Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 1
AUGLÝSING Berklahættan voflr enn yfir Bls. 5 Endurliæfíng stöðugt stærri þáttur í heilbrigðiskerfínu Bls.4 Happdrættis- vinningurinn fór í atvinnuppbyggingu Bls. 3 Þannig spilar þú í áskriftarhappdrætti Bls. 2 Meiri vinningslíkur færðu hvergi Bls. 2 Lifandi dœmi um vel heppnað samspil baráttuvilja og lœknavísinda Fáum sjúklingum, ef nokkrum, hefur þjóðin fylgst jafn náið með á síðarí tímum og Halldóri Halldórssyni. Halldór er tákn um ótrúlega baráttu viljans til að sigrast á erfiðleikum - lifandi dæmi um hversu mjög lækna- vísindum og allri endurhæfingu hefur fleygt fram hin síðari ár. En hverfum nokkur ár aftur í tímann. „Hattdór hjarta og lunga" Þjóðin fylgdist með þegar Halldór dvaldi í Englandi í ársbyrjun 1988 og beið eftir nýjuhjartaognýjurnlungum. Þjóðin fylgdist með þegar aðgerðin fór fram þann 2. febrúar sama ár og þjóðin beið með öndina í hálsinum þegar fregnir bárust af líðan hans. Fyrstu fre'ttir lofuðu góðu; aðgerðin hafði gengið vel. Svo kom bakslagið, lfkami Halldórs hafnaði nýju líffærunum. Á nýjan leik birti til, þegar Halldór af ótrúlegum lífsvilja knúði sig áfram og á endanum var hann kominn heim til íslands. Fyrsti íslenski hjarta- og lungnaþeginn kom heim í maí 1988 og þá vissi hvert mannsbarn hver Halldór Halldórsson var. Svo mjög var hann í umræðunni, að menn fóru að tala um hann sem „Halldór hjarta og lunga." Og þjóðin gladdist yfir heimkomu hans. En barátta Halldórs var rétt að byrja. Kom heim rétt tilkeyrður með nýja vél „Ég hafði byrjað að þjálfa mig úti í Englandi, hjólaði mikið og gekk. Þegar ég kom heim var ég því í þolanlegu standi, svona eins og rétt tilkeyrður eftir að hafa skipt um vél í líkamanum," segir Halldór. „Égikvað síðan að drífa mig á Reykjalund og halda þessu áfram. Ég vildi hins vegar búa heima og fékk að koma á morgnana og fara heim á kvöldin. Það er lýsandi dæmi fyrir þær frábæru móttökur og hinn góða anda á Reykjalundi að menn studdu mig bara í því og vildu allt fyrir mig gera." Halldór æfði sig stíft og gekk eins og berserkur. Og endurhæfingin á Reykja- lundi skilaði fljótt sínu. Vitni að ótrúlegum kraftaverkum Um haustið byrjaði Halldór að vinna hálfan daginn hjá Rafmagnsveitum Reykjavíkur og var í endurhæfingu á Reykjalundi fyrir hádegi. Og Halldór hélt áfram að braggast, vann hjá Rafmagns- veitunni um veturinn og flutti sig síðan alfarið á Reykjalund vorið 1989, það er að segja, hann hóf þar störf sem að- stoðarmaður líffræðings. „Það var mjög gefandi starf. Ég tók þar til dæmis hjartalínurit sjúklinga. Það var góð til- finning að vera hinum megin við borðið, enda tóku sjúklingarnir mér mjög vel. Og þar varð ég vitni að ótrúlegum kraftaverkum," segir Halldór, sem lfklega er sjálfur stærsta kraftaverk- ið. Rúmu ári eftir að hafa fengið nýtt hjarta og lungu var Halldór á fullu við að vinna og lifa lífinu. Og hann var langt því frá að vera hættur að koma á óvart. Brons í 3-000 m hlaupi 1991 keppti hann á Evrópuleikum hjartaþega í Englandi og ári síðar var hann mættur á Evrópuleikana í Hollandi og gerði sér lítið fyrir og fékk bronsverðlaun í 3.000 metra hlaupi. Halldór hafði þar að auki kynnst Ástu Snorradóttur, sem þá var í námi í mann- fræði. „Þó Ásta þekkti sjúkrasögu mína lét hún sér ekki bregða, hún er þannig gerð," segir Halldór og brosir út í annað. Ásta er nú á öðru ári í hjúkrunarfræði. „Ætli ég hafi nú ekki haft einhver áhrif á það," segir Halldór glottandi. Halldór og Ásta eiga eina sextán mánaða dóttur, Eydísi Þuríði og annað barn þeirra er á leiðinni í heiminn. Halldór hefur tekið virkan þátt í uppeldi dóttur þeirra, enda er hann heima á daginn og stundar skólann á kvöldin. Stefni á rafeindavirkjann „Ég er í kvöldskóla í Námsflokkum Reykjavíkur og stefni að því að fara í faglegt rafeindavirkjanám í Iðnskólan- um í haust, ef allt gengur vel, en annars er þetta allt svo mikið púsluspil," segir Halldór, sem er nýfluttur í stærra hús- næði í Kópavoginum, enda fjölskyldan að stækka. Stærri fjölskylda þýðir meiri ábyrgð. „Ég reyni alltaf að hreyfa mig en hef verið dálítið að slaka á vegna anna. En það stendur til bóta," segir Halldór. Og þjóðin fylgist enn með honum, tæpum sex árum eftir þessa viðamiklu aðgerð. Halldór segist standa í ævarandi þakklæti við Reykjalund og raunar íslensku þjóðina alla enda hefur hann alltaf fundið fyrir miklum stuðn- ingi. Halldór mun líklega seint hverfa úr minningu þjóðarinnar sem lifandi dæmi um sterkan lífsvilja og mikla baráttu. IS TA VER Glœsilegir aukavinningar í Happdrœtti S I B S Þeir sem takaþátt íHappdrætti SÍBS nœsta ár spila um óvenju glœsilega vinningaskrá með mestu vinningslíkur í tslensku happdrœtti - meira en annar hver miði vinnur aðjafnaði. Þar við bœtast hvorki meira né minna en 28 aukavinningar, glæsileg myndlist eftir marga þekktustu núlifandi listamenn þjóðarinnar - listaverk sem eiga erindi inn á íslensk heimili. Höf. Sossa Aukavinningur 7. iúlí Höf. Þorlákur Krisunsson (Tolli) Aukavinningur 5. maí Mestu v'inningslíkur í íslensku haþþdrœtti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.