Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995 C 3 HAPPAMIÐINN GAF FIMM MILLJÓNIR „Ég kalla liann happamiðann minn. Ég fékk aldrei vinning á hann þegar ég átti pening en þegar ég var blðnk, fékk ég vinning." Unnur Pétursdóttir hefur spilað lengi í happdrætti SÍBS og það hefur sannað henni að þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Happamiðinn hennar hcfur reynst henni drjúgur í gegnum árin. „Ég keypti fyrsta miðann á þeim árum sem happdrættið var að byrja og átti hann lengi. Þegar ég eignaðist annað barnið bætti ég einum miða við. „Þegar ég keypti miðann hafði ég mikinn áhuga á því að styrkja SÍBS. Þá hafði ég aldrei fengið vinning í happdrætti og var ekki mikið að spekúlera í því. í fyrstu fékk ég aldrei vinning á miðann en fljótlega varð staðan þannig, að ef mig vantaði peninga fékk ég vinning. Svo var það bara allt í einu, ég var að líta á vinningaskrána, byrjaði í miðju og svo niður eftir síðunni og síðast á efstu vinningana, mér datt ekki í hug að byrja að h'ta á þá, að ég sá ekki betur en þetta væri númer sem ég ætti. Og þá varð ég mjög hissa.“ „Eftir á kemur svona vellíðan“ Fyrst þá svona áttar maður sig ekkert á þessu. Ég er vön því að taka lífinu með ró og eyða ekki og spenna um efni fram. Þetta er manni í blóð borið að vera ekki að kaupa það sem maður ekki þarf. Eftirá kemur svona velh'ðanartilfinning og maður veit að það er öryggi þarna á bak við. Hvað sem á gengur þá getur maður alltaf haft nóg fyrir sig. í tvö ár hafði ég ekki haft neinar tekjur. Ég braut á mér höndina og það ekki í vinnutíma. Ég hafði þess vegna engin réttindi. Þessar sjúkrabætur eru svo htlar að enginn getur lifað af þeim. Ég skil ekki eftirá hvernig ég gat hfað. Mér fannst það skömm að leita á kerfið og biðja um peninga fyrir utan það, að ég var of lasin til þess. Ég gerði það ekki en dó þó ekki úr hungri. Svo var ég þetta heppin að guð lét mig hafa vinning. Fjárráðin gera mér það kleift ef mig langar til að gera eitthvað, hvað svo sem það ætti að vera, þá get ég það. En það er ekki þar með sagt að ég geri það. „Lét peningana í atvinnuvegina“ Ég setti þetta í atvinnuvegina, það er engin ávöxtun farin að skila sér en hún kemur. Næsta ár fer þetta að ganga en peningamir eru öruggir þar sem þeir eru. Ég er líka búin að fara tvisvar út á þessu ári og er að fara aftur núna um jólin. Ekki það að ég sé að eyða. Áður fyrr fór ég alltaf annað slagið til útlanda því ég á böm úti. Ég hef aldrei tekið lán til þess að fara. Ef ég á pening til að kaupa ein- hvern gjaldeyri þá er ég farin ef ekki þá bara bíð ég. Húsgögn og annað hef ég heldur ekki keypt á afborgunum ef ég ekki á fyrir því þá kaupi ég ódýrara eða bíð þar til ég á fyrir því. Ég var í íbúð sem ég átti sjálf uppi á fjórðu hæð og átti erfitt með að vera þar af því að ég er farin að tapa sjón og er svo veik í baki. Ég keypti nýja íbúð en seldi hana aftur og lét peningana í atvinnuvegina vegna þess að mér finnst að peningar eigi ekki bara að liggja og mygla einhvers staðar. Þeir eiga að fara í atvinnulífið hérna á íslandi. Ef atvinnuh'f á íslandi fer á hausinn þá er ég komin á haus- inn hvort sem er. Þó ég eigi einhverja peninga hvaða ánægju hef ég af því að sitja þá með mína peningahrúgu og rísla mér í þeim ef allir hinir em að drepast?" áttum við silfúrbrúðkaupsafmæli og gátum því boðið fjölskyldunni til veislu. Hvernig sem maður býr og hvemig sem maður hefur það kemur svona vinningur sér alltaf vel. Við vomm búin að búa í húsinu í 12 ár og við gátum því klárað svona eitt og annað sem var eftir.Við ferðumst mikið innanlands á sumrin og því endumýjuðum við ferðabflinn sem okkur hafði dreymt um. Síðan settum við peninga á bréf fvrir dætur okkar og eigum svo varasjóð sjálf. Dóttir mín yngsta spurði mig að því hér um daginn hvort hún ætti ekki að kaupa sér happdrættismiða. Ég sagði við hana að það væri tilvalið að segja upp áskriftinni að andrési önd og nota peningana í happdrættismiða. Ég kaupi kannski fleiri miða eða læt börnin gera það því þetta styrkir gott málefni". Hermann og Elsa áttu sér draum - nýja eldhússinnréttingu. Og til að gera hann að veruleika þurftu þau lán. Ferðin til bankastjórans var þó aldrei farin því áður en til þess kom barst hjálp úr annarri átt. „Við höfðum spilað frá fyrstu tíð í SÍBS áttum miða fýrir löngu síðan en það gleymdist svo oft að endurnýja, svo við hættum þessu bara. En þetta er svo gott málefni og peningunum svo vel varið hjá SÍBS og maður sér í hvað peningarnir fara þess vegna finnst okkur sjálfsagt að styrkja það. Því settum við greiðslurnar núna á kreditkort. „Eg var búin að tala um það lengi að ég ætti eftir að iá þann stóra“ Við fórum úr bænum á föstudegi og ég hafði nú litið í blaðið en mundi ekki númerið svo ég hugsaði, „nei það er ekkert“. Svo komum við í bæinn á sunnudagskvöld, þá var hringt og sagt það væri frá SÍBS. Ég spurði nú hver væri að gera at í mér. Ég trúði þessu nú samt fyrir rest en Hermann sagði bara salla rólegur „nú jæja“. Við fengum vinninginn í ágúst. Smá hluti hans fór í að laga sumarbústað- inn. Síðan fór stór hluti í eldhúsbreyt- ingar. Ætli restin fari ekki í viðgerð á sumarbústaðnum og draumur okkar er að komast eina ferð til Kanarí. Peningarnir komu sér vel. Það hafði alltaf verið minn draumur að skipta um eldhússinnréttingu og ég hafði lieitið því að ef ég ynni í happdrætti skyldi svo vera. Annað stóð ekki til. Við vontm búin að ákveða að fara í bankann og slá lán fyrir eldhúsinn- réttingu og viðgerð á bústaðnum því hann er orðinn gamall og farinn að láta á sjá. 8 milljónir á miða frá ömmu Þegar við systurnar vorum litlar þá gaf amma mín niömniu pening og hún fór og keypti happdrættismiða í nafni okkar systra. Þegar ég var um tvítugt tók ég við miðanum og hélt áfram að endumýja. Þetta var miði sem hafði fylgt mér alla tíð svo það kom ekki til greina að segja honum upp þó svo aldrei kæmi vinningur. Fjölskyldan hafði verið í miklum tengslum við uppbyggingu SíBS. Fósturpabbi minn átti systur og amma rnín átti bróður sem höfðu verið að Reykjalundi þannig að tengslin voru til staðar og þó einn rniði sé ekki mikið þá hjálpar hann þeirri góðu starfsemi sem þama fer fram. Fyrsta hugsun mín við hringinguna frá SÍBS var sú að ég hefði ekki gengið nógu vel frá kortagreiðslunni. Þegar mér var sagt að þama væri vinningur hélt ég að mér hefði sést yfir einhvem smávinninginn. Þegar upphæðin var tilkynnt hélt fólkið mitt að það hefði orðið dauðsfall eða hræðilegt slys því ég hvítnaði upp og hné niður. Mér fannst þetta með ólfldndum ég hefði verið ofboðslega sæl með tíu þúsund eða fimm þúsund. Svona lagað er eitthvað sem aðrir lenda í en ekki maður sjálfur. í daglegu lífi breytir þetta ekki svo miklu en það veitir manni öryggi. Hvað sem þeir hækka skatta og álögur á húsnæði þá veit maður að maður er öruggur. Ég held að ég hafi verið mjög skynsöm í þessu öllu saman. Ég fékk ekki kaupæði en hélt mig á jörðinni. Mér finnst það fylgja því mikil ábyrgð að fá svona mikinn pening. Þetta er ekki eitthvað sem þú bara dreifir lieldur reynir að nota af skynsemi. Buðu til fjölskylduveislu Það vildi svo skemmtilega til að dag- inn áður en við fengum peningana Hann var stálheppinn Norðlendingurinn sem fékk 10 milljónir á einn miða íHappdrœtti SÍBS fyrir nokkru. Hér á eftir er útdráttur úr bréfi sem hann sendi happdrœttinu stuttu seinna. ...Við hjón höfðum skamma stund dvöl í borg Davíðs. Við flýttum okkur heim og konan fór að baka pönnukökur að hætti móður sinnar (þær eru aíbragð) þeytti auk þess heldur rjóma og setti enska jarðarberjasultu með inn í „pönsumar". Þetta beið svo eftir börnunum þegar úr vinnu komu. Já þannig var nú haldið upp á góða ferð til Reykjavíkur. Ekkert skálað í kampavíni. Og svo sannarlega var tilefni til. Bflinn fengum við af- hentan þann 27. okt. Þá var bjart yfir. Það var líka bjart í sinni og bfllinn er ljómandi, sjálfskiptur og afar léttur í stýri. Klæddur með rauðu plussi að innan, sæti og hurðar. Sem sé hinn eigulegasti gripur. Ekkert prjál eða annar lúxus, svo sem rafmagn í rúðum HANNFÉKK J'yrst buðutn við bömununt í rjómapönnukökur Og súkkulaði síðan..“ eða liurðum. Slíkt er dýru verði keypt. Það er unnt að aka nokkuð langt fyrir þann pening, í bensínverði. Að þessum þætti loknum var unnt að halda áfram við að leita að ítnið. Það tók langan tíma og var afar óskemmtilegt. Þá á ég við það ónæði sem það veldur því blessaða fólki sern er að selja frá sér eignir sínar. Stundum ;tf Astæðum sem ég vildi ekki vita neinn mann í, horfandi fram á skiinað eða algert vonleysi og peningavandræði. Sumir vom reyndar að selja til að geta látið eftir sér meira. Loks hringdi sölumaðurinn heim og sagði að nú væri eign í sjónmáli, sem honum virtist henta okkur. Við brugðum við eftir að korian kom heim frá sinni vinnu og litum á íbúð sem við hálf féll- um fyrir. Og enn betur þann næsta dag er við skoðuðum í björtu. Þetta er vel standsett íbúð, tveggja ára, nýir gluggar með verksmiðjugleri, tvöföldu, gólfteppi með sama aldri, gott og eitthvað sem líktist parketi líka tveggja ára. Snyrtiherbergið er líka standsett og klætt innan með gráleitum marmara og svo em öll tæki þar ný. Eldhúsið er með 4ra ára innrétt- ingu, að vísu viðarskápar en háglansaðir og með fullningshurðum. í kjallara hvar er lítil íbúð og við eigum forkaupsrétt að er auk þess þvottahús og geymsla nokkuð stór og önnur lítil undir stiga. Svo fylgir nokkuð stór bflskúr. Nokkur lóð fylgir eigninni þar er kartöflugarður og trjágróður. Eitt er stórgott við þessa eign að útsýnið er hreint dásamlegt út allan fjörðinn okkar. Já ég held bara að við höfum gert góð kaup. Það var notalegt að spjalla við ykkur á skrifstofunni. Þar var gott að vera, góður andi yfir vötnunum og allt starfsliðið gerði það að við eigum og hljótum að geyma í hug okkar jtessa morgunstund 24. október. Að lokum viljum við biðja þess að góður Guð blessi starfsemi ykkar öllum til góðs. Guð gefi þér og þínu fólki heima og á skrifstofu þinni gleðileg fól, farsælt komandi ár. Lifið heil.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.