Morgunblaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995 13 Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Morgunblaðið/Helga Jónsdóttir FJÖLSKYLDURNAR samankomnar við skírn drengjanna. Ljósadýrð í veðurblíðu á áramótum Vogxim - Einstök veðurblíða setti mark sitt á áramótin í Vogum. Mikill fjöldi fólks var við stóra ára- mótabrennu sem var við norðurenda íþróttavallarins, líklega þá stærstu sem hefur verið hérna. Mikill fjöldi fólks var utandyra um áramótin og miklu af flugeldum skotið á loft með tilheyrandi Ijósa- dýrð og hávaða. Björgunarsveitin sem sér um flugeldasölu tók upp á þeirri nýbreytni að gefa öryggis- gleraugu með hverjum seldum fjöl- skyldupakka. Að sögn Hallgríms Einarssonar hjá björgunarsveitinni lýstu fulltrúar lögreglunnar í Kefla- vík og fulltrúar frá Brunavörnum Suðurnesja sérstakri ánægju með þetta framtak. Einnig bárust fyrir- spurnir frá öðrum söluaðilum flug- elda. Knattspymu- menn Hattar verðlaunaðir Egilsstöðum - Á dömu- og herra- kvöldi knattspyrnudeildar Hattar á Egilsstöðum, sem haldið var 30. desember sl., voru útnefndir bestu knattspyrnumenn félagsins á ár- inu 1994. Uppskeruhátíð yngri flokka var haldin í haust og voru þá tilnefndir bestu leikmenn þeirra, en á þessari hátíð voru til- nefndir leikmenn meistaraflokka karla- og kvenna. Eftirtöldum voru veitt eftirfar- andi verðlaun: Oddný Freyja Jök- ulsdóttir - besti leikmaður kvenna- liðs Hattar. Hugrún Hjálmarsdótt- ir - efnilegasti leikmaður kvenna- liðs Hattar. Adda Birna Hjálmars- dóttir - markahæsti leikmaður kvennaliðs Hattar. Eysteinn Hauksson - besti leikmaður karlal- iðs Hattar. Haraldur Klausen - mestu framfarir leikmanns. Ey- steinn Hauksson - markahæsti leikmaður Hattar. Ennfremur hlutu eftirtaldir viðurkenningar fyrir fjölda leikja með meistara- flokki Hattar: Eysteinn Hauksson - 50 leikir. Hilmar Gunnlaugsson, Haraldur Klausen og Jón Kristins- son fyrir 100 leiki. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir ÞESSIR einstaklinjgar fengu verðlaun fyrir góðan árangur í knattspyrnu hjá Iþróttafélaginu Hetti: Frá vinstri: Oddný Freyja Jökulsdóttir, Adda Birna Hjálmarsdóttir, Eysteinn Hauksson, Haraldur Klausen, Hilmar Gunnlaugsson og Hjálm- ar Jóelsson frá Egilsstaðaapóteki, sem gaf verðlaunagripina. Samtaka fólk á Tálknafirði Tálknafirði - Tveir drengir fæddust með tveggja vikna millibili í tveimur fjölskyldum á Tálknafirði í nóvember og des- ember. Sannarlega eiga svein- arnir margt sameiginlegt. Drengirnir Ólafur Gestur Jónsson fæddist 19. nóvember sl. og Friðrik Árni Yngvason fæddist 1. desember sl. og voru báðir skírðir í Stóra-Laugar- dalskirkju hjá sr. Karli Matthí- assyni á annan í jólum, en þeir eiga ýmislegt annað sameigin- legt. Þeir búa hvor á móti öðrum í Móatúni í Tálknafirði, eiga báðir fjóra eldri bræður og mæður þeirra eru saman í saumaklúbbi. Báðar hafa þær unnið hjá Tálknafjarðarhreppi, Ásdís móðir Ólafs sem fóstra á leikskólanum og Elín móðir Friðriks á skrifstofu Tálkna- fjarðarhrepps. Það eru því stór- ar strákafjölskyldur í Móatún- inu ásamt öðrum barnafjöl- skyldum, en í þeirri götu búa flest börn bæjarins. AIls fæddust 10 börn á Tálknafirði 1994. Þann 1. des- ember voru 345 íbúar í Tálkna- fjarðarhrepp sem er um 6% fækkun frá fyrra ári, þrátt fyr- ir fjölda fæðinga. Heimili 09 uppeldi FSSOxö Iþrottir 09 heilsur Landssamtökin Heimili og skóli efna til stórsýningar í markaðshúsi Kolaportsins dagana 28.-29. janúar 1995. Áhersla verður lögð á að kynna þar umhverfi barna og unglinga ásamt gildi menntunar, heilbrigðis og hollrar afþreyingar. Á sýningunni gefst einstaklingum, fyrirtækjum, félagasamtökum og obinberum aðilum einstakt tækifæri til að kynna starfsemi sína, vörur og þjónustu fyrir allt að 40.000 manns. ^STAKUNGAR - FYRIRTÆKI - FÉLAGASAMTÖK - OPINBERIR 1 Eiraii tórmi ©g miDiiglöDTigair iDiniganni? 1 Tölvur 09 tækniþróun Hollusta 09 útivist Nánari upplýsingar og skráning á þátttöku í sýningunni er I síma 625030 Föt og tíska STORSYNING 28,- xi ST E~ ^ ifmYz Mióstoó vióskipto Garðastresti 6,101 Raykjavik Slmi 625030, Fo* 625099 V . . 's>. I JANUAR 1995

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.