Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 4
4 C ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ + FRAMTÍÐ REYigALUNDAR BYGGISTÁ ÞVÍAÐ HAPPDRÆTTISÍBS SKILIÁFRAM ÁGÓÐA Brautryðjenda- starf í endurhœfingu fyrir Islendinga Það hefur ýmislegt breyst á þeim 32 árum sem Haukur Þórðarson, yfirlæknir, hefur starfað á Reykjalundi. Mjólk var ekið í hestvögnum, hermannabraggar voru enn í notkun á svæðinu og þar voru nær eingöngu berklasjúkling- ar. 1962 var rými fyrir 90 sjúklinga, nú eru þeir 170. Þávoru lækn- amir tveir, nú eru þeir 12 og hjúkrunarfræðingarnir þrír, nú em þeir 26. Sjúkraþjálfar voru engir en nú em þeir 14 og svo mætti lengi telja. Starfsemin hefur líka breyst. Gigtarsjúklingar, hjarta- og lungnasjúklingar, mið- taugakerfíssjúklingar, geðsjúkling- ar, sjúklingar með stoðkerfís- vandamál, sjúklingar að ná sér eftir slys; þessir hópar og mun fleiri njóta nú læknisaðstoðar á Reykjalundi, auk þeirra sem sýkst hafa af berklum. Og breytt starf- semi kallaði á breytta starfshætti. Hér framkvæma menn „Þetta þróaðist hægt og bítandi um leið og starfsemin óx. Við tókum upp gagnvirkari vinnu- brögð og endurhæfingin varð fjöl- breyttari. Þannig náðum við til dæmis að stytta dvalartímann verulega án þess að þjónustan skertist á nokkurn hátt,“ segir Haukur. „Brautryðjendumir í SÍBS mega aldrei gleymast í þessu sambandi enda sýndu þeir ótrú- Haukur ÞórSarson, yfirlæknir ó Reykjalundi. lega víðsýni á sínum tíma og þetta var kjarkmikið og duglegt fólk. Hér var byggð upp starfsemi og þjónusta sem þá var ný af nálinni og sýndi mikla framsýni. Ákvarðanataka var einföld og skil- virk og hér var framkvæmt," segir Haukur. Nú, áratugum síðar, getur Reykjalundur enn státað af framkvæmdasemi, skilvirkni og einfaidri ákvarðanatöku. Og það þrátt fyrir að breytast úr stað sem eingöngu sinnti atvinnulegri upp- „Menn héldu áfram af enn meiri krafti, þróuðu reksturinn og mœttu þörfum fólksins“ Tugir þúsunda íslendinga hafa dvalið á Reykjalundi byggingu yfír í að sinna ýmsum meðferðarþáttum, greiningar- aðferðum og stöðugum nýjungum á sviði endurhæfingar. Ekkert hótel takk Mikill sigur vannst á berklum, eða Hvíta dauða eins og hann var kall- aður, hér á landi meðal annars vegna starfsemi SÍBS. Hægur vandi hefði verið, þegar takmarkinu var náð, að hætta starfseminni. „Menn hættu hins vegar ekki og breyttu Reykjalundi ekki heldur í hótel, eins og sumum hefði vafalaust dottið í hug. Menn héldu áfram af enn meiri krafti, þróuðu reksturinn og mættu þörfum fólksins," segir Haukur. En hvorki hinn stóri sigur á berklum, né hin endumýjaða starfsemi hefði orðið að raunveruleika, hefði fjárhags- Sjúklingur sem misst hefur bóða (ætur (ær þjálfun á hestbaki. Ljósm. Sigurjón Jóhannssan. legur stuðningur Happdrættis SÍBS ekki komið til. Ef Happdrætti SÍBS væri ekki til staðar gætum við alveg eins lagt starfsemina niður „Happdrættið hefur gert uppbygg- ingu á Reykjalundi mögulega. Allar byggingar em reistar fyrir tilstuðlan þess og það er okkar eini möguleiki á áframhaldandi uppbyggingu," segir Haukur. Happdrættistekjur em ekki notaðar í reksturinn, heldur ein- vörðungu í uppbyggingu á aðstöðu. Happdrættið og Reykjalundur em, ef svo má segja, einn og sami hluturinn. Ef það væri ekki til staðar, gætum við alveg eins lagt starfsemina niður,“ segir Haukur. Framtíðin? Þeir em margir íslendingarnir sem hafa dvafíð í lengri eða skemmri tíma á Reykjalundi og eru til vitnis um öfluga starfsemi, en ekki síður góðan vinnuanda, stöðuga framþróun og stanslausa sókn á öllum sviðum. „Það er undir okkur komið hvernig til tekst við að mæta þörfum sjúkl- inga og það gemm við með því að íylgjast vel með og standa okkur í stykkinu," segir Haukur. Það þarf hins vegar engan sérfræðing til að sjá að þörfum sjúklinga verður aldrei fyllilega sinnt, nema aðstað- an sé íyrir hendi og eina ömgga leiðin til þess, er að happdrætti SÍBS njóti jafn mikils velvilja og það hefúr hingað til gert. M e s t u vinningslíkur í íslensku happdrœtti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.