Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995 C 5 VERÐUMAÐ VERA VIÐBÚIN STAÐBUNDNUM BERKLAFARALDRI Björn Magnússon læknir ó Reykjalundi. „8 milljónir manna greinast árlega meö berkla“ Það er óhugnanleg staðreynd, en staðreynd engu að síður, að á árunum 1985 - 1990 varð 18% aukning á tíðni berkla í Bandaríkjunum. Vart hefur orðið við sams konar þróun í Noregi og höfum mjög öflugt eftirlit hér á landi og þeir sem greinast með berklasmit hér eru aðallega inn- flytjendur og ferðamenn. Auk þess ná berklarnir sér stundum á strik hjá gamalmennum sem sýkt- ust fyrir áratugum. Þótt eftirlit sé gott, megum við þó ekki sofna á verðinum, því annars er viðbúið að illa fari,“ segir Björn. Þrjár milljónir deyja á ári Hættan vofir hins vegar yfír. Björn segir að menn hafí slakað á klónni, talið hættuna liðna hjá, og að tekist hafi að útrýma berklum hér á landi. Til þess að halda vöku okkar, þurfum við þó stöðugt að fylgjast með og leitast við að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann. Tölulegar því lengur sem sýking er til staðar í líkamanum. Bólusetning ekki einhlít vörn llins vegar er hægt að nota fyrir- byggjandi aðgerðir. Björn segir að þar sé aðallega verið að tala um fræðslu og öflugt eftirlit. Greinist einhver með berkla, þarf að leita að sýkingu í hans nánasta um- hverfi og hefja strax rétta meðferð. Hins vegar er umdeilanlegt hvort almennt eigi að nota bólusetn- ingar. Rannsóknir í Bandaríkjun- um sýna mjög mismunandi árang- ur, en líklega er þó rétt að bólu- setja þá sem í mestri hættu eru á að smitast, svo sem heilbrigðis- starfsfólk og jafnvel suma þeirra sem búa í fátækrahverfum stór- borga. Annað vandamál sem „Úr myndinni Hvíti dauðinn" eftir Einar Heimisson. Ljósm. Kristjón Lognson. Myndin, sem hefur vakið mikla athygli, segir fró baráttunni við berkla um 1950. „Á árunum 1985 - 1990 varð 18% aukning á tíðni berkla í Bandaríkjunum" „Megum ekki sofna á verðinum“ víðar í Evrópu. Til allrar hamingju hefur tekist að ráða niðurlögum sjúkdómsins hérlendis og halda honum síðan í skefjum með öfl- ugu heilbrigðiseftirliti. Samband íslenskra berklasjúklinga (SÍBS), Reykjalundur, Vífilsstaðir og Kristneshælið tengjast þessari baráttu órjúfíuilegum böndum. Björn Magnússon, læknir á Reykjalundi er sérfræðingur á sviði lungnasjúkdóma. „Við staðreyndir tala enda sínu máli. Þrjár milljónir deyja af berklum árlega í heiminum og átta milljónir manna sýkjast á sama tíma. Von á staðbundnum faraldri? „Þegar saga berkla hér á landi er skoðuð kemur í ljós“, segir Bjöm „að vendipunkturinn í baráttunni var árið 1948 þegar notkun fyrsta berklalyfsins hófst. Einn af frnrn- kvöðlum þess að hingað voru fengin berklalyf, var Oddur Ólafs- son, yfirlæknir á Reykjalundi, sem tvínónaði ekki við að fara sjálfur til Norður Ítalíu til að sækja lyf fyrir skjólstæðinga sína á Reykja- lundi. Það tókst að ná tökum á vandamálinu og síðan þá hefur öflugt starf farið fram hérlendis. Við megum hins vegar ekki sofha á verðinum, við getum átt von á staðbundnum faraldri, ef við gætum okkar ekki,“ segir Bjöm. Og það er dýrt að vinna á berkl- um. í hefðbundinni meðferð em notuð 2-3 lyf í sex mánuði og stundum fleiri, jafnvel árum saman ef um lvfjaónæmi er að ræða. Aðalatriðið er þó að vera vakandi fyrir tilveru sjúkdómsins. Vantar fræðslu „Það er stórt vandamál að sjúk- dónvar eru ekki rétt greindir og það vantar sárlega aukna fræðslu meðal heilbrigðisstétta," segir Bjöm og bendir á að einkenni berkla séu oft óljós. Þau em til dæmis slappleiki, hitavella, eitla- stækkanir og hóstakjöltur. Stundum eru einkennin þó aug- Ijós, svo sem blóðspýtingur. Berklar geta verið lengi til staðar í sjúklingi án þess að sjúkdómurinn sé greindur. Eðli málsins sam- kvæmt, verður ástandið alvarlegra læknar glíma við í baráttunni við berklana er röng notkun lyfja. Berklalyf í apótekum „Það er þekkt staðreynd að röng lyfjanotkun getur valdið lyfja ónæmi. Þá getur meðferð tekið mun lengri tíma en sex mánuði og líkurnar á árangri era því mun minni,“ segir Bjöm og bendir máli sínu til stuðnings á nokkur lönd í Asíu, þar sem hægt er að kaupa berklalyf án lyfseðils í apótekum og ekkert eftirlit er því með lyfjanotkuninni. Hvítir gegn hvítum Berklar hjuggu stór skörð í raðir landsmanna hér fyrr á áram, áður en sigurinn á hvíta vágestinum vannst á stöðum eins og Vífilsstöðum, Reykjalundi og Kristneshæli. Sigurinn var þó ekki jafn afgerandi víða úti í heimi og því þarf að halda vöku sinni hér á landi. Og þar koma heilbrigðis- stéttir enn við sögu, þar sem hvít- klæddir menn og konur berjast gegn skæðum sjúkdómi, Hvíta dauða. Björn og félagar hans í þessari baráttu þurfa hins vegar á stuðningi að halda til að fylgjast með og sinna forvörnum, stuðn- ingi sem aðeins verður að veru- leika með öflugum baklijarli. Sá bakhjarl er til staðar og heitir SÍBS ásamt ölluin sem styðja starf þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.