Morgunblaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 11
— MORGUNBLAÐIÐ_________________________________________________________________MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995 11 FRÉTTIR » Morgunblaðið/Árni Sæberg SAMSTARFSNEFNDIN sem falið hefur verið að annast framkvæmdastjórn bændasamtakanna þar til stjórn þeirra hefur verið kosinn á Búnaðarþingi í mars. Á myndinni eru talið frá vinstri: Guðmundur Stefánsson, Haukur Halldórsson, Jón Helgason, Gunnar Sæmunds- son og Þórólfur Sveinsson. Á myndina vantar Hermann Sigurjónsson. Sameining Búnaðarfélags og Stéttarsambands í heildarsamtök bænda Eigna- o g rekstr- arleg sameining frá áramótum 100 geisla- diskar með sjókortum í skip FYRIRTÆKIÐ Radíómiðun hf. hefur selt yfír 100 geisladiska um borð í íslensk skip, en á þeim er að fínna öll sjókort, sem gefín hafa verið út hér á landi. Að sögn Kristjáns Gíslasonar, fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins, varð fyrirtækið fyrst til að framleiða slíka diska eingöngu með gögnum. í áramótaræðu sinni gerði for- seti Islands að umtalsefni mögu- leika á sviði þekkingarmiðlunar og nefndi meðal annars að erlend- is væri búið að gefa út mikið náms- efni og fróðleiksefni á geisladisk- um. Enn sem komið væri ættu íslendingar engan íslenskan upp- lýsingadisk og þar væri verk að vinna. Fagnar áhuga forsetans Kristján Gíslason hafði af þessu tilefni samband við blaðið og kvaðst fagna áhuga forseta ís- lands á margmiðlun, sem nú væri að ryðja sér til rúms. „Við hjá Radíómiðun erum stoltir af því að geta bent á, að við vorum fyrstir til að gefa út disk, sem eingöngu er með gögnum af þessu tagi. Nú eru sjókortadiskar okkar um borð í rúmlega 100 íslenskum skipum og þeir margfalda þær upplýs- ingar, sem skipstjórum stendur til boða. Með því að nota diskinn geta þeir séð sjókortið á tölvuskjá, staðsetningu skips síns og stað- setningu annarra skipa á svæð- inu.“ BÚNAÐARFÉLAG íslands og Stéttarsamband bænda voru sam- einuð í ein heildarsamtök bænda 1. janúar síðastliðinn, og taka hin nýju samtök við réttindum og skyld- um BÍ og SB samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi í síðasta mánuði. Formlegur stofnfundur nýju bændasamtakanna, Búnaðarþing, verður 13. mars næstkomandi og verður þar gengið frá samþykktum og kosin stjórn samtakanna, auk þess sem þeim verður valið nafn. Haukur Halldórsson sem verið hef- ur formaður SB segist gefa kost á sér sem formaður nýju samtakanna fínni hann stuðning til þess, en Jón Helgason sem verið hefur formaður BÍ hefur hins vegar ekki látið uppi hvort hann mun gefa kost á sér sem formaður. Skiptast á formennsku Stjómir BÍ og SB fara frá og með 1. janúar í sameiningu með það hlutverk sem þeim hvorri um sig er falið í einstökum lögum uns fyrsta stjórn hinna nýju samtaka hefur verið kjörin. Sérstakri sam- starfsnefnd hefur verið falið að annast framkvæmdastjórn þangað til og verður Haukur Halldórsson formaður hennar til 15. febrúar, en þá tekur Jón Helgason við for- mennsku og gegnir henni fram að Búnaðarþingi. Formaður samstarfsnefndarinn- ar verður æðsti stjórnandi nýju samtakanna fram að Búnaðarþingi, en skrifstofustjóri þeirra fer með daglegar fjárreiður ásamt starfs- fólki sínu og heyrir hann beint und- ir formann samstarfsnefndarinnar. Þennan tíma verður dagleg stjórn að öðru leyti í höndum búnaðar- málastjóra og fyrrum fram- kvæmdastjóra Stéttarsambandsins í þeim málaflokkum sem hvor um sig hefur annast. Viðræður við búgreinafélög Kosnir hafa verið 39 fulltrúar á stofnfund nýju bændasamtakanna, og eru 28 þeirra kosnir af búnaðar- samböndunum en 11 fulltrúar eru kosnir á fulltrúafundum búgreina- sambandanna. Viðræður standa nú yfir um verkaskiptingu nýju bænda- samtakanna og einstakra búgreina- félaga og er vonast til að samnings- drög þar að lútandi liggi fyrir þeg- ar Búnaðarþing hefst. Búnaðarfélag íslands var stofnað 1837 og hefur það annast leiðbein- ingarþjónustu fyrir bændur, en Stéttarsamband bænda var stofnað 1945 til þess að fara með verðlags- og kjaramál bændastéttarinnar. Með sameiningu BÍ og SB í ein heildarsamtök er þess vænst að boðleiðir verði einfaldari og grund- völlur skapist til samræmdari og skjótari ákvarðanatöku en þegar fjallað er um málin innan tvennra samtaka. Jafnframt skapast grundvöllur fyrir skýrari verkaskiptingu milli heildarsamtakanna og grunneininga þeirra en verið hefur innan félag- skerfís BÍ og SB. Þá er þess vænst að aukin hagkvæmni náist með ein- földun í yfírstjórn og með hagræð- ingu í skrifstofuhaldi samtakanna. LANDSBJÖRG stendur fyrir flugi með lyf ogjólagjafir frá íslandi til barna í Hvíta-Rússlandi núna í fyrstu vikunni eftir nýár í samvinnu við írsku stofnun- ina Tsjernobyl-börnin (T.B.) og friðar- samtökin Peace-2000. Landsbjörg, landssamband björgun- arsveita, kom upp söfnunarkössum á flugeldasölum Hjálparsveitanna í Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ, þar sem tekið var á móti litlum jólagjöfum til barna i Hvíta-Rússlandi. Gekk framar vonum Áhersla var lögð á að fólk eyddi ekki peningum í kaup á gjöfum, heldur að börn gæfu lítinn pakka með ein- hvetju sem þau eiga, fengu í jólagjöf eða hafa ekki not fyrir lengur. Það er ekki stærð pakkanna sem skipti máli heldur hugurinn sem fylgdi. Söfnunin þessa tvo síðustu daga árs- ins fór fram úr björtustu vonum, bár- ust um 17-18.000 jólapakkar á útsölu- staðina. Þá er bara eftir að koma öllum Söfnun á j ólagj öfum til Hvíta-Rússlands JÓN Gunnarsson (l.t.v.), Björn Hermannsson og Ólafur Proppé frá Landsbjörg, Adi Roche, stofnandi T.B., Ástþór Magnússon, Peace 2000, Barbara Deasy, starfsmaður T.B., og John Backhouse, eigandi og flugmaður vélarinnar sem flutti hluta pakkanna til Irlands en myndin var tekin á Reykjavíkurflugvelli. pökkunum til Hvíta-Rússlands, en jólin þar eru 6. janúar. Fyrir utan alla jólapakkana gaf Lyljaverslun íslands hf. lyfjasendingu og Islandsflug sér um að koma sending- unum til Bretlandseyja með fraktflugi. Þaðan mun flugvél Peace-2000 taka sendinguna til Hvíta-Rússlands í sam- vinnu við írsku stofnunina Tsjernobyl- börnin. Kassagerð Reykjavíkur gaf umbúðir og Merkjaland í Kópavogi ís- lenskar merkingar. Tvö veik börn sótt í leiðinni verða sótt fjögur börn sem nú liggja fyrir dauðanum í Hvíta-Rúss- landi og þau flutt á sjúkrahús á ír- landi. Það er stofnunin Tsjernobyl- börnin sem tekur að sér að koma þeim þangað. Með í ferðinni eru sjónvarps- menn frá báðum íslensku sjónvarps- stöðvunum, en reiknað er með að þess- ari hjálparaðgerð verði sjónvarpað í mörgum löndum til að vekja athygli á málinu. UTSALA UTSALA UTSALA UTSALAN HEFST I DAG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.