Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 1
 ALLRA LANDSMANNA ftgptöhfaib 1995 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANUAR BLAÐ B HANDKNATTLEIKUR Sigurður hóf sitt nítjánda landsliðsár með stórleik SIGURÐUR Sveinsson hóf að Ieika sitt nítjánda keppnisár með landsliðinu gegn Dönum í Jönköping á norræna hand- knattleiksmótinu í gærkvöldi. Sigurður, sem lék sinn fyrsta landsleik gegn í Vestmannaeyjum 1976, þá einnig gegn Dönum, hefur leikið 220 landsleiki — hann hefur verið lengur á ferðinni með landsliði en nokkur annar handknatt- leiksmaður í heiminum. Sigurður lék vel og skoraði níu mörk og þá átti hann nokkrar línusendingar, sem gáfu mörk. ' ífótsporfeðranna JASON Ólafsson úr Aftureldingu klædd- ist landsliðspeysunni í gær, þó svo að hann hafi ekki fengið að spreyta sig gegn Dönum, er leikurinn skráður sem landsleikur. Jason er sonur Ólafs Jóns- sonar, fyrrum landsliðsfyrirliða úr Vík- ingi. Þrír aðrir feðgar hafa klæðst lauds- liðspeysunni — Rúnar Guðmannsson og Jón Arni úr Fram, Gunnsteinn Skúlason, Val, og Skúli, Stjörnunni og Kristján Stefánsson og Stefán, FH. Tveir sterkir Gelr Sveinsson og Jón Kristjánsson, félagar úr Val, stóðu sig mjög vel gegn Dönum. Gelr stjórnaði varnarleiknum sem herforingi, að vanda. RagnarÞórtekur við Valsliðinu RAGNAR Þór Jónsson, körfuknattleiksmaður í Val, hefur verið ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðs félagsins, en Ingvar Jónsson lét af störfum sem slíkur skömmu fyrir áramótin. „Ragnar hefur verið ráðinn til að klára þetta tímabil með liðið og hann á að lemja dálitla stemmningu í það, en ég held að hana hafi vantað," sagði Rðgnvald- ur Hreiðarsson f ormaður körfuknattleiksdeild- ar Vals við Morgunblaðið í gær. Valsmenn taka á móti Grindvíkingum að Hlíðarenda á fimmtu- daginn, en þá hefst keppnin í úrvalsdeildinni eftir jólafrí. „Ég held að leiðin hjá okkur liljól i að liggja upp á við núna," sagði Rögnvaldur. Kristófer líklega til Frölunda MIKLAR iklar líkur eru á því að Kristófer Sigur- geirsson, landsliðsmaður úr Breiðabliki, leiki með sænska úrvalsdeildarliðinu Vástra Frö- lunda á komandi keppnistímabili. Kristófer æfði hjá félaginu fyrír áramótin og hafa Frölunda og Breiðablik átt í samningaviðræðum undan- farna daga. Sveinn Ingvarsson, formaður knatt- spyrnudeildar Breiðabliks, sagði við Morgun- blaðið í gær að ekki væri endanlega búið að ganga frá þessum málum og því væri ekki hægt að segja hvort Kristófer yrði áfram hjá félaginu eða ekki. „Hins vegar eru miklar líkur á að hann sé á f örum frá okkur, en það er rétt að slá engu engu föstu fyrr en allt er orðið klárt," sagði Sveinn. Fullt með Haukun- um til Portúgals ÞAÐ er allt orðið fullt," sagði Þórir Jónsson hjá Úrval/Utsýn þegar hann var inntur eftir hvernig gengi að bóka í ferð með handknatt- leiksdeild Hauka til Portúgals, en þar leikur lið félagsins í Evrópukeppni borgarliða um miðjan mánuðinn. Haukar ákváðu að athuga hvort grundvöllur væri fyrir leiguflugi til Portúgals vegna leiksins gegn Braga þann 14. janúar. Undirtektir urðu svo góðar að búið er að se^a í sætin 153 sem í boði voru. „Við reyndum að fá stærri vél en það gekk ekki," sagði Þórir. „Nú erum við að athuga með möguleika á ann- arri vél því 30 til 40 manns eru á biðlista og er betra fyrir þá sem vi^ja fara að staðfesta pantanir tímanlega." Fyrri leikurinn verður í Braga laugardaginn 14. janúar og mun hópurinn halda utan á föstudagsmorgun og koma heini aðfaranótt mánudagsins. Svíar í basli með Norðmenn SVIAR voru í nokkru basli með Norðmenn, en sigrðu 27:24 eftir að staðan í hálfleik hafði ver- ið 13:11 fyrir heimamenn. Staffan Olsson var bestur Svía, gerði 9 mörk. Norðmenn byrjuðu betur og komust í 4:6 en Svíar tóku þá við sér og náðu að jafna 8:8 og náðu síðan yfirhónd- unni og liéldu henni eftir það. Norðmenn voru þó aldrei langt undan og munaði oftast tveimur mörkum í síðari hálfleik. Norðmenn eru með töluvert breytt lið frá því sem var á Reykjavíkurmótinu í nóvember. Þeir hafa kallað inn kömlu „refina" eins og Roger Kendalan, Oysten Havang og Rune Erland. Markahæstir Norðmanna voru Eivind Wingst- ernaes og Ole Gustav Gjekstad með 6 mörk og Erland og Kjendalen gerðu fjögur mörk hvor. „Eg er mjög ánægður" vsagði GeirSveinsson, fyrirliði íslenska liðsins, eftirsigurá Dönum Eg er mjög ánægður með leik- inn," sagði Geir Sveinsson, fyrirliði. „Ég var hræddur um að ferðin hingað og nýárið sæti í mönnum en það var ekki að sjá. Það var helst vörnin og mark- varslan sem var ekki nægilega góð í fyrri hálfleik, en "þetta sa- mall vel saman í seinni hálfleik. Við lékum góðan sóknarleik og greinilegt að þau sóknarkerfi sem við höfum verið að æfa síð- ustu daga gengu upp og færðu okkur mörg mörk. Nú er bara að vinna Norðmenn svo við komumst í hreinan úr- slitaleik gegn Svíum eins og að var stefnt." Sigurður Sveinsson átti mjög góðan leik og mataði bæði Geir og Bjarka vel. „Þetta var ekki léttur leikur en hann var skemmtilegur. Bjarki er greini- lega að koma til eftir kamelreið- ina í Karíó (lék með heimsliðinu þar í desember). Við lékum mjög agað og mjög fáar sóknir enduðu með vitleysu. Þetta var mjög ják- vætt, sérstaklega fyrir þá stráka sem eru að koma inní liðið." Leikurinn /B4 AMERÍSKI FÓTBOLTINN: KAIUSAS ÚR LEIK OG MONTANA ÍHUGAR AÐ HÆTTA / B3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.