Morgunblaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AWTWRIKI IE0CANGISAIZBURGERIAIIDI 26. jaaúar - 4. febrúar Frábær skíðalönd og brekkur við allra hæfi (Leogang er skammt frá Saalbach sem er íslendingum að góðu kunnugt). Fararstjórar: Magnús Scheving og Kjartan Már Kjartansson. Staðgreiðsluverð á mann í tvíbýli: 63.890 kr. Innifalið í verði: Flug, gisting með hálfu fæði, akstur erlendis, fararstjórn og flugvallaskattar. KIRCHBERG/KITZBÚHEL Brottför vikulega frá 4. febrúar. Kitchbúhel er meðal nafntoguðustu skíðastaða í Ölpunum, rómaður fyrir fegurð og frábær skíðasvæði. Kirchberg er 6 km frá Kitchbuhel og eru reglulegar rútuferðir á milli frá morgni til kvölds. 60.390 kr. Staðgreiðsluverð erfrá UVitl7V M* á mann ítvíbýli Innifalið í verði: Flug, gisting í viku með morgunverði, akstur til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og flugvallaskattar. BANDARIKIN 24. FEBRUAR ■ 11. MARS. Skíðaferð til hinna stórfenglegu Klettafjalla og njótum lífsins á Aspen- Snow Mass skíðasvæðinu. Flogið er um New York til Denver og dvalið í Basalt sem er bær í um 15 mínútna akstursfjarlægð frá Aspen. Fararstjóri: Þórir Jónsson. Staðgreiðsluverð miðað við 4 í íbúð: 108.840 kf. Staðgreiðsluverð miðað við 2 í íbúð: 121.540 kf. Innifalið í verði: Flug, gisting, bílaleigubíll, fararstjórn og flugvallaskattar. Samviiniulerðir-Lahílsýii fonrkjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 691010 • Innanlandsferöir S. 91 - 6910 70 • Símbréf 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241 • Hótel Sógu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Símbréf 91 - 62 24 60 Hafnarljörður: Bæjarhrauni 14 • S. 91 - 65 11 55 • Símbréf 91 - 655355 Keflavík: Hafnargötu 35 • S. 92 - 13 400 • Slmbréf 92 - 13 490 Akranes: Breíðaroötu 1 • S. 93 - 1 33 86 • Símbréf 93 -1 11 95 Akureyrl: Ráðhústorgi 1 • S. 96 - 27200 • Slmbréf 96 - 1 10 35 Vestmannaeyjar. Vestmannabraut 38 • S. 98 - 1 12 71 • Símbréf 98 - 1 27 92 LISTIR Líknarbraut á norsku Lúkt upp sem ek bæni NORÐMAÐURINN Ivar Orgland lést í fyrrasumar. Hann var skáld, þýðandi og fræðimaður, 'allt í senn. Þýðingar hans úr íslensku fylla margar bækur, forn og nýr íslensk- ur skáldskapur var honum hugleik- inn. í haust sem leið kom frá hon- um ný þýðing, Nádens veg, sem er þýðing á Ijóðinu Líknarbraut eftir óþekkt skáld frá fimmtándu öld. Bókin er tileinkuð Fredrik Paasche. Myndskreytingar eru eft- ir Anne-Lise Knoff og útgefandi er Solum Forlag í Ósló. Norðmenn virðast hafa meiri áhuga á íslenskum helgikvæðum en íslendingar sjálfir. Orgland þýddi Heilaga kirkju Stefáns frá Hvítadal og miðaldakvæðin Rósu, Harmsól og Milsku. í þýðingu Knuts Odegárds kom Lilja Ey- steins munks og Geisli Einars Skúlasonar. Líknarbraut fjallar um pínu Krists, krossfestinguna. Það er dróttkvæði, en slík kvæði eru köll- uð skaldekvad á norsku. Venjuleg- ur íslenskur lesandi ætti að skilja betur þýðingu Orglands en frum- texta. Líknarbraut hefst þannig: Einn, lúkt upp sem ek bæni óðrann ok gef sanna mér, þú er alls átt ærit, orðgnótt, himins dróttinn; þinn vilk kross sem kunnum, Kristr styrki mik, dyrka orr, sás ýta fírrir aliri nauð ok dauða. Norska þýðingin er aðgengilegri: Opna, Himmelherre, pá mi bon, Du, heimen til den dikting Du av alle rikast eig. Krossen Din vil ég dá etter evne heidra. LISTAKONAN Anne-Lise Knoff skreytir Líknarbraut í þýðingu Orglands. Styrk meg Du som freisar oss frá naud og daude. Orgland bendir á að höfundur Líknar- brautar fari á köflum frjáislega með drótt- kvæðaformið og telur sig því geta tekið sér álíka frelsi. Fagurt kvæði Þýðing Orglands sýnir okkur og sannar að Líknarbraut er fagurt kvæði og hann hefur kosið sér rétta leið með að færa kvæðið sem næst nútímanum. Með því móti glatar það að vísu hinu tignarlega og torræða orðfæri en öðlast í staðinn einfaldleik og hreinleik sem er í anda trúarinnar. Nádens veg er í stóru broti og útgáfan hin smekklegasta. Formáli er eftir Ivar Orgland og Anne-Lise Knoff skrifar athuga- semdir við skreyting- arnar sem eru heilsíðu pennateikningar. Hún hefur hlotið lof fyrir þær, enda eru þær afar næmlega gerðar, svipmiklar án þess að keppa við kvæðið. Jóhann Hjálmarsson. Ivar Orgland Nýjar bækur • GEFIN hefur verið út bókin „Perlur viskunnar". Bókin hefur að geyma valdar tilvitnanir úr ritum Bahá ’u’ liáh, (borið fram sem Bahaaullaah) þar sem sérstök áhersla er lögð á kærleikann og andlegan þroska, segir í kynningu. Bókin erílitlu broti oger um 100 bls. aðlengd. ÞorkellÁgúst Óttarsson valdi efnið í bókina og gaf hana út. Bókin kostar 814 kr. Listaklúbburinn ársgamall EITT ár er liðið frá því að Lista- klúbbur Leikhúskjallarans var stofnaður. Markmið klúbbsins er að standa fyrir fjölbreyttri og vand- aðri menningar- og skemmtidag- skrá á mánudagskvöldum og vera vettvangur fyrir hverskonar list- sköpun sem ekki krefst mikils ytri umbúnaðar. Dagskráin er ákveðin tvo mánuði fram í tímann, gefin út á prenti og liggur frammi víðs- vegar á höfuðborgarsvæðinu. Það er Landsbanki íslands sem styrkir þessa prentun. Stöðug aukning er á aðsókn í Listaklúbbinn og hafa dagskrár hans mælst vel fyrir. Hægt er að gerast félagi í klúbbnum og veitir aðild verulegan afslátt að aðgangs- eyri. Auk þess fá félagar skólaaf- slátt á sýningar Þjóðleikhússins og mt! /iBmBi BAÐÞILJUR Stórglæsilegar amerískar baðplötur. Mikið úrval á hreint ótrúlega lágu verði. Komið og skoðið í sýningarsal okkar í Ármúla 29. AHiaf lil á lager Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29, sími 38640 Borgarleikhússins sé pantað á sýn- ingardag. Dagskráin í janúar verður sem hér segir: Mánudagur 9. janúar: Lög úr söngleikjum eftir Leonard Bern- stein og fleiri góða. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir, Harpa Harðardóttir og Ingveldur Ýr Jónsdóttir flytja lög úr söngleikjum við undirleik Kristins Arnar Kristinssonar. Árni E. Blandon fjallar um sögulegan bakgrunn þeirra með aðaláherslu á Leonard Bernstein, höfund söng- leiksins West Side Story, sem frum- sýndur verður í Þjóðleikhúsinu í febrúar. Mánudagur 16. janúar: Hvað er list? Páll Skúlason heimspeking- ur ræðir þessa spurningu og stýrir umræðum. Tónlistarmenn koma fram - nánar ákv. síðar. Mánudagur 23. janúar: Á flótta undan kertastjaka. Leikarar lesa smásögur eftir Anton Tjekov í umsjón Ásdísar Þórhallsdóttur. Þessi dagskrá er unnin af lista- mönnum Leikhúss Frú Emiiíu og var flutt þar í nóvember sl. Mánudagur 30. janúar: Fisk- vinnslukonan, Bóndakonan og Dóttir skáldkonunnar, þijú eintöl eftir Ingibjörgu Hjartardóttur. Leikkonurnar Guðlaug María Bjarnadóttir, Ingrid Jónsdóttir og María Sigurðardóttir frumflytja sviðsettan leiklestur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.