Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 4
fHmguuitfafrife HANDKNATTLEIKUR/NORRÆNA MOTIÐ I SVIÞJOÐ Gód byijun á HM-ári Sigurður Sveinsson í aðalhlutverki er íslenska landsliðið vann sætan sigur á Dönum ISLENSKA landsliðið í handknattleik hóf HM-árið með glæsi- brag, sigraði Dani 26:24 ífyrsta leik norræna handknattleiksmóts- ins í Jönköping í Svíþjóð í gærkvöldi. Þegar væntingarnar eru minnstar til íslenska liðsins leikur það oft best og það sannaði sig enn einu sinni í þessum leik. íslensku strákarnir léku mjög vel en enginn þó betur en gamla brýnið Sigurður Sveinsson sem gerði níu mörk. Valur B. lónatansson skrífar frá Sviþjóð Fyrri hálfleikur var jafn og mun- urinn á liðunum aldrei meiri en tvö mörk. Danir komust í 8:10 þeg- ar 10 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, en þá kom frábær kafli hjá íslenska lið- inu sem gerði fjögur mörk í röð og var Sigurður Sveins- son maðurinn á bak við þau öll. Ell- efta mark íslands var eftir uppskrift Sigurðar, sendig aftur fyrir sig, í gegnum klofið, til Bjarka í hægra homið — Bjarki þakkaði fyrir sig með því að skora af öryggi. Þeir voru einnig samstíga félagamir úr Víkingi í þrettánda og síðasta marki fyrri hálfleiks er Sigurður sendi háa sendingu inní vítateiginn og Bjarki flaug inn úr hominu, greip boltann með vinstri hendi og sendi í netið við mikinn fögnuð áhorfenda, 13:13. Islenska liðið hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik og náði fljót- lega yfirhöndinni. Komst í 19:16 um miðjan hálfleikinn og þegar fimm mínútur voru til leiksloka var staðan orðin 25:21. Þá tóku Danir Sigurð úr umferð og við það riðlaðist sókn- arleikurinn nokkuð og Danir náðu að minnka muninn niður í eitt mark, 25:24, þegar ein mínúta var eftir. íslensku strákarnir voru vandanum vaxnir, léku skynsamlega - héngu á boltanum og Dagur Sigurðsson tók svo af skarið þegar tvær sekúndur vom eftir og gulltryggði sigurinn, 26:24. Það verður að segjast eins og er að frammistaða íslenska liðsins kom mjög á óvart því áður en haldið var til Svíþjóðar voru væntingarnar ekki miklar því átta landsliðsmenn em á sjúkalista. Þeir Jón Kristjánsson, Rúnar Sigtryggsson, sem kom nú inn í liðið í fyrsta sinn í rúmt ár, sýndu að þeir eru tilbúnir í slaginn. Liðsheildin var góð og baráttan til staðar. Liðið lék 5-1 vörn og gekk hún ágætlega upp, en það sem gladdi augað mest var sóknarleikurinn, sem var mjög hugmyndaríkur. Geír Sveinsson stjórnaði varnar- leiknum eins og herforingi og var baneitraður á línunni, gerði þrjú mörk og fiskaði auk þess fjögur víta- köst. Dagur stjórnaði sóknarleiknum og átti góðan leik, gerði fjögur mörk og átti tvær línusendingar sem gáfu mörk. Bjarki brást ekki í horninu frekar en fyrri daginn og kom sam- vinna hans og Sigurðar vel út. Kon- ráð Olavson átti svolítið erfítt upp- dráttar í fyrri hálfleik en var góður í þeim síðari. Þorbergur keyrði á átta leikmönnum nær allan leikinn. Eina breytingin milli sóknar og varn- ar var að Rúnar tók vörnin fyrir Sigurð Sveinsson. Beti raer lég átt 1VOI iá - sagði Þorbergur Aðalsteinsson „EG er mjög ánægður með strákana og þeir stóðu sig mun betur en ég bjóst við," sagði Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari, eftir sigurinn á Dönum í gærkvöldi. „Við er- um búnir að vera saman ítiu daga og lagt áherslu á sóknar- leikinn og þetta gekk bara mjög ve!, gerðum tuttugu og sex mörk og mörg þeirra eftir f ínar leikfléttur. Sóknarleikurinn var yfirvegaður og mjög gott inn- spii á Geir Sveinsson allan leik- inn. Vörnin gekk ágætlega og Guðmundur Hrafnkelsson varði fimmtán skot sem allt t lagi, en ef hann hefði átt góðan dag hefði hann getað varið tuttugu og fimm skot.“ Þorbergur var sérlega ánægður með Jón og Rúnar í þessum leik. En hvers vegna notaði hann Dagur Sigurðsson skoraði síðasta markið gegn Dönum og gull- tryggði sigurlnn í sjötugusta landsleik íslendinga gegn Dönum. Þorbergur Aðalsteinsson. 5-1-vörn í stað 6-0-vörn eins og hann er vanur að nota? „Venga þess að það vantar nokkra máttar- stólpa í vörnin og því taldi ég þessa leikaðferð betri í þessum leik. Við eigum sex núll-vörnina alltaf til góða og því ágætt að geta beitt þessu afbrigði. Eg var mjög ánægð- ur me'ð Rúnar, sem er ungur strák- ur sem er að koma inn i landsliðs- hópinn en það var ekki að sjá. Hann er einbeittur og leikmaður framtíðarinnar." Þorbergur sagði að Jón Krist- 'jánsson hafí komið vel út. „Hann er hægt og sígandi að komast inn í lykilhlutverk í liðinu. Það er líka mjög gott að hafa mann sem getur leyst tvær stöður, skyttu og leik- stjórnanda. Sigurður Sveinsson er ótrúlegur leikmaður, að hann skuli vera orðinn þijátíu oog sex ára er ótrúlegt. Hann virðist bæta sig með hverju árinu.“ „Við erum hér með sama hugarf- ar og áður, til að vinna leiki. Það hefur ekkert breyst þó svo að landsliðshópurinn sé svolítið breytt- ur. Þessi leikur svnir okkur að við erum með mikla breidd og það er af hinu góða. Best er að það verði nógu mikil samkeppni um að kom- ast í landsliðshópinn fyrir HM.“ Sanngjarn sigur Ulf Schevert, þjálfari Dana, sagði að sigur Islendinga hafi verið sann- gjarn. „Það háði leik okkar að við erum að koma saman í fyrsta sinn síðan á Reykjavíkurmótinu í nóvem- ber. Varnarleikurinn var ekki nægi- lega góður og ég tel að það hafi ráðið úrslitum í þessum leik. Ann ars eru þetta ungir strákar í liðinu, meðalaldur tuttugu og þijú ár og þrjaílu og átta landsleikir. Þeir eiga enn eftir að læra mikið og öðlast reynslu. Það vantaði einnig nokkra menn í liðið, en það er engin afsök- un því íslendingar voru líka án margra lykilmanna. En þetta var skemmtilegur leikur og sigurinn sanngjarn.“ ■ ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik fór með fyrstu flugvél Flugleiða sem fór frá Islandi á nýbyijuðu ári kl. 7.15 á nýársdags- morgun. ■ GUÐJÓN L. Sigurðsson og Hákon Sigurjónsson dæma tvo leiki á norræna mótinu, Svíþjóð og Danmörk í kvöld og leik Nor- egs og Danmerkur annað kvöld. Þeir félagar voru samferða landslið- inu út til Svíþjóðar á nýársdag. Guðjón og Hákon verða annað dómarapar íslands á HM á íslandi í vor - koma næstir á eftir Stefáni Arnaldssyni og Rögnvald Erl- ingssyni. ■ ÞORBERGUR Aðalsteinsson landsliðsþjálfari verður á „heima- velli“ er íslenska liðið mætir Svíum í síðasta leik mótsins í íþróttahöll- inni í Linköping annað kvöld. Sem kunnugt er lék Þorbergur með SAAB frá Linköping um árabil, eða þar til hann gerðist landsliðs- þjálfari 1990. ■ SÆNSKA og íslenska landsliðið búa á sama hóteli í Linköping, en lið Norðmanna og Dana eru í Jönköping. ■ PATREKUR Jóhannesson fór með landsliðinu til Svíþjóðar en hann meiddist á fíngri fyrir áramót- inu. Þorbergur Aðalsteinsson ákvað að taka hann með og láta hann æfa með liðinu og búist er við að hann verði tilbúinn í leikina við Þjóðverja á íslandi laugardag og sunnudag. ■ FARARSTJÓRI með liðinu er séra Pálmi Matthíasson og má til gamans geta þess að þegar ekið var inn í Jönköping sagði Þor- bergur við Pálma: „Borgin er oft kölluð litla Betlehem því hér eru 100 kirkjur. Pálmi sagðist þá ætla að athuga hvort hann kæmist ekki til messu um kvöldið. ■ SÉRSTAKT mótsblað er gefið út vegna keppninnar og í fyrsta tölublaðinu er getraun þar sem vinningurinn er viku ferð fyrir tvo til íslands. Dregið verður í hálfleik á leik Islands og Svíþjóðar. ■ UPPSELT var á leik íslands og Svíþjóðar nokkru fýrir jól, en höllin í_ Linköping tekur 2.200 manns. Islendingafélagið á staðn- um var að reyna að fá miða á leik- inn en fékk aðeins tíu slíka. ■ JÚLÍUS Gunnarsson hvíldi í gærkvöldi, en Jönköping er „heimabær" hans, hann bjó hér þegar hann var yngri. ■ GEIR Sveinsson fyrirliði lék í gær 263. landsleik sinn og er lands- leikjahæsti leikmaður landsins. ■ LANDSLIÐIÐ sigraði lið press- unar, 26:23, í æfingaleik á föstu- dagskvöldið. ■ BJARKI Sigurðsson var markahæstur í landsliðinu, skoraði 8 mörk, og þeir Konráð Olavson og Geir Sveinsson gerðu 4 mörk hvor. Páll Þórólfsson gerði 7 mörk fyrir pressuna og Björgvin Rún- arsson 5. ■ LEIKUR Islendinga og Dana í gærkvöldi var 70 landsleikur þjóð- anna í handknattleik. íslendingar hafa unnið 26 leiki, átta sinnum hefur orðið jafntefli og Danir hafa unnið 36 leiki. KNATTSPYRNA Sigur og tap Drengjalandslið íslands í knatt- spymu, sem tekur þátt í móti í ísrael, sigraði heimamenn 2:1 á nýársdag. Bjarni Guðjónsson frá Akranesi og Ásmundur Jónsson úr Reyni, Sandgerði, skoruðu mörkin. Drengirnir töpuðu fyrir 0:2 fyrir Tyrkjum á gamlársdag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.