Morgunblaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR Önnur grein ísland miðpunkturinn Áhugi almennings í Evrópu á umhverfismálum og verndun ósnortinnar náttúru hefur aukist gíf- urlega á undanförnum aldarfjórð- ungi. Hins vegar virðist undirrituð- um sem svo að ekkert land hafi unnið sér sess á þessu sviði með þeim hætti að almenningi komi það land fyrst í hug þegar hann leiði hugann að þessum málaflokki. Sá „sess“ liggi því á lausu. Því landi sem tækist að verða fyrst til að öðl- ast slíkan sess hefði jafnframt möguleika á að vinna sig í yfirburða- stöðu, sem erfitt væri fyrir önnur lönd að slá út. (1) Rökin fyrir því að ísland gæti náð slíkum sess með því að tefla fram „stærsta friðaða svæði í vestur Evrópu" eru þau, að það sem er stærst og mest er oft álitið eftirtektarverðara eða verð- meira en annað. Því sé auðveldara (les: ódýrara) að vekja athygli á ís- landi og t.d. að fá fjölmiðla erlendis til að fjalla um landið með því að vísa til „hornsteinsins“. Ef tækist að ávinna íslandi þann sess að það væri landið sem 400 milljónir íbúa Evrópu myndi líta til með jákvæðum huga vegna þess að ísland væri vland hinnar hreinu náttúru" gæti Islendingum opnast ýmsir spennandi möguleikar. Mikilvægi góðrar ímyndar Japanski stefnumótunarráðgjaf- inn Kenichi Ohmae kemur með lýs- andi dæmi um gildi góðrar ímyndar í einni bóka sinna (2), en þar tekur hann sem dæmi „Blue Mountain" kaffi frá Jamaica sem selst fyrir fjór- falt hærra verð í Japan heldur en kaffi frá Brasilíu, og það þrátt fyrir að endurteknar prófanir hafí ekki sýnt fram á neinn mun á tegundun- um. Hér er það því svo að tekist hefur að telja neytendum trú um að „Bláljallakaffíð" sé svona miklu eftirsókn- arverðara. Kaffið frá Jamaica hefur m.ö.o. mun betri ímynd. í dag er hreinleiki matvæla orðirin eftirsóttur eigin- leiki þar sem auka- og --eiturefni ýmiskonar eru orðin töluvert vanda- mál, allavega í hugum neytenda. Ef tækist að fá neytendur í Evrópu til að hugsa til íslands þegar minnst er á hreinleika og lítt snortna náttúru, þá gæti það orðið auðveldara að sannfæra þá um að matvæli framleidd á íslandi væru sérlega hrein. (3) Það gætf jafnvel orðið til að bæta frekar þá ágætu ímynd sem íslenskar sjávarafurðir hafa. Imynd er jú fyrst og fremst spurning um tilfínningalega afstöðu og neytendur eru ekki eins og vís- indamenn í hvítum sloppum sem hafa ávalit rökrétta ástæðu fyrir afstöðu sinni. Ef til vill gæti bætt ímynd landsins því hjálpað til við að gera vinnslu sjávarfangs í full- unnar neytendaumbúðir hagkvæm- ari, þó ekki sé ráðlegt að fullyrða of mikið í þeim efnum meðan þessar hugmyndir eru ennþá á umræðustig- inu. Hvað varðar ferðaþjónustuna þarf enginn að efast um að meiri velvilji og áhugi á landinu mun skila sér og gæti hugsanlega opnað nýja möguleika sem hingaðtil virðast hafa verið utan seilingar. Sú hlið er snýr að bændum Ætla má að íslenskir bændur séu sú stétt sem gæti hagnast hvað mest á því ef Island næði því að verða einskonar miðpunktur í augum þeirra sem áhuga hafa á ósnortinni náttúru í Evrópu, sem það er ekki í dag. Væntanlega yrðu það fyrst aðilar sem reka ferða- og gistiþjónustu á þeim svæðum sem liggja að „hornsteinin- um“, þ.e.a.s. á suður, austur og norðurlandi, þó önnur svæði myndu á endanum njóta góðs af einnig. Einnig skulu hér nefndar til sögunn- ar þær mjög svo at- hyglisverðu hugmyndir sem eru að geijast inn- an Iandbúnaðarins um að gera íslenskan land- búnað lífrænan, en ís- land yrði þá fyrsta landið í heiminum sem gæti státað af slíku. Hugmyndin er svo sú að hægt væri með þessu að ljá íslensk- um landbúnaðarafurðum eftir- sóknarverða ímynd sem gæti opnað tækifæri á erlendum mörkuðum. Það gerist hinsvegar ekki af sjálfu sér að vara fái eftirsóknarverða ímynd á markaði þar sem mikil samkeppni ríkir og getur slíkt kostað töluverð fjárútlát. Ef hinsvegar tækist að koma þeirri hugmynd inn hjá íbúum erlendis að á Islandi væri mikið af hreinu og ó-snortnu umhverfi gæti það hjálpað til við að fá neytendur til að álykta að frá íslandi kæmu hreinni landbúnaðarafurðir en ann- ars staðar frá, sbr. kaflann hér að ofan. „Hornsteinninn" og lífrænn landbúnaður myndu því styðja hvor- ir aðra og mynda sannfærandi heild í ímynd landsins. Þessu mætti ef til vill líkja við það að hafa tvo hesta til reiðar í stað eins. Möguleikar í hágæða ferðaþjónustu Einn af þeim möguleikum sem mikið hafa verið ræddir er sá hvort íslendingar gætu átt kost á að byggja upp heilsuferðaþjónustu í framtíðinni, byggða á þeim landkost- um sem hér eru. ísland er hins veg- ar tiltölulega dýrt land og því væri ekki einfalt mál að sannfæra íbúa erlendis um að koma langt að á ís- lenska heilsustaði í stað gamalgró- inna staða í Þýskalandi t.d., eða í Austur-Evrópu _þar sem þjónusta er mun ódýrari. ísland þyrfti því að hafa eitthvert það fram að færa sem önnur lönd ættu ekkert svar við. Yrði Iandið beinlínis þekkt fyrir hreinleika og ósnortna náttúru gæti það orðið eftirsótt sem staður fyrir heilsustaði, þrátt fyrir hátt verðlag, og samkeppnisstaða þess því batnað til muna. Ekki er ólíklegt að þessi sess gæti gert íslendingum kleift að fá hingað fleiri ferðamenn úr efri þrepum þjóðfélagsstigans, sem ef til vill gætu orðið áhugaverður mark- hópur fyrir ýmsan varning er bæri séríslenskt yfirbragð í meira mæli en nú er. Ekki eru til miklar upplýs- ingar um það hver afstaðan er til íslands meðal þessara hópa, en laus- leg fyrirspurn gefur til kynna að ísland getur orðið eins konar miðpuntur í ósnortinni náttúru Evr- ópu. Sverrir Sv. Sig- urðarson telur að ís- land eigi mikla mögu- leika sem heilsu- og ferðaparadís. þrátt fyrir nokkuð þekkingarleysi þá sé fólk mjög forvitið um landið, sem þykir spennandi og dulúðugt. Ætti það að gefa íslendingum ágæt- is sóknarfæri. (4) Athyglisverð viðbrögð erlendis frá Undirrituðum datt í hug að það gæti verið forvitnilegt að athuga hvort erlend hótel- og heilsustaða- fyrirtæki væru fáanleg til að gefa umsögn um þær hugmyndir sem hér hafa verið reifaðar, þar sem þessir aðilar hafa markaðstengsl við þá þjóðfélagshópa sem eftirsóknarvert væri að fá til íslands sem gesti. Væri í því töluverður akkur ef ís- lendingar gætu byggt upp þá heilsu- þjónustu sem hugmyndir hafa verið Hugleiðing um ísland og framtíðina Friðun: Leið að bættum hag? Sverrir Sv. Sigurðarson „Er eitthvað að þér?!“ ÞAU SÁR sem verða á líkamanum eftir ofbeldi gróa oftast með tíman- um. Sárin sem ekki sjást gróa ekki eins auðveldlega. Þau sár verða allt- af til þegar ofbeldi er beitt, hvort sem ofbeldið er skilgreint sem líkamlegt, kynferðislegt eða andlegt. Þótt aug- Ijóst líkamlegt ofbeldi sé ekki til stað- ar getur engu að síður mikið ofbeldi átt sér stað — andlegt ofbeldi. Það er sama hvaða nafni ofbeldið nefnist, að baki því liggja alltaf sömu viðhorf og markmið eða að ná valdi yfír annarri maneskju, tímabundið eða til langframa. Ofbeldi snýst um vald og stjórnun; að hafa aðra manneskju á valdi sínu og stjóma henni, líðan hennar, hugs- unum og athöfnum. Til þess að ná valdi yfír annarri manneskju þarf að beygja hana und- ir sitt vald. Leiðin sem er valin heit- ir alltaf ofbeldi, hvort sem það er Iíkamlegt eða andlegt. Til að fá hana til að lúta sér og sínum vilja, þarf að stuðla að þvf hún upplifi sig ósjálf- stæða, réttlausa og vanmáttuga. Að henni finnist lítið til sín koma og að skoðanir hennar, hugsanir og tilfinn- ingar séu á einhvem hátt ljótar eða lítils virði. Til að ná manneskju á þitt vald þarftu ekki að beita líkamlegu of- beldi, hið andlega getur gert sama gagn og er jafnvel áhrifaríkara. And- legu ofbeldi er hægt að beita þannig að sá sem fyrir því verður, verður þess jafnvel ekki var. En áhrifin eru engu að síður þau sömu. Andlegt ofbeldi á sér stað milli hjóna eða sambýlisfólks, foreldra og barna, kennara og nemenda, vinnu- félaga, systkina, starfs- manna og yfírmanna, vina og kunningja á öll- um aldri. Þegar andlegu of- beldi er beitt er ruðst inn fyrir persónuleg mörk manneskjunnar og hún lítilsvirt á ein- hvem hátt. Ofbeldið getur beinst að líkama, vitsmunum, tilfinning- um, hæfíleikum, skoð- unum eða þörfum henn- ar. Þetta er gert með ýmsum hætti svo sem með gagnrýni, háði, óviðeigandi athuga- semdum eða áhugaleysi og oft án þess að eitt einasta orð sé sagt. Ef viðkomandi bregst illa við er honum gjarnan talin trú um að það sem hann upplifði hafí alls ekki ver- ið það sem átti sér raunverulega stað. Þá er gjaman aukið á ofbeldið með tilvísun í brenglað raunveruleikamat viðkomandi, ofurviðkvæmni eða álíka. Þetta getur hljómað eitthvað á þessa leið: „Það má bara ekkert segja við þig“ eða „það er nú bara eitthvað að þér, þú áttir ekkert að taka þessu svona". Ein útgáfa andlegs ofbeldis er þegar manneskju er talin trú um að hún beri ábyrgð á tilfinningum, hugs- unum eða gjörðum annars. Áð það sé „henni að kenna" að einhver gerði það sem hann gerði. „Ef þú hefðir ekki röflað svona mikið hefði ég ekki...“ „Það varst þú sem gerðir mig svo reiða að ég missti stjórn á mér.. .“ „Þú lést mig gera þetta." Þessi gerð ofbeldis er jafnvel notuð gagnvart börnum. Það er alvarlegt andlegt of- beldi þegar foreldrar telja bömum sínum trú um að þau (bömin) hafí vald til að gera þá (for- eldrana) taugaveiklaða, brjálaða, þunglynda, drykkjusjúka, stjórn- lausa og ofbeldis- hneigða svo eitthvað sé nefnt. Andlegt ofbeldi er allt frá því sem gæti virst „saklausar“ at- hugasemdir eins og „Hvað er eiginlega að þér?“ og „Þú gerir mig bijálaðan" og upp í skipulagða kúgun sem felst í stöðugri niðurlægingu, hótunum, háði, uppnefningum, gagnrýni, fjár- hagslegri/ kynferðislegri/ tilfínn- ingalegri kúgun og félagslegri ein- angrun. Það er ekki minni vinna að ná bata frá andlegu ofbeldi en hinu lík- amlega. Sumir segja erfiðara og þá ekki síst vegna þess hve andlega ofbeldið getur verið Iúmskt eða dulið. Áhrif andlegs ofbeldis á þann sem fyrir því verður, geta verið margs- konar og má þar nefna skömm, vanmetakennd, kvíða, ótta, þung- lyndi, ýmis sálvefræn einkenni, sjálfshatur, fælni og vonleysi. Áhrif ofbeldis á þann sem beitir því er tímabundin slökun á spennu og til- finning um vald en langvarandi af- leiðingar eru skömm, sektarkennd, Ásta Kristrún Ólafsdóttir sjálfshatur, kvíði, spenna og van- máttur. Fyrsta skrefið er að læra að þekkja ofbeldið. Þekkja það bæði þegar þú beitir því og þegar þú ert viðtakandi þess. Þegar þú gefur ofbeldinu nafn lærir þú um leið að nefna þær tilfínn- ingar sem ofbeldinu fylgja. Þú endur- skoðar mörk þín og lærir leiðir til að veija þig gegn ofbeldi og setja mörk. Þú virðir mörk annarra og temur þér nýjar samskiptaleiðir sem einkennast af heiðarleika og virðingu fyrir sjálfum þér og öðr- um. Hér á eftir fara fáein dæmi um andlegt ofbeldi. Ert þú beitt(ur) andlegu ofbeldi? í andlegu ofbeldi eru gjarnan not- uð óbein skilaboð og þá geta svip- brigði, fas og þögn sagt meira en mörg orð. Þegar andlegu ofbeldi * er beitt, segir Asta Kristrún Ólafsdóttir, er ruðst inn fyrir per- sónuleg mörk. Það heitir andlegt ofbeldi þegar: - Þér er sagt að þú getir ekki neitt, skiljir ekki neitt og að það sé eitt- hvað að þér. - Það er látið eins og þú sért ekki til staðar. Það er ekki yrt á þig, þér ekki svarað og horft „í gegnum þig“. - Þér er sagt hvað þú sért að hugsa og hvernig þér líði jafnvel þótt þú segir annað. - Þér er sagt eða gefíð í skyn að þú megi ekki segja meiningu þína eða uppi um í samvinnu við slík fyrir- tæki. Fyrirfram hefði mátt búast við að undirtektir yrðu heldur dræmar þar sem viðkomandi fyrirtæki vissu engin deili á fyrirspyijanda og skýrt var tekið fram að hugmyndirnar hefðu hvergi verið kynntar opinber- lega. Það verður því að segjast að undirtektirnar komu þægilega á óvart. Viðbrögð bárust frá níu fyrir- tækjum og voru mörg þeirra þónokk- uð jákvæð. Ánægjulegasta svarið kom frá fyrirtæki einu sem stendur mjög framarlega á sínu sviði. í bréfi frá því sagði að svo virtist sem að ekki leiki vafi á að ísland geti haft mikila möguleika á sviði heilsu- og afslöppunarferðaþjónustu, jafnframt því sem þeir létu í ljósi áhuga á að fá ýmsar viðbótarupplýsingar um ísland, svo fyrirtækið gæti lagt mat á það hvort eftirsóknarvert væri fyrir það að stefna að því að heíja starfsemi á Islandi í framtíðinni. Samskipti við þennan aðila eru nú í höndum Útflutningsráðs íslands. í sjálfu sér er lítið hægt að segja á þessu stigi hvort eitthvað muni verða úr þessu erindi, en þegar á heildina er litið verða þetta að teljast upp- örvandi viðbrögð sem gefa tilefni til bjartsýni um að uppbygging all- nokkurrar starfsemi á sviði heilsu- og afslöppunarferðaþjónustu geti orðið að veruleika. Hinsvegar má gera ráð fyrir að til að alvarlega ígrunduð svör fáist frá meiri fjölda fyrirtækja þurfi fyrirspurn að vera gerð með fulltyngi aðila sem njóta opinberrar viðurkenningar. í þriðju greininni, sem birtast mun bráðlega, verður fjjallað um óvissuatriði í þeim hugmyndum sem hér hafa verið kynntar, sem og fjallað um það hvort togstreita sé milli þeirra og stórvirkjanahug- mynda á hálendinu austanverðu. Tilvísanir: 1. Sbr. kenningar bandarlsku markaðsmann- anna A1 Ries og Jack Trout, sjá: „The 22 Immutable Laws of Marketing", HarperColl- ins, 1993. Eftir sömu: „Marketing Warfare. (How American corporations are using milit- ary strategies ...)“, McGraw-Hill, 1986. 2. Ohmae, Kenichi: „The Borderless World: Power and Strategy in the Interlinked Ec- onomy", Fontana 1990. 3. Sjá t.d. Mill, Robert C.: „The Tourism System, an introductory text“, kaflinn „image shaping forces'*. Prentice-Hall Inc., 1985. 4. Að áliti Helgu Björnsson, einnar aðalhönn- uða Louis Féraud hátískuhússins i Paris, undanfarin u.þ.b. tuttugu ár. Höfundur nemur viðskiptafræði við Háskóla íslands. tjá skoðanir, þarfir eða tilfínningar, því þá muni eitthvað hræðilegt gerast. - Þér er sagt að þér eigi ekki að líða svona eða hinsegin. - Þú ert beint eða óbeint látin bera ábyrgð á tilfinningum, hugsunum eða líðan annarra. - Það er hæðst að þörfum þínum eða tilfinningum. - Það er lítið gert úr verkum þínum. - Þér er sagt að þú sért ekki í lagi svona eins og þú ert og þú eigir að vera einhvern veginn öðruvísi. Beitir þú andlegu ofbeldi? Það heitir andlegt ofbeldi þegar: - Þú segir einhveijum að hann geti ekki neitt, skilji ekki neitt og að það sé eitthvað að honum. - Þú kemur fram við einhvern eins og hann sé ekki til staðar. Þú yrðir ekki á hann, svarar honum ekki og horfir „í gegnum hann“. - Þú segir einhveijum hvað hann sé að hugsa og hvernig honum líði þótt hann segi annað. - Þú lætur einhvern vita, beint eða óbeint að hann megi ekki segja mein- ingu sína eða tjá skoðanir sínar, þarfir eða tilfinningar því þá muni eitthvað hræðilegt gerast. - Þú segir einhveijum að honum eigi ekki að líða svona eða hinsegin. - Þú krefst þess, beint eða óbeint af einhveijum að hann taki á sig ábyrgð á því hvernig þér líður og því sem þú gerir. - Þú hæðist að þörfum einhvers eða tilfinningum. - Þú gerir lítið úr verkum einhvers. - Þú lætur einhvern vita að hann sé ekki í lagi eins og hann er og að hann eigi að vera einhvernveginn öðruvísi. Höfundur er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í Reykja vik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.