Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995 B 3 ' ÍÞRÓTTIR AMERISKI FOTBOLTINN Kansas úrleik - og Montana íhugar að hætta Reuter BERNIE Parmalee (nr. 30) hjá Miami fær óblíðar móttökur hjá George Jamlson, leikmanni Kansas, í leik llðanna um helgina. Reuter anförnu — skoraði þrennu í gær . rskot ÍEnglandi ipaðí inuði gert fyrir tímabilið. Þegar einn maður nær sér meiðist annar,“ sagði Keegan en Newcastle hefur ekki sigrað í síðustu ijorum leikjum. Sheffield Wednesday sigraði í þremur leikjum síðustu daga en varð að sætta sig við 1:1 jafntefli í íjórða leiknum, gegn Southampton í gær. Matthew Le Tissier jafnaði fyrir gestina úr víta- spyrnu á 70. mínútu. Ipswich lék níu leiki í röð án sigurs en hafði loks betur í gær og vann Leic- ester 4:1. Chris Kiwomya gerði tvö mörk, en nýliðinn Adam Tanner og kanadíski landsliðsmaðurinn Frank Yal- lop sitt markið hvor. Þetta var fyrsti sigur liðsins undir stjórn Georges Bur- leys og fór það úr botnsætinu en Leicest- er, sem hefur aðeins fengið tvö stig á útivelli á tímabilinu, tók við því. Southampton hafði undirtökin gegn Manchester United á laugardag en heppnin var með gestunum sem jöfnuðu tvisvar eftir sendingar Erics Cantonas og náðu 2:2 jafntefli. Paul Rideout gerði tvö mörk fyrir Everton í 4:1 sigri gegn Ipswich á laug- ardag og hann skoraði aftur í gær en það dugði ekki til því Wimbledon vann 2:1. Mick Harford gerði bæði mörk heimamanna á fyrstu átta mínútunum. firburðum móti, götur auðar og logn. Sigmar tók strax forystu og Sveinn Ernstsson fylgdi honum ekki lengi eft- ir. „Ég hef æft þokkalega vel,“ sagði Sigmar sem er bóndi í Borgarfirði. Hann náði fjórða besta tíma sem náðst hefur í hlaupinu en met Más Her- mannssonar UMFK frá 1988, 29:55 mínútur, stendur óhaggað. Nítján ára æfingafélagi hans, Guð- mundur Valgeir Þorsteinsson UMSB, hljóp eitt sitt besta hlaup til þessa og varð þriðji á sínum besta tíma. Guð- mundur fékk litla keppni þó Martha væri að vísu lengst af í humátt á eftir honum. MIAMI Dolphins vann Kansas Chiefs 27:17 í 1. umferð úrslita- keppni NFL-deildarinnar íam- erfska fótboltanum um helgina og Green Bay Packers stöðvaði Barry Sanders og samherja í Detroit Lions með 16:12 sigri. Viðureigninni í Miami var stillt upp sem einvígi á milli leikstjórnend- anna. Dan Marino átti 22 góðar send- ingar af 29 og náði samtals 257 stik- um og tveimur snertimörkum út úr sendingum sínum. Joe Montana náði 314 stikum og tveimur snertimörkum út úr 26 góðum sendingum af 37. Þetta gæti hafa verið síðasti leikur Montanas, en eftir leikinn sagðist hann ætla að hugsa málið og gefa sér góðan tíma til þess. Marty Schott- enheimer, þjálfari Kansas, var sann- færður um að kappinn kæmi aftur. „Ef ég veðjaði á hluti myndi ég veðja á að hann væri ekki hættur.“ „Ég er sérstaklega ánægður með leik okkar,“ sagði Don Shula, þjálfari Miami. „Við áttum svar við öllu hjá Kansas. Fyrst gátum við ekki stöðvað þá en síðan gerði sóknariína okkar það sama og þeirra og í seinni hálf- leik gerði vörn okkar gæfumuninn.“ San Diego á heimaleik gegn Miami í 2. umferð. Staðan var 17:17 í hálfleik og Miami bætti 10 stigum við í þriðja leikhluta, en Kansas skoraði ekki í seinni hálfleik. „Við gerðum það sem við vildum í sókninni," sagði Mont- ana, „en í seinni hálfleik tókst okkur ekki að skora þó allt væri í rétta átt og við gerðum mistök á óheppilegum tíma.“ Sanders stöðvaður Barry Sanders komst ekkert áleið- is gegn Green Bay og hefur aldrei fengið eins lítið út úr leik sínum á Charles Barkley og félagar í Phoenix töpuðu á heimavelli fyrir LA Lakers, 112:127, og var þetta fyrsta tap liðsins á heimavelli í 25 leikjum. Cedric Ceballos gerði 37 stig og Nick Van Exel 21 fyrir LA og Exel átti auk þess 16 stoð- sendingar sem er met hjá honum. Barkley gerði 31 stig fyrir Suns eins og Dan Majerle, en tók auk þess 23 fráköst. Cleveland kom í veg fyrir að Lenny Wilkens, þjálfari Atlanta, yrði sigursælasti þjálfari allra tíma með því að sigra „Haukana" 87:85. Wilkens hefur 938 sinnum stjórnað liðið til sigurs í NBA deildinni, eins og Red Auerbach, og nú bíður hann eftir einum sigri í viðbót til að ná fyrsta sætinu. Hakeem Olajuwon gerði 3J stig fyrir Houston er liðið vann Utah 111:103 og hefur kappinn nú skor- að 114 stig í-síðustu þremur leikj- um. Karl Malone var bestur í liði Utah með 25 stig og 14 fráköst. Roy Tarpley var einn sex leik- manna Dallas sem skomðu meira en tíu stig er liðið vann Gonden State 110:94. Tarpley gerði 22 stig og nýliðinn Jason Kidd vantaði eina stoð- sendingu til að ná þrefaldri tvennu, ferlinum en hann leiddi deildinna í hlaupi með boltann, náði 1.883 jörd- um á tímabilinu. „Völlurinn var háll en það var ekki ástæðan," sagði Sanders. „í hvert sinn sem ég fékk boltann voru tveir eða þrír menn á mér og þeir stóðu sig vel.“ Mike Holmgren, þjálfari Packers, tók í sama streng. „Ég held að ekki sé hægt að stöðva Sanders betur en við gerðum. Þetta var frábær varnar- leikur. Barry er besti atvinnumaður- inn í sinni stöðu en við héldum honum í mínus einni stiku.“ Detroit, sem tapaði líka fyrir Green Bay í úrslitakeppninni í fyrra, átti möguleika á að tryggja sér sigurinn undir lokin en dómari dæmdi sner- timark ógilt og Wayne Fontes, þjálf- ari Detroit, játaði sig sigraðan. „Þeir voru ákveðnari og gáfu okkur aldrei tækifæri til að hlaupa." Grenn Bay sækir meistara Dallas heim í 2. um- ferð um næstu helgi. New England úr leik Vinny Testaverde, leikstjómandi Cleveland, lék nær óaðfinnanlega í 20:13 sigri gegn New England Patri- ots, sem var í úrslitum í fyrsta sinn síðan 1986, en hafði sigrað í sjö leikj- um í röð. Testaverde kastaði boltan- en hann var einn fjögurra leikmanna sem tóku fleiri en 10 fráköst. Reggie Williams skoraði úr víta- köstum undir lok leiksins Denver og Portland og tryggði Denver 118:114 sigur. Clyde Drexler var með 39 stig fyrir Portland og kom þeim meðal annars í 114:113 en heimamenn gerðu síðustu fimm stigin og sigruðu, en Mahmoud Abdul-Rauf gerði 26 stig fyrir Nug- gets. Shaquille O’Neal gerði 38 stig þegar Orlando vann LA Clippers 116:105 eftir framlengdan leik og Anfernee Hardaway gerði 36 stig. Orlando hafði yfir en Clippers tókst að jafna rétt fyrir leikslok og því þurfti að framlengja. Þá höfðu leik- menn Orlando yfirburði og skoruðu meðal annars fyrstu níu stigin. Eftir leikinn fóru nokkrir leik- menn Orlando á næturklúbb og þegar Anthony Avent, sem leysir þá Shaquille O’Neal og Horace Grant af, var á heimleið einn síns lið, fóru þrir náungar að abbast upp á hann og enduðu orðaskipti þeirra með slagsmálum. Einn þremenn- inganna dró upp hníf og stakk Avent fjórum sinnum í handlegg- inn. Sauma þurfti 20 spor en talið um samtals 268 stikur og uppskar eitt snertimark úr sendingum sínum, en leikmenn Cleveland komust þrisv- ar inn í sendingar frá Drew Bledsoe. Cleveland, sem lék síðast í úrslita- keppninni 1989, fer til Pittsburgh og mætir heimamönnum í 2. umferð á laugardag, en liðin mættust tvisvar á tímabilinu og sigraði Pittsburgh í bæði skiptin. „Við keyrðum okkur út allir sem einn og þetta er frábært,“ sagði Testeverde. „Áhorfend- ur voru með á nótunum og það féll okkur vel.“ Bill Belichick, þjálfari Cleveland, var aðstoðarþjálfari Bills Parcells, er að hann nái að leika á miðviku- daginn gegn New Jersey. Indiana vann níunda heimaleik- inn í röð er liðið lagði New Jersey 96:79. Derrick McKey gerði 21 stig og Reggie Miller 12, þar af 10 í þriðja leikhluta þegar heimamenn náðu undirtökunum í leiknum. Benoit Benjamin gerði 21 stig fyrir Nets og tók 12 fráköst og Armon Gilliam 18 stig og 10 fráköst. Dominique Wilkins gerði 32 stig þegar Boston vann Detroit 124:107. Þar með komst Bostoan á ný á sig- urbraut eftir fjóra tapleiki í röð, en Detroit tapaði 5. leiknum í röð, en margir leikmenn eru meiddir, til dæmis Mark West, Lindsey Hunter, Mark Macon og Oliver Miller. Patrick Ewing og félagar hjá New York Knicks voru 16 stigum undir gegn Minnesota í þriðja leik- hluta en tókst að sigra, 90:81. Ewing gerði 30 stig, Derek Harper 17 og Charles Smith 16. B.J. Armstrong hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum fyrir Chicago er liðið rústaði Miami 133:88. Armstrong gerði 26 stig, Scottie Pippen og Steve Kerr 17 stig hvor og nýliðinn Khalic Reeves gerði 19 stig. þjálfara New England, hjá New York Giants, sem varð tvisvar meistari und- ir þeirra stjóm. „Ég veit að ég væri ekki í þessum sporum ef ég hefði ekki notið leiðsagnar Bills Parcells," sagði Belichick. „Ég vil þakka honum fyrir það sem hann hefur gert fyrir mig og það sem hann hefur gert á tímabilinu." Staðan var jöfn í hálfleik, 10:10. Testaverde átti 20 góðar sendingar af 30, þar af 10 fyrstu í seinni hálf- leik, en í fyrsta sinn í úrslitaleik á , ferlinum náðu mótherjamir ekki að komast inn í sendingu frá honum. „Vinny var frábær," sagði Belichick. „Góðir leikmenn skara fram úr í mik- ilvægum leikjum og Vinny gerði það.“ Chicago kom á óvart, vann Minne- sota 35:18 og mætir San Francisco 49ers í 2. umferð á laugardag. Steve Walsh átti 15 góðar sendingar af 21 þar sem tvær gáfu snertimark og kastaði samtals 221 stiku. „Vöm okkar skóp sigurinn," sagði Walsh. „Hún stoppaði þá og tók boltann af þeim.“ Heimamenn höfðu sigrað Chicago tvisvar á tímabilinu, „en við ætluðum ekki að tapa í þriðja skiptið,” sagði Dave Wannstedt, þjálfari Chicago. „Ég er mjög ánægður með lið mitt sem stóð sig mjög vel.“ ínémR FOLK ■ ROMARIO frá Brasilíu var kjör- inn íþróttamaður ársins 1994 hjá franska blaðinu L’Equipe. Knatt- spyrnumaðurinn fékk 225 atkvæði en hjólreiðamaðurinn Tony Romin- ger frá Sviss var annar með 144 atkvæði. Rússneski sundmaðurinn ■ Alexander Popov var þriðji með 137 atkvæði. ■ ROMARIO fékk skurð á auga- brún þegar hann var að fagna ára- mótum í Ríó de Janeiro — fékk bjórkönnu framan í sig. Þetta kemur ekki í veg fyrir að hann geti byijað að leika með Barcelona strax eftir jólafrí. ■ BRUNO Pezzey, fyrrum lands- liðsmaður Austurríkis í knatt- spyrnu, lést úr hjartaslagi á gaml- ársdag. Hann var 39 ára og lék 84 landsleiki en varnarmaðurinn lagði skóna á hilluna 1990. ■ MANUELA Di Centa, sem sigr- aði í 15 og 30 km göngu á Ólympíu- leikunum í Lillehammer, hefur ekki tekið þátt í keppni á tímabilinu og er ekki viss um hvort hún verði með í Nove Mesto í Tékklandi um næstu helgi. Italska stúlkan var skorin upp> í nóvember.vegna veikinda og sagð- ist eiga mikið verk fyrir höndum til að ná fyrri getu. Nebraska loks meistari NEBRASKA fagnaði langþráðum titli í ameríska fótbooltanum í banda- rísku háskólakeppninni um helgina þegar liðið vann Miami 24:17 í úrslita- leiknum. Nebraska hafði tapað sjö síðustu úrslitaleikjum sínum, þar af þremur síðustu úrslitaléikjum keppninnar, og þetta var fyrsti titill Toms Osbornes, sem hefur þjálfað Nebraska í 22 ár. Nebraska var óumdeilan- lega besta lið ársins og tapaði ekki stigi á tímabilinu en Miami var talið þriðja besta liðið. Engu að síður komst Nebraska fyrst yfir þegar tæplega þijár mínútur voru til leiksloka. KORFUKNATTLEIKUR Phoenix tapaði heima

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.