væri þar að auki gert að spara um 250 millj- ónir á árinu. Þrjár leiðir skoðaðar Davíð sagði að skoðaðar hefðu verið þrjár leiðir til að hefja rekstur- inn. Að hefja starfsemi síðar á árinu en ætlað hafði verið og treysta því að við næstu fjárlagagerð fengjust auknar fjárveitingar. Að loka tíma- bundið, t.d. yfir sumarmánuði, en sú leið væri ekki vinsæl meðal starfsfólks. Og í þriðja lagi að draga úr þjónustu frá því sem upphaflega hafði verið gert ráð fyrir. -----» ♦ ♦---- Samið við síðustu sjúkraliðana í gærkvöldi Samningarnir kosta ríkið 30 millj. á ári 400 tonn af heitu vatni láku inn í kjallara SLÖKKVILIÐIÐ í Hafnarfirði var í allan gærdag að dæla heitu vatni upp úr kjallara Pípugerðarinnar hf. við Suðurhraun í Hafnarfirði. Rör í hitablásara gaf sig og um fjögurhundruð tonn af áttatíu gráðu heitu vatni runnu í kjall- arann. Menn urðu varir við vatnslek- ann þegar þeir komu til vinnu í gærmorgun_ og er ekki vitað hversu lengi hann hafði þá staðið. ♦Slökkviliðið var kallað á staðinn kl. 9.30 og var dælingu lokið kl. 16,40. Kjallarinn er um 200 fermetrar og er niðurgrafinn um fimm til sex metra. Óvíst með tjón Að sögn Leós Jónssonar, verk- fræðings hjá Pípugerðinni, er ekki vitað af hverju element í hitablás- ara gaf sig. Blásarar þessir blása heitu lofti og eru hitaðir með heitu vatni. Leó segir að menn hafi ver- ið við vinnu í kjallaranum á föstu- dag og þá hafi verið allt í lagi. Þess vegna sé ekki vitað hve vatn- ið hafi runnið lengi. Að sögn Leós er óvíst um tjón en í kjallaranum voru færibönd, blásarar, viktarbúnaður og raf- magnstafla. Hann segir hætt við því að mótorar séu skemmdir en sennilega ekki vélarnar sjálfar. KJARASAMNINGUR Sjúkraliðafé- lagsins og ríkisins kostar ríkið um 30 milljónir króna miðað við að samn- ingurinn gildi i eitt ár, samkvæmt upplýsingum fjármálaráðuneytisins. Sjúkraliðar gengu frá kjarasamn- ingi við sjálfseignarstofnanirnar Skjólgarð á Höfn í Hornafirði og Heilsustofnunina í Hveragerði um helgina. Að sögn Kristinar Á. Guð- mundsdóttur, formanns Sjúkraliða- félagsins, eru samningarnir svipaðir og þeir sem gerðir voru fyrir helgi. TOGARARNIR Hólmanes og Hólma- tindur, í eigu Hraðfrystihúss Eski- fjarðar hf., fóru ekki út í gær eins og áætlað hafði verið. Áhafnir skip- anna vilja fá leiðréttingu á fiskverði og vilja ekki róa fyrr en um það hefur verið samið. Fimmtán menn eru í áhöfn hvors skips, skipstjórarn- ir hafa ekki tekið þátt í aðgerðunum. Sjómenn sögðu upp samningi um fiskverð, sem gerður var milli útgerð- arinnar og sjómanna 1991, fyrir um tveimur mánuðum og fóru fram á viðræður um nýtt fiskverð. Sam- Þá tókust samningar við sjúkraliða Garðvangs í Garði hjá sáttasemjara í gærkvöldi. Þar með hafa tekist samningar vegna allra sjúkraliða. Samningur sjúkraliða felur í sér 7% hækkun launa, sem leiðir til þess að meðaltaxtalaun sjúkraliða fara úr rúmlega 69 þúsund krónum á mánuði í um 74 þúsund á mánuði. Sé miðað við heildarlaun sjúkraliða leiðir samningurinn til þess að þau fara úr um 97 þúsund krónum á mánuði í um 104 þúsund á mánuði. kvæmt þessum samningi greiddi út- gerðin 58 krónur fyrir hvert kíló af þorski, án tillits til stærðar, og fyrir 15% aflans var greitt samkvæmt meðalverði á þremur fiskmörkuðum við Faxaflóa. Tilboð á víxl Sjómennirnir telja að það verð sem þeir hafa fengið hafi verið nokkuð lægra en það meðalverð sem fisk- verkendur í landinu hafa greitt fyrir hráefni af eigin skipum. Samstarfs- nefnd sjómanna og útgerðarmanna Samið um óbreytt launabil Sjúkraliðar á Skjólgarði, Garð- vangi og Heilsustofnuninni eru allir á hærri launum en almennir sjúkra- liðar. Samið var um óbreytt launabil milli þeirra og annarra sjúkraliða. Á Garðvangi er helmingur sjúkra- liða í Sjúkraliðafélagi Islands, en helmingur er í Starfsmannafélagi Suðurnesjabyggðar. Fjórir sjúkralið- ar hafa verið í verkfalli á Garðvangi i 2,2 stöðugildum. hefur safnað upplýsingum um þetta verð og stuðst við upplýsingar frá Fiskifélagi íslands. Utgerðin bauð nýjan samning þar sem greiddar yrðu 40 kr. fyrir kíló af undirmálsþorski, 58 kr. fyrir kg af þorski frá undirmáli að 2,5 kg, 65 kr. fyrir 2,5 til 4 kílóa fisk og 75 kr. fyrir stærri fisk. Markaðsteng- ing yrði afnumin. Sjómenn töldu þetta þýða kjara- rýrnun og gerðu kröfu um að þorsk- urinn yrði stærðarflokkaður eftir lengd. Greiddar yrðu 40 kr. fyrir Læknisaðgerðir Biðlistar hafa lengst BIÐLISTAR eftir rannsóknum, bæklunar- og hjartaaðgerðum lengdust um 30% á árinu 1994. Þetta er veruleg breyting því fækk- að hefur á biðlistum undanfarin ár. „Ég held að aðalástæðan fyrir þessu séu verkföll heilbrigðisstétta sem urðu á árinu,“ sagði Ólafur Ólafsson landlæknir. Hann sagði að það hefði veruleg áhrif á líðan sjúklinga að þurfa bíða mjög lengi eftir því að komast í aðgerð. Með lengri biðlistum væri bæði verið að lengja þrautagöngu sjúklinga og eins, í mörgum tilvikum, að auka kostnað samfélagsins vegná sjúk- dómanna. kíló af undirmálsfiski, 50 kr. fyrir 50 til 60 cm fisk og 70 kr. fyrir stærri fisk, auk þess sem 25% aflans yrðu markaðstengd. Þessu hafnaði út- gerðin og segja talsmenn hennar að fiskvinnslan sé ekki í stakk búin að greiða þetta verð. Að mati útgerðarinnar er hér um ólöglegar aðgerðir að ræða. Sjómenn telja að svo sé ekki, fiskverðssamn- ingnum hafí verið sagt upp með lög- legum fyriivara, fyrst með símskeyti og síðar bréfi. I gærkvöldi lá ekkert fyrir um frekari samningafundi. Togarasj ómenn á Eskifirði mættu ekki til skips í gær Krefjast hærra fiskverðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.