Morgunblaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 25
24 MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995 25 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FORSENDUR FRIÐ ARÞRÓUN AR * ASAMA tíma og efnahags- og viðskiptalíf heimsins hélt áfram að renna saman í eina heild á síðasta ári, meðal annars með nýju GATT-samkomulagi og nánara samstarfi Apieríkuríkja, urðu takmörk hinnar pólitísku alþjóðavæðingar skýrari. Tilraunir á liðnu ári til að binda enda á ófrið í Bosníu og Sómalíu fóru út um þúfur fyrst og fremst vegna þess að ekkert ríki var reiðubúið að taka á sig þá ábyrgð og ekki síður þær fórnir er fylgja umfangsmiklum hernaðarlegum afskiptum. Sveitir SÞ hafa nú að mestu dregið sig til baka frá Sómal- íu og alvarlega hefur verið rætt um hvort kalla eigi friðar- gæsluliða í Bosniu heim. Þegar blóðbaðið hófst í Rúanda var að sama skapi enginn reiðubúinn til að skakka leikinn. Viðbrögð umheimsins tak- mörkuðust við mannúðaraðstoð við þá er tókst að flýja víg- völlinn þó að Frakkar hafi gert skammvinna og árangurslitla tilraun til að grípa í taumana. En þó að umheimurinn hefði verið reiðubúinn til aðgerða, óháð fórnarkostnaði í mannslífum ogfjármunum, hefði árang- urinn varla orðið mikið meiri til lengri tíma litið. Það er álita- mál, hvort hægt hefði verið að kæfa átökin í þessum ríkjum ef herafla Vesturlanda hefði verið beitt af fullum krafti. Reynsla Bandaríkjamanna í Víetnam gefur ekki tilefni til að fullyrða um slíkt. En alla vega er ljóst, að slíkar aðgerðir hefðu ekki leyst þann ágreining er að baki átökunum liggur. Miklu hefði orðið að kosta til og ávinningurinn reynst skamm- vinnur. Sums staðar var þróunin jákvæðari og gefur ákveðna vís- bendingu um hvað líklegt sé til árangurs. í Mið-Austurlöndum héldu ísraelar og arabískar nágranna- þjóðir þeirra áfram að treysta friðinn sín á milli þrátt fyrir að öfgamenn á báða bóga hafi reynt að spilla fyrir þeirri þróun með blóðugum hermdarverkum. ísraelar og Jórdanir undirrituðu friðarsamkomulag og grunnur var lagður að efnahagslegri samvinnu ísraels og arabaríkjanna með afnámi viðskiptahindrana þeirra á milli. Jafnvel milli ísraela og Sýrlendinga áttu sér stað þreifingar um friðarsamkomulag. Á Norður-írlandi vaknaði einnig von um varanlegan frið á síðasta ári. írski lýðveldisherinn lýsti í lok sumars einhliða yfir vopnahléi og öfgasamtök mótmælenda fylgdu í kjölfarið. Þetta vopnahlé hefur haldið þrátt fyrir að nokkurrar spennu hafi gætt í samskiptum IRA og breskra stjórnvalda og leiðin að friðsamlegu samkomulagi þar með verið vörðuð. Slíkt samkomulag náðist fyrir nokkru í Suður-Afríku milli hins hvíta minnihluta og meirihluta blökkumanna. Á liðnu ári var skrefið loks tekið til fulls. Fyrstu fijálsu kosningarn- ar voru haldnar þar sem atkvæði hvítra og svartra vógu jafn þungt og að þeim loknum tók Nelson Mandela, leiðtogi Áfr- íska þjóðarráðsins, við forsetaembætti landsins. Aldrei áður í mannkynssögunni hefur lýðræði verið jafn útbreitt og árið 1994 þó að vissulega sé það ekki alls staðar fullkomið í okkar vestræna skilningi. í þeim 187 ríkjum, sem aðild eiga að Sameinuðu þjóðunum, voru lýðræðislegir stjórn- arhættir ríkjandi í 108 á síðasta ári. Við verðum greinilega vör við þessa þróun í Evrópu þar sem þau ríki, er fyrir einungis hálfum áratug voru helst tal- in ógna öryggi okkar, knýja nú á um aðild að lýðræðislegum stofnunum Vestur-Evrópu. Lýðræði og lýðréttindi eru í sókn í heiminum. Um það verður ekki deilt. En einmitt þess vegna er erfiðara að sætta sig við þau blóðugu átök er geisa meðal annars í Evrópu og engin lausn virðist finnast á. Deilurnar í Mið-Austurlöndum, á Norður-írlandi og í Suður- Afríku voru lengi vel með þeim hatrömmustu í heiminum og virtust líkur á að hægt væri að ná þar sáttum hverfandi. Það tókst hins vegar er deiluaðilar létu af sínum ýtrustu kröfum. Ef Palestínumenn krefðust enn tortímingar Israels- ríkis og ísraelar neituðu að viðurkenna rétt Palestínumanna til sjálfstjórnar og sjálfsagðra lýðréttinda hefði ekkert friðar- samkomulag verið undirritað. Það sama hefði gerst ef menn hefðu ekki slegið af kröfum sínum jafnt á Norður-írlandi og í Suður-Afríku. Leiðin til sátta liggur í því að menn fallist á að deila völd- um milli ólíkra hópa. Það á jafnvel við í fyrrverandi Júgóslav- íu, Rúanda, Sómalíu og Tsjetsjníju. Það hefur reynst vænlegast til árangurs þegar hlutverk hins alþjóðlega samfélags hefur verið að ýta undir viðræður deiluaðila og aðstoða við að finna lausn. Þróun ratsjárgagnakerfis Flugmálastjórnar Aukíð öryggiá flugsljóm- arsvæðinu Vinna við þróun nýs áfanga ratsjárgagnakerf- is flugstjómarmiðstöðvarinnar í Reykjavík er — að hefjast. A það að auka öryggi í flugi á flugstjórnarsvæðinu og auðvelda flugumferð- arstjómm vinnuna. Helgi Bjarnason kynnti sér nýja kerfíð og samvinnu Flugmálastjómar og Kerfísverkfræðistofu Háskólans. AF INNLENDUM VETTVANGI FLUGMÁLASTJÓRN hefur í tæplega hálfa öld rekið flugumferðarþjónustu fyrir vélar sem fara milli Evrópu og Ameríku og er úthafsflugstjórn- arsvæðið það næststærsta í heimin- um. Starfsemin er rekin samkvæmt samningi við Alþjóðafiugmálastofn- unina og greiða flugfélögin fyrir þjón- ustuna. Alþjóðlega flugþjónustan er í flugstjórnarmiðstöðinni í húsnæði Flugmálastjórnar á Reykjavíkurflug- velli en miðstöðin verður síðar á árinu flutt í nýtt hús þar skammt frá'. Nýtt húsnæði flugstjórnarmið- stöðvarinnar er tilbúið en ekki hefur verið lokið við tölvukerfin sem starf- semin byggist á. Fluggagnakerfi, sem tekur á sjálfvirkan hátt við staðartil- kynningum flugvéla, er í framleiðslu hjá CAE Electronics í Kanada, fjar- skiptastjórnkerfi er framleitt af Int- elect í Bandaríkjunum og flugupplýs- ingakerfi er hannað af Fjarhönnun hf. í Reykjavík. ' Samstarf við Kerfis- verkfræðistofu í áratug Þá hefur Kerfisverkfræðistofa HÍ unnið að þróun ratsjárgagnakerfis í náinni samvinnu við starfsmenn Flug- málastjórnar. Kerfið er nú þegar í notkun í gömlu flugstjórnarmiðstöð- inni og verður notað í þeirri nýju. Upphaf samstarfs þeirra að verk- efninu má rekja til ársins 1986. Flug- málastjórn átti þá tiltölulega nýtt ratsjárgagnakerfí sem miðaðist við notkun einnar ratsjár, á Miðnesheiði. Ný ratsjá sem setja átti upp á Stokks- nesi við Hornafjörð kallaði á tækni sem gerði kleift að skipta á miíli stöðva. Ekki var hægt að fá þennan búnað erlendis frá nema með mikl- um kostnaði við hönnun og ákvað Flugmálastjóm að fá aðstoð Kerfisverkfræðistofu Háskól- ans til að þróa viðbót við þann búnað sem fyrir var. Áður hafði verið sam- starf milli þessara aðila um hönnun skeytadreifingarkerfis í flugstjórn- armiðstöðinni og er enn í notkun. Þorgeir Pálsson prófessor, sefn nú er flugmálastjóri, var þá forstöðumað- ur Kerfisverkfræðistofunnar. Hann segir að tölvukerfí fyrir ratsjámar hafí verið sérhæft verkefni sem fram til þess tíma hafi aðeins verið á færi örfárra stórfyrirtækja úti í heimi. Með nettengingu tölva sem kom á markað- inn um miðjan níunda áratuginn og UNIX-stýrikerfinu hafí þetta hins veg- ar breyst. Nýja skiptistöðin var tekin í notkun 1988. Nú nú er hægt að skipta á milli sex ratsjáa, fimm eru á íslandi og ein í Færeyjum. Lokið við að endurnýja allt vinnslukerfið Vegna þess hvað þetta verkefni gekk vel var farið út í frekari þróun kerfisins. Næsta skref var að setja inn svokallaða ferilreikninga, þ.e. mögu- leika fyrir flugumferðarstjóra að reikna út hraða og stefnu flugvél- anna. Einnig kom til sögunnar skrán- ing allrar umferðar á geisladiska. Þegar ratsjárstöðin í Færeyjum var tengd við fiugstjórnarmiðstöðina var sett upp sérhönnuð tölva í Færeyjum til að taka við gögnum frá stöðinni og senda til íslands. Með fjölgun rat- sjánna kom upp þörf fyrir ratsjárskjái til að nota til hliðar við þá eldri og var enn ákveðið að þróa þá tækni hér og stuðst við reynsluna sem Kerfis- verkfræðistofan fékk við hönnun sjálf- virkrar tilkynningaskyldu fískiskipa. Síðan hafa verið gerðar ýmsar endur- bætur á hugbúnaðinum. „Þegar nýja skjákerfið var tekið í notkun var búið að þróa allt ferlið, þ.e. frá því gögnin koma frá ratsján- um um símalínu til þess að flugum- ferðarstjórinn les þau af skjánum," segir Þorgeir. „Enn vantar þó upp á að þetta geti kallast fullkomið ratsjár- gagnakerfi. Nýi áfanginn sem nú hef- ur fengist heimild fyrir á einmitt að bæta úr því.“ Afurðirnar teknar í notkun jafnóðum og þær verða til Enduruppbygging kerfisins hefur verið þróuð smám saman á Iöngum tíma og afurðirnar hafa verið teknar í notkun jafnóðum og þær hafa verið tilbúnar. „Það er forsendan fyrir því að hægt hefur verið að vinna þetta hér. Við hefðum aldrei ráðið við heilt kerfi í einu. Þessi aðferðafræði hefur reynst vel og eru stór- ar stofnanir eins og Flug- málastjórn Bandaríkjanna til dæmis að taka hana upp því þær hafa lent í miklum erfiðleikum með sín stóru og gríðarlega flóknu verkefni," segir Þorgeir. Hann segir að með því að vinna þessa vinnu hér hafi orðið til miki! þekking í landinu. Það komi Flugmálastjórn afar vel, bæði fjár- hagslega og tæknilega, að geta feng- Hægt verður að minnka að- skilnað véla ÍSLENSKA flugstjórnarsvæðið er næststærsta úthafsflugstjórnarsvæði heims, samtals 5,4 milljónir fer- kílómetra. Árið 1993 fóru alls um 65 þúsund flugvélar um svæðið og er áætlað að 13 til 14 milljón far- þegar hafi verið um borð. Mesta umferðin er á daginn þegar vélarnar frá Evrópu fara vestur um haf og í minna mæli á nóttunni þegar þær fara austur um. Myndin sýnir umferðina yfir Grænlandi og Islandi og hafinu í kring á háannatima að degi til. Yfir 70 vélar frá fjölda flugfélaga sjást á skjánum, flestar á vesturleið. Sem dæmi má nefna nyrstu vélarnar yfir Grænlandi. DLH sýnir að þær eru frá þýska flug- félaginu Lufthansa og er kallmerki þeirra skráð þar á eftir. Ferhyrningurinn sýnir staðsetningu þeirra og stutta strikið út úr honum sýnir að báðar vélarnir eru á vesturleið, þær stefna yfir norðurhluta Kanada á leið til San Francisco og Los Angeles. F350 482 sýnir að flugvélin sem á undan er (DLH 454) er í 35 þúsund feta hæð og flýgur á 482 hnúta hraða. Boeing 747 risaþota er um þijár og hálfa klukkustund að fljúga gegnum svæðið frá mörkum þess við Noreg í austri og að Kanada í vestri. Morgunblaðið/Árni Sæberg ÁRNI Baldursson flugumferðarstjóri t.v. og Bergur Þórisson tölv- unarfræðingur í flugstjórnariniðstöðinni. A bak við þá sést Pétur Jónsson flugumferðarstjóri að störfum. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri, áður prófessor og forstöðumað- ur Kerfisverkfræðistofu HÍ. ið leyst úr þeim tæknilegu erfíðleikum sem ávallt komi upp í rekstri flókinna hugbúnaðarkerfa og þurfa ekki alltaf að leita til útlanda með þau. Ámi Baldursson, flugumferðar- stjóri, er verkefnisstjóri fyrir hönd Flugmálastjórnar. Hann segir að þró- un kerfisins hafi auðveldað stofn- uninni að veita ratsjárþjónustu á stór- um hluta flugstjórnarsvæðisins. „Um- ferðin hefur aukist gríðarlega mikið á þessum tíma og má segja að við hefðum ekki getað veitt viðunandi þjónustu nema með þeim breytingum sem orðið hafa á ratsjárgagnakerf- inu,“ segir Árni. Það er einnig einkenni þessa verk- efnis, að mati Þorgeirs, hversu góð samvinna hefur verið milli notenda, það er flugumferðarstjóranna, og tölvumannanna sem þróað hafa bún- aðinn. „Við erum öfundaðir af þessu samstarfi því eitt af vandamálunum við þróun kerfa af þessari stærð er hvað erfitt er að brúa bilið milli not- enda og þeirra sem vinna þróunar- vinnuna," segir hann. Bergur Þóris- son, tölvunarfræðingur hjá Kerfis- verkfræðistofunni, segir að þessi sam- vinna hafi skilað góðum árangri og Árni Baldursson tekur undir það. Samstarfið er þannig að Árni ann- ast þarfagreiningu og kemur með óskir notendanna til tölvumannanna í Kerfisverkfræðistofu. Þeir ákveða í sameiningu notendasnið búnaðarins. Við hönnunarvinnuna þarf einnig að taka tillit til annarra jiátta, til dæmis að uppfylla staðla. Árni fylgist með vinnunni og staðfestir að íokum að kerfið sé eins og til var ætlast. Allt á einum tölvuskjá ásamt nálgunarvara Alþjóðaflugmálastofnunin hefur samþykkt að ráðist verði í nýjan áfanga í þróunarvinnunni sem áætlað er að kosti tvær milljónir Bandarikja- dala eða um 140 milljónir íslenskra króna. Tuttugu ársverk eru í hugbún- aðarvinnunni. Hafist verður handa á næstunni og áætlað að vinnan taki þrjú og hálft til fjögur ár. Að sögn Árna verður henni skipt niður í þrjá áfanga sem verða teknir í notkun jafn- óðum. Næsta vor er stefnt að því að taka fyrstu útgáfu að sameinaðri mynd í notkun og verður það mikil breyting fyrir flugumferðarstjórana, að sögn Áma. Þá verða upp- lýsingar frá öllum ratsjár- stöðvunum settar upp á einn hólfaskiptan tölvuskjá og þurfa flugumferðarstjórar því ekki lengur að skipta á milli ratsjánna til að fylgj- ast með umferðinni. Það á að auka öryggi í flugumferðarstjórn. í loka- áfanganum á að vera kerfisferill sem vinnur upplýsingar frá öllum ratsjár- stöðvunum og býr til eina mynd af því svæði sem ratsjárnár ná yfir. Bergur segir að með því að vinna saman gögn um staðsetningu flugvéla frá fleiri en einni ratsjá fáist meiri nákvæmni í staðsetningu þeirra. Árni segir að vissulega aukist öryggi en engar ákvarðanir hafi verið teknar um að leyfa minni aðskilnað flugvéla en nú er krafist. Líklega verði ratsjár- aðskilnaðarreglur einfaldaðar. Jafn- framt mun tölvukerfið á sjálfvirkan hátt vara við hættu á of mikilli nálg- un flugvéla. Loks má geta þess að samskipti í flugstjórnarmiðstöðinni verða skilvirkari því menn munu geta sent upplýsingar um vélarnar á milli sín í tölvunum. Til þess að ná þessum markmiðum þarf að vinna mikla und- irbúningsvinnu og styrkja mjög grundvöll kerfísins, að sögn Bergs. Bergur segir að rekstraröryggi kerfis sem þessa sé mikilvægur þátt- ur. Samkvæmt Evrópu- stöðlum megi það ekki detta út í meira en tíu sekúndur í einu og ekki meira en sex mínútur samtals á ári. Því verði að fylgjast mjög vel með og útbúa kerfið þannig að það geti sjálft gert ráðstafanir til að starf- semin haldi áfram þó eitthvað komi uppá. Til þess að auðvelda það er ætlunin að viðhaldsdeild Flugmála- stjórnar fái góðar upplýsingar um ástand ýmissa þátta kerfisins og möguleika til að fylgjast með ástandi þess. Árangur vegna góðrar samvinnu l Spegill í til- veruvanda Hörð átök hafa veríð inn- anhúss á þýska tímarit- inu Spiegel vegna ágreinings um stefnu og hefur nýr ritstjóri tekið við stjórn þess. Stein- grímur Sigurgeirsson segir deilurnar endur- spegla djúpstæðari til- veruvanda tímaritsins á sjónvarpsöld. VIKURITIÐ Der Spiegel er ekki bara tímarit. Á þeim 48 árum, sem liðin eru frá stofnun þess, hefur tímaritið Spiegel öðlast sess sem ein af stofnunum þýsks samfélags sam- hliða Die Zeit og Frankfurter Allge- meine Zeitung. í desembermánuði hrikti hins vegar í stoðum þessarar stofnunar er Rudolf Augstein, stofnandi blaðsins, núverandi útgef- andi og.aðalstjórnandi, krafðist þess að skipt yrði um ritstjóra. Fyrri hluta desembermánaðar birtist í Spiegel -forystugrein um Bosníu sem fór óstjórnlega í taug- arnar á Augstein. Hann boðaði í sömu viku Hans Werner Kilz rit- stjóra á sinn fund og yfir málsverði greinir hann Kilz frá því að hann sé óánægður með hvernig hann haldi á málum. Augstein segist vera þeirrar skoðunar að Kilz eigi að láta af störfum og að Stefan Aust, sem stjórnað hefur sjónvarpsþátt- unum Spiegel TV, taki við. Ritstjórn blaðsins var Augstein hins vegar ekki sammála og lýsti yfir stuðningi við Kilz. Gott og vel sagði Augstein og sagðist þá mundu draga sig í hlé sem útgefandi og framkvæmdastjóri og láta strika nafn sitt úr haus blaðsins. Að auki myndi hann hætta að rita í það nema í hæsta lagi minningargrein- ar. Eftir nokkurra daga deilur var fallist á kröfur hans. Augstein rit- aði nýja forystugrein um Bosníu- deiluna sem bar hina táknrænu yfir- skrift „Faðir allra hluta“ og Áust ritstýrði fyrsta blaði þessa árs. En þó að það hafi verið grein um Bosníu sem leysti átökin úr læðingi endurspegluðu þau einungis mun djúpstæðari tilveruvanda. Breytt fjölmiðlaumhverfi Tímaritið var stofnað árið 1947 af Augstein og hefur frá upphafi fylgt mjög fastmótaðri stefnu. Það er fijálslynt og vinstrisinnað en þó fyrst og fremst gagnrýnið á vald- hafa hveiju sinni og kerfið. Stíllinn þungur, litprentun ekki áberandi fyrr en á síðustu árum. Greinar langar og á flóknu máli eða kannski miklu frekar mállýsku sem stundum hefur verið nefnd Spiegel-þýska. Reksturinn hefur oftast gengið vel, stundum mjög vel. Undanfarið hafa aftur á móti blikur verið á lofti vegna breytinga á þýsku fjölmiðla- umhverfi. Eftir því sem sjónvarps- stöðvunum fjölgar og samkeppnin um áhorfendur verður harðari hefur eðli fréttaflutningsins breyst. í stað hins þunga, ítarlega og kannski ei- lítið þurra fréttaflutnings þýska rík- issjónvarpsins hefur nýr stíll rutt sér til rúms. Stíll, sem í anda bandarískrar sjónvarpsfrétta- mennsku, einkennist öðru fremur af hraða og yfirborðsmennsku. Skyndibitafréttir. í kjölfarið hefur komið á markaðinn urmull tímarita, sem gerir út á þessa nýju tegund fréttaflutnings. Þau eru litskrúðug, glæsileg en kafa ekki djúpt. „Sjón- varp á prenti,“ svo notuð sé lýsing Theo Sommer, sem ásamt Helmut Schmidt er útgefandi Die Zeit. Vandaðast þessara tímarita og jafnframt það sem (flestum að óvör- um) hefur gengið mjög vel er tíma- ritið Focus. Það tímarit, sem er eins konar millistig sjónvarpsprentmiðl- anna og þungavigtarmiðla, var stofnað til að keppa við Spiegel, sem um áratugaskeið hafði einokað þýska tímaritamarkaðinn. Við þessari samkeppni hefur Spiegel greinilega reynt að bregð- ast. Auk „alvarlegra" viðfangsefna hefur blaðið ávallt látið tiðarandann eða einhver ögrandi málefni (oftast tengd kynlífi eða ofbeldi á einn eða annan hátt) til sín taka. Samkvæmt útreikningum Die Zeit hafa að með- altali um tólf forsíður Spiegel verið lagðar undir einhver slík málefni á undanfömum árum. Frá því að Foc- us hóf sigurgöngu sína hefur „ögrandi“ forsíðum af þessu tagi fjölgað um helming. Þungur rekstur Þrátt fyrir það hefur rekstrar- staða Spigel versnað verulega. Upp- lag tímaritsins dróst saman um allt að 50 þúsund eintök á síðasta ári, miðað við 1993, en hélst þó í að meðaltali 1,1 milljón eintaka á þriðja ársfjórðungi 1994. Fjórum sinnum í lok ársins náði upplagið hins vegar ekki milljón eintaka markinu. Alvarlegri er hins vegar sam- drátturinn í auglýsingatekjum. Heilsíða í lit í Spiegel kostar 84 þúsund mörk (um 3,4 milljónir króna) en einungis 47 þúsund mörk í Focus (rétt tæpar tvær milljónir króna). Þó að sérfræðingar telji að Focus geti varla skilað miklum hagnaði með þetta ' lágu auglýs- ingaverði hefur þetta leitt til að auglýsingablaðsiðum í Spiegel fækkaði úr 7.000 árið 1993 í 6.000 í fyrra. Bendir flest. til að enn muni draga úr auglýsingamagni á þessu ári. Hagnaður Spiegel er ekki gefinn upp opinberlega (frekar en flestra annarra þýskra fjölmiðlafyrirtækja) en almennt er gengið út frá þvi að rekstur tímaritsins hafi skilað 80 milljóna marka hagnaði árið 1992. Hann hefur liins vegar stöðugt far- ið minnkandi og verður fyrirtækið líklega rekið á núllinu á þessu ári. Þó að ekki sé búist við taprekstri gerir uppbygging fyrirtækisins það að verkum að það hefur mjög alvar- legar afleiðingar ef hagnaður er enginn. Þegar vinstribylgjan reis sem hæst í Þýskalandi, árið 1974, ákvað Augstein að koma til móts við baráttuglaða sósíalista og taka upp vinnustaðalýðræði innan fyrir- tækisins. Hann afhenti starfsmönn- um helming hlutafjárins, ákvörðun sem hann hefur haft ástæðu til að sjá eftir síðar. Takmörk starfsmannalýðræðis Vegna þessara áhrifa gátu starfs- menn sett sig upp á móti Augstein (sem nú á einungis fjórðung hluta- fjárins) er hann vildi skipta um rit- stjóra á dögunum. Þetta skipulag setur fyrirtækið einnig í erfíða stöðu að öðru leyti. Hagnaður er ekki lagður í varasjóði til að mæta erfið- leikatímabilum heldur greiddur út samstundis. Þegar vel gengur, líkt og árið 1992, gat það þýtt allt að 40 þúsund marka arðgreiðslu á starfsmann. Ef reksturinn er á núlli fá starfsmenn ekkert og ef tap er á rekstrinum verða þeir að greiða með fyrirtækinu. Fyrir nokkrum árum voru uppi hugmyndir um að starfsmenn og Augstein létu hlutafé af hendi til óháðrar stofnunar, sem þar með réði yfir 75% hlutafjárins. I staðinn yrði starfsmönnum greidd upphæð, sem samsvaraði hagnaðarhlut þeirra fram að 65 ára aldri. Af þessu varð ekki, ekki síst vegna innbyrðis ágreinings og vantrausts meðal starfsmanna. Þessi ágreiningur og innbyrðis togstreita kom aftur upp á yfirborð- ið í átökum desembermánaðar um ritstjórastólinn. Að þessu sinni hafði Augstein betur. Eftir á að koma í ljós hvaða breytingum Spiegel mun taka méð Aust. Hann hóf feril sinn sem mjög vinstrisinnaður blaðamaður og fylgdist grannt með ferli hryðju- verkakonunnar Ulrike Meinhof og það var ekki fyrr en 1988, er hann tók við stjórn Spiegel-TV, að hann sagði skilið við hlutverk upp- reisnarmannsins. Sjónvarpsþætt- irnir (sem eru fréttatengdir þættir þar sem nokkur mál eru tekin fyrir í hvert skipti) hafa notið mikilla vinsælda, en þeir eru sýndir á einkasjónvarpsstöðvum. Væntanlega mun hann létta eitt- hvað á ímynd Spiegel. Það er aftur á móti ólíklegt og allt að því óhugs- andi að fyrir Augstein vaki að draga Spiegel niður í lágkúru skyndibita- fréttamennskunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.