Morgunblaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Borgarráð samþykkir að samið verði um sölu á þremur lóðum til Irving Oil Skilyrði að samningar takist um birgðastöð í Reykjavík Lóðaumsóknir annarra olíu- félaga verða kannaðar Aukið að- hald vegna gjaldeyris- kaupa BANKASTJÓRN Seðlabank- ans hefur hert reglur um svo- nefnda endurkaupasamninga í þeim tilgangi að draga úr gjald- eyriskaupum banka og spari- sjóða. Áður var heimilt að gera slíka samninga til allt að 90 daga en sá tími hefur nú verið styttur í 30 daga. „Þetta er aðhaldsaðgerð sem hefur þann tilgang að draga úr gjaldeyriskaupum hjá Seðla- bankanum. Bankar og spari- sjóðir hafa verið að selja hús- bréf og spariskírteini til að Qár- magna gjaldeyriskaup, aðal- lega í tengslum við framvirka samninga," segir Birgir ísleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri. ■ Vextir Seðlabankans/14 BORGARRÁÐ hefur samþykkt að heimila borgarstjóra að ganga til samninga við Irving Oil um sölu á þremur lóðum fyrir bensínstöðvar og verslun í Reykjavík. Jafnframt er sett það skilyrði fyrir sölu lóð- anna að samningar takist við fyrir- tækið um lóð og uppbyggingu birgðastöðvar við Reykjavíkurhöfn. Þá samþykkti borgarráð að fela Borgarskipulagi og borgarverk- fræðingi að fara yfir aðstöðu olíufé- laganna í borginni og umsóknir þeirra um lóðir fyrir bensínstöðvar og leita lausna í því sambandi. í heimild borgarstjóra er fyrirvari um endanlega staðsetningu lóð- anna, fyrirkomulag og breytingu á landnotkun að lokinni umfjöllun umhverfismálaráðs, umferðar- nefndar, skipulagsnefndar og ann- arra skipulagsyfírvalda. Ákveðið verð á fermetra Gert er ráð fyrir að lóðir ætlaðar Irving Oil verði seldar á ákveðnu fermetraverði sem taki mið af verði samkvæmt útboði á lóð við Gagnveg 2, en auk þess greiðast gatnagerð- argjöld af öllum húsum. Lóðimar eru við Eiðisgranda, Stekkjarbakka og Bæjarháls og þarf að samþykkja breytingar á skipulagi vegna þeirra. Borgarráðsmenn Sjálfstæðis- flokksins samþykktu tillöguna á fundi borgarráðs með fyrirvara í sérstakri bókun. Þar segir að þeir telji áhugavert að erlendir aðilar sýni vilja til fjárfestingar í Reykja- vík á næstu mánuðum er geti num- ið 1,5 milljörðum króna. Staðsetn- ingar stöðvanna á grónum svæðum séu að sjálfsögðu viðkvæmt mál og ekki síður þótt erlendir aðilar eigi í hlut. Þá segir: „Því er það áhersluat- riði að málið verði rækilega kynnt fyrir íbúum í nálægð þeirra, svæða sem til álita koma áður en frekari ákvarðanir verða teknar um stað- setningu þeirra. Hvað varðar þær þijár lóðir sem tilgreindar eru telj- um við staðsetningu bensínstöðvar norðan Stekkjarbakka við Elliðaár- dal ekki heppilega vegna um- hverfissjónarmiða. “ Staðsetning verður kynnt í bókun borgarstjóra segir að gert sé ráð fyrir að fjallað verði um málið í fagnefndum borgarinn- ar. Það væri og sjálfsagt og eðli- legt að skipulagsnefnd kynni stað- setningu lóðanna fyrir nærliggjandi íbúum. Hvað varðaði lóðina við Stekkjarbakka þá væri hún ekki á grænu svæði heldur á helgunar- svæði milli tveggja gatna. Morgunblaðið/Kristinn SKIPVERJAR af hollenska skipinu Hendrik B mættu til sjó- prófa í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Sjópróf vegna Hendriks B Engir blindhlerar til að verja glugga SJÓPRÓF vegna hollenska flutn- ingaskipsins Hendriks B, sem var yfirgefið suður af landinu 29. desem- ber síðastliðinn, hófust í Héraðsdómi Reykjavíkur kl. 16 í gær. Állan Vagn Magnússon er dóms- formaður og Þorvaldur Ingibergsson skipstjóri og Hrafnkell Guðjónsson kennari í Stýrimannaskólanum eru meðdómendur. I gær voru lögð fram ýmis gögn um skipið og áhöfn þess og teknar skýrslur af skipstjórnarmönnum. Aðspurður sagði Klaas Bruin skip- stjóri meðal annars að enginn búnað- ur, svonefndir blindhlerar, til að veija glugga aftan á brú skipsins hefði verið um borð. Hann hefur ekki áður siglt á þessum slóðum. í dag mæta varðskipsmenn af Tý og gefa skýrslu um sinn þátt í björg- un skipsins. Reiknað er með að sjó- prófum ljúki í dag. Atkvæðagreiðsla um kjarasamninga Sjúkraliðar samþykktu samninga TALNING í atkvæðagreiðslu um kjarasamninga sjúkraliða fór fram í gærkvöldi og voru samningarnir samþykkir með 94,2% atkvæða þeirra sem þátt tóku í atkvæða- greiðslunni. 82,6% kjörsókn Á kjörskrá á landinu öllu voru 1.054. Þar af greiddu 752 atkvæði og var kjörsókn því 82,6%. Já sögðu 710 eða 94,2% en nei sögðu 40 eða 5,4%. Auðir seðlar voru tveir eða 0,2%. Engin atkvæði voru ógild. Kjarasamningar við meginþorra sjúkraliða voru undirritaðir 30. desember til rúmlega eins sólar- hrings eftir um sjö vikna verkfall. Samningurinn felur í sér 7% launa- hækkun og var afturvirkur að hluta frá 15. júní og að hluta frá 1. október. Síðasti hópur sjúkra- liða, á Garðvangi, gekk frá kjara- samningum í fyrradag. Morgunblaðið/Þorkell FRÁ atkvæðagreiðslu sjúkra- liða í gær. SH eykur utflutning um þriðjung milli ára SlÐASTLIÐIÐ ár varð metár í framleiðslu og sölu afurða innan Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Leita verður allt aftur til ársins 1979 til að finna svipaða fram- leiðslu, sem þá byggðist á miklum þorskafurðum. „Góð loðnuvertíð árið 1994, mik- il rækjuvinnsla og vaxandi vinnsla úthafskarfa eru meginþættimir er vega nokkuð á móti minnkandi þorskafla," segir Friðrik Pálsson, forstjóri SH, meðal annars í sam- tali við Morgunblaðið. Alls seldi SH 121.700 tonn af afurðum á síðasta ári. íslenzkar afurðir, bæði frystar og kældar, voru 104.200 tonn, en frystar er- lendar afurðir voru 17.500 tonn. Verðmæti seldra afurða var 28,4 milijarðar króna (cif) og er það aukning í verðmætum um 34% frá fyrra ári, en aukning í magni var 33%. Frá íslandi voru fluttar út sjávar- afurðir til 28 landa á vegum SH í fyrra. Viðskipti við Rússland hófust Alls var selt fyrir 28,4 milljarða kr. á síðasta ári á ný eftir nokkurra ára hlé og út- flutningur á síld hófst til Kína. Framleiðendur fyrir SH á árinu voru yfír 100 talsins, þar af voru 33 frystiskip í eigu 17 útgerða. Frystiskipum hjá SH fjölgaði um 6 á árinu. Heildarframleiðsla hjá íslenzkum framleiðendum SH var rúm 100.000 tonn árið 1994 og jókst um 8% frá árinu áður. Framleiðsla erlendra vinnsluskipa - var um 16.000 tonn og jókst um 34% milli ára. Breytt sölusvæði Nokkrar breytingar hafa orðið á vægi sölusvæða á síðasta ári. Frið- rik Pálsson bendir meðal annars á að í fyrsta sinn í sögu SH megi leggja að jöfnu útflutning til Aust- ur-Asíu og Bandaríkjanna. Aukning var á sölu til allra markaðssvæða, en miðað við verðmæti fer mest til þessara svæða, eða fyrir um sjö milljarða króna á hvort fyrir sig. Mikil aukning varð í sölu loðnuaf- urða á árinu, en alls fóni um 12.600 tonn af loðnu og 4.000 af hrognum til Japans. ' Rækjuframleiðsla jókst um fjórð- ung og eru skelfiskafurðir nú um 19% af heildarverðmæti afurða SH. Framleiðsluauking á úthafskarfa innanlands var um 36% en 30% hjá erlendum skipum. Heildarsala karfaafurðajókst úr 21.000 tonnum í 36.000 tonn milli ára. Um fjórðungs samdráttur var í framleiðslu þorskafurða frá fyrra ári. Þann samdrátt má rekja til minni veiði, því hlutdeild SH í þorsk- inum jókst milli ára. Samdráttur í framleiðslu á grálúðu var af sömu sökum, en meiri samdráttur varð í ufsaframleiðslu en aflaminnkun nemur. Utflutningsverðmæti SH til helstu viðskiptasvæða ’94 Upphæðir í milljörðum kr., fob JAPAN (42.000 tonn) 7,1 BANDARÍKIN (23.300 tonn) 7,0 ÞYSKALAND (27.500) BRETLAND FRAKKL. 5,3 3.2 (12.600 tonn) 5.3 (14.300 tonn) SH flytur einnig út fersk flök, ferskan og frystan lax, ígulkera- hrogn, reyktan lax, hrossakjöt og kavíar. Útflutningur þessara afurða var um 1.400 tonn að verðmæti um 800 milljónir króna. Friðrik Pálsson segir, að rekja megi þennan góða árangur til styrkrar markaðsstarfsemi og þró- unar. Lögð hafi verið áherzla á að styrkja innlenda framleiðendur og auka vinnsluvirði afurðanna. Þá hafí einnig verið lögð áherzla að fá erlend frystiskip í viðskipti. Ráðist á unga konu RÁÐIST var á unga konu í mið- borginni laust fyrir kvöldmat í gær. Hún slapp naumlega inn á Hótel Borg frá árásarmanninum. Konan átti leið niður Laugaveg- inn og veitti þar eftirtekt manni sem bauð ekki af sér góðan þokka. Þegar hún kom niður í miðbæ tók hún eftir að maðurinn veitti henni eftirför. Hún reyndi að hrista hann af sér en tókst ekki og elti maður- inn hana að strætisvagnaskýli við Ráðhúsið. Maðurinn var greinilega undir annarlegum áhrifum og þótti konunni nærvera hans mjög óþægileg. Hún ákvað því að leita skjóls á kaffihúsi. Þegar kom á Austurvöll hljóp konan í átt til Hótel Borgar og tók sá skuggalegi einnig á sprett. Fyr- ir framan anddyri hótelsins náði maðurinn konunni og tók hana kverkataki. Henni tókst að slíta sig lausa og komst naumlega inn á hótelið. Konan er ómeidd en henni var mjög brugðið. Atvikið var kært til lögreglu. ---------♦--------- Vörur sviknar út á kort VÖRUR voru sviknar út úr nokkr- um verslunum í Reykjavík dagana 28. og 29. desember að verðmæti rúmlega 230 þúsunda króna. í öll- um tilvikum var hringt til verslan- anna og gefið upp númer og gildis- tími á gullkorti ásamt nafni og kennitölu korthafa og varan afhent gegn því. Við móttöku vörunnar var í fæstum tilvikum aflað móttöku- kvittunar en í þeim tilvikum sem það var gert voru dæmi um að gefnar væru upp kennitölur sem ekki eru til. Upp komst um hvernig málið var vaxið þegar afgreiðslumann í verslun, sem fékk pöntun, grunaði að ekki væri allt með felldu og hafði samband við korthafann. Korthafinn setti sig síðan í sam- band við Visa ísland, kortinu var lokað þegar í stað og málið kært til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Að sögn Einars S. Einarssonar, forstjóra Visa íslands, gefur þetta mál ekki tilefni til að herða reglur um þessi viðskipti heldur þarf að brýna fyrir starfsfólki verslana að fara eftir þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.