Morgunblaðið - 04.01.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 04.01.1995, Qupperneq 1
64 SÍÐUR B/C/D 2. TBL. 83. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Segja nýbyggðir ógna fríðarsanrningunum Jerúsalem, Gaza. Reuter. TALSMENN PLO, Frelsissamtaka Palestínumanna, sögðu í gær, að friðarsamningarnir við ísraela hlytu að fara út um þúfur þar sem nú væri ljóst, að ísraelsstjórn ætl- aði sér ekki að stöðva nýbyggðir gyðinga á Vesturbakkanum. A mánudag bannaði ísraelska ríkisstjórnin byggingu 500 íbúða á hæð skammt frá palestínska þorp- inu al-Khader en leyfði hana nær gyðingabyggðinni Efrat í sama héraði. Palestínumaðurinn Zakariya al- Agha, sem sér um húsnæðismál á sjálfstjórnarsvæðunum, sagði, að Israelar hefðu nú lagt blessun sína yfir frekari byggðir gyðinga á Vest- urbakkanum og því hlytu friðar- samningarnir að vera úr sögunni fljótlega. ísraelsher ekki á brott? Samkvæmt samningum ísraela og PLO á ísraelska hernámsliðið að vera búið að koma sér fyrir á nýjum stöðum í maí á næsta ári en Yitz- hak Rabin forsætisráðherra og fleiri ísraelskir frammámenn hafa verið að draga í land með það. Segjast þeir óttast auknar árásir araba, sem andvígir séu friðarsamningunum. Lögregla Palestínumanna hand- tók í gær 12 ísraela á Gaza og sagði þá vera ísraelska leyniþjón- ustumenn., Talsmenn lögreglunnar sögðu mennina hafa verið vopnaða. ■ Misskilningikenntum/16 Serbar í Krajina virða vopnahléð Reuter SARAJEVOBÚI heldur á reið- hjóli og hangir utan á spor- vagni í miðborginni. Sænsk stjórnvöld fordæma framferði rússneska hersins í Grosní Tsjetsjenar verjast enn af hörku Grosní, Moskvu, Stokkhólmi, Bonn. Reuter. HARÐIR bardagar geisuðu enn í Grosní, höfuðborg Tsjetsjníju, í gær en Tsjetsjenar héldu enn miðborginni og forsetahöllinni. Óljóst er hvar Dzhokar Dúdajev, forseti héraðsins, heldur sig. í sjónvarpsávarpi á mánudagskvöld skoraði hann á stjórn Borísar Jeltsíns Rússlandsforseta að hefja viðræður um frið, ella gæti svo farið að rússneskir stríðsfangar yrðu drepnir. Lena Hjelm-Wallen, utanríkisráðherra Svíþjóðar, fordæmdi í gær framferði Rússa í Tsjetsjníju, sagði að Moskvustjórnin gæti ekki lengur réttlætt hrottalega árás sína á Grosní með því að um innanlandsmál væri að ræða. Reuter NOKKRIR hermenn Tsjetsjena leita skjóls við húsvegg í hörðum götubardögum við innrásarher Rússa í miðborg Grosní í gær. „Rússar hafa ásamt öðrum aðild- arþjóðum Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu (ÖSE) lýst því yfir að meðferð sérhvers ríkis á þegnum sínum skipti öll aðildarríkin máli, ekki aðeins umrætt ríki,“ sagði Hjelm-Wallen. Utanríkisráðherra Þýsklands, Klaus Kinkel, ítrekaði stuðning sinn við Jeltsín en sagði Rússa fara offari í Tsjetsjníju. Loftárás á Ingúsetíu Stjórnvöld í Moskvu fullyrtu að herlið hennar hefði treyst tökin í miðborginni í gær. Rússneskar flug- vélar gerðu loftárásir á Grosní en auk þess réðst ein vélin á smáborg í nágrannahéraðinu Ingúsetíu og féllu fjórir óbreyttir borgarar. Að sögn /nterfax-fréttastofunnar rússnesku var hart barist við járn- brautarstöðinJ' í Grosní sem er í um 1,5 km fjarlægð frá forsetahöllinni. Við höllina og nálægar götur væri fjöldi brunninna brynvagna. „Frétta- maður okkar taldi um 100 lík níss- neskra hermanna á götunum við höllina," sagði Interfax. Innrásin hefur valdið því að and- stæðingar Dúdajevs í héraðinu beij- ast nú með mönnum hans gegn Rúss- um en heimildarmenn segja að vart muni nema nokkur þúsund manns vera reiðubúin að halda áfram skæruhernaði taki Rússar Grosní. Særður Tsjetsjenahermaður sagðist í gær óttast 'að borgin félli senn vegna þess að skotfæri veijendanna væru á þrotum. Hernaðarsérfræðingar eru sam- mála um að innrásin hafi verið ein- staklega illa undirbúin og yfirstjórnin sé í molum. Umbótasinninn Jegor Gajdar segist óttast að einræði verði komið á í landinu í kjölfar ófaranna í Tsjetsjníju. ÁHORPENDUM að jólaávarpi El- ísabetar Bretadrottningar á bresku sjónvarpsstöðvunum BBC og ITV hefur fækkað um helming á ára- tug. Kemur til álita að hætta út- sendingunni. Jólaávarpið er flutt á besta tíma, klukkan þrjú eftir há- degi á jóladag, eða rétt eftir að Bretar eru staðnir upp frá aðal jólamáltíðinni. Áhorf hefur ekki mælst minna frá því nákvæmar mælingar hóf- ust. Þannig horfðu aðeins 14,6 millj- ónir á sjónvarpsávarp drottningar Æ færri hlýða á jólaræðu drottningar að þessu sinni eða tvejmur milljón- um færra en í fyrra. Áhorfendum hefur fækkað jafnt og þétt. Fyrir áratug horfðu 28 milljónir á ávarp- ið og rúm 21 milljón fyrir fjórum árum. Árið 1991 var fjöldi áhorf- enda einnig yfir 20 milljónir. Niðurstöðurnar eru í samræmi við niðurstöður könnunar sem Harris-stofnunin gerði birt var í breska blaðinu Independentá annan dag jóla. Spurt var hvort hætta bæri að útvarpa jólaávarpi drottningar sem verið hefur fastur liður í sjónvarpsdagskránni frá 1957. Aðeins þriðjungur sagði ávarpið ómissandi hefð, 54% sögð- ust ekki myndu sakna þess og 10% svöruðu afdráttarlaust, að fella bæri ávarpið niður. Elísabet Bretadrottning Flogið á ný til Sarajevo Sarajevo. Reuter. FLUGVÖLLURINN í Sarajevo var opnaður í gær að nýju og var gert ráð fyrir, að þangað kæmu 28 flug- vélar með hjálpargögn. Sömuleiðis var það talið til marks um mjög batnandi ástand í borginni stríðs- hijáðu, að ferðir sporvagna hófust á ný í gær. Þær hafa legið niðri í nokkrar vikur vegna árása serb- neskra leyniskyttna. Sir Michael Rose, yfirmaður frið- argæslusveita Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í Bosníu, freistaði þess í gær að koma í kring fyrstu fundum samráðsnefnda stríðsaðila um framkvæmd fjögurra mánaða vopnahlés. Sveitir friðargæsluliða tóku sér í gær stöðu víða í Sarajevo til þess að reyna koma í veg fyrir að leyniskyttur gætu athafnað sig. Flytja vopn frá Bihac Bosníu-Króatar, sem tekið hafa afstöðu með stjórninni í Sarajevo, gerðust aðilar að vopnahléssam- komulaginu í fyrradag. Og í gær hétu Krajina-Serbar að hætta hern- aði á svæðinu við Bihac en fulltrúar SÞ sögðu múslimaherflokka, sem berjast gegn stjórninni í Sarajevo, hafa efnt til átaka á nokkrum stöð- um. Talsmaður SÞ sagðist hafa upplýsingar um að Serbar hefðu hafið brottflutning hersveita og vopna frá Bihac-svæðinu. Vopnahléssamkomulagið sem nú er komið til framkvæmda í Bosníu er árangur af sáttaumleitunum Jimmy Carters fyrrverandi Banda- ríkjaforseta. Ef sýnt þykir að stríðs- aðilar ætli að virða vopnahléð, er búist við að nýjar samningaumleit- anir fyrir tilstilli fimmveldanna svo- nefndu hefjist upp úr miðjum janúar. Norðmenn reykja mikið Ósló. Rcutcr. NORÐMENN eru stórtækari reyk- ingamenn en flestar aðrar þjóðir í Vestur-Evrópu. Þó er verðlag á tób- aksvörum þar himinhátt. Norska tóbaksvarnarnefndin skýrði frá því í gær, að 35% lands- manna á aldrinum 16-74 ára reyktu að staðaldri. Er það lítils- háttar lækkun frá 1980 er 37% Norðmanna á þessu aldursbili reyktu. Grikkir eru eina Vestur-Evrópu- þjóðin sem reykir meira en Norð- menn; kannanir sýna að 37% Grikkja reykja að staðaldri. Danir reykja nær jafn mikið og Norðmenn en einungis 23% Svía reykja að staðaldri. Teije Svendsen, formaður tób- aksvarnarnefndar Noregs, sagði að skortur á áróðri gegn reykingum ætti sinn þátt í því hve margir Norðmenn reyktu að staðaldri. Þar í landi kostar pakki með 20 vindl- ingum 45 krónur eða jafnvirði 450 íslenskra króna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.