Morgunblaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kínverjar vilja ekki efna til skyndikynna, Saló mín. Þeir vilja kynnast framtíðarfólki á Alþingi, góða. Skertar bætur húseigenda sem ekki byggja upp eftir bruna Heimilt að miða við markaðsverð BREYTINGAR á nýlegum lögum um brunatryggingar húsa, sem gerðar voru til að styrkja lagagrundvöll undir reglugerð tryggingamálaráð- herra frá því í haust, voru samþykkt- ar á Alþingi fyrir áramót. Þar með er búið að lögfesta umsýslugjaldið umdeilda sem rennur til Fasteigna- mats ríkisins frá og með áramótum. Við afgreiðslu frumvarpsins gagn- rýndu Svavar Gestsson og fleiri ákvæði frumvarpsins um að vátrygg- ingafélögum verði heimilt að hafa markaðsverð húsa til viðmiðunar við greiðslu bóta þegar eigandinn kýs að byggja húsið ekki upp að nýju. Vegna umræðna við 2. umræðu frumvarpsins skilaði heilbrigðis- og trygginganefnd framhaldsnefndar- áliti. Þar kemur m.a. fram að bruna- tryggingar byggist á þeirri reglu að hús sé byggt upp að nýju á sama grunni ef tjón verður og bótafjárhæð- in þá miðuð við brunabótamat. Þegar húseigandi kjósi að byggja ekki upp að nýju eigi að draga 15% af bótafjár- hæð. Dögg Pálsdóttir, skrifstofu- stjóri í heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytinu, segir að það sé gert til að stuðla að endurbyggingu. Ef ekki er unnt að endurbyggja af skipulags- ástæðum eða öðrum ástæðum sem ekki eru á valdi húseiganda fær hann bótafjárhæð óskerta. í álitinu kemur einnig fram, og það er nýtt í lögum, að ef húseig- andi kýs ekki að byggja upp aftur og markaðsverð hússins er greinilega lægra en brunabótamatsverð er vá- tryggingafélagi heimilt að miða við markaðsverðið. 15% reglunni sé hins vegar ekki beitt samtímis. Segir að þessi regla sé m.a. byggð á þvi sjón- armiði að óeðlilegt sé að húseigendur verði betur settir en áður ef húseign þeirra brennur og sé hún í samræmi við meginreglur skaðabótaréttar. Fá tilvik „Hér er á því byggt að löggjöf megi ekki vera þannig úr garði gerð að sá sem verður fyrir því að hús hans brennur geti hagnast umtals- vert umfram aðra íbúa á svæði þar sem markaðsverð er lágt,“ segir í nefndarálitinu. Jafnframt kemur fram að markaðsviðmiðuninni verði ekki beitt ef samkomulag næst um uppbyggingu innan sama sveitarfé- lags. Loks má geta þess að í lögunum er ákvæði þess efnis að ef til ágrein- ings kemur um þessar undantekning- arreglur á gerðardómur að leysa úr. Tryggingafélögin hafa beitt 15% reglunni og að sögn Ingvars Svein- björnssonar hrl. hjá Vátryggingafé- lagi íslands eru aðeins 1—5 tilvik á ári þar sem húseigendur kjósa að byggja ekki upp aftur og þá hefur reglunni yfirleitt verið beitt. Hann telur að tryggingafélögin hafi einnig haft heimild til að beita markaðs- viðmiðuninni en viljað fá þessi ákvæði skýr í lögin. Framkvæmdin yrði því óbreytt. Forðað frá freistni Tilgangur ákvæðisins virðist öðr- um þræði vera sá að minnka freist- ingar manna til að hagnast á því að kveikja í eigin húsi. „Tilgangurinn er að koma í veg fyrir að menn geti hlaupið frá brunarústunum með bæt- urnar," segir Ingvar og segir vitað um slík tilvik. Einnig eru dæmi um að menn veðsetji verðlitlar eignir út á brunabótamat. Morgunblaðið/Arni Sæberg Menntaskólinn flóðlýstur KVEIKT var á flóðlýsingu við Menntaskólann í Reykjavík sl. föstudag, en lýsingin er framlag Rafmagnsveitu Reykjavíkur vegna 50 ára afmælis lýðveldis- ins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, tendraði ljósin og flutti ávarp, en að því loknu flutti Guðni Guðmundsson, rektor, þakkarávarp. Á stærri myndinni sést MR flóðlýstur, en á minni myndinni er Ingibjörg Sólrún ásamt Guðna rektor. Seyðisfjarðarkaupstaður 100 ára Sagabæjar- ins einkennist af öldugangi Seyðisfj arðarkaupstaður fagnaði aldarafmæli sínu á nýársdag, en 1. janúar 1895 fékk bærinn kaupstaðarréttindi og bætt- ist þá í hóp þriggja annarra kaupstaða á landinu,_Reykja- víkur, Akureyrar og ísafjarð- ar. ATmælisins verður minnst frekar á þessu ári og rís hæst þriggja daga afmælis- hátíð frá 30. júní til 2. júlí næst komandi. - Saga Seyðisfjarðar er væntanlega um margt mark- verð? „Það er ekki ofmælt. Frumherjar hér voru siíkir framfara- og athafnamenn að við nútímamennirnir stöndum alveg gáttaðir. Þar ber fyrstan að telja mann sem við köllum stundum föð- ur Seyðisíjarðar, Ottó Wathne, en Norðmenn komu hér mjög við sögu fyrir aldamótin og síldveiðarnar voru stór þáttur í henni, ásamt verslun og viðskipt- um sem því fylgdu. Upp úr þess- ari mold erum við sprottin, en síð- an birtist hvert stórmennið á fætur öðru tilbúið að takast á við verk- efni hvers tíma. Ottó Wathne stendur þó hiklaust upp úr. Hér er vagga ritsímans á ís- landi, í því húsi sem skrifstofa mín er í, og sæstrengurinn sem lagður var á land 1906 er eigin- lega beint undir stólnum sem ég sit í. Fyrsta riðstraumsvirkjun, Fjarðarnesvirkjun í Seyðisfirði, var sett hér upp 1913. Bærinn var feikileg uppspretta hugmynda og íbúar virtust einstaklega fijósam- ir. Hér voru gefín út þrjú vikublöð um aldamótin seinustu. Gefin voru út blöð eins og Austri og Bjarki, sem ekki ómerkari menn stýrðu en Þorsteinn skáld Erlingsson og Skapti Jósefsson. Þeir tókust gíf- urlega á í þessum blöðum. Hér var byggt sjúkrahús 1898-9 og tekið í notkun 190.1, sem var stórt og mikið framfaraspor í þess- um landsfjórðungi og þjónaði Austfirðingum í 40 ár. Hér var stofnaður kvennaskóli fyrir alda- mót, einn sá fyrsti í landinu og þannig mætti lengi telja. Við Austfirðingar höfum aldrei viljað útnefna einn stað öðrum fremur sem höfuðstað Austur- lands, því að það er ljóst að Seyð- isfjörður var höfuðstaður Iangt fram eftir öldinni en tapar síðan vissri for- ystu þegar vegurinn er lagður yfir Fagradal niður á Reyðarfjörð og Eskiljörð, vegna þess að verslun og viðskipti fluttust í töluverðum mæli þangað yfír. Landleiðin, þ.e. Fjarðarheiðin, hefur alltaf verið þungdræg fyrir þróun Seyðisfjarðar. Ekki leikur nokkur vafí á að ef við hefðum beina braut upp til Héraðs, hygg ég að staða bæjarins væri enn sterkari en hún er í dag, því að við þykjum því miður frekar ein- angrað byggðarlag. Þetta hefur þó skánað til muna, énda alltaf verið að bæta vegsamgöngnr. OlÍum finnst sinn fugl fagur, en eitt sýnir ágætlega hversu vel Seyðisfjörður er vel staðsettur með tilliti til samgangna á sjó, að hann er eini bærinn á landinu þar sem verið hafa feijusiglingar til út- landa langtímum saman, eða tutt- ugu sumur, í samvinnu við Færey- inga. Fjörðurinn er mjög öruggur fyrir öll skip og styttra til Evrópu héðan en annars staðar, sem stað- festir að styrkleiki Seyðisfjarðar ► Þorvaldur Jóhannsson er fæddur 1940 á Siglufirði. Hann er menntaður handmennta- kennari frá Kennaraskólanum 1959 og íþróttakennari frá íþróttakennaraskólanum 1960, sama ár og hann hóf störf sem handmennta- og íþróttakennari við Seyðisfjarðarskóla. Árið 1975 varð hann skólastjóri þar og gegndi þeirri stöðu þangað til hann varð bæjarstjóri Seyðis- fjarðar 1984. Þorvaldur hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa á vegum félagasamtaka og sam- taka sveitarfélaga. Hann er kvæntur Dóru Sæmundsdóttur og á sex börn, þar af þrjú fóstur- börn. um aldamótin var engin tilviljun." ~ Hyggjast bæjarbúar blása til sérstaks ferðamannaátaks í ár? „Hér verður gert heilmikið í þá veru og þeir sem starfa í bænum að ferðamannaiðnaði ætla að taka höndum saman og gera ýmislegt að kalla hingað fólk. Hér er mikil umferð ferðalanga, ekki síst út af feijunni, en líka af öðrum ástæð- um. Oft eru hér á sama tíma margfalt fleiri ferðamenn en íbú- ar. Því miður hefur íbúum fækkað seinustu ár, í samræmi við þróun- ina í flestum öðrum sjávarplássum. Atvinnan virðist ekki lengur vera frumforsendan fyrir búsetu, þar sem fækkunin á sér ekki síður stað í byggðarlögum þar sem nóga atvinnu er að finna. Lífsmynstur manna virðist vera að breytast og alls konar þjónusta sem minni sveitarfélög eiga erfitt með að veita, virðist kalla sterkar á fólk en atvinnan." - Verður haldið upp á 200 ára afmæli bæjarins, miðað við núver- andi byggðarþróun? „Ég held að það sé ekki nokkur vafí á að haldið verði upp á 200 ára afmæli Seyðisfjarðar, en við þurfum að sækja fram og komast úr þeirri vörn sem við höfum verið í allt of lengi. Verkefni okkar á næstu öld eru ekki síst að halda uppi merki frumheijanna og fjölga íbúum að nýju. Saga Seyðisfjarðar hefur alla tíð einkennst af miklum öldugangi; hér hafa verið góðar tekjur og mikið að gera, eins og þegar síldin óð um miðin á sjöunda áratuginum, og einnig öidudalir, eins og sá sem við erum í nú um stundir. Við erum þó á leið upp úr honum að ég hygg, og er bjart- sýnn á frekari vöxt. Svo lengi serfl sjórinn er gjöfull, þarf ekki að óttast um líf Seyðisfjarðar. Var feikileg uppspretta hugmynda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.