Morgunblaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995 AÐSENDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ Kvölin að vera Súsanna lemur Reykvíkingur Á ÞEIM þrem fjórðu hlutum aldar, sem ég hef lifað í höfuðborg- inni, hef ég aðeins tvisv- ar upplifað að borgin fengi smá snert af því að vera heimsborg. Fyrra sinnið var þegar Spassky og Fisher háðu hér skákeinvígi. Seinna sinnið var, þegar Reykjavík hýsti fund þeirra höfðingjanna Ronalds Regans og Mikaels Gorbatsjovs. Þá var það hið sérstæða meðfædda innsæi Dav- íðs Oddssonar, sem hafði komið því til leiðar að Höfði hafði verið gerður upp frá risi til kjállara og sjálfsagt þótti að nota húsið úndir fundarhöld þeirra. Reyndar tæpast um aðra staði að ræða. Þá varpaði þessi fagra, gamla, franska bygging, Hvíta húsið í Það dapurlega við þessi mótmæli er, að mati Gunnlaugs Þórðar- sonar, að þau varpa ljósi smæðar og aum- ingjaháttar á þjóðina. Reykjavík, í látleysi sínu vonargeisl- um um frið um gjörvalla jörðina. Þessi máttarstólpafundur var, sem kunnugt er, upphaf þess að þíðan hófst, Berlínarmúrinn var rifínn og kommaharðstjómir austan tjalds urðu úti. Þá vorum við stolt af því að vera Reykvíkingar. Heimsviðburður Nú hefur svo skemmtilega tekist til, að hinir fomu fjandvinir, Bretar og Þjóðveijar, hafa ákveðið að reisa saman byggingu hér í höfuðborg- inni undir sendiráð sín. Mun það vera í fyrsta sinn að tvær þjóðir byggja saman sendiráð. Þetta er heimsviðburður á sína vísu. Það er mikill heiður hverri borg að hafa sendiráð innan sinna marka. Alls staðar í heiminum reyna borgarvöld á hveijum stað að veita sendiráðsbyggingum hina bestu staðsetningu. Hef ég komið í ýms sendiráð meðal annarra þjóða og dáðst að staðsetningu þeirra. Mér fínnst mikils um vert að í því borgarhverfi sem ég bý, skuli vera sendiráð Bandaríkjanna, Bretlands og Noregs. Setja þessar byggingar skemmtilegan blæ á umhverfi sitt og svo mun verða um hina fyrirhug- uðu tvíburabyggingu. Óskiljanleg mótmæli Nú hefur það frést að um 500 manns í borgarhverfí mínu (innan við hálft prósent borgarbúa) hafí látið glepjast til þess að skrifa undir mót- mæli gegn þessari fyrirhuguðu sendi- ráðsbyggingu á ljótustu lóð, sem fyr- irfínnst í höfuðborginni. Lóð þessi hefur verið mér þymir í augum ára- tugum saman, en við því var ekkert að gera, því Bretland er eigandi lóð- arinnar. Sem svo oft áður veit fæst af fólkinu hveiju það hefur verið að mótmæla. Hinar fyrirhuguðu byggingar verða- bor- garprýði og láta lítið yfir sér. Ráðgert er að þær verði lægri en allar næstu byggingar og undir þessum fyrirhug- uðu byggingum verður pláss fyrir 20 bifreiðar. Svona sendiráðum fylgir lítil umferð, því það er næsta sjaldan að fólk eigi erindi í erlend sendiráð. Gamlir kommar að verki? Mér þykir trúlegt, að hér séu að verki stuðningsmenn R-listans, sem sumir hveijir vilja, af fornri tryggð við komma harðstjórnina í austur- vegi, helst flæma þessi sendiráð úr landi vegna rótgróinnar andúðar þeirra á forustuþjóðum Vesturálfu. Auk þess nokkrir uppar, sem haldnir eru yfírþyrmandi sjálfssýningarhvöt. Það broslega við þessi mótmæli er, að þetta fólk treystir því, að það hafí meirihluta borgarstjómarinnar í vasanum. Vafasamt er að þeim verði kápan úr því klæðinu, því allir heilvita menn ættu að átta sig á hvílík heimska þessi mómæli eru. Vandi og ábyrgð borgarbúans Það sérstaka við þessi mótmæli er að þau sýna ennþá einu sinni að fjöldi borgarbúa áttar sig alls ekki á þeim vanda og þeirri ábyrgð, sem því fylg- ir að vera borgarbúi. í öllum borgum getur fólk óforvarandis orðið fyrir því að ímyndaður réttur þeirra skerðist á einhvem hátt vegna breyttra að- stæðna. Reyndar á slíkt alls ekki við um hinar fyrirhuguðu sendiráðsbygg- ingar, því þær munu t.d. ekki einu sinni skerða útsýni borgarbúa að neinu leyti, hvað þá annað. Það dapurlega við þessi mótmæli er, að þau varpa ljósi smæðar og aumingjaháttar íslensku þjóðarinnar um gjörvalla heimsbyggðina. Við höfum orðið okkur til athlægis á heimsmælikvarða. Það er mikil kvöl og skömm að vera höfuðborgarbúi og Reykvíkingur, þegar fámennum hóp þröngsýns fólks tekst að kasta rýrð á ísland og höfðuborgina. Heiður að byggingunni Það er íslensku þjóðinni til sóma og heiður að þessar merku þjóðir, Bretar og Þjóðveijar, skuli vilja hafa áfram sendiráð á íslandi, þrátt fyrir Evrópusambandið og það án knýj- andi nauðsynjar. Slíkt ber að þakka, en ekki að amast við. Frá slíkum stofnunum sem sendiráð em stafar alltaf menningaráhrifum, sem em nauðsyn í samskiptum þjóða, og lífs- nauðsyn okkur sem smáþjóð. Höfundur er lögfræðingur. Gunnlaugur Þórðarson Russland 1 dag í spjalli sendiherra NK. LAUGARDAG, 7. janúar kl. 15, verður Júríj Reshetov, sendiherra Rússlands á íslandi, gestur MÍR í félagsheimilinu á Vatnsstíg 10 og flytur spjall um „Rússland í dag“. í frétt frá MÍR segir að sendiherr- ann fjalli um nýjustu viðhorf í mál- efnum þessa víðlenda ríkis, þar sem vandamálin hafa hrannast upp, mörg og margvísleg, og skoðanir skiptar um úrlausnir þeirra, í efnahags- og utanríkismálum sem og samfélags- málum almennt. Sendiherrann er nýkominn úr för til Moskvu og segir nýjustu tíðindi þaðan. Hann flytur mál sitt á ísjensku. Að loknu spjalli sendiherrans og fyrirspumum verða kaffíveitingar á boðstólum, en kl. 17 hefst kvikmynda- sýning I bíósalnum; sýndar verða heim- ildarkvikmyndir um tvö af fremstu skáldum Rússlands, Fjodor Dostojevskí og Anton Tsjekhov. Eru myndimar sýndar í tilefni þess að verk beggja skáldanna eru sýnd um þessar mundir í leikhúsum í Reykja- vík. („Fávitinn" í Þjóðleikhúsinu og „Kirsubeijagarðurinn" í Leikhúsi frú Emilíu.) Báðar sýningamar hafa hlotið lof gagnrýnenda. Aðgangur að fyrir- lestri Júríj Reshetovs sendiherra og kvikmyndasýningunni er öllum heimill. á skálddrengjum ÉG BIÐ Morgun- blaðið um að birta eft- irfarandi grein, aðal- lega til að vekja at- hygli á orðum sem Súsanna Svavarsdótt- ir, umsjónarmaður menningarefnis blaðs- ins, lét falla í vinsælum viðtalsþætti í útvarp- inu nýverið. Forsaga málsins er þessi: I lok síðasta sumars hringdu menn sem höfðu fengið það verkefni að gera sjón- varpsþátt um bók- menntir lýðveldis- tímans og spurðu hvort ég væri fáanlegur til að láta þar falla fáein orð um Steinar Siguijónsson og Guðberg Bergsson. Það var sjálf- sagt að verða við þeirri bón, enda hef ég aldrei leynt aðdáun minni á verkum þessara manna, hef látið þeirra getið í ræðu og riti, og mun það raunar ástæðan fyrir að til mín var leitað með þetta erindi. Mér var kunnugt um að nokkrir kollega minna fengu ámóta tilmæli, meðal annars var ágætur vinur minn Guð- mundur Andri Thorsson beðinn um að segja nokkur orð, meðal annars um þau góðu skáld Gyrði Elíasson og Vigdísi Grímsdóttur. Svo var sjónvarpsþátturinn sýnd- ur og olli nokkrum úlfaþyt einsog mönnum er kunnugt; hópur bók- menntafræðinga birti yfirlýsingu og kvartaði yfír að ekki væri getið um ýmsa kvenrithöfunda, og spunn- ust um það svo miklar deilur að ákveðið var að endursýna þáttinn og í kjölfar þess umræður um efni hans. Það vakti þá raunar athygli mína, án þess að verða tilefni verulegs hugarangurs, að þegar talsmenn gagnrýnenda voru beðnir um að skýra með dæmum hvað þeir teldu að hefði mátt missa sín úr þættin- um, þá vorum við Guðmundur Andri tilteknir að bragði; það gerðist bæði í rabbþætti í útvarpinu og í nefndum sjónvarpsumræðum, okk- ar hlut var ofaukið sögðu kvenbók- menntafræðingar. Kannski er því rétt að geta þess, fólki til hugar- hægðar, að hlutur undirritaðs í sjón- varpsþættinum um bókmenntir lýð- veldisins var ekki gerður stærri en svo að verk hans voru hvergi nefnd. Sama gilti um Guðmund Andra: hann kom einungis fram sem bók- menntaáhugamaður og lesandi - ólíkt hefðu umsjónarmennirnir skip- að honum á hærri stall ef hlutverk- um hefði verið snúið við, og Vigdísi Grímsdóttur verið falið að koma í þáttinn til að mæla hlýleg orð um skáldsögur Guðmundar Andra, - en það er annað mál. Og allt hefði maður látið þetta sem vind um eyru þjóta og gleymt að bragði ef ekki hefði komið til Súsönnu þáttur Svavarsdóttur. Hún skrifaði semsé í Morgunblaðið heil- síðugreinina „Illa læsir Islendingar“ gegn sjónvarpsþættinum, og þar er hlutur einhverra sem hún nefnir „skálddrengina“ það versta við þáttinn, eða einsog hún segir orð- rétt: „Verstir voru þó skálddrengimir, sem álíta sig hafa bjargað bók- menntalegri framtíð þjóðarinnar, þar sem menn höfðu einkum verið að fást við að skrifa um flutning úr þorpi í borg, þangað til þeir sveifluðu sér fram á ritvöllinn í naflastrengnum sem þeir yrkja stöðugt út úr. Yfirsýnin náði ekki lengra afturábak en þessir drengir höfðu verið læsir.“ Hún nefnir semsagt engin nöfn, þótt af samhenginu megi gera sér í hugarlund hvert hún beini spjótun- um. En að öðru leyti voru kannski eftirtektarverðust þau orð hennar í greininni að hafandi séð þáttinn skildi hún loks bókar- titil Friðriku Benónýs- dóttur, „Minn hlátur er sorg“. Fáeinum dögum síð- ar, í þættinum Þriðji maðurinn á Rás tvö, var áðurnefnd klausa lesin upp úr blaðinu, og Súsanna svo spurð um hveija hún sé að tala með þessum orð- um. Og þá svaraði hún á þessa leið: „Ja, mér finnst þeir vera hérna, þessir Guð- mundur Andri og hann Einar Kárason. Ég kunni afskaplega lítið að meta það sem þeir sögðu. Og bara frá mínum bæjardyrum séð, þá hérna eru þeir alltaf talandi einsog einhveijir landsfeður, sko yfir þjóðina. Én þeir hafa svo ofboðslega litla sýn afturábak, og maður fínnur þetta þegar maður talar til dæmis við eldri höfunda að þeir virðast vera miklu betur lesnir. Ég meina, það kom bara fram í þættinum mjög berlega ... Að þegar maður heyrir eldri höfunda lesa þá virðast þeir vera afskaplega vel að sér í íslensk- um bókmenntum, og það er gaman að ræða við marga eldri höfunda. Spyijandi: Er það þá vanþekking sem einkennir þessa skálddrengi, sem þú kallar svo? Súsanna: Já, mér finnst þeir kannski bara hérna vera meira sko markaðssettir höfundar, heldur en sko góðir rithöfundar... Spyijandi: Skálddrengirnir eru þá bara Einararnir tveir (!) eða hvað, og Guðmundur Andri? Súsanna: Þessir menn sem eru alltaf að hérna einhvernveginn mér fínnst vera að fjalla um hérna ung- lingsárin sín, og unglingsárin vina sinna, og uppvaxtarárin sín og upp- vaxtarárin vina sinna, og komast ekkert út úr þessu ... Þetta verður dálítið þreytandi í þessum skömmt- um sem þetta er búið að vera. Ég, þetta er bara mín skoðun sko, ég er þreytt á þessu. Ég er orðin bara hundleið á þessu.“ Um þessi orð hennar væri kannski hægt að rökræða eitthvað; svo ég tali bara fyrir sjálfan mig, þá vita til dæmis þeir sem lesið hafa það helsta sem ég hef skrifað að það kemur uppvexti mínum eða unglingsárum ekkert við. Að sama skapi vekur mér nokkra undrun að sjá mig ásakaðan um að þykjast hafa bjargað bókmenntalegri fram- tíð þjóðarinnar með því að skrifa um eitthvað annað en flutning úr sveit í borg, - Súsanna hlýtur að vera að vísa til einhverra orða sem ég hafi einhverntíma látið falla í þá veru, þótt mér sé gjörsamlega hulið hvar eða hvenær það gæti hafa gerst. (Raunar verður ekki annað séð en að Jón Hallur Stefáns- son leiði óyggjandi í ljós í grein sem birtist í Mbl. á milli jóla og nýárs að þarna sé umsjónarmaður menn- ingarefnis blaðsins að skamma okk- ur Guðmund Andra fyrir hennar eigin misskilning á orðum sem Sjón lét falla í þættinum!) Eða þá þetta með að það sé gaman að tala við eldri höfunda, öfugt við okkur skálddrengina, vegna þess að þeir séu miklu betur lesnir en við. Það kann að vísu vel að vera rétt, en hinsvegar er að því leyti merkilegt að heyra Súsönnu segja svona, að ég hef aldrei rætt við hana um bókmenntir; og raunar aldrei talað við hana, umfram venjubundnar kurteisiskveðjur ef leiðir okkar hafa legið saman. Ég hlýt því að álykta að þarna sé hún að tala um Guð- mund Andra Thorsson, og verður það að teljast nokkur kokhreysti, því að fáir af kynslóð okkar Sús- önnu hafa jafn víðtæka þekkingu á íslenskri bókmenntasögu og Guð- Jafnvel í Þjóðarsálinni skrúfa menn fyrir fólk, segir Einar Kárason, ef það fer með níð um nafngreint fólk. mundur Andri, einsog þeir vita sem lesið hafa skrif hans um bókmennt- ir nýjar og gamlar eða kynnt sér útgáfur hans á sígildum bók- menntaverkum. Ég veit að hann hefur í það minnsta svo mikla „sýn afturábak“ að honum hefði aldrei dottið í hug að vísa til orðanna „Minn hlátur er sorg“ sem bókartit- ils eftir Friðriku Benónýsdóttur, því að hér er um að ræða línu úr frægu kvæði Einars Benediktssonar, Ein- ræðum Starkaðar; þetta minnir á gamansöguna um manninn sem tók svo til orða: „Upp upp mín sál og allt mitt geð, einsog kellingin sagði". En það er ekki til að rökræða við Súsönnu sem ég bið Morgun- blaðið um að birta þessi orð henn- ar. Kannski veit ég ekki alveg ástæðuna, hugsanlega þykir mér bara betra svona uppá framtíðina að ummæli umsjónarmanns menn- ingarblaðs Morgunblaðsins finnist á prenti til að átta mig á við hveiju má búast úr þeirri átt. Og kannski til að skilja betur og vekja athygli á hvað menn kalla yfir sig með því einu að fást við að skrifa bækur á íslensku. Ef þetta kæmi frá Morg- unpóstinum myndi maður reyna að loka fyrir því bæði eyrum og aug- um, enda hefur hann sér það að hugsjón og tilverugrundvelli, ólíkt Morgunblaðinu, að hrakyrða fólk hvar sem því verður við komið. Og ef Súsanna væri að gagnrýna eitt- hvað af því sem ég hef skrifað eða sagt, þá væri það heldur ekkert til að láta koma sér úr jafnvægi; um það sem ég hef skrifað hafa verið birtir ritdómar af öllu tagi, án þess að hvarfli að manni að fara að svara þeim. En hér er einfaldlega ekkert slíkt á ferðinni. Heldur einungis persónu- legar svívirðingar, um hroka, van- þekkingu, og ýmislegt þaðan af verra. Og tímasetningin var ekkert slor, hálfum mánuði fyrir jól, þegar aðal bóksalan er að fara í gang. Þá kemur sérstök viðvörun frá Sús- önnu um manninn sem í raun og veru er með svikna vöru, er bara „markaðssettur". Og svo er það flutt á Rás tvö Ríkisútvarpsins, á góðum hlustun- artíma á sunnudagseftirmiðdegi. í þætti sem greinilega er talinn nokk- urt stolt rásarinnar, Þriðji maður- inn, í umsjón tveggja frægra blaða- manna. Sjálfur hef ég unnið á út- varpinu, og veit að þar hafa menn lagt metnað í að forðast rætið umtal um fjærstaddar persónur, og bæri slíkt við, til dæmis í beinum útsendingum, þá var sá sem fyrir umtalinu varð oftast látinn vita af því og honum jafnvel boðið að svara. Meira að segja í símaþáttum einsog Þjóðarsálinni þarsem menn hringja inn beinlínis til að kvarta og klaga - jafnvel í Þjóðarsálinni er skrúfað fyrir menn sem fara með níð um nafngreint fólk. En sé um að ræða persónulegar svívirðingar í garð rit- höfunda en greinilega allt leyfilegt, þátturinn með Súsönnu var meira að segja endurtekinn nokkrum dög- um síðar, athugasemdarlaust, og án þess okkur Guðmundi Andra væri einu sinni sagt frá honum. Jæja. Hvað getur maður sagt? Guðlaun fyrir mig? Nei, í alvöru talað, þetta er hætt að vera skemmtilegt. Höfundur er rithöfundur. Einar Kárason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.