Morgunblaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t EGGERTBALDURSSON fyrrv. bifreiðastjóri, til heimilis á Hrafnistu, lést 22. desember sl. Útförin hefur farið fram. Vinir hins látna. t Eiginmaður minn, HERMANN JÓNSSON, Amtmannsstfg 4, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum að morgni gamlársdags. Fyrir hönd annarra vandamanna, GuðnýTh. Guðnadóttir. t Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka, SIGRÚN STURLAUGSDÓTTIR, Ásvallagötu 39, Reykjavik, lést aðfaranótt 2. janúar sl. á öldrunardeild Landspítalans. Systur hinnar látnu, mágkona og systkinabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURNÝAS FRÍMANNSSON, Bræðratungu 22, Kópavogi, lést í Landspítalanum á gamlársdag, 31. desember 1994. Bálför hans fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. janúar 1995 kl. 15.00. Hulda Ingvarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Móðir okkar, MATTHILDUR KRISTJÁNSDÓTTIR frá Haukadal i Dýrafirði, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík mánu- daginn 2. janúar. Börn hinnar látnu. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi okkar og langafi, GUÐMUNDUR ÓLAFSSON, Ásbúðartröð 15, lést í Landsspítalanum 2. janúar sl. Jarðarförin auglýst síðar. Arnfríður Kr. Arnórsdóttir, Grétar Guðmundsson, Ásdis Hauksdóttir, Valgerður Guðmundsdóttir, Ásgeir Sumarliðason, Ólafur Guðmundsson, Ingibjörg Halldórsdóttir, Arnór Guðmundsson, Helga Jónsdóttir, Magnús Guðmundsson, Hrefna Halldórsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Bergrún Bjarnadóttir, Sigurborg Guðmundsdóttir, Jón Jensson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn og fósturfaðir, ÁRNI HALLDÓRSSON, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, lést í St. Jósepsspítala að morgni nýársdags. Útförin veröur gerð frá Víðistaðakirkju þriöjudaginn 10. janúar kl. 13.30. Guðrún Valdimarsdóttir, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir. SIGURJON EGILSSON + Siguijón Egils- son fæddist á Laxamýri í Suður- Þingeyjarsýslu 27. júlí 1902. Hann lést á Elli- og hjúkrun- arheimilinu Grund 21. desember 1994. Foreldrar Sigur- jóns voru Egill Sig- urjónsson gullsmið- ur og úrsmiður, bóndi á Laxamýri og Arnþrúður Sig- urðardóttir hús- freyja. Þijú systkini Siguijóns eru látin: Sigurður, f. 1892, d. 1969, Snjó- laug, f. 1894, d. 1954, og Krist- ín, f. 1897, d. 1979. Tveir bræð- ur eru á lífi: Gunn- björn, f. 1904, og Jóhannes, f. 1906. Siguijón nam úr- smíðar hjá Stefáni Thorarensen á Ak- ureyri og stundaði síðan framhalds- nám í Den Danske Urmagers Skole (Teknologisk Instit- ut) í Kaupmanna- höfn. Hann lauk þaðan prófi með ágætiseinkunn árið 1933 og hlaut silf- urverðlaun danska iðnaðarmannasambandsins. Hann rak úrsmíðavinnustofu í Reylqavík áratugum saman. ÞEGAR ég flutti í Nökkvavog 41 fyrir tæpum tveimur áratugum samþykkti gamla gólfklukkan, sem ég hafði erft frá henni ömmu minni, ekki vistaskíptin. Hún tók sér þög- ula mótmælastöðu úti í einu hominu og horfði þijóskulega sínu eina auga á alla þá sem komu inn í stof- una. Dögum saman var reynt að sansa hana til. Komið var með hallamál og pappaspjöldum stungið á víxl undir lappirnar en allt kom fyrir ekki. Öllum var ljóst að sá eini sem hugsanlega gæti komið tauti við klukkuskömmina væri Sig- uijón Egilsson. Það var hringt til hans heim á Nökkvavog 6 og sím- tólið hafði varla verið lagt á þegar dyrabjöllunni var hringt. Siguijón virti klukkuna fyrir sér og kvað upp þann úrskurð að verkið væri ekki í upprunalega kassanum. Því hafði enginn tekið eftir fyrr. Svo tók hann verkið varlega út. Hann hafði ekki skoðað það lengi þegar hann gat frætt okkur um það hvar það hefði verið smíðað og hvenær og á að giska hversu mörg slík verk hefðu verið framleidd. Svo sagðist hann verða að fara með verkið til t Elskulegur faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, SIGURÐUR PÉTURSSON, sem lést í sjúkrahúsinu á Seyðisfirði 24. desember sl., verður jarðsunginn frá Seyðisfjarðarkirkju fimmtudaginn 5. janúar kl. 14.00. Ólöf Sigurðardóttir, Halldór Pétursson, Stefanfa Sigurðardóttir, Þór Magnússon, Hafdís Sigurðardóttir, Jón Fr. Jónsson, Krisín Sigurðardóttir, Þráinn Þorvaldsson, Stefán P. Jónsson, Árdís Sigurðardóttir, systur, barnabörn og barnabarnabörn. t Jarðarför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, THEÓDÓRS SIGURJÓNS NORÐKVIST sem lést af slysförum 18. desember sl., ferfram frá Isafjarðarkapellu laugar- daginn 7. janúar nk. kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á ísafjarðarkirkju. Ingibjörg Marinósdóttir Norðkvist, Margrét Norðkvist Theódórsdóttir, Sigurður Óli Sigurðsson, Ása Norðkvist Theódórsdóttir, Pálmi Gunnarsson, Jón Sigurður Norðkvist, Theódór Norðkvist yngri og elskuleg barnbörn hins látna. þess að geta gert við það og spurði hvort nokkuð lægi á. Nei, ekkert lá á. Annars vissu heimamenn að Siguijón spurði ævinlega þessarar spumingar þegar hann fékk úr eða klukku af heimilinu til viðgerðar en birtist síðan daginn eftir með gripinn. En í þetta skipti dróst á langinn að það heyrðist frá Sigur- jóni og allir furðuðu sig á því en skýringin fékkst að viku liðinni þeg- ar hann kom með verkið. Sum stykkin í því höfðu verið svo slitin að hann varð að smíða ný því óger- legt var að fá varahluti í svo gamla klukku. Siguijón kom verkinu aftur fyrir á sinn stað og öllum dyrum var lokað. Hann vildi fá að hlusta á ganginn en ekkert utanaðkom- andi hljóð mátti berast inn í stofuna því að hann var farinn að heyra illa. Klukkan bæði gekk og sló. „Hún haltrar,“ sagði Sigutjón og gretti sig. Og þá heyrðum við að pendúllinn slóst ekki alveg jafnt til. En það kom ekki að sök. Notalegt tifíð fyllti út í stofuna og slátturinn var skærari en nokkru sinni. Löngu seinna bjargaði Siguijón gömlu úri sem mér þótti mjög vænt um. Það hafði orðið að þola svipað- ar raunir og Tumi þumall á sínum tíma. Úrið hafði lent í svuntuvasa og svuntan síðan í þvottavélinni þar sem hún var þvegin og undin og úrið með. Auðvitað var úrið snar- lega sent til Siguijóns og hann þurrkaði það og smurði — endur- gjaldslaust eins og ævinlega þegar fjölskyldan átti í hlut. Klukkusögurnar um Siguijón eru miklu fleiri og kjaminn í þeim öllum er hinn sami. Fyrir utan að vera völundur í höndunum og listfengur var hann einstaklega samviskusam- ur og nýtinn. Gömlum hlutum átti ekki að fleygja heldur gera við þá og viðgerðin átti að endast. Hann var stuttur í spuna. Það var hans stfll. Hann var mjög hlédrægur en þó ekkert feiminn við að segja við- skiptavini til syndanna fyrir að hafa trassað allt of lengi að koma með úr eða klukku í hreinsun. Það var ekki af því að Siguijón teldi sig verða af viðskiptum heldur hitt að hann vildi að fólk færi vel með þessi mælitæki tímans svo að end- ingin yrði betri. Og sömu viðskipta- vinirnir komu til hans ár eftir ár. Hann var framúrskarandi úrsmiður, verðlaunaður þegar hann stundaði nám við tækniskóla í Kaupmanna- höfn, þekktur út um alla Reykjavík og fékk úr til viðgerðar allt norðan úr heimabyggð sinni. En honum tókst ekki aðeins að fá staðar klukkur til að komast úr sporunum. Allt lék í höndunum á honum. Hann gat smíðað bæði úr tré og málmi, jafnt orf sem laufabrauðsjárn, og garðurinn í Nökkvavogi 6 var un- aðslegur reitur. Hann var mikill náttúruunnandi og ferðamaður og átti stórt safn mynda úr ferðum sínum. Myndakvöldin á Nökkvavogi 6 eru ógleymanleg. Þar var hægt að sitja kyrr á sama stað og ferð- ast með Siguqoni og bræðrum hans hvert á land sem var. Siguijón var alinn upp á einu af höfuðbólum þessa lands, Laxamýri, í hópi margra systkina og frænd- systkina. Hann var í miðjunni í systkinahópnum og ekki hár í loft- inu þegar Sigurður stóri bróðir fór + Ástkær móðir okkar, fósturmóðir og amma, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐMUNDA J. BÆRINGSDÓTTIR, Austurgötu 36, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 5. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Erfídrykkjur Glæsiíeg kafB- hlaðborð, fallegir saíir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar Marinó Sigurðsson, Baldur Sigurðsson, Guðrún Sigurðardóttir, Kristín Sigurðardóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Kristrún Þorsteinsdóttir, Gréta Jónsdóttir, Jóhanna Jensdóttir, Sigriður Ingvarsdóttir, Böðvar Daníelsson, Hergeir á Myrini, Þorvaldur Örn Árnason, Yngvi Harðarson, Hulda Jónsdóttir, barnabörn, og barnabarnabörn. í síma 22322 FLUGLEIÐIR HÓTEL LOFTLEIDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.